Leita í fréttum mbl.is

Happy birthday mr president

Bretinn á afmæli í dag. Og þetta er merkisafmæli því í síðasta skipti verður hann fjörutíuogeitthvað. Sem sagt 49 ára. Gamli kallinn minn.

En ekki verður á manninnum séð hversu mörg ár hann hefur lifað. Og alltaf hefur hann verið svo grannur og fitt að það hefur farið í taugarnar á fitubollunni mér. Mér hefur aldrei fundist við passa saman. Ekki fyrr en nú. Eftir að við hjónaleysin hættum að reykja. Maðurinn hefur bætt ágætlega á sig og er nú loksins verðugur þess að teljast húsbóndi minn og yfirvald (eða þannig). Hann lítur betur út með hverju kílóinu... og þá fer það auðvitað nett í taugarnar á mér. En ég elska hann.

Afmælisbarnið er á leiðinni heim með Unglinginn með sér og hér verður væntanlega slegið upp kósíkvöldi í boði Nings eða Indókína. Það þarf ekki að hafa mikið fyrir honum þessum. Þetta voru óskirnar þegar ég spurði; hvað viltu gera?

Svo var ég að spá í það í dag að redda barnapössun og draga hann út úr húsi og inn á Nings í staðin fyrir takeaway mat, og svo kannski bíó. En komst að þeirri niðurstöðu að heimakæri húsbóndinn vildi helst vera heima í faðmi fjölskyldunnar. Stundum man ég hvað ég er heppin.... stundum.

Hér syng ég honum til heiðurs:  http://www.youtube.com/watch?v=k4SLSlSmW74

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

Til hamingu sæta stelpa, til hamingju með bretann, til hamingju með hamingjuna

Guðríður Pétursdóttir, 25.10.2007 kl. 17:40

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Innilega til hamingju með bretann og líka til hamingju með aukakílín hans, það er bara meira til að elska.  ég á líka svona heimakrútt sem vildi grjónagraut og slátur þegar ég eldaði í síðasta sinn fyrir skurð, nú þarf ég að fara að gera graut aftur. Tekur þú svo ekki Happy birthday í kvöld þegar þú ert komin í baby doll.???  

Ásdís Sigurðardóttir, 25.10.2007 kl. 17:42

3 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Innilega til hamingju með húsbóndann og yfirvaldið

Marta B Helgadóttir, 25.10.2007 kl. 18:07

4 Smámynd: Katrín Ósk Adamsdóttir

INNILEGA TIL HAMINGJU MEÐ MANNINN  Ég er að meina afmælið hans en þetta kom út eins og þú hafir verið að fjárfesta í manni eða eignast mann núna

Katrín Ósk Adamsdóttir, 25.10.2007 kl. 18:27

5 Smámynd: Ragnheiður

Til hamingju með hann (rosalega var mannskapurinn eitthvað hörundssár yfir kibbakibb...)

Eigðu notalegt kvöld mín kæra...minn er einmitt líka þarna 49.

Ragnheiður , 25.10.2007 kl. 18:27

6 Smámynd: Júlía Margrét Einarsdóttir

Hahaha, flott myndband, og til hamingju með bretann!

Júlía Margrét Einarsdóttir, 25.10.2007 kl. 19:24

7 Smámynd: Ómar Ingi

Til hamingju með Nick vin minn

Ómar Ingi, 25.10.2007 kl. 19:25

8 identicon

Þú ert bara vinsæll bloggari Jóna!  Ég rambaði á síðuna þína af bloggsíðu vinkonu minnar.  Gaman að sjá þig.  Hvar ertu að vinna núna?  Rosa væri gaman að hóa saman gamla DV genginu.  Við Bogga erum enþá í einhverju sambandi við og við að öðru leiti er ég ekki í sambandi við neinar.  Hef reyndar rekist á Ingu  nokkrum sinnum :)

Linda Berry (IP-tala skráð) 25.10.2007 kl. 19:45

9 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Til hamingju með húsbóndann

Sunna Dóra Möller, 25.10.2007 kl. 19:55

10 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Til lukku með Bretann

Hrönn Sigurðardóttir, 25.10.2007 kl. 19:57

11 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Til hamingju með eiginmanninn

Jenný Anna Baldursdóttir, 25.10.2007 kl. 20:31

12 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Til hamingju með daginn.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 25.10.2007 kl. 21:30

13 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Til hamingju með daginn

Rúna Guðfinnsdóttir, 25.10.2007 kl. 21:36

14 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Ég sagði Bretanum að hann væri búin að fá 14 afmæliskveðjur. Hann biður að heilsa ykkur.

Takk fyrir krúttin mín.

Linda , snúllan mín. ég hef oft látið mér detta í hug smá reunion með DV liðinu en svo nær það aldrei lengra. Einhver þarf að taka af skarið. 

Ragnheiður já það eru nú meiri ósköpin.

Jóna Á. Gísladóttir, 25.10.2007 kl. 22:02

15 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Innilega til hamingju með elsku krúttið ... 49 ára. Ég er líka 49 og það er sko flottur aldur. Á einkamálasíðum segist ég vera rúmlega fertug og kemst frekar á stefnumót út að það en segja sannleikann ... ef ég er spurð beint út segi ég: Fjörutíu og *hóst* og fólk þorir ekki að spyrja frekar til að smitast ekki af berklum. Úps, best að fara að lúlla til að halda fjörutíuogeitthvað-lúkkinu, sífersk og sæt!!!

Guðríður Haraldsdóttir, 25.10.2007 kl. 22:12

16 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Já berklar eru ekkert til að hlæja að Gurrí mín. Þú ERT sífersk og sæt svo þú hefur leyfi til að vaka til 12.. eins og Öskubuska

Jóna Á. Gísladóttir, 25.10.2007 kl. 23:04

17 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Til hamingju með Bretann 

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 25.10.2007 kl. 23:11

18 identicon

Til hamingju með daginn.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 25.10.2007 kl. 23:28

19 identicon

Innilega til hamingju með bóndann þinn! The more kilos are added, the more of him is to love ...!

Góða nótt dúlla!

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 25.10.2007 kl. 23:46

20 identicon

Til hamingju með hann í gær (svona get ég verið slow) Þegar ég sá myndbandið var ekki laust við að ég saknaði gömlu myndarinnar af þér hér á blogginu

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 26.10.2007 kl. 00:33

21 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Til hamingju með manninn Marilyn mín. Vonandi eigið þið gott kvöld!

 

Laufey Ólafsdóttir, 26.10.2007 kl. 00:35

22 identicon

Til hamingju Jóna mín og kysstu kallinn frá mér. Þú lítur betur út í dag en þegar þú söngst fyrir forsetann 1962

Fríða brussubína (IP-tala skráð) 26.10.2007 kl. 08:41

23 Smámynd: Bergdís Rósantsdóttir

Til hamingju með Bretann.

Bergdís Rósantsdóttir, 26.10.2007 kl. 21:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóna Á. Gísladóttir
Jóna Á. Gísladóttir

 

 

 Ég er nokkuð dæmigerð íslensk útivinnandi kona. Hef lokið grunnnámi í markþjálfun og gengur betur að hjálpa öðrum við markmiðasetningu en sjálfri mér. Mér lætur líka betur að stjórna öðrum en sjálfri mér. 

 netfangið mitt er jonaagisla@gmail.com

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband