Leita í fréttum mbl.is

Mamma bjáni

Það er svo skrýtið hvað þráðurinn er stuttur í mér eftir langa fjarveru við börnin mín. Maður skyldi ætla að því væri öfugt farið. Kannski er það ég sem er öfugsnúin.

Þegar ég fer í burtu í tvo daga eða fleiri, eða krakkarnir, þá er þolinmæði mín gagnvart þeim ansi lítil þegar við hittumst á ný. Ég þarf aðlögun. Eins og lítið barn að byrja á leikskóla. Reyndar gera endurfundir við Bretann mig líka svona grömpí. Guði sé lof fyrir að ég er ekki sjómannskona, eða börnin á heimavistarskóla. Þá er nú hætt við að ég þyrfti að fara að poppa gleðipillur eða kvíðatöflur til að verða þolanleg í sambúð.

Sá Einhverfi fór í sumabústaðinn yfir helgina með Fríðu stuðningsmömmu og co. Hann var farinn að bíða eftir að komast heim, fyrri partinn í dag en stuðningsfjölskyldan dílaði við hann eins og þeim er von og vísa.

Þau enduðu svo helgina í mat hjá Fríðu-foreldrum, Lúlla og Önnu Laufeyju í Mosó. Og þangað sótti ég kútinn minn. Hann stóð alklæddur og beið eftir mömmunni sinni. Ég sagði honum að ég ætlaði að þiggja kaffibolla en samt opnaði hann útidyrahurðina á meðan ég klæddi mig ÚR skónum, tilbúinn að stökkva af stað út í bíl. ''Fara heim'' sagði hann vongóður.

Ég fékk hann þó til að setjast aftur niður fyrir framan Harry Potter á meðan ég svolgraði í mig kaffinu. Og þarna sat hann. Strákurinn minn. Stjarfur á stól, með Spiderman húfuna á höfðinu og Spiderman fingravettlinga á höndunum. Algjörlega í startholunum. Hver taug þanin og allir fingur útglenntir.

Og þegar við loks fórum fann ég hversu hræddur hann var um að ég myndi skipta um skoðun í miðjum stigagangi. Var ekki í rónni fyrr en hann var sestur inn í bíl með beltið spennt.

Eftir að við komum heim var einhver pirringur í honum yfir því að tölvan hagaði sér ekki eins og hann vildi. Þar áður var það snjórinn sem klárlega var ekki velkominn og Sá Einhverfi heimtaði rigningu. Tók það alls ekki gott og gilt að mamma hans ætti enga greiða inni hjá veðurguðunum.

Ég, eftir heila fríhelgi og í aðlögunarþörfinni, missti þolinmæðina og talaði höstuglega til hans. Það var nóg. Hann varð alveg miður sín, fór að hágráta og breyttist í mannlegan plástur sem límdist við mig.

Ó hvað mér fannst ég vond mamma. Drengurinn örugglega verið með kvíðahnút í maganum frá hádegi yfir því að ég væri búin að gefa hann, og dagurinn því verið honum erfiður.

Hann grét og grét og ætlaði aldrei að geta hætt. En ósköp fannst mér ljúft að hafa þennan plástur á mér. Finna hvernig handleggirnir hans vöfðust þétt utan um mig og hvað hann þurfti mikið á mér að halda. Við þurfum að finna það.. stundum.. við mömmurnar.

Og þó að hann, seinna um kvöldið, stappaði niður fæti og galaði ''mamma bjáni'' þá vissi ég að það var ekki illa meint.

Þegar ég var búin að breiða yfir hann og kyssa góða nótt fylgdu mér glaðlegar skammir fram á gang: ''síld á sunnudegi - fjandinn hafi það''.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 Yndisleg færsla, eins og alltaf.

Ása Ninna Katrínardóttir (IP-tala skráð) 17.11.2008 kl. 00:23

2 identicon

Það er svo yndislegt þegar börnin manns tala í svona frösum   Minn sonur tilkynnti einu sinni í heyranda hljóði (ca. 3 ára) að hann væri "veikur fyrir fögrum meyjum (frasi úr einhverri teiknimynd)!!  Fólk horfði að sjálfsögðu forviða á þetta stórskrýtna barn!!

Anna Lilja Torfadóttir (IP-tala skráð) 17.11.2008 kl. 00:25

3 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Ása Ninna. Þakka þér fyrir

Anna Lilja. ''Veikur fyrir fögrum meyjum''  Æi en yndislegt. Er hann það enn?

Jóna Á. Gísladóttir, 17.11.2008 kl. 00:29

4 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

hahaha, síld á sunnudegi - fjandinn hafi það
Mikið væri ég til í að heyra þessar skammir, þó ég hafi heyrt þær einu sinni í Lottu...

Róslín A. Valdemarsdóttir, 17.11.2008 kl. 00:33

5 Smámynd: Steingrímur Helgason

Klárlega fá bara eðalmömmur dona eðalskammir frá eðaldreng.

Steingrímur Helgason, 17.11.2008 kl. 00:42

6 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Góður plástur, góð færsla

Sigrún Jónsdóttir, 17.11.2008 kl. 01:19

7 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

  Mannlegur plástur, þetta er alveg yndisleg skýring á svona atviki þar sem barn þarf mikið á mömmu sinni að halda. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 17.11.2008 kl. 01:23

8 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Lífið þitt er öðruvísi en margra annarra. þú ert hetjan mín og ég er glöð að hafa kynnst ykkur  knústu Bóthildi frá mér, er alltaf á leiðinni

Ásdís Sigurðardóttir, 17.11.2008 kl. 02:37

9 Smámynd: Sporðdrekinn

hahaahha ''síld á sunnudegi - fjandinn hafi það'' Þetta fékk mig til að hlæja.

Við erum bara mannlegar þótt að mömmur séum. En sem betur fer þekkja börnin okkar okkur og vita hvar þau hafa okkur.

Sporðdrekinn, 17.11.2008 kl. 03:19

10 Smámynd: María Guðmundsdóttir

 hann er bara frábær, sem og thid øll.

hafdu gódan dag Jóna

María Guðmundsdóttir, 17.11.2008 kl. 06:29

11 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Knúsi knús kveðjur

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 17.11.2008 kl. 07:31

12 Smámynd: Ragnheiður

Ragnheiður , 17.11.2008 kl. 08:03

13 identicon

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 17.11.2008 kl. 12:26

14 Smámynd: M

Finn oft samnefnara með okkur í skrifum þínum. Gott að heyra það á prenti svo maður telji sig ekki "Palla einn í heiminum"

Strax farin að sakna hjúrí stundanna með mínum strák þegar hann stækkar. Örlar á því nú þegar

M, 17.11.2008 kl. 12:27

15 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Yndsisleg frásögn eins og þín er von og vísa.

Jenný Anna Baldursdóttir, 17.11.2008 kl. 13:14

16 Smámynd: Elísabet  Sigurðardóttir

Elísabet Sigurðardóttir, 17.11.2008 kl. 13:37

17 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

takk fyrir frásögn

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 17.11.2008 kl. 14:08

18 Smámynd: Jóhann G. Frímann

Maður þarf greinilega að ná í bókina og fara að lesa.

Jóhann G. Frímann, 17.11.2008 kl. 14:34

19 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Takk fyrir að lofa mér að fylgjast með.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 17.11.2008 kl. 15:39

20 Smámynd: Sifjan

úffff....skil þig svo vel...

geturu ýmindað þér hvernig heimilislífið er hjá mér núna... ég kom heim á föstudaginn eftir 3ja vikna fjarveru....

Held í alvörunni að sonur minn hafi haldið einhverfunni í sér í þessar 3 vikur...

......og hafi sleppt henni lausri þegar ég kom aftur heim :=)

Sifjan, 17.11.2008 kl. 17:56

21 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Hvorugur minna stráka er einvherfur en voru báðir svona ofur viðkvæmir. Ég varð að passa mig á að hvessa mig aldrei við þá því þá urðu þeir nánast óhuggandi. Ég er kannski bara svona gribbuleg.

Helga Magnúsdóttir, 17.11.2008 kl. 19:26

22 Smámynd: Ómar Ingi

Jóna öfugsnúna  er fínt heiti á þína næstu bók

Ómar Ingi, 17.11.2008 kl. 19:32

23 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 17.11.2008 kl. 21:21

24 Smámynd: Dísa Dóra

æ þið eruð svo yndisleg fjölskylda

Dísa Dóra, 19.11.2008 kl. 16:46

25 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

hahahah elsku kallinn.. ég skil sko hvað þú átt við með þessu.. fæ oft sting í magann þegar drengirnir skæla ef ég hef pirrast við þá

Guðríður Pétursdóttir, 19.11.2008 kl. 23:26

26 identicon

Sæl Jóna!

Frábærlega skrifuð bók svo beint frá hjartanu og svo er svo gott að sjá að það eru fleyri sem eru að takast á við sömu hluti og maður sjálfur

móðir með 2 einhverfa

liney Tómasd (IP-tala skráð) 20.11.2008 kl. 17:43

27 identicon

Vá! Snilld að lesa póstana þína! Ég þekki þetta svo mikið af eigin raun! 

Skil ,,vondu-mömmu tilfinninguna" svo vel ;) 

MBK

,,mamma í kreppu"

Mamma einhverfs drengs (IP-tala skráð) 23.11.2008 kl. 02:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóna Á. Gísladóttir
Jóna Á. Gísladóttir

 

 

 Ég er nokkuð dæmigerð íslensk útivinnandi kona. Hef lokið grunnnámi í markþjálfun og gengur betur að hjálpa öðrum við markmiðasetningu en sjálfri mér. Mér lætur líka betur að stjórna öðrum en sjálfri mér. 

 netfangið mitt er jonaagisla@gmail.com

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband