Föstudagur, 14. nóvember 2008
Gods children
Ég á mína barnatrú. Þetta hljómar kannski eins og versta klisja en þá er klisjan sönn. Ég trúi á Guð eða einhvern æðri mátt. Eitthvað hlýtur að vera okkur æðra.
En eins og Jenný Anna skrifar um hér, þá myndi ég aldrei treysta á þann mátt til að redda mér einu eða neinu eða fría sjálfa mig ábyrgð á eigin lífi og limum vegna þess að mér finnist að hann eigi barasta að sjá um þetta.
Aldrei á ævi minni hef ég sagt eða hugsað: ''það getur ekki verið til Guð sem lætur þetta eða hitt gerast.''
Þvi allt hið illa sem gerist í heiminum er af manna völdum. Í öðrum tilfellum, þar sem ég get ekki klínt sökina á mannvonsku, eins og t.d. þegar ungt fólk fellur frá vegna veikinda, þá trúi ég því staðfastlega að viðkomandi sé ætlað eitthvað annað hlutverk á öðrum stað. Ég trúi því að daginn sem ég dey, verði dagurinn sem mér var alltaf ætlað á deyja.
Þegar ég dey vil ég að erfidrykkjan verði fjörug. Ég vil að fólk fái að borða, dansi við Abba og Bo og ég vil að það verði hvítvín á boðstólnum.
Ég trúi því ekki að Guð eða hinn æðri máttur skapi drepsóttir, flóð, aids og jarðskjálfta til að refsa. Ég trúi ekki að guðsótti sé jákvætt orð.
Og ég trúi því að okkur sé gefin kímnigáfa til að njóta hennar og til þess að sjá spaugilegu hliðarnar á erfiðum stundum.
Þess vegna fylgir þessi litli brandari hér með:
If we are all God's children, what the hell is then so special about Jesus?
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Lífstíll, Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 17:42 | Facebook
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2019
2018
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- solskinsdrengurinn
- skrifa
- jenfo
- gelgjan
- annambragadottir
- marzibil
- brynja
- hk
- gurrihar
- lehamzdr
- katlaa
- eddaagn
- jahernamig
- hronnsig
- martasmarta
- katrinsnaeholm
- palmig
- ipanama
- hallarut
- tommi
- ktomm
- poppoli
- svavaralfred
- kollajo
- bergruniris
- bene
- bennason
- jensgud
- solrunedda
- heidathord
- ringarinn
- tofraljos
- kjaftaskur
- ormurormur
- zeriaph
- unns
- ellasprella
- hjolagarpur
- salka
- nonniblogg
- markusth
- rebby
- birna-dis
- garun
- landsveit
- olofannajohanns
- brylli
- evaice
- ingolfurasgeirjohannesson
- rustikus
- singer
- jaxlinn
- krossgata
- mummigud
- blekpenni
- gerda
- baddahall
- holi
- grafarholt
- gudnylinda
- thegirl
- gretarorvars
- thordis
- herdis
- mammzan
- sigthora
- bet
- saedis
- emmgje
- sigurjonsigurdsson
- janus
- astromix
- overmaster
- thorasig
- gudni-is
- sunnadora
- kjarrip
- 810
- gislihjalmar
- beggagudmunds
- sirrycoach
- betareynis
- ilovemydog
- rannveigmst
- stormadis
- perlan
- bergdisr
- skondrumamma
- snar
- stormur
- ljonid
- raggipalli
- hjordiz
- almaogfreyja
- katja
- lady
- sigrunfridriks
- zunzilla
- olinathorv
- bidda
- smjattpatti
- jogamagg
- disadora
- harpao
- fuf
- alexm
- larahanna
- juliaemm
- saemi7
- gudrunmagnea
- svala-svala
- kari-hardarson
- hlf
- hlinnet
- annagisla
- einari
- lena75
- hector
- saethorhelgi
- ernafr
- birnarebekka
- heidistrand
- kerla
- hannamar
- jara
- supermamma
- monsdesigns
- malacai
- solveigth
- siggathora
- senorita
- snjaldurmus
- photo
- stingi
- pollyanna
- steingerdur
- icekeiko
- majaogco
- skordalsbrynja
- danjensen
- lilly
- heidabj
- omarpet
- helgamagg
- nori
- jamesblond
- gretaulfs
- rattati
- hogni
- ragjo
- kolgrima
- skjolid
- hugrunj
- egill75
- amman
- liljabolla
- asgerdurjoh
- okurland
- rannthor
- svalaj
- siggith
- vefritid
- zsapper
- laz
- graceperla
- rannug
- agbjarn
- alliragg
- fjarki
- birtabeib
- roslin
- lindape
- rosa
- tinnaeik
- muszka
- krummasnill
- lindalea
- fjola
- solan
- scorpio
- evabenz
- isleifure
- karitryggva
- ellasiggag
- beggita
- ollabloggar
- madddy
- songfuglinn
- emm
- lindagisla
- turettatuborg
- einarsigvalda
- huldadag
- siggasin
- credo
- loathor
- carma
- komaso
- fifudalur
- rosabla
- lillagud
- eythora
- griman
- eyrunelva
- svanurg
- strumpurinn
- godihundur
- hallidori
- annriki
- sibbulina
- helgurad
- huldumenn
- julianamagg
- berglindnanna
- huldam
- joik7
- venus
- osland
- liso
- amaba
- asako
- hryssan
- mammann
- leyla
- gunnarggg
- sigrunzanz
- fanneyunnur
- himmalingur
- helgabst
- bostoninga
- christinemarie
- jea
- elisabeta
- perlaoghvolparnir
- meyjan
- wonderwoman
- coke
- ragnhildurthora
- gullilitli
- tommi16
- ea
- mariaannakristjansdottir
- einarorneinars
- lindalinnet
- joninaros
- reynzi
- rosagreta
- lauola
- reynir
- elinora
- ma
- olapals
- bestalitla
- kolgrimur
- handtoskuserian
- vonin
- kaffi
- einarhardarson
- gleymmerei
- brandarar
- alf
- hreinsamviska
- litlakonan
- lucas
- reisubokkristinar
- jgfreemaninternational
- olofdebont
- thjodarblomid
- vilma
- ollana
- gudrununa
- holar
- gotusmidjan
- huldastefania
- mubblurnar
- bjarnihardar
- vild
- skrudur
- jyderupdrottningin
- sifjan
- letilufsa
- hrundt
- robbitomm
- brudurin
- anitabjork
- blindur
- astabjork
- bailey
- gattin
- draumur
- einhugur
- trygg
- eskil
- evags
- gudrunkatrin
- gudrunss
- nf26b
- topplistinn
- helgaas
- helgatho
- hildurhelgas
- drum
- innipuki
- ingal
- kikka
- astroblog
- oliskula
- joklamus
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- kariaudar
- vga
- thorolfursfinnsson
- motta
Athugasemdir
...
Róslín A. Valdemarsdóttir, 14.11.2008 kl. 17:30
Ekkert af því að trúá að Guð.
Jesús virðist orðið hálfgert skammaryrði, sem er synd, trúin er að hjálpa mörgum á þessum erfiðu dögum. En tíska dagsins er að vera trúlaus, flettum bloggsíðunum bara til að sjá þetta. Góð þróun? Um það verða aðrir að deila, kannski uppalendurnir, hvort sem þeir eru heima eða skólatengdir.
kær Kveðja,
Vilhjálmur (IP-tala skráð) 14.11.2008 kl. 17:31
Innlitskvitt
Það er gott að trúa á Guð það er ekkert að því og hann er til, vertu viss.
Hafðu það gott um helgina.
Kv Gleymmerei og Emma.
Brynja Dögg Ívarsdóttir, 14.11.2008 kl. 17:54
Hrönn Sigurðardóttir, 14.11.2008 kl. 18:34
Þú mín kæra Jóna Gísla og vinkona þín Jenný Anna sem þú vitnar í, eruð einstakar konur og eins og ég hef áður sagt gerið svo miklu meira gott en ykkur grunar. Takk fyrir það.
Bestu kveðjur frá Kalla Tomm úr Mosó.
Karl Tómasson, 14.11.2008 kl. 18:59
Guð er til og hann er húmoristi, annars held ég að ég væri ekki til.
Róbert Tómasson, 14.11.2008 kl. 19:07
Ef það er gott, er það Guð, ef það er ekki gott, þá er það ekki Guð. Ég trúi því að þegar ég upplifi erfiða tíma og óréttlæti, sé Guð jafn sorgmæddur og ég, hann grætur líka þegar börnin hans gera ljóta hluti, við erum nefnilega öll börnin hans og hann elskar okkur öll jafnt. Ég tek það fram að þegar ég tala um Guð, á ég við æðri mátt samkvæmt mínum skilningi á honum, ég kalla hann Guð því það er þægilegt, algengt þriggja stafa orð sem gott er að muna.
Elín Sigríður Grétarsdóttir, 14.11.2008 kl. 19:10
Þegar ég dey vil ég að erfidrykkjan verði fjörug. Ég vil að fólk fái að borða, dansi við Abba og Bo og ég vil að það verði hvítvín á boðstólnum.
Hva ertu kannski skyld mér nema hvað það yrði aldrei Abba
Ómar Ingi, 14.11.2008 kl. 19:52
Ég er þér 100% sammála.
En heyrðu ef ég lifi þig má ég þá hafa EITTHVAÐ um það að segja hvaða músík verður spiluð í paríinu? Það er ekki eins og þú verðir með til að grípa fyrir eyrun.
Ég bíð mig hér með fram í skemmtinefnd þessarar erfisdrykkju. Srkáðu mig.
Jenný Anna Baldursdóttir, 14.11.2008 kl. 20:56
Ef fólk er að fara til himnaríkis þá er nú ekki nein ástæða til þess að fagna, helvíti gæti verið skárra :=)
Hugsanlega fá himnaríkisbúar að fara í sumarfrí til helvítis einu sinni á milljón ára fresti ;)
DoctorE (IP-tala skráð) 14.11.2008 kl. 21:27
Knús kveðjur og góða helgi elsku Jóna mín
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 14.11.2008 kl. 22:31
Brandarinn góður
Sigrún Jónsdóttir, 14.11.2008 kl. 23:48
Guð hjálpar þeim sem hjálpa sér sjálfir, það er mín trú.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 14.11.2008 kl. 23:54
Ég tek undir orð Jónu Kolbrúnar.
Brandarinn er æði!
Sporðdrekinn, 15.11.2008 kl. 00:20
Búin að lesa vikuna... hlakka til að lesa bókina þína. Frábært framtak dugnaðarforkur
Linda Lea Bogadóttir, 15.11.2008 kl. 00:26
naglinn á høfudid Jóna, sem og oft ádur.
Brandarinn snilld
María Guðmundsdóttir, 15.11.2008 kl. 08:44
Vá hvað þetta var góð færsla. Ég stóð sjálfa mig að því að kinka kolli til samþykkis! Og frábær brandari! ;)
Ása Ninna Katrínardóttir (IP-tala skráð) 15.11.2008 kl. 10:33
Ég held að ég taki bara undir orð hennar Ásu...
Gunnar Helgi Eysteinsson, 15.11.2008 kl. 20:38
Góð færsla. Sammála hverju orði. Datt samt í hug hvort það væri ekki punkturinn yfir i-ið að mánudagsdanshópurinn dansaði með sínu nefi í erfidrykkjunni? Eftir því sem fleiri ár líða frá þessum danstímum, eftir því verður það bara áhugaverðara? Sérstaklega eftir 2-3 hvítvínsglös...
Hrund Traustadóttir, 16.11.2008 kl. 15:39
Tad er yndislegt ad trúa á tad góda...Tad er kannski Gud.Hver veit.
Brandarinn gódur.
Gudrún Hauksdótttir, 16.11.2008 kl. 16:14
Ég var alin upp við trúleysi og gæti því ekki átt neina barnatrú þótt ég vildi. Ég hef kynnt mér hin ýmsu trúarbrögð en ekkert fundið sem höfðar til mín. Trú getur samt varla verið algjört frat miðað við hversu margir aðhyllast einhverja tegund af trú.
Helga Magnúsdóttir, 16.11.2008 kl. 16:59
Þínar færslur eru altaf yndislegar, og takk fyrir þig . Ég er sammála þér í sambandi við erfidrykkjuna, og svona eiga þær að vera . Lifðu heil. Kv. Svala B
SvalaBirgisdóttir (IP-tala skráð) 16.11.2008 kl. 17:28
Við horfum greinilega afskaplega líkt á trúmálin. Ég er komin aðeins lengra en þú í jarðarfararplönum (enda talsvert eldri) ég er BÚIN að ákveða lögin
Hlakka til að lesa bókina - og kaffibollinn stendur klár á borðinu þegar þú mætir norður
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 16.11.2008 kl. 17:42
Ég er þér alveg sammála um Guðs-volæðið.... ég trúi líka á æðri mátt án þess að vita nákvæmlega hvað maður trúir á. Stundum er bara samt gott að geta sagt við sjálfan sig; "þetta var ekki í mínum höndum, það var eitthvað æðra sem vildi og skipulagði þetta"...... og líka þegar hlutir eru manni ofviða, þá er það gott að geta lagt þá í "aðrar hendur", hverjar svo sem þær eru, og vonað það besta.
Mig langaði samt að óska þér til hamingju með viðtalið í Vikunni, þú komst vel út og varst sæt á myndunum, enda ekki við öðru að búast
Lilja G. Bolladóttir, 16.11.2008 kl. 20:20
Helga, trú og trúarbrögðum skal ekki rugla saman
Elín Sigríður Grétarsdóttir, 16.11.2008 kl. 21:22
sko..
ég trúi ekki að það sé sérstakur dagur sem ég drepst á og er löngu ákveðinn fyrir mig...
Ég held ekki að allt gerist út af ástæðu.. nema reyndar þeirri ástæðu sem við sköpum. Við fáum kvef af þeirri ástæðu að okkur verður of kalt og við deyjum ef við hröpum niður fjallbrún...
Ég bara neita að trúa að það sé fyrir fram ákveðin kvöl sem foreldrar og börn séu látin ganga í gegnum þegar barn td greinist með krabbamein og deyr jafnvel þess vegna..
Ég hugsa ekki þannig að Hörður og Flóki were meent to be.. Þeir eru til af því ég svaf hjá pöbbum þeirra..
ég meina ekkert illt og vil alls ekki gera lítið úr því sem þú trúir.. ég trúi alveg að það sé eitthvað sem er óútskýranlegt en ég trúi samt að flest sé hægt að útskýra vísindalega...
you know i love you
Guðríður Pétursdóttir, 19.11.2008 kl. 23:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.