Leita í fréttum mbl.is

Atburðum hlaðinn mars-mánuður

 

Hvar er rigning? spurði Sá Einhverfi í morgun. Aldeilis standandi hlessa á þessum endalausa snjó.

Í gærmorgun var hann ekki jafn umburðarlyndur og argaði á mömmu sína yfir veðurfarinu. Mamman gargaði á móti. Hneyksluð á skilningsleysi krakkans: Ian það er vetur for Gods sake.

EKKI VETUR, gargaði hann á móti.

Sem sagt hugguleg morgunstund sem við áttum þarna mæðginin.

Ég hef ákveðið að bráðlega mun ég yfirgefa landið í vikutíma. Ætla að halda í milda veðrið í Þýskalandi. Það verður þó vinnuferð þar sem ég mun eyða tímanum við skriftir og heimildaöflun á daginn. En kvöldin mun ég eiga með Berlínar-Brynju. Oooo hvað það verður næs, svo ég tali ekta íslensku.

Fleira skemmtilegt er framundan hjá mér í þessum mánuði. Ball, árshátíð, ferming hjá Hafliða uppáhalds frænda, strípur og klipping (mjöög veigamikið atriði) og endahnúturinn verður rekinn í byrjun apríl en þá stendur brúðkaup fyrir dyrum í fjölskyldunni.

Upp úr því þarf svo bara að fara að huga að sumrinu. Almáttugur hvað tíminn líður fljótt.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ha, hringdu í mig fljótlega.

Jenný Anna Baldursdóttir, 3.3.2009 kl. 17:17

2 Smámynd: Ómar Ingi

Já komi tími á þig að giftast Jóna mín og mikið ofsalega skil ég Ian vel ég er nefnilega alveg eins og hann þoli illa veturinn hvað þá þennan bévítans snjó

Ómar Ingi, 3.3.2009 kl. 17:36

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ert þú að fara að gifta þig? Og þá hverjum?

Kveðja úr Grænalandi :Þ

Hrönn Sigurðardóttir, 3.3.2009 kl. 18:43

4 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Tek undir með Þeim Einhverfa og garga á þig með honum í huganum. Kann eiginlega ekki við að sitja og garga við tölvuna alein í herbergi hér í vinnunni. Burt með þennan snjó med det samme.

Helga Magnúsdóttir, 3.3.2009 kl. 19:04

5 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Knús knús og ljúfar kveðjur :0)

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 4.3.2009 kl. 20:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóna Á. Gísladóttir
Jóna Á. Gísladóttir

 

 

 Ég er nokkuð dæmigerð íslensk útivinnandi kona. Hef lokið grunnnámi í markþjálfun og gengur betur að hjálpa öðrum við markmiðasetningu en sjálfri mér. Mér lætur líka betur að stjórna öðrum en sjálfri mér. 

 netfangið mitt er jonaagisla@gmail.com

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband