Leita í fréttum mbl.is

Að drepa frekar en að vera drepinn

Hann vissi að hann yrði að segja skilið vinkonu sína. Því fyrr því betra. Reyndar hefði hann átt að vera löngu búin að því. Það voru svo mörg ár frá því að hann vissi hvernig hún var innrætt. Undirförul. Lét honum líða svo vel. Fullnægði honum. En undir hvítu og sléttu yfirborðinu leyndist banvæn blanda. Hún vildi honum ekkert gott og hafði aldrei viljað. Takmark hennar frá þeirra fyrstu kynnum var að gera hann veiklundaðan. Háðan sér og þeim tilfinningum sem hún vakti. Hann hafði barist gegn þessum tilfinningum svo lengi. Logið að sjálfum sér. Allt til þess að þurfa ekki að taka ákvörðun. Hann vildi hana úr lífi sínu. En samt hélt hann í hana dauðahaldi. Þrátt fyrir að hann vissi að það væri aðeins spurning um tíma hvenær hún dræpi hann. Hún var nú þegar byrjuð að myrða hann á sinn hægláta, hljóða og undirförla hátt.

Ákvörðunin var skyndileg og kom honum á óvart. En skyndiákvarðanir eru oft þær sem auðveldast er að standa við og uppfylla.

Hann þreif til hennar og fleygði henni á jörðina. Naut þess að stíga á hana og þrýsta ofan í svaðið. Þrýsti henni svo fast ofan í drulluna að hún hvarf sjónum hans. Loginn var slokknaður. Að eilífu.

Hann gekk að næstu ruslatunnu og henti restinni af sígarettupakkanum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Huld S. Ringsted

Ég var farin að halda að núna væri að koma morðsaga!! en svona í hreinskilni, núna langar mig að hætta að reykja

Huld S. Ringsted, 9.9.2007 kl. 22:37

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

góð

Hrönn Sigurðardóttir, 9.9.2007 kl. 22:38

3 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Gamla geit ... hehehehhehe

Guðríður Haraldsdóttir, 9.9.2007 kl. 22:41

4 Smámynd: Eiríkur Harðarson

Þetta er eitthvað sem ÉG ætti að vera löngu búinn að gera.

Eiríkur Harðarson, 9.9.2007 kl. 22:45

5 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

thíhíhí

Jóna Á. Gísladóttir, 9.9.2007 kl. 22:48

6 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Vá !  Þvílíkur endir.    Eða var þetta ekki endirinn ?  Stígur hún kannski upp úr drullunni og hendist í sturtu ?  Hvað veit maður !

Anna Einarsdóttir, 9.9.2007 kl. 22:50

7 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Þetta er the end Anna mín. Vinkonan var sígaretta... svona ef þú skyldir ekki vera alveg með á nótunum

Jóna Á. Gísladóttir, 9.9.2007 kl. 22:55

8 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Ég var orðinn spenntur, hélt líka að þarna væri að fæðast sakamálasaga og röflaði með sjálfum mér að það væri ekki verið að hugsa um okkur eldri borgarana verandi með þennan panil á bak við örsmátt letur og svo endaði sagan bara á meðan.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 9.9.2007 kl. 23:02

9 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Ég hélt að þetta væri hluti af sögunni, las með áfergju, varð fyrir vonbrigðum. en gat ekki annað en hlegið. Já Anna við skulum henda henni í sturtu og þurrka hana, það verður eitthvað að vera eftir fyrir Þjóðminjasafnið.

Edda Agnarsdóttir, 9.9.2007 kl. 23:13

10 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

HeHe ég hélt að þú væri að segja mína sögu. Guðina bænum haltu áfram þetta er mjög spennandi.

Kristín Katla Árnadóttir, 9.9.2007 kl. 23:33

11 identicon

Góð Jóna, góð.  Æ læk jú !"

Guðrún B. (IP-tala skráð) 9.9.2007 kl. 23:34

12 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég er hér með hætt að reykja, bráðum sko

Jenný Anna Baldursdóttir, 9.9.2007 kl. 23:36

13 Smámynd: Ómar Ingi

Aldrei skilið reykingar sem betur fer (finnst mér )

Ómar Ingi, 9.9.2007 kl. 23:41

14 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Þú ert miskunnarlaus  það deyja alltaf einhverjir í sögunum þínum jóna.

Georg Eiður Arnarson, 9.9.2007 kl. 23:47

15 Smámynd: Ívar Pálsson

Góð! Með þjálfun úr auglýsingabransanum? Óvænta uppákoman virkaði, ég sá þetta ekki fyrir.

Ívar Pálsson, 9.9.2007 kl. 23:54

16 Smámynd: krossgata

Þér farast alltaf vel úr hendi tvíræðar sögur og óvæntir endar.    Það er alveg þinn kaffibolli.

krossgata, 9.9.2007 kl. 23:56

17 identicon

Nú fórstu alveg með mig -ég hélt að þetta væri 6. hlutinn af framhaldssögunni. Góð

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 9.9.2007 kl. 23:59

18 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Góð morðsaga

Marta B Helgadóttir, 10.9.2007 kl. 00:52

19 Smámynd: Bjarndís Helena Mitchell

Góð, er einmitt að undirbúa morðið mitt á vinkonunni....Champix held ég að vopnið mitt heiti

Bjarndís Helena Mitchell, 10.9.2007 kl. 00:53

20 Smámynd: Heiða  Þórðar

Þú ert frábær!

Heiða Þórðar, 10.9.2007 kl. 03:12

21 Smámynd: Vignir

Átti ekki von á þessum endi :o)

Vignir, 10.9.2007 kl. 08:45

22 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Jóna þetta átti að vera djók hjá mér.

Kristín Katla Árnadóttir, 10.9.2007 kl. 09:52

23 Smámynd: Ásta Björk Hermannsdóttir

Góð þessi

Ásta Björk Hermannsdóttir, 10.9.2007 kl. 10:38

24 identicon

Frábært hjá þér!

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 10.9.2007 kl. 10:54

25 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Snilld 

Ásdís Sigurðardóttir, 10.9.2007 kl. 11:48

26 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Er byrjuð að  leggja drög að því að slíta ástarævintýrinu með viðkomandi óþverra.  Þökk sé yður 

Jenný Anna Baldursdóttir, 10.9.2007 kl. 12:20

27 Smámynd: Hugarfluga

Flott saga!

Hugarfluga, 10.9.2007 kl. 12:49

28 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þú mátt fána þí évileggisjáana

Jenný Anna Baldursdóttir, 10.9.2007 kl. 13:37

29 Smámynd: Svala Erlendsdóttir

Ótrúlega flott saga hehe...

Svala Erlendsdóttir, 10.9.2007 kl. 13:49

30 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Þú ert best!

Gunnar Helgi Eysteinsson, 10.9.2007 kl. 16:13

31 Smámynd: Valgerður G.

Hætti einmitt í gær. Fín saga

Valgerður G., 10.9.2007 kl. 17:07

32 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Jiiiii ég hef enga drepið en alveg steingleymt að reykja í marga daga??

Sniðug saga!!!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 10.9.2007 kl. 17:12

33 Smámynd: Rebbý

frábært hjá þér kona, flott spenna að myndast sem varð svo að brandara þegar sagan kláraðist. 
Fannst ég vera jafn blöffuð og þegar ég heyrði pípulagið í fyrsta sinn sem hljómaði eins og fínasta ástarjátning. 
Pant þó meira af framhaldssögunni takk ....

Rebbý, 10.9.2007 kl. 17:27

34 Smámynd: Sædís Ósk Harðardóttir

Frábær saga

Sædís Ósk Harðardóttir, 10.9.2007 kl. 19:52

35 identicon

Við viljum meira....................

Elísa (IP-tala skráð) 10.9.2007 kl. 20:08

36 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

Snilldar pistill  ..

Hólmgeir Karlsson, 10.9.2007 kl. 22:23

37 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Júhú! Ég drap í minni síðustu sígarrettu þann 10. október í fyrra. bráðum ársafmæli. En svakalega var ég undrandi þegar ég las þessa sögu, því ég hélt að þetta væri endirinn á sögunni um Líneyju.

Svava frá Strandbergi , 10.9.2007 kl. 23:00

38 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Ég verð að taka mér þessa sögu til fyrirmyndar

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 10.9.2007 kl. 23:47

39 Smámynd: Ása Hildur Guðjónsdóttir

Maður fær hroll við lesninguna og les ákafur áfram.

Þú ert snillingur í að gera frásagnir spennandi

Takk fyrir mig

Ása Hildur Guðjónsdóttir, 10.9.2007 kl. 23:47

40 Smámynd: Jens Guð

  Sko til.  Upphaf á enn einni sögunni sem lofar góðu.  Þú hefur réttu tökin á þessu.  Nú bíður maður á tánum spenntur eftir framhaldinu. 

Jens Guð, 11.9.2007 kl. 00:32

41 identicon

Snilld. Ég er búin að drepa í 

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 11.9.2007 kl. 08:31

42 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Takk fyrir komment öll. Gaman að sjá hvað margir eru búnir að drepa í. Ég mæli alveg með því. Drap sjálf í í febrúar á þessu ári og ætla ekki að kveikja í aftur fyrr en á Grund.

Fyrir ykkur sem ''bíðið spennt eftir framhaldinu''... dont hold your breath. Þetta er upphaf, endir og miðja. Verður ekkert framhald á þessu.

Jóna Á. Gísladóttir, 11.9.2007 kl. 09:15

43 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Góð

Guðrún Þorleifs, 11.9.2007 kl. 12:14

44 Smámynd: Anna Sigga

Úff!  Ég var orðin í senn spennt og hrædd

Anna Sigga, 11.9.2007 kl. 14:10

45 Smámynd: Áddni

Snilld hjá þér! 10 fyrir þessa!

Áddni, 11.9.2007 kl. 23:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóna Á. Gísladóttir
Jóna Á. Gísladóttir

 

 

 Ég er nokkuð dæmigerð íslensk útivinnandi kona. Hef lokið grunnnámi í markþjálfun og gengur betur að hjálpa öðrum við markmiðasetningu en sjálfri mér. Mér lætur líka betur að stjórna öðrum en sjálfri mér. 

 netfangið mitt er jonaagisla@gmail.com

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 1639993

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband