Leita í fréttum mbl.is

Einhverfur afkomandi Litlu hafmeyjunnar

Sá Einhverfi er nú á sundnámskeiđi tvisvar sinnum í viku.

Öđru hverju rek ég mig á varđandi ţađ hvađ ég vanmet getu barnsins. Ţegar ég fékk skilabođ frá skólanum um ţađ ađ sennilega vćri stráksi nú tilbúinn til ađ sćkja sundnámskeiđ hjá Styrktarfélagi lamađra og fatlađra, var ég aldeilis standandi hlessa barasta. Ekki ţađ ađ ég viti ekki hversu vel honum líđur í vatni og hversu gaman hann hefur af sundlaugum.. sérstaklega sundlaugum međ myndarlegum rennibrautum. En ég hélt hreinlega ađ hann vćri langt í frá tilbúinn til ađ taka viđ fyrirmćlum um sundtök frá ókunnugu fólki hvađ ţá ađ halda sér á floti hjálparlaust.

Svo mćttum viđ á sundnámskeiđ, Sá Einhverfi og ég. Ég reyndar sat alklćdd á sundlaugabakkanum og gapti. Ég er enn ađ gapa í 5. eđa 6 tíma.

Er ţetta barniđ sem ég er sífellt hrćdd um ađ drukkni í bađkarinu? Sem viđ trođum neon-appelsínugulum kútum á bústnu handleggina á, ţegar viđ (lesist Bretinn) förum međ hann í sund?

Barniđ er flugsynt. Ekki međ hefđbundnu bringu-, bak- eđa skriđsundi. En hann ţýtur áfram međ einhverjum heimatilbúnum sundtökum. Jafnt yfir grunna sem djúpa laug. Fer í kaf og hagar sér á allan hátt eins og afkomandi Litlu hafmeyjunnar. Ekki kannski alveg, en ţiđ vitiđ hvađ ég meina.

Ég ţarf ađ leggja hausinn í bleyti núna. Reyna ađ finna út á hvađa fleiri sviđum ég er ađ halda aftur af barninu.

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Hólmdís Hjartardóttir, 18.11.2008 kl. 01:50

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garđarsdóttir

  Örverpiđ mitt sem er 11 ára er ekki synd, en frá 5 ára aldri hefur hún synt í kafi og veriđ dugleg í sundlauginni.  Hún kann ekki ađ synda međ hausinn uppúr, allavega ennţá. 

Jóna Kolbrún Garđarsdóttir, 18.11.2008 kl. 01:53

3 Smámynd: Sporđdrekinn

ĆĐI!

Sporđdrekinn, 18.11.2008 kl. 02:40

4 Smámynd: Jóhann G. Frímann

Ţarna er gríđarleg orka sem er ađeins nýtt ađ litlu leyti. Nei, grínlaust, skemmtileg frásögn hjá ţér Jóna.

Jóhann G. Frímann, 18.11.2008 kl. 03:09

5 Smámynd: Helga skjol

Helga skjol, 18.11.2008 kl. 06:13

6 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Flottur strákur og yndislegurknús inn í ljúfan dag elsku fjölskylda

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 18.11.2008 kl. 07:27

7 Smámynd: María Guđmundsdóttir

held vid gerum thetta soldid mřmmurnar....thú ert ekki ein um thetta...say no more

en frábćrt hjá honum  

hafdu gódan dag Jóna

María Guđmundsdóttir, 18.11.2008 kl. 07:43

8 Smámynd: Elín Sigríđur Grétarsdóttir

ţú ert örugglega alveg eins og ég ... ég myndi hafa minn á brjósti ennţá ef ţađ vćri socially acceptable (hann er 97 módeliđ)

Elín Sigríđur Grétarsdóttir, 18.11.2008 kl. 08:13

9 identicon

Stráksi flottur eins og ávallt.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráđ) 18.11.2008 kl. 08:32

10 Smámynd: Róbert Tómasson

Glćsilegt.   Ţetta er athyglisverđ spurning sem ţú spyrđ ţig, "á hvađa fleiri sviđum ég er ađ halda aftur af barninu."

Ég held ađ allir foreldrar ćttu ađ spyrja sig ađ hinu sama.

kveđja

Róbert Tómasson, 18.11.2008 kl. 11:29

11 Smámynd: Ásdís Sigurđardóttir

Yndislegar fréttar af stráksa, alltaf jafn gaman ađ lesa hjá ţér darling.

Ásdís Sigurđardóttir, 18.11.2008 kl. 12:50

12 identicon

Frábćrt!

Ása Ninna Katrínardóttir (IP-tala skráđ) 18.11.2008 kl. 13:37

13 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

frábćrt ađ hann skuli una sér svona vel í sundi...hann kemur sífellt á óvart

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 18.11.2008 kl. 15:12

14 Smámynd: Steingerđur Steinarsdóttir

Ć! en ćđislegt.

Steingerđur Steinarsdóttir, 18.11.2008 kl. 15:27

15 Smámynd: Ómar Ingi

Já ţetta er snillingar sem viđ eigum Jóna

Ómar Ingi, 18.11.2008 kl. 16:31

16 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Tek undir undrun og gleđi ţína Jóna, what´s next kkv. eva

Eva Benjamínsdóttir, 18.11.2008 kl. 18:30

17 Smámynd: Anna Ţóra Jónsdóttir

Ţađ er náttúrulega bara best ađ vera í sundi......ţetta er ein besta íţrót sem hćgt er ađ stunda, bćđi fyrir líkama og sál.

Spáđu í hvernig ţér á eftir ađ líđa ţegar Ian vinnur sitt fyrsta sund á sundmóti.....(hlakka til ađ lesa ţá fćrslu) og hver veit kannski erum viđ ađ tala um framtíđar-ólympíufara. 

Haltu bara áfram ađ halda aftur af honum - ţađ eflir hann bara

Anna Ţóra Jónsdóttir, 18.11.2008 kl. 20:49

18 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Minn strákur sem er 15 ára er frekar illa syndur ţví fyrsta áriđ sem hann átti ađ lćra sund var hann í ćfingum hjá Lömuđum og fötluđum vegna vanda viđ fínhreyfingar á sama tíma og sundiđ var. En vitanlega getur Sá Einhverfi synt. Hann lumar örugglega á mörgum svona leyndarmálum.

Helga Magnúsdóttir, 18.11.2008 kl. 22:11

19 Smámynd: Ţórhildur Helga Ţorleifsdóttir

Ţađ er ţá bara spurningin hvort er ţá litla hafmeyjan ţú eđa Bretinn ?

Ţórhildur Helga Ţorleifsdóttir, 18.11.2008 kl. 22:25

20 identicon

Sćl Jóna.

Um daginn rambađir ţú inn á síđuna mína.
Ţú varst svo kurteis ađ kvitta fyrir komu ţinni.
Ég varđ forvitin og kíkti á ţína síđu.
Ég kvittađi ekki.
Ég hef ekki kvittađ síđan.
En ég er daglegur gestur og finnst alveg einstaklega gaman ađ lesa hvađ ţú kemur vel fyrir ţig orđi.
Mér fannst einkennilega gaman ađ sjá bókina ţína í hillu í bókabúđ um daginn, nćstum eins og ég loksins ţekkti frćga manneskju.

Ćtla ađ halda áfram ađ vera daglegur gestur.
Ćtla ađ leggja mig í líma viđ ađ vera kurteis stúlka og kvitta fyrir komu minni.

Ţetta er fyrsta kvitt og stefni ég ađ ţví ađ hafa ţau sem á eftir koma ekki eins löng.

Takk fyrir mig.

LBH

LBH (IP-tala skráđ) 19.11.2008 kl. 00:26

21 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Dóttir mín var flugsynd 2ja ára gömul á svokölluđu hundasundi. Ég man alltaf hvađ ég var hrćdd í fyrsta sinn sem hún stakk sér í kaf međ sundhringinn um sig miđja, bara bossinn stóđ upp úr. Ađ mér fannst í eilífđartíma, međan ég synti björgunarsund til hennar á fljúgandi ferđ.
En ţegar ég kom ađ henni kom hún úr kafinu skellihlćjandi. Eftir ţetta notađi hún ekki sundhring né kúta.

ţví hefur veriđ haldiđ fram í ýmsum frćđiritum, ađ mađurinn hafi lifađ í vatni í árdaga og ţess vegna séu konur međ svona sítt hár til ţess ađ börnin ćttu auđveldara međ ađ ná taki á móđur sinni.  Líklega vegna ţessa eru sundgenin ennţá svona  virk í sumum börnum nú til dags

Svava frá Strandbergi , 19.11.2008 kl. 18:24

22 Smámynd: Guđríđur Pétursdóttir

En frábćrt ađ hann fílar ţetta svona vel..!  Skil ađ ţú hafir orđiđ hissa.. hheheh

Guđríđur Pétursdóttir, 19.11.2008 kl. 23:29

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Jóna Á. Gísladóttir
Jóna Á. Gísladóttir

 

 

 Ég er nokkuð dæmigerð íslensk útivinnandi kona. Hef lokið grunnnámi í markþjálfun og gengur betur að hjálpa öðrum við markmiðasetningu en sjálfri mér. Mér lætur líka betur að stjórna öðrum en sjálfri mér. 

 netfangið mitt er jonaagisla@gmail.com

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 1639942

Annađ

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband