Leita í fréttum mbl.is

Heimilisþvotturinn

 

Þvottahúsið er daglegur viðkomustaður. Hjá fimm manna fjölskyldu er alltaf hægt að finna sér eitthvað að dunda við í þvottahúsinu.

Síðustu mánuði hefur reyndar, hægt og bítandi, þróast hefð á heimilinu, sem ég kann afskaplega vel við;

ég sé um að setja í þvottavél (það felur í sér að tölta með, nær undantekningarlaust fulla, óhreina-taus-körfuna af efri hæðina niður í þvottahús, sortera í vélina og reka svo á eftir fatnaði sem hefur af einhverjum undarlegum ástæðum endað á gólfinu í barnaherbergjunum í staðin fyrir körfunni). 

Hreini þvotturinn á sér fastan samastað í betri stofunni. Þar liggur hann í stól. Stundum í marga daga áður en einhver grípur í taumana.

Og þessi ''einhver'' er venjulega Bretinn. Þá kallar hann til krakkaskarann og skipar liðinu í samanbrot á þvotti. Úr verður hin skemmtilegasta samverustund. Glósur fljúga manna á milli vegna fatnaðar sem krökkunum finnst asnalegur, eins og síðar með tippagati eða g-strengur í eigu gömlu konunnar.

Svo er líka hægt að fylgjast með sjónvarpinu í leiðinni. Sá Einhverfi gerir reyndar meira ógagn en gagn en hann er þó farinn að bera þvottinn sinn samanbrotinn upp og ganga frá honum ofan í skúffur.

En Unglingurinn og Gelgjan verða færari í þvottafrágangi með hverri vikunni sem líður... líka Bretinn. Og það venst vel að leyfa öðrum að sjá um þennan hluta heimilisverkanna. Mjög vel.

Í kvöld var ég að rífa út úr þvottavélinni og henda í þurrkarann. Ég missti nokkrar flíkur í gólfið í hamaganginum og beygði mig niður til að taka þær upp. Fann fyrir sokk sem ég var eitt andartak, ekki viss um hvort væri blautur eða þurr og þá hvort hann tilheyrði þvottinum sem ég var að taka úr þvottvélinni eða ekki.

Án þess að hugsa mig um rak ég hann upp að nefinu og andaði djúpt og rækilega að mér. Svona eins og maður gerir þegar maður ætlar að njóta ilmsins af hreinum rúmfötum.

Ég komst að því á sekúndubroti að þessi átti heima í óhreina tauinu. Mæli ekki með þessari aðferð.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Aldrei of varlega farið með þvott sem vafi leikur á hvar eigi að vera.

Helga Magnúsdóttir, 4.3.2009 kl. 22:57

2 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Ég er líka svona vel giftur Jóna, nema ég þarf ekki heldur að setja í vélina.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 4.3.2009 kl. 22:59

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jenný Anna Baldursdóttir, 4.3.2009 kl. 23:02

4 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Róslín A. Valdemarsdóttir, 4.3.2009 kl. 23:08

5 Smámynd: Ómar Ingi

Ómar Ingi, 4.3.2009 kl. 23:19

6 Smámynd: Anna Margrét Bragadóttir

Engin fær að snerta minn þvott nema ég hvorki hreinan né skítugan

er til í að láta eitthvað annað heimilverk af hendi en þvottinn

Eigðu góðan dag sys

Anna Margrét Bragadóttir, 5.3.2009 kl. 08:08

7 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Heheheh þetta hefur gerst líka á þessu heimili að fá táfýlusokk upp í andlitið.

Ía Jóhannsdóttir, 5.3.2009 kl. 10:31

8 identicon

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 5.3.2009 kl. 11:17

9 Smámynd: M

Um að gera að virkja alla í þvottinn og almenn þrif og gefa frat í setninguna 

"það bara tíðgaðist ekki að karlmenn væru í þessum verkum "  

M, 5.3.2009 kl. 12:45

10 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Maður vill oft þvo sitt sjálfur

Hilmar Gunnlaugsson, 5.3.2009 kl. 17:00

11 Smámynd: Helga Jónsdóttir

Hjá mér og húsbandinu hefur skapast sú hefð að ég geri nánast allt sem ég get til að koma í veg fyrir það að hann snerti þvottinn, hreinan eða óhreinan. Ef ég vil ekki fá hvítu blússuna mína bleika eða bláa þá er eins gott að sjá um þvottinn sjálf. Ef ég vil ekki þurfa að strauja allt úr skápunum áður en ég fer í það þá er eins gott að ég gangi frá sjálf. En mæli frekar með að reyna að nota augun en nefið til að meta hreinleika sokka

Helga Jónsdóttir, 5.3.2009 kl. 17:49

12 Smámynd: Jens Guð

  Mikið er ég feginn að búa einn og þurfa ekki (lengur) að pæla í sérvisku með þvott (hvít föt saman,  lituð föt saman,  þetta þvegið á tilteknum hita,  annað á öðrum hita,  þetta stillt á svona marga snúninga vindu,  annað stillt á annað kerfi o.s.frv).  Ég verð ekki var við nein vandræði þó ég ýti bara á "start" og þarf ekkert að pæla í neinum stillingum.

Jens Guð, 6.3.2009 kl. 00:24

13 Smámynd: Bergljót Hreinsdóttir

 

Bergljót Hreinsdóttir, 6.3.2009 kl. 01:07

14 Smámynd: Kristlaug M Sigurðardóttir

Kristlaug M Sigurðardóttir, 6.3.2009 kl. 09:49

15 Smámynd: Ragnheiður

Hehehe sko um leið og húsmóðirin (ég) áttaði sig á að hinir gátu alveg eins gert verkin þá minnkaði álagið á þessa sömu húsmóður.

Þetta líst mér vel á og er viss um að þetta er hin besta skemmtun..

Ragnheiður , 6.3.2009 kl. 19:14

16 identicon

biua

Friðgerður Elín Bjarnadóttir (IP-tala skráð) 7.3.2009 kl. 01:46

17 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Innlitskvitt og ljúfar sólarkveðjur:0)

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 8.3.2009 kl. 17:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóna Á. Gísladóttir
Jóna Á. Gísladóttir

 

 

 Ég er nokkuð dæmigerð íslensk útivinnandi kona. Hef lokið grunnnámi í markþjálfun og gengur betur að hjálpa öðrum við markmiðasetningu en sjálfri mér. Mér lætur líka betur að stjórna öðrum en sjálfri mér. 

 netfangið mitt er jonaagisla@gmail.com

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband