Leita í fréttum mbl.is

Vöffluát og helgarpabbar

 

Hér eru enn fimm gelgjur. Engin hefur stolist á bílnum út í sjoppu, laumast til að reykja eða fyllt upp brennivínsflösku með vatni. Allt er under control.

Ég bakaði vöfflur ofan í liðið áðan. Sem betur fer hrærði ég í tvöfalda uppskrift. Þær átu eins og verkamenn á næturvakt.

Ég þarf að æla, sagði Heimasætu-gelgjan þegar hún stóð upp frá borðinu. Já, þær voru allar sammála um það að þær hefðu borðað yfir sig. Ég ætla að sleppa kvöldmatnum sagði ein gelgjan og hinar tóku undir; jaaahááááá skooo....

Þegar þær hlupu aftur upp á loft heyrði ég Heimasætu-gelgjuna segja; við skulum bíða aðeins með poppið.

Eftir vöfflubakstur og -át brugðum við Viddi okkur af bæ. Fórum niður af hesthúsum og tókum svo góðan hring í Selásnum. Á leið minni um hverfið sá ég ungan mann (barn að mínu mati, ca 22-23 ára) standa fyrir utan útidyrahurð. Með honum var lítill gutti um 2ja ára. Við fætur þeirra stóð bílstóll.

Ég sá strax, hvers kyns var; ungi maðurinn var að skila syni sínum heim til mömmunnar eftir helgina. Semsagt helgarpabbi. Hann er með síma við eyrað og ég heyrði hann segja: hvar ert þú (með áherslu á þú) ? Nú!! Og er langt í þig? Já þú talaðir um að þú vildir fá hann um fimm.

Fleiri orðaskil heyrði ég ekki, en forvitin eins og ég er, laumaðist ég til að líta til baka og sé þá feðga ganga frá hurðinni og upp á bílaplanið. Sennilega hefur hann ákveðið að taka einn ís-rúnt með guttann og bíða eftir mömmunni.

Á sama tíma og það gleður mig að litli guttinn fái að njóta samvista með barnunga pabbanum þá var sláandi að heyra svekkelsið og pirringinn í röddinni. Hversu slítandi ástand er þetta ekki? Að deila því dýrmætasta sem þú getur nokkru sinni eignast með manneskju sem fer jafnvel virkilega í taugarnar á þér. Og hversu margir hafa þann þroska til að bera að gæta þess vel og vandlega að hallmæla ekki hinu foreldrinu í eyrun á barninu.

Ég vona að enginn túlki þetta þannig að ég sé að gagnrýna einstæða foreldra, stúlkur sem eignast börn utan sambands/hjónabands eða yfirhöfuð að þetta fjölskyldufyrirkomulag sé svo algengt sem raun ber vitni. Ég er aðeins að velta þessu fyrir mér.

Og í leiðinni að velta því fyrir mér að allt of margir ana út í barneignir og allt of margt ungt fólk gefst of auðveldlega upp á samböndunum sínum í dag.

Þetta hefur eitthvað að gera með, held ég, að þessi kynslóð sem nú er að verða fullorðið fólk, hefur þurft að hafa allt of lítið fyrir hlutunum almennt. Það er vant því að mamma og pabbi hreinsi upp eftir það messið og reddi hlutunum þegar eitthvað fer úrskeiðis. Þetta er kynslóðin sem keyrir á bílum úr kassanum inn á bílastæðið við menntaskólana á morgnana og heldur að hér hafi ekki verið grafnir skurðir fyrr en eftir að Pólverjar og Litháar urðu partur af menningunni.

já já já... ég er að alhæfa, ég veit það. Og ég veit líka alveg að þetta eru ekkert slæmir krakkar sem þessi lýsing á við. Langt í frá. En agaleysið tröllríður öllu þjóðfélaginu og þegar á móti blæs fjúka allir um koll við fyrstu vindhviðu.

Þegar við Viddi gengum inn um dyrnar eftir góðan göngutúr, mætti mér ilmurinn frá vöfflubakstrinum frá því fyrr í dag. Við hana blandaðist lykt af nýpoppuðu poppi. Ekki entist ógleðin lengi - skálin var tóm.

skal

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Huld S. Ringsted

Góður pistill hjá þér. Allt of mörg börn sem þurfa að gjalda þess að foreldrarnir búa ekki saman.

Huld S. Ringsted, 16.9.2007 kl. 18:12

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Yndislegur pistill.  Ég er svo sammála þér varðandi agaleysið og skort á úthaldi.  Svíar hafa skírt þessa kynslóð egó-kynslóðina.  Sorglegt þegar börn eru að eignast börn.

Jenný Anna Baldursdóttir, 16.9.2007 kl. 18:30

3 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Egó kynslóðin er gott orð.

Lísa svo sannarlega var þetta svona áður bara í minna mæli. Það veit Guð að ekki get ég þakkað sjálfri mér fyrir að hafa ekki orðið ófrísk ''óvart'' og ég var sko spillt af eftirlæti enda ólst ég upp hjá ömmu og afa. Svo ekki var ég barnanna best. En þetta neysluþjóðfélag sem við lifum í og lífsgæðakapphlaupið hefur sett stórt strik í reikninginn.. við megum ekki vera að því að hugsa um börnin okkar og kenna þeim að forgangsraða. Við kaupum handa þeim gæslu, tölvu og bíl til að friða samviskuna.

Ég veit að börnin þín eru fullkomin enda taka þau það eftir mömmu sinni

Jóna Á. Gísladóttir, 16.9.2007 kl. 18:40

4 Smámynd: Rebbý

alveg sammála þessu - erfitt fyrir börnin líka að flækjast á milli og ekki verður flækjan minni þegar pabbi skilur við nýju konuna eða mamma við nýja manninn eftir nokkur ár og ekki allir jafn heppnir og ég að fá að halda sambandi við stjúpbörnin áfram. 
Hugsa oft um hvað líf stjúpunnar minnar getur verið flókið því það er stjúpmamma1 og 2 og 3 og núna nr. 4 
Stjúpmamma 1 er náttúrulega best (þar sem það er ég) og var partur af lífi hennar fyrstu árin, hinar komu allar inn í líf hennar síðasta eitt og hálfa árið.   hlýtur að vera erfitt að vera 11 ára dama með allan þennan fjölda af fyrrum fjölskyldum að baki.

Rebbý, 16.9.2007 kl. 18:41

5 Smámynd: Rebbý

og já - gleymdi segja að vöfluátið gleymist fljótt þegar nóg er að gera svo poppkornið hefur komið sér vel

Rebbý, 16.9.2007 kl. 18:42

6 Smámynd: Bjarndís Helena Mitchell

Já, satt segir þú um ábyrgðar og agaleysi. Þó vil ég ekki alhæfa um alla, en því er ekki að neita að mjög algengt er orðið að foreldrar lagi og bæti allt. Margt ungt fólk gerir sér enga grein fyrir raunveruleikanum og því sem fylgir því að eignast t.d. börn. Hafðu það gott skvís, og vonandi færðu smá ró og næði þegar gelgjurnar fara heim...

Bjarndís Helena Mitchell, 16.9.2007 kl. 18:43

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Frábær færsla Jóna mín, og svo sönn.  Gelgjurnar þessa elskur eru svo mikil krútt.  Það líður að því bráðum að elstu barnabörnin verði svona og ömmuhelgarnar verði öðruvísi.  Með unga pabbann er ég sammála, þau þurfa oft svo litið að hafa fyrir lífinu, og þess vegna verður allt svo óyfirstíganlegt.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.9.2007 kl. 18:50

8 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

100% sammála og flott færsla.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 16.9.2007 kl. 18:54

9 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Þú verður alltaf betri og betri.... og það getur ekki endað öðruvísi en að þú verður best

Anna Einarsdóttir, 16.9.2007 kl. 19:35

10 Smámynd: krossgata

Strákgreyið, standandi á tröppunum kl. fimm til að standa sig í að skila barninu sínu á umræddum tíma, kannski til að halda friðinn.  Svo er stelpugreyið bara ekki heima til að taka á móti barninu sínu, kannski misst af strætó úr vinnunni.  Sá tveggja ára skilur kannski ekki margt, en það er ekki langt í að við svona uppákomur finnist honum öllum vera sama um sig. 

krossgata, 16.9.2007 kl. 19:42

11 identicon

Góður pistill - sammála - og takk fyrir!

Gylfi

Gylfi Guðmundsson (IP-tala skráð) 16.9.2007 kl. 19:51

12 identicon

Góð færsla hjá þér að vanda

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 16.9.2007 kl. 19:53

13 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þetta er vel skrifuð grein hjá þér Jóna mín..Þetta eru oft mjög stór vandamál.  Blessuð börnin líða mest fyrir ábyrgðarleysi foreldra.  Allt of margir hadla að hamingjan sé barn og bíll og svo komast þau að þvðí að þetta eru bara tómir erfiðleikar.  Vildi óskar börn fengju meiri aga og atlæti í uppeldi og lærði meira um ábyrgðina sem því fylgir að stofna heimili. Kannski hef ég lagt of mikla áherslu á þetta við mín börn í uppeldinu, ekkert þeirra á barn 19,25 og 29 ára, telja sig ekki tilbúin eða búi ekki við réttar aðstæður fyrir börn. Nokkuð til í því.

Ásdís Sigurðardóttir, 16.9.2007 kl. 19:55

14 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hey löngu búin að senda kórfélagann yfir en gleymdi að láta vita

Jenný Anna Baldursdóttir, 16.9.2007 kl. 21:56

15 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

AMEN

Högni Jóhann Sigurjónsson, 16.9.2007 kl. 22:19

16 identicon

Ég er af egó kynslóðinni, eignaðist mitt fyrsta barn tvítug og allt það, en samt skil ég nákvæmlega hvað þú ert að fara í færslunni. Sem betur fer hef ég ekki alltaf fengið allt beint uppí hendurnar á mér, enda byrjaði ég að vinna í fjölskyldufyrirtækinu sem við áttum þegar ég var ca. 6-7 ára. Ekki barnaþrælkun, en bara verið að hjálpa til.
Ég sé þetta alls staðar í kringum mig, þetta sem þú talar um í pistlinum. Kannski er ég bara svona gömul sál, kannski líka heppin að vera gift manni sem er aðeins eldri en ég sjálf.

Maja Solla (IP-tala skráð) 17.9.2007 kl. 10:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóna Á. Gísladóttir
Jóna Á. Gísladóttir

 

 

 Ég er nokkuð dæmigerð íslensk útivinnandi kona. Hef lokið grunnnámi í markþjálfun og gengur betur að hjálpa öðrum við markmiðasetningu en sjálfri mér. Mér lætur líka betur að stjórna öðrum en sjálfri mér. 

 netfangið mitt er jonaagisla@gmail.com

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 1639944

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband