Bloggfærslur mánaðarins, október 2007
Föstudagur, 26. október 2007
Bloggdömur á sjónvarpstöðinni ÍNN í kvöld kl. 21
Minni ykkur á þáttinn hennar Ólínu Þorvarðardóttur á sjónvarpsstöðinni ÍNN, kl. 21 í kvöld.
Til voru kallaðar Jenný Anna Baldursdóttir, Salvör Gissurardóttir og Marta B. Helgadóttir. Ég hljóp svo í skarðið fyrir Jenný þar sem hún var vant við látin á þeim tíma sem upptakan fór fram.
Þáttinn átti að sýna á föstudagskvöldið í síðustu viku en þá var tæknin eitthvað að stríða þeim á ÍNN.
Börnin góð, ekkert mál, bara að finna rás 20 á afruglaranum sínum og volla... við ykkur blasa þessi glæsikvendi sem Marta, Ólína og Salvör kynna svo vel á sínum bloggum, með ljósmyndum og alles.
Ef rás 20 er ekki inni hjá ykkur þá finnið þið hana einhvern veginn svona:
- ýtið á menu-takkann á afruglara-fjarstýringunni
- veljið automatic search á skjánum
- Veljið ''All''
- Ef beðið er um pin númer veljið þá núll (eins mörg núll og þarf)
- Þá rúlla upp á skjáinn einhver númer og rugl í góðan tíma og svo byrja stöðvarnar að detta inn.
bara vera þolinmóður.Þetta er fyrsti sjónvarpsþátturinn hennar Ólínu í 15 ár, og því nokkurs konar ''comeback'' hjá henni. Ég óska henni innilega til hamingju með það.
Þetta verður góð skemmtun.... á einhvern hátt allavega
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (22)
Föstudagur, 26. október 2007
Það sést hverjir drekka Egils Kristal
Ég er kókisti. Sko Coca-cola-isti. Það rennur skiljiði.
En undur og stórmerki gerðust fyrir nokkrum mánuðum síðan og það var að ég ánetjaðist Egils Kristal með sítrónubragði og nú tek ég Kristalinn fram yfir kókið. Nema með sumum mat. Þetta er stórt skref í rétta átt. Næst verður það kristaltært bergvatn sem ég verð háð og þá er þetta komið.
En þegar ég datt niður á Kristalinn þá hugsaði ég; jahá.. það sést hverjir drekka Egils Kristal og nú verð ég gangandi auglýsing fyrir Egil Skallagrímsson. Lagði mjög jákvæða, heilbrigða og jafnvel mjónu-lega merkingu í þetta slogan hjá Agli. En ekkert gerist. Enginn segir við mig; Það sést að þú drekkur Kristal.
Svo ég er farin að velta því fyrir mér hvort ég sé að misskilja þetta allt saman. Hvað meinar Egill eiginlega með þessu?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (31)
Fimmtudagur, 25. október 2007
Happy birthday mr president
Bretinn á afmæli í dag. Og þetta er merkisafmæli því í síðasta skipti verður hann fjörutíuogeitthvað. Sem sagt 49 ára. Gamli kallinn minn.
En ekki verður á manninnum séð hversu mörg ár hann hefur lifað. Og alltaf hefur hann verið svo grannur og fitt að það hefur farið í taugarnar á fitubollunni mér. Mér hefur aldrei fundist við passa saman. Ekki fyrr en nú. Eftir að við hjónaleysin hættum að reykja. Maðurinn hefur bætt ágætlega á sig og er nú loksins verðugur þess að teljast húsbóndi minn og yfirvald (eða þannig). Hann lítur betur út með hverju kílóinu... og þá fer það auðvitað nett í taugarnar á mér. En ég elska hann.
Afmælisbarnið er á leiðinni heim með Unglinginn með sér og hér verður væntanlega slegið upp kósíkvöldi í boði Nings eða Indókína. Það þarf ekki að hafa mikið fyrir honum þessum. Þetta voru óskirnar þegar ég spurði; hvað viltu gera?
Svo var ég að spá í það í dag að redda barnapössun og draga hann út úr húsi og inn á Nings í staðin fyrir takeaway mat, og svo kannski bíó. En komst að þeirri niðurstöðu að heimakæri húsbóndinn vildi helst vera heima í faðmi fjölskyldunnar. Stundum man ég hvað ég er heppin.... stundum.
Hér syng ég honum til heiðurs: http://www.youtube.com/watch?v=k4SLSlSmW74
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (26)
Þriðjudagur, 23. október 2007
Sýningarstúlka hverfur eins og hendi væri veifað
Úff. Liggur við að ég þakki fyrir aukakílóin...............................................
Það er alveg ljóst að ég hefði stoppað við kálfa. Mögulega um mitt læri.
Gatið er á stærð við niðurfall. Þetta þýðir að þessari stúlku væri hægt að sturta niður úr klósettinu. Auðvelt að láta hana hverfa.
Fyrirsæta féll ofan í gat á sviðinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Föstudagur, 19. október 2007
Ég verð í Tívíinu hans Ingva Hrafns í kvöld
Minni ykkur á þáttinn hennar Ólínu Þorvarðardóttur á sjónvarpsstöðinni ÍNN, kl. 21 í kvöld.
Til voru kallaðar Jenný Anna Baldursdóttir, Salvör Gissurardóttir og Marta B. Helgadóttir. Ég hljóp svo í skarðið fyrir Jenný þar sem hún var vant við látin á þeim tíma sem upptakan fór fram.
Þáttinn átti að sýna á föstudagskvöldið í síðustu viku en þá var tæknin eitthvað að stríða þeim á ÍNN.
Börnin góð, ekkert mál, bara að finna rás 20 á afruglaranum sínum og volla... við ykkur blasa þessi glæsikvendi sem Marta, Ólína og Salvör kynna svo vel á sínum bloggum, með ljósmyndum og alles.
Ef rás 20 er ekki inni hjá ykkur þá finnið þið hana einhvern veginn svona:
- ýtið á menu-takkann á afruglara-fjarstýringunni
- veljið automatic search á skjánum.
- Veljið ''All''.
- Ef beðið er um pin númer veljið þá núll (eins mörg núll og þarf)
Þá rúlla upp á skjáinn einhver númer og rugl í góðan tíma og svo byrja stöðvarnar að detta inn. bara vera þolinmóður.Þetta er fyrsti sjónvarpsþátturinn hennar Ólínu í 15 ár, og því nokkurs konar ''comeback'' hjá henni. Ég óska henni innilega til hamingju með það.
Þetta verður góð skemmtun.... á einhvern hátt allavega
Bloggar | Breytt 26.10.2007 kl. 20:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Fimmtudagur, 18. október 2007
769 millur - Mikið svakalega er ég orðin áhrifamikil
Lagt hefur verið til að 769 milljónir á þessu ári og næsta verði settar í aðgerðir vegna manneklu á þjónustustofnunum Reykjavíkurborgar.
Ætli þetta sé út af greininni minni í Mogganum í dag?
Nei nei.. ég er ekki komin með mikilmennskubrjálæði. En þetta eru gleðifréttir. Að gera Reykjavíkurborg að eftirsóttum vinnustað er góð byrjun. Ég get samt ekki annað en velt fyrir mér: Hvað svo? Mig langar að sjá langtímaplan.
769 milljónir í aðgerðir vegna manneklu hjá Reykjavíkurborg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
Miðvikudagur, 17. október 2007
Örlítið meira um fatamál
Hér sit ég og get ekki annað. Í þvottavélinni rúlla gallabuxur fram og aftur. Fyrir utan buxurnar sem ég keypti í kellingadeild Hagkaupa í gær eru þetta einu buxurnar sem ég passa í.
Ég er ekki alveg í stuði til að fara í kellingabuxunum í vinnuna á morgun svo ég bíð eftir að þvottavélin ljúki sínu verki. Þá get ég hent gallabuxunum í þurrkarann og skriðið undir sæng. Og það verð ég að fara að gera (þó fyrr hefði verið) ef ég ætla að vakna kl. 6 í fyrramálið til að fara í leikfimi hjá henni Báru vinkonu minni.
Það eru nú meiri ósköpin hvað maður þarf að plana mikið á kvöldin til að leikfimisdæmið gangi upp svona snemma á morgnana.
Það þarf náttúrlega að ákveða hvaða fötum eigi að klæðast daginn eftir og koma þeim vel samanbrotnum ofan í íþróttatöskuna.
Það þarf að ferja andlitið á sér úr töskunni sinni yfir í íþróttatöskuna, þ.e. meiki, púðri, sólarpúðri, maskara, varalit, glossi, augnblýanti og einhverju fleiru sem ég man ekki í augnablikinu. Svo þarf að passa upp á að íþróttafötin séu tilbúin, helst á ofni svo það sé heitt og gott að fara í þau á köldum morgnum. Sítrónukristalls flaskan þarf að vera á sínum stað í ísskápnum svo ég geti gripið hana með mér að morgni. Og ég sem hef alltaf haldið því fram að skipulagning sé ekki mín sterka hlið.
Ég varð að breyta um skóáætlun á síðustu stundu þar sem Sá Einhverfi er enn við sama heygarðshornið, þ.e. andsetinn af Emil í Kattholti. Hann tók kúrekastígvélin mín með rúnnuðu tánni, í kvöld og dýfði þeim ofan í vatnsdallinn hjá hundinum. Skítastígvél.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (37)
Miðvikudagur, 17. október 2007
Ef við verðum ekki gömul þá drepumst við...
Ásdís bloggvinkona hefur í félagi við fleiri öryrkja farið af stað með undirskriftarlista varðandi meðferð Tryggingarstofnunar (og kerfisins) á öryrkjum og öldruðum. Þau eru í stuttu máli sagt að segja: Hingað og ekki lengra.
Eftir að hafa lesið textann á undirskriftarlistanum er mér orða vant. Auðvitað var ég meðvituð um hluta af þessu, en ekki allt.
Ég er ekki öryrki... ekki ennþá allavega og lofa hvern dag sem ég fæ að ganga heil til skógar. Það getur allt breyst á morgun. Eða í kvöld. Ótal atvik geta átt sér stað.
Ég er ekki gömul... ekki ennþá. Og ef ég verð ekki gömul þá er eina ástæðan sú, að ég leggst með lappir upp í loft og hætti að anda. En þá á ég væntanlega erfingja sem ég vil að fái peningana mína (ef einhverjir eru) frekar en að Tryggingastofnun eða skattmann sé búin að éta þá upp fyrirfram.
Þessi undirskriftarlisti snertir okkur hvert og eitt. Þó hann geri það ekki akkúrat í dag, þá gæti hann gert það á morgun.
Takið ykkur nú 2 mínútur til klikka músar-rindlinum ykkar á linkinn hér undir, lesið vandlega textann sem fylgir og setjið svo nafnið ykkar undir, til staðfestingar á því að ykkur finnist líka nóg komið af rugli og valdaníðslu á þeim sem minna mega sín. DO IT!
http://www.petitiononline.com/lidsauki/
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Fimmtudagur, 11. október 2007
Konur eru skrítnar skrúfur
Við konur erum stórfurðulegur þjóðflokkur. Það verður nú bara að segjast eins og er. Að karlar séu frá Mars og konur frá Venus er kannski klisja. En sönn klisja er það, eins og svo margar aðrar reyndar.
Í vikunni setti ég inn færslu sem var svona hugleiðing og upprifjun á fituskeiðum sem ég hef gengið í gegn um, um ævina. Í athugasemdakerfinu við þeirri færslu fékk ég staðfest frá nokkrum karlmönnum að hugsunarháttur okkar kvenna um þau mál er þeim hulin ráðgáta.
Í morgun, eftir æfingu, framkvæmdi ég gjörning fyrir framan spegil. Á meðan ég dúllaði mér við þennan gjörning rann upp fyrir mér ljós hversu fáránlegur hann er.
Eftir hopp og skopp, magaæfingar, rassa- og hundaæfingu, lóðalyftinar fyrir brjóstvöðva, þríhöfða, tvíhöfða og sexhöfða eða hvað þetta heitir nú allt saman er ég ansi rjóð í framan. Það hef ég reyndar nefnt áður. Eftir sturtu og þerring með handklæði er ég byrjuð að svitna aftur og er þá rjóð og glansandi í andliti.
Þá er dreginn upp úr töskunni alls konar útbúnaður sem á að láta mig líta út fyrir að vera mennska og jafnvel bara nokkuð álitlega. Þessum græjum, sem eru u.þ.b. 78% af þyngd íþróttatöskunnar, er hrúgað á borð fyrir framan spegil og svo hefst ég handa. Fyrsta skref er að maka farða í andlitið sem þekur vel og losar mig við rjóðu kinnarnar. Svo er settur augnblýantur undir neðri augnahárin og ef ég er í stuði þá fer hann líka á efri augnlokin. Svo er það hvítur eye-liner inn í augnhvarmana. Maskari bætist við ef langt er liðið frá litun á augnhárum. Og svo er það punkturinn yfir i-ið; kinnalitur til að ná fram þessu náttúrulega og ferska lúkki sem rjóðar kinnar gefa manni.....
Maður ætti kannski bara að leyfa upprunalega rjóðu kinnunum að njóta sín... eða hvað?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (56)
Mánudagur, 8. október 2007
Fita og sól eiga illa saman
Sá Einhverfi er fæddur í september 1998. Því var það svo að sumarið 1998 var kvöl og pína fyrir mig. Sól og hiti er ekki ekki my cup of tea (or coffie for that matter) þegar ég er í yfirvigt. Í hverri mæðraskoðun var ég tekin í gegn fyrir það hvað ég bætti miklu á mig. Ég man ekki hvað ég þyngdist mikið á meðgöngunni. Eitt af þessum atriðum sem eru geymd í undirmeðvitundinni og ég held þeim niðri því ég kæri mig ekki um að muna það.
Þó man ég eftir öðru sumri sem var sýnu verra. Sumarið 1991. Þá um vorið kom ég heim eftir vetrarlanga dvöl í lýðháskóla í Noregi. Ég fitnaði um 10 kg þann veturinn og kom kjagandi heim á klakann. Sem var svo ekki klaki eftir allt saman. Þetta er heitasta sumar í manna minnum (allavega mínu minni). Ég var með svart hár og átti ekkert nema svört föt sem miðuðust öll við að hylja sem mest af kroppnum á mér. Mér fannst hárið sífellt vera límt við ennið á mér og fötin við líkamann. Úff hvað mér leið hrikalega illa. Dreymdi um að liggja allsnakin á sundlaugarbakka svo ég gæti velt mér út í vatnið eins og flóðhestur. Enda leið mér eins og einum slíkum. En ég hefði ekki fyrir mitt litla líf látið sjá mig léttklædda neins staðar, allra síst allsbera í sundi.
Ég veit ekki afhverju ég fór allt í einu að hugsa um þetta. Haustið er komið, ég þurfti að skafa rúðurnar á bílnum í morgun og laufin á trjánum virðast hafa það eina markmið að fjúka inn í húsið hjá mér. Ég þarf ekki að hafa neinar áhyggjur af því að svitna í sól næstu 7 mánuði eða svo. Svo hvað er ég að röfla? Veit ekki.
Bloggar | Breytt 9.10.2007 kl. 08:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (22)
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (30.10.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2019
2018
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- solskinsdrengurinn
- skrifa
- jenfo
- gelgjan
- annambragadottir
- marzibil
- brynja
- hk
- gurrihar
- lehamzdr
- katlaa
- eddaagn
- jahernamig
- hronnsig
- martasmarta
- katrinsnaeholm
- palmig
- ipanama
- hallarut
- tommi
- ktomm
- poppoli
- svavaralfred
- kollajo
- bergruniris
- bene
- bennason
- jensgud
- solrunedda
- heidathord
- ringarinn
- tofraljos
- kjaftaskur
- ormurormur
- zeriaph
- unns
- ellasprella
- hjolagarpur
- salka
- nonniblogg
- markusth
- rebby
- birna-dis
- garun
- landsveit
- olofannajohanns
- brylli
- evaice
- ingolfurasgeirjohannesson
- rustikus
- singer
- jaxlinn
- krossgata
- mummigud
- blekpenni
- gerda
- baddahall
- holi
- grafarholt
- gudnylinda
- thegirl
- gretarorvars
- thordis
- herdis
- mammzan
- sigthora
- bet
- saedis
- emmgje
- sigurjonsigurdsson
- janus
- astromix
- overmaster
- thorasig
- gudni-is
- sunnadora
- kjarrip
- 810
- gislihjalmar
- beggagudmunds
- sirrycoach
- betareynis
- ilovemydog
- rannveigmst
- stormadis
- perlan
- bergdisr
- skondrumamma
- snar
- stormur
- ljonid
- raggipalli
- hjordiz
- almaogfreyja
- katja
- lady
- sigrunfridriks
- zunzilla
- olinathorv
- bidda
- smjattpatti
- jogamagg
- disadora
- harpao
- fuf
- alexm
- larahanna
- juliaemm
- saemi7
- gudrunmagnea
- svala-svala
- kari-hardarson
- hlf
- hlinnet
- annagisla
- einari
- lena75
- hector
- saethorhelgi
- ernafr
- birnarebekka
- heidistrand
- kerla
- hannamar
- jara
- supermamma
- monsdesigns
- malacai
- solveigth
- siggathora
- senorita
- snjaldurmus
- photo
- stingi
- pollyanna
- steingerdur
- icekeiko
- majaogco
- skordalsbrynja
- danjensen
- lilly
- heidabj
- omarpet
- helgamagg
- nori
- jamesblond
- gretaulfs
- rattati
- hogni
- ragjo
- kolgrima
- skjolid
- hugrunj
- egill75
- amman
- liljabolla
- asgerdurjoh
- okurland
- rannthor
- svalaj
- siggith
- vefritid
- zsapper
- laz
- graceperla
- rannug
- agbjarn
- alliragg
- fjarki
- birtabeib
- roslin
- lindape
- rosa
- tinnaeik
- muszka
- krummasnill
- lindalea
- fjola
- solan
- scorpio
- evabenz
- isleifure
- karitryggva
- ellasiggag
- beggita
- ollabloggar
- madddy
- songfuglinn
- emm
- lindagisla
- turettatuborg
- einarsigvalda
- huldadag
- siggasin
- credo
- loathor
- carma
- komaso
- fifudalur
- rosabla
- lillagud
- eythora
- griman
- eyrunelva
- svanurg
- strumpurinn
- godihundur
- hallidori
- annriki
- sibbulina
- helgurad
- huldumenn
- julianamagg
- berglindnanna
- huldam
- joik7
- venus
- osland
- liso
- amaba
- asako
- hryssan
- mammann
- leyla
- gunnarggg
- sigrunzanz
- fanneyunnur
- himmalingur
- helgabst
- bostoninga
- christinemarie
- jea
- elisabeta
- perlaoghvolparnir
- meyjan
- wonderwoman
- coke
- ragnhildurthora
- gullilitli
- tommi16
- ea
- mariaannakristjansdottir
- einarorneinars
- lindalinnet
- joninaros
- reynzi
- rosagreta
- lauola
- reynir
- elinora
- ma
- olapals
- bestalitla
- kolgrimur
- handtoskuserian
- vonin
- kaffi
- einarhardarson
- gleymmerei
- brandarar
- alf
- hreinsamviska
- litlakonan
- lucas
- reisubokkristinar
- jgfreemaninternational
- olofdebont
- thjodarblomid
- vilma
- ollana
- gudrununa
- holar
- gotusmidjan
- huldastefania
- mubblurnar
- bjarnihardar
- vild
- skrudur
- jyderupdrottningin
- sifjan
- letilufsa
- hrundt
- robbitomm
- brudurin
- anitabjork
- blindur
- astabjork
- bailey
- gattin
- draumur
- einhugur
- trygg
- eskil
- evags
- gudrunkatrin
- gudrunss
- nf26b
- topplistinn
- helgaas
- helgatho
- hildurhelgas
- drum
- innipuki
- ingal
- kikka
- astroblog
- oliskula
- joklamus
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- kariaudar
- vga
- thorolfursfinnsson
- motta