Leita í fréttum mbl.is

Valdabarátta á heimilinu o.fl.

 

Ég fór á djammið á laugardagskvöldið. Árlegt þemaball kvennadeildar Fáks. Þemað þetta árið var ''bleikur'' og það er alltaf jafn gaman að horfa yfir hópinn og sjá hugmyndaflugið og vinnuna sem hefur farið í klæðnaðinn hjá hestakonunum.

Ég fór á fætur á sunnudagsmorguninn með Þeim Einhverfa, gaf honum morgunmat en skreið svo aftur upp í með bók. Sofnaði að sjálfsögðu aftur og svaf ansi lengi.

Fannst þó kominn tími til að fara á fætur þegar mig var farið að dreyma vinnufélaga. Það er í sjálfu sér allt í lagi, mér þykir vænt um þennan vinnufélaga minn. En hann var mættur heim til mín og farinn að þrífa. Ég ákvað að vakna þegar hann var farinn að pússa fúgur á milli flísa með tannbursta.

En þetta varð til þess að ég hunskaðist til að taka fram ryksugu og tusku þegar leið á daginn. Og ég er stolt að segja frá því að í dag var slökkt á jólaseríunum á trjánum fyrir framan húsið. Ekki nóg með það.... Bretinn fjarlægði þær líka.

 

Sá Einhverfi er ansi viljasterkur þessa dagana en við Bretinn reynum að vera enn viljasterkari. Verðum að vera það.

Drengurinn á það jafnvel til að öskra á mig: ''hættu þessu'', þegar ég segi honum að gera eitthvað sem honum ekki líkar.

Svo tekur hann Lottu á þetta reglulega; rekur upp öskur, stappar niður fæti og hrópar: mamma bjáni. Þá spyr ég: ertu Lotta núna og þá hlær hann.

Í gær vildi hann nammi og ég sagði nei. Þá hækkaði hann röddina og sagði í skipunartóni: ég verð að fá nammi.

En þetta breytir því ekki að hann er ennþá með lítið hjarta og í sannleika sagt hálfgerð grenjuskjóða. Og það er engum að kenna nema mér sem hef átt erfitt með í gegnum tíðina að neita honum um vissa hluti.

Eitthvað var hann ósáttur við mig á föstudaginn.. bað um eitthvað og fékk ekki. Hann beygði samstundis af og dramatíkin er svo mikil að hann kreistir aftur augun og neitar að opna þau. En í þetta skipti vildi hann leita huggunar hjá mömmu sinni sem sat í stól í tveggja metra fjarlægð. Og þar sem hann var svo niðurbrotinn að augun voru sem límd aftur, þá gekk hann í áttina til mín, fálmandi með báðum höndum fram fyrir sig, eins og blindur maður í ókunnu umhverfi.

Ég gat ekki stillt mig og hló upphátt, þetta var svo kjánalegt. En stóri strákurinn fann mig, settist í fangið á mér og grét við öxlina á mér.

Ég sagði honum að hann væri orðinn svo stór strákur að hann yrði að hætta að fara að gráta í hvert skipti sem eitthvað væri á móti honum. Tilhugsunin um að sitja með einn átján ára í fanginu sem er mér vaxinn yfir höfuð er ekki beint álitleg.

Ég hef ekki hugmynd um hvort hann skildi mig. En gráturinn hljóðnaði og allt var gleymt nokkrum mínútum seinna.

Á morgun ætla ég að endurnýja kynnin við fólkið hennar Báru í Lágmúlanum og byrja í ræktinni.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

Ómar Ingi, 9.3.2009 kl. 08:41

2 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Snallt Jóna að hafa svona langann inngang að ræktarplaninu, það er þá kannski minna áberandi.

Mér finnst að hann Ian eigi að fá nammi þegar hann segist þurfa að fá nammi, hann einn getur metið þessa þörf, ég kannast svo við þessa þörf og veit hvað hann er að fara, veistu það ég held nefnilega að það geti verið barasta hreinlega lífshættulegt að fá ekki nammi þegar maður þarf það.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 9.3.2009 kl. 09:34

3 Smámynd: María Guðmundsdóttir

María Guðmundsdóttir, 9.3.2009 kl. 12:32

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk fyrir mig nú og alltaf.
Knús til ykkar
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 9.3.2009 kl. 19:22

5 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Nammidagar eru Laugardagur. Á Laugardögum er nammi oftar en ekki á 50% afslætti í verslunum. Smá kreppuráð

Hilmar Gunnlaugsson, 9.3.2009 kl. 19:53

6 Smámynd: Sporðdrekinn

Knús

Sporðdrekinn, 9.3.2009 kl. 20:18

7 Smámynd: Anna Margrét Bragadóttir

oh ég fæ alltaf svo stig inni í mér þegar hann fer að gráta,kannski af því að hann getur ekki sagt afhverju hann grætur

Hann er svo mikið krútt

Anna Margrét Bragadóttir, 9.3.2009 kl. 20:41

8 Smámynd: Kjartan Pálmarsson

Kjartan Pálmarsson, 10.3.2009 kl. 00:52

9 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Knús knús og góðar kveðjur.....:=)

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 11.3.2009 kl. 16:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóna Á. Gísladóttir
Jóna Á. Gísladóttir

 

 

 Ég er nokkuð dæmigerð íslensk útivinnandi kona. Hef lokið grunnnámi í markþjálfun og gengur betur að hjálpa öðrum við markmiðasetningu en sjálfri mér. Mér lætur líka betur að stjórna öðrum en sjálfri mér. 

 netfangið mitt er jonaagisla@gmail.com

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 1639943

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband