Leita í fréttum mbl.is

Engin gæsla alla næstu viku

 

Eftir skóla dag hvern fer Sá Einhverfi í daggæslu sem er eingöngu fyrir andlega fötluð skólabörn. Þar dvelur hann þar til hann fer í skólabílinn/rútuna kl. 16:45 og er ekið heim.

Frábær þjónusta, ég veit. Þegar hún er möguleg.

Allir vita að skelfilegt ástand er í dagvistarmálum þetta haustið. Það vantar starfsfólk. Big time. Þar sem Sá Einhverfi dvelur er ástandið afar slæmt. Þessar fyrstu vikur eftir að skólarnir hófu göngu sína höfum við verið heppin. Nei annars, þetta hefur ekkert með heppni að gera. Ég var bara með þeim fyrstu til að sækja um pláss fyrir veturinn. Fyrstir koma, fyrstir fá.

En þegar um fötluð börn er að ræða er vandamálið enn stærra fyrir foreldra og því er brugðið á það ráð að reyna að skipta tímanum á milli barnanna. Þetta þýðir það að Sá Einhverfi hefur enga gæslu alla næstu viku og í staðin fá börnin sem enga gæslu hafa fengið hingað til á haustinu, inni.  Það eru góð ráð dýr. Pússluspilið hefst. Og hér er ekkert pússluspil á milli skyldmenna, ömmu og afa, frænku og frænda í boði. Það er ekki um neitt slíkt að ræða. Það er engin amma eða afi. Og þau fáu skyldmenni sem við eigum eru auðvitað öll í vinnu. Ekki er heldur möguleiki á að ráða 13 ára skólastelpu sem pössupíu til að hugsa um risastóran og nautsterkan einhverfan gaur. Hann þyrfti ekki annað en að reiðast og slengja henni utan í vegg. Þar með væri það búið.

Ég er ofsalega heppin með vinnuveitanda. Það eru ekki allir. Mýmörg dæmi eru um að foreldrar hafa þurft að segja upp starfi sínu og berjast svo í bökkum við að láta enda ná saman.

Í gær átti ég samtal við hana Heiði sem stjórnar frístundaheimili Þess Einhverfa af röggsemi og af mikilli ást á starfinu. Hún hafði það skemmtilega hlutverk að hringja í foreldra og tilkynna þeim að enga gæslu væri að fá í næstu viku fyrir börnin.

Ég spurði hana hvað hún héldi að væri orsökin fyrir því hversu erfitt væri að fá fólk í starfið.

Hún telur það vera eftirtalda þætti, ekki endilega í þessari röð:

  • Skammarleg laun
  • Lágt starfshlutfall
  • Hræðsla og vanþekking

Hún nefndi þessa hugmynd að setja störfin inn sem hluta af námi félagsfræðinga, þroskaþjálfa, leikskólakennara, kennara o.sfrv. Tíminn sem unnin væri á frístundaheimilum fatlaðra væri þá metin sem einingar í námi og væri partur af starfsþjálfun, en jafnframt greitt fyrir. Óvitlaus hugmynd það.

Starfshlutfall er auðvitað bara 50% þar sem aðeins er unnið eftir skólatíma á daginn. Það þarf að breyta þessu. Það hlýtur að vera hægt að hafa fólk í vinnu annars staðar 50% á móti akkúrat þessu starfi.

það er ljóst að möguleikarnir eru óteljandi ef aðeins væri sett nefnd til að kanna þá. Svipað og var sett á laggirnar nefnd til að finna út hversu mörg almenningsklósett þyrfti í borgina. Kommon.....

Heiður sagði líka að þegar þessir krakkar (starfsmennirnir) einu sinni byrjuðu þá ílengdust þau í starfi. Enda besta starf í heimi segir hún. Heiður er æðisleg. Hún elskar jobbið sitt, hún elskar alla litlu fötluðu einstaklingana. Þannig eru allir þessi krakkar sem vinna þarna. Í þau skipti sem ég ákveð sjálf að sækja þann Einhverfa í stað þess að láta hann taka rútuna heim, þá fæ ég alltaf einhverjar sögur af honum.. hversu æðislegur hann hafi verið þegar hann gerði þetta... hversu fyndinn þegar hann gerði hitt... Ein stúlka sem vann þarna lengi vel en hefur horfið til annarra starfa, fer stundum í heimsókn á Frístundarheimilið bara til að heilsa upp á Þann Einhverfa.

Þetta viðmót og vinnugleði er einskis metið af vinnuveitendum þeirra. Æi.. andskotinn. Ég bara þoli þetta ekki. Hvað getur maður gert?

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Æi ég verð alveg bálill.  Ég veit satt best að segja ekkert hvað á til bragðs að taka annað en að forgangsraða í þjóðfélaginu.  Hvort er mikilvægara, börn eða peningar?  Er nokkuð dýrmætara en börnin?  Það liggur þá beinast við að greiða fyrir þá þjónustu sem uppeldisstofnanir veita.  Laun leikskólakennara og alla goggunarröðina.  ARG gerum byltingu.  Barnabyltinguna.  Úje

Jenný Anna Baldursdóttir, 6.9.2007 kl. 16:32

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

 og allir saman nú...................

Jenný Anna Baldursdóttir, 6.9.2007 kl. 16:47

3 Smámynd: Bjarndís Helena Mitchell

Þetta er skelfilegt bara, vonandi fæst framhaldsskólafólk í þessi störf eða aðrir námsmenn, sem geta nýtt sér reynsluna af þessu starfi, hvort sem er í náminu eða lífinu. Þetta er skammarlegt bara og ætti í raun að vera löngu búið að finna viðunandi lausn á þessum málum...

Bjarndís Helena Mitchell, 6.9.2007 kl. 16:49

4 Smámynd: Kolbrún Jónsdóttir

Þetta er besta starf  í heimi:) 

Kolbrún Jónsdóttir, 6.9.2007 kl. 16:54

5 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

 Ég ver bara reið að lesa þetta vonandi  verður eitthvað gert í þessu máli þetta er skelfilegt.

Kristín Katla Árnadóttir, 6.9.2007 kl. 17:07

6 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Það finnst öllum þetta skelfilegt en svo er ekkert aðhafst og ráðamenn segja ef þeirra laun hækka þá setur það þjóðfélagið á annan endann...

Það þarf að leysa þessi mál í eitt skipti fyrir öll svo foreldrar standi ekki frammi fyrir sama vandmálinu næsta haust

Framtíðaráætlun STRAX Í GÆR

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 6.9.2007 kl. 17:15

7 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Hvernig vogar barnið að fæðast veikt.. svona hugsar þjóðfélagið. 

Gunnar Helgi Eysteinsson, 6.9.2007 kl. 18:14

8 identicon

Maður er bara orðinn fastagestur hérna, hehe. Annars þá er þetta frístundaheimili alveg frábært, og síðan ég vann þar hef ég ekki unnið við neitt annað en með fötluðum. Það hlýtur að vera hægt að bjóða fólki vinnu fyrir hádegi í Öskjuhlíðarskóla á móti þessu, ekki eins og það sé offramboð af fólki þar frekar en í frístundaheimilunum. 

Dísa (IP-tala skráð) 6.9.2007 kl. 18:56

9 Smámynd: Hugarfluga

Þetta er ferlegt ástand og ömurlegt til þess að hugsa að fólk þurfi að starfa við þetta af hugsjón einni saman. Auðvitað á að bjóða því mannsæmandi laun fyrir jafn mikilvægt starf og þetta!  ARGHH!!!

Hugarfluga, 6.9.2007 kl. 19:10

10 identicon

Mig langaði bara að segja hó, ég les þetta blogg þitt eiginlega daglega og finnst það ótrúlega skemmtilegt, og ég held að þú hafir verið líklega verið að tala um mig þarna í lok færslunnar, allavega var ég að vinna lengi í Vesturhlíð en er núna komin á frístundarheimilið með einhverfudeildina í Langholtsskóla og ástandið er nákvæmlega það sama hjá okkur. Það er samt frábært að vinna þar, enda skemmtilegasta starf í heimi en hvert tækifæri sem gefst kíki ég í gula húsið til að kíkja á uppáhalds strákinn minn og láta hann minna mig á hver sé best í heimi:D:D

Júlía Margrét (IP-tala skráð) 6.9.2007 kl. 19:58

11 identicon

Sæl Jóna

Ég er - eins og margir aðrir - orðin fastagestur á blogginu þínu.  Ég bíð spennt eftir næsta kafla framhaldssögunnar og þar sem ég er týpan sem loka ekki góðri bók fyrr en henni er lokið bið ég þig vinsamlegast um að klára söguna

En eitt verð ég að segja þér að er ég var á leið heim frá vinnu í dag heyrði ég áhugavert viðtal og datt mér strax þú í hug.  Því vil ég benda þér á eftirfarandi slóð og skoða málið - með ögrun í huga

http://bjartur.is/?i=2&f=39&o=1397

Hlakka til að "heyra" meira frá þér

Kátar kveðjur

BB

BB (IP-tala skráð) 6.9.2007 kl. 20:55

12 Smámynd: Ása Hildur Guðjónsdóttir

þegar stórt er spurt er fátt um svör.

Þetta ástand hefur verið óviðunda í fjölda mörg ár og alveg ljóst að það verður að skera upp kerfið alveg frá grunni. Þannig að þessi störf verði eftirsóknarverð og þau unnin af fagmennsku.

Til þess þarf vinnu og peninga. Þetta er eitt af topp 10 brýnustu málunum sem þarf að leysa.

Áfram Jóna þú ert frábær

Ása Hildur Guðjónsdóttir, 6.9.2007 kl. 21:38

13 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Jóna mín takk fyrir kveðjuna og takk fyrir þennan frábæra pistil. Því miður hef ég enga lausn en tillögu hef ég, hún er sú að þú flytjir á Skagann! Þetta er sagt í hálfkæringi en þó með alvöru, við erum með frábæra þjónustu við fatlaða hér í skólanum mínum. Ég sé að sagan þín er komin og er á leið í lestur, sendi þér komment þar eftir lestur!

Edda Agnarsdóttir, 6.9.2007 kl. 21:40

14 Smámynd: Sædís Ósk Harðardóttir

Þetta ástand er ekki fólki bjóðandi og ámeðan laun kennara, leikskólakennara og annars starfsfólks með börnum.  Ég er til  dæmis 35 ára gömul, búin að kenna í 10 ár og er í framhaldsnámi, mín laun eru 218.000 kr. og þá á eftir að taka gjöld og skatta.  Ég er að fá um 150-160.000 útborgað.  Þetta er auðvitað ekki í lagi og á meðan hækka vextir, verðbólga eykst en bankarnir t.d græða meira og meira.... arrrggggg

Sædís Ósk Harðardóttir, 6.9.2007 kl. 22:03

15 Smámynd: Ragnheiður

Þetta er auðvitað til háborinnar skammar. Ég veit að gleðin sem fylgir slíkum vinnustöðum er heil og sönn. Fólkið á samt ekki að þurfa að vinna fyrir nánast ekkert, það getur enginn til lengdar.

Ég las ekki kommentin að ofan.

Þessi pistill er frábær hjá þér. Hann eykur manni skilning og það er gott, gott að fá að sjá út fyrir kassann sem maður býr í sjálfur.

Takk fyrir fínt komment hjá mér.

Ragnheiður , 6.9.2007 kl. 22:24

16 identicon

Að vinna með fötluðum er ákaflega gefandi en jafnframt krefjandi starf.  Þessir einstaklingar eru einstaklega skemmtilegir,  flestir, einlagir og fallegar sálir.  Þegar markmiðin í einstaklingsþjálfun ná fram að ganga og einstaklingurinn uppgötvar sigurinn.......þá skín sigurglampi úr augum, því er ekki hægt að lýsa á annan veg en; augun fara að leka

Þessi vinna er ekki metin og er það til háborinnar skammar.  Þeir sem eru að vinna með fólk, í ummönnun og endurhæfingu, stuðningsfulltrúar og þroskaþjálfar og margir fleiri, fá skammarlega lág laun.  Þeir sem vinna með sálir, fá lægstu launin en þeir sem vinna vinna "dauða" vinnu fá mikið meira en nóg.  Þarna þarf að vera viðsnúningur, alla vega mikil leiðrétting á launum.

Rannveig Margrét Stefánsdóttir (IP-tala skráð) 6.9.2007 kl. 22:55

17 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Það er sorglegt hvað þetta folk fær lág laun. Störfin eru miklum mun mikilvægari en svo, launin eru enganvegin í samræmi við það. 

Fluga hvar finnurðu annars þessar frábæru myndir

Marta B Helgadóttir, 6.9.2007 kl. 23:32

18 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Bara eins og ég hef alltaf sagt "Umönnunar störf í þessu þjóðfélag eru einskis metin" hvorki peningalega, né fólkið sem vinnur störfin af heilum hug. Þeir hafa lengi komist upp með að undirborga starfsmenn því þetta er svo gott fólk, nú verður að hætta að troða á þessu fólki og meta það að verðleikum og hana nú.

Ásdís Sigurðardóttir, 7.9.2007 kl. 15:28

19 Smámynd: Solla Guðjóns

Mig setur hljóða.....hef oft verið örg yfir lágum launum...en sjaldan eins og nú.Það hafa fáir efni á að vinna af hugsjóninni einni saman...eiginlega ætti að verðlauna fólk sem vinnur af þvílíkri óeigingirni,gjafmildi og umhyggju.

maður er ansi lítið peð í þessu tafli.

Ég ætla að gefa mér góðan tíma fljótlega að lesa bloggin þin...var aðeins búin að kíkja um daginn þegar Gunnar Svíafari útnefndi þig.Þú opnar innsýn í heim sem við hin þekkjum ekki nógu vel og hafðu þakkir fyrir.

Solla Guðjóns, 8.9.2007 kl. 01:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóna Á. Gísladóttir
Jóna Á. Gísladóttir

 

 

 Ég er nokkuð dæmigerð íslensk útivinnandi kona. Hef lokið grunnnámi í markþjálfun og gengur betur að hjálpa öðrum við markmiðasetningu en sjálfri mér. Mér lætur líka betur að stjórna öðrum en sjálfri mér. 

 netfangið mitt er jonaagisla@gmail.com

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 1639994

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband