Leita í fréttum mbl.is

Kot í sveit

 

Mér og minni familíu var boðið í bústað með Bakarahjónunum um helgina. Dvöldum í Grímsnesinu frá laugardegi til sunnudags. Og þvílík sæla.

Hvernig stendur á því að fólk slakar betur á í bústað heldur en heima hjá sér? Er þetta nálægðin við náttúruna? Að geta setið úti á palli og heyra ekkert nema þyt í laufi og fuglasöng? Umferðarniður víðs fjarri.

Að sjá börnin koma röltandi utan úr móum, drullug upp fyrir haus með prik í hönd fyrir göngustaf er afskaplega gefandi.

Líka að finna þrastarhreiður með fjórum ungum, kyrfilega staðsett upp við húsvegg. Og á einum sólarhring sjá þá stækka, dafna, breiða úr sér og að lokum fljúga út í buskann.

Ég komst að því að eltingaleikur og feluleikur í náttúrunni í ausandi rigningu, vekur upp barnið í manni.

Heiti potturinn lét bíða eftir sér, þ.e. hann hitnaði seint, og Þann Einhverfa þraut þolinmæði, dreif sig í sundbuxurnar og brást ókvæða við þegar hin börnin stoppuðu hann. Ég kom að honum hágrátandi í sorgarferli og ákvað að best væri að leyfa honum að finna hitastigið á eigin skinni. Hann skellti sér því í  17 °C heitan (kaldan) pottinn og entist mun lengur en ég bjóst við.

Seinna tóku svo Gelgjan og Bakarasonurinn miðnætursund í pottinum en þá var hitastigið komið upp í einar 25°C.

Engum virðist hafa orðið meint af.

Mikið langar mig í lítið kot í sveitinni. Það er gott að eiga drauma.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Æ já verð að segja þér að þetta er bara ekki svona einfalt.  Ég átti kot í sveit og fannst ég reka hótel allar helgar hehehehe..  það var líka í Grímsnesinu.

Ía Jóhannsdóttir, 2.6.2009 kl. 16:42

2 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Æi Ía ég veit hvað þú meinar. Kannski er málið að hafa kotið bara nógu lítið svo að takmarkað af fólki komist fyrir

Jóna Á. Gísladóttir, 2.6.2009 kl. 19:50

3 Smámynd: Ómar Ingi

Ómar Ingi, 2.6.2009 kl. 20:39

4 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Innlitskvitt og ljúfar kveðjur......:O)

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 2.6.2009 kl. 20:56

5 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ég held að slökunin felist einmitt í því... þessu að heyra ekkert nema fuglasöng og hlátur í fjarzka

Hrönn Sigurðardóttir, 2.6.2009 kl. 21:29

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Sveitadvöl er unaðsleg. Kær kveðja

Ásdís Sigurðardóttir, 2.6.2009 kl. 21:56

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jæja vinkona góð, þú ert komin á þinn stað í umræðuna á bloggforsíðu.

Og hagaðu þér svo samkvæmt því villingurinn þinn.

Jenný Anna Baldursdóttir, 3.6.2009 kl. 15:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóna Á. Gísladóttir
Jóna Á. Gísladóttir

 

 

 Ég er nokkuð dæmigerð íslensk útivinnandi kona. Hef lokið grunnnámi í markþjálfun og gengur betur að hjálpa öðrum við markmiðasetningu en sjálfri mér. Mér lætur líka betur að stjórna öðrum en sjálfri mér. 

 netfangið mitt er jonaagisla@gmail.com

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 1640367

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband