Leita í fréttum mbl.is

Visa-rað í kreppunni

 

Hér var smávegis fjölskyldufundur í kvöld. Bretinn og ég, frænka og frændi og mamma þeirra. Við tróðum okkur öll í eldhúsið með kertaljós á borðinu og áttum huggulega stund. Bretinn með tölvuna fyrir framan sig að leita að tónlist á netinu og músíkin yljaði.

Eftir að fundinum lauk og við Bretinn ein eftir, fór ég að ganga frá í eldhúsinu en Bretinn hélt áfram að vinna í tónlistarmálunum.

Viðkvæðið ''heimska mamma'' hljómaði með reglulegu millibili frá efri hæðinni, en þar var kósí-stund Þess Einhverfa og Lottu í Ólátagötu.

Ég raðaði í uppþvottavélina og setti hana í gang. Komst að því að maður þekkir hljóðin í sínum uppáhalds heimilistækjum. Eitthvað var ekki eins og það átti að vera. Við Bretinn litum hvort á annað með stjarfan svip. Aðeins augun komu upp um hræðsluna sem greip okkur. Við héldum niðrí okkur andanum og sögðum ekki orð. Hlustuðum á drafandi hljóðið í ''eldhússtúlkunni'' sem virtist ætla að segja upp vistinni.

Vörpuðum öndinni léttara þegar hún náði sér á strik aftur og byrjaði að mala á þann hátt sem við þekkjum svo vel.

Ég ætlaði að segja það.... hugsaði ég og hélt áfram að þrífa eldhúsvaskinn.

Bretinn sendi mér einhvern torkennilegan svip og sneri sér aftur að tölvunni.

Hvorugt sagði orð, en ég VEIT að við hugsuðum ekki það sama.

Bretinn hugsaði: Ef þessi gefur sig þá er það bara gamla góða uppvaskið aftur.

Ég hugsaði: Ef þessi gefur sig þá fer ég, ekki seinna en á morgun, og kaupi nýja á raðgreiðslum.

Og um leið og þetta flaug í gegnum hugann á mér þá skildi ég að ég er á engan hátt að horfast í augu við ástandið í landinu. Ég geri mér enga grein fyrir því hvað raunveruleg kreppa þýðir. Skynsemin segir mér þó að við þær aðstæður kaupir maður ekkert á visa-rað.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Margrét Bragadóttir

Ég styð þig 100 % það er ekki undir neinum kringumstæðum hægt að vera án uppþvottavélar,þó það sé kreppa og allt það,ég færi samdægurs og keypti aðra að sjálfsögðu á raðgreiðslum.

Anna Margrét Bragadóttir, 13.11.2008 kl. 23:05

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég hugsa þegar ég þvæ upp.  Hvenær hugsar þú?

Ekki segja þegar þú raðar í vélina.  Ekki gilt.

Jenný Anna Baldursdóttir, 13.11.2008 kl. 23:07

3 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Anna. Ég held líka að genin í okkur séu frá sömu uppsprettu

Jenný. Þú ert síhugsandi addna kelling. En þú hefur rétt fyrir þér. Það er ein meginástæðan fyrir því að ég fékk mér uppþvottavél upphaflega, þoldi ekki eigin hugsanir.

Jóna Á. Gísladóttir, 13.11.2008 kl. 23:15

4 Smámynd: Steingrímur Helgason

Í ljósi núverandi efnahagsaðstæðna þá á tímabundið að leyfa fjölkvæni á þeim heimilum þar sem;

uppþvottavél/þvottavél/þurrkari/ryksuga/skúriþvegill leggja upp laupana.

Steingrímur Helgason, 13.11.2008 kl. 23:18

5 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Steingrímur. Ég er alveg sammála þér. Því fleiri karlmenn til að sinna þessum leiðindastörfum, því betra

Jóna Á. Gísladóttir, 13.11.2008 kl. 23:38

6 Smámynd: Brynja Dögg Ívarsdóttir

Settu bara góða tónlist á og þvoðu upp, sérstaklega þegar það er lítið að þvo, það geri ég og syng á meðan.

Hafðu það gott í uppvaskinu.

Brynja Dögg Ívarsdóttir, 13.11.2008 kl. 23:39

7 Smámynd: Sesselja  Fjóla Þorsteinsdóttir

Á ekki og hef aldrei átt slíka maskínu, já hugsa helling meðan ég þvæ upp.  Langar að versla mér eina síðar á útsölukreppuverði.

Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 13.11.2008 kl. 23:45

8 Smámynd: Ómar Ingi

Uppþvottavélar eru ómerkilegustu tæki sem fundin hafa verið upp og er þó úr mörgu að velja

Ómar Ingi, 13.11.2008 kl. 23:57

9 Smámynd: Kolgrima

Uppþvottavélar eru ein besta uppfinning ever... miklu gagnlegri en t.d. straujárn nokkurn tíma

Kolgrima, 14.11.2008 kl. 00:23

10 Smámynd: Þóra Guðmundsdóttir

Ég hef átt uppþvottavél í nokkur ár, og þvílík dásemd. Í hvert einasta skipti sem ég set í hana og tek úr henni andvarpa ég af hamingju.

Ég hef gert það upp við mig að kaup á nýrri, ef þarf, væri það eina sem réttlætir raðgreiðslur. Kreppa eða ekki, skiptir ekki máli. Ég lenti reyndar í því fyrir stuttu að min bilaði. Stykkið sem vantað í hana átti að kosta minnst 25.000.- gat orðið dýrara svo ég keypti mér bara eina notaða á mbl.is  á 20.000.-

Þóra Guðmundsdóttir, 14.11.2008 kl. 01:07

11 identicon

Ég hef stundum verið að velta því fyrir mér hvort það sé algjörlega ómögulegt að gera við heimilistæki. Að kupa nýtt virðist alltaf vera sem það fyrsta sem manni dettur í hug.

Jóhann (IP-tala skráð) 14.11.2008 kl. 11:31

12 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Til skamms tíma var karlinn minn eina uppþvottavélin sem ég átti. Hann var þó með þeim annmarka að hálft árið var hann á sjó og ég varð að sjá um uppþvottinn sjálf. Nýja húsinu fylgdi uppþvottavél og þvílíkur lúxus. Ég held ég myndi láta mig hafa raðgreiðslurnar ef hún færi að gefa sig.

Steingerður Steinarsdóttir, 14.11.2008 kl. 11:47

13 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

Ég verð að segja að eftir að ég fékk uppþvottavélina mína þó hún sé tiny þá gæti ég aldrei farið í uppvaskið aftur.. ég mundi kaupa pappa og plast borðbúnað og fleygja eftir hverja máltíð...

En ég skil hvað ú ert að segja, þó svo ég hef reyndar aldrei keypt neitt á lánum.. eða jú reyndar eitt.. en annað kaupi ég bara ef ég hef efni á því ..Sem ég hef ekki þessa dagana ;)

Guðríður Pétursdóttir, 14.11.2008 kl. 11:50

14 Smámynd: Þóra Guðmundsdóttir

Það hefur kannski eitthvað haft með skráningu krónunnar að gera. Útseldur tími á viðgerðarverstæðum er 6-8 þús. meira á bílaverkstæðum. Við þetta bætist svo verð á varahlutum.  Það segir sig sjálft að það getur ekki borgað sig að láta gera við smátæki sem spýtast út úr fjöldaframleiðslu í Asíu. Það gegnir öðru máli með stærri og dýrari tæki. Nú þegar krónan hefur fallið þá fer þetta kannski að líta öðruvísi út. Þá vegur verð á varahlutum auðvitað þyngra en það ætti að verða hagstæðara að láta gera við .

Þóra Guðmundsdóttir, 14.11.2008 kl. 11:54

15 Smámynd: Margrét Hrönn Þrastardóttir

Gera við..Kostnaður:

Fá mann heim til að kíkja á tækið ca 5.000

hann getur ekki lagað,svo tækið fer á verkstæði, akstur 5.ooo

varahlutur þ.e. ef meinið finnst 25-30.000

vinna svona 20.000

VSK bara e-ð lítið, hmm

Akstur heim 5.000

og komið hefur fyrir að ekkert virkar eftir "viðgerð" og þá er tæki dæmt ónýtt

kannski svolítið frjálslega farið með tölur hér en spurning hvað kostar nýtt?

Margrét Hrönn Þrastardóttir, 14.11.2008 kl. 11:59

16 identicon

Svo innilega sammála!! Maður getur verið án straujárns, mixara og rafhlöðuhlaðara en uppþvottavél er dásamleg og þvottavélar eru dásamlegar, hugsa oft um konurnar fyrir 100 árum sem þurftu að þvo allt í höndunum.  Hafið það gott

hm (IP-tala skráð) 14.11.2008 kl. 13:27

17 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Án upptvottavélar gæti ég varla verid...En núna á krepputímum myndi ég hugsa mig tvisvar um ad kaupa nýja.Kærastinn elskar ad tvo upp hann segist hygge sig og vil ikke blive forstyrred.tad finnst mér gott hehe.

Med kvedju frá Jyderup

Gudrún Hauksdótttir, 14.11.2008 kl. 13:30

18 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Undanfarin ár hef ég verið að endurnýja heimilistækin. Þau hrundu svona eitt af öðru á ca. sex mánaðar fresti Kæliskápurinn um páskaleitið , eldavélin rétt fyrir jól, síðan frystirinn og uppþvottavélin. svo ekki ætti ég að þurfa að endurnýja þau tæki á næstunni. En þá eru nú þvottavélin, þurrkarinn komin til ára sinna og sjónvörpin tvö. Vonandi endast þessi tæki áfram eitthvað. Ég kaupi aldrei á Vísa rað og vona að ekki komi til þess á næstunni. Ekki get ég nú hugsað mér að vera án þessa þæginda eftir að ég eignaðist þau.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 14.11.2008 kl. 14:43

19 Smámynd: María Guðmundsdóttir

átti aldrei uppthvottavél og erum vid sex i fjølskyldu fékk svo eina med hingad út..og gæti sko EKKI án hennar verid !! thvilikur lúxus og ég fer ALDREI tilbaka i handvaskid

María Guðmundsdóttir, 14.11.2008 kl. 15:28

20 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Það fylgdi uppþvottavél með himnaríki þegar ég keypti það ... nú er hún biluð. Ætla í Góða hirðinn, þangað koma víst stundum notaðar vélar í góðu lagi.

Guðríður Haraldsdóttir, 14.11.2008 kl. 15:45

21 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

prísa mínu sæla fyrir rafvirkjann

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 14.11.2008 kl. 16:47

22 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Ég bý ein.... og vil ekki vera án uppþvottavélar! En myndi líklega láta mig hafa það núna.... í einhvern tíma...... EÐA... fá mér uppvaskara

Heiða B. Heiðars, 14.11.2008 kl. 22:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóna Á. Gísladóttir
Jóna Á. Gísladóttir

 

 

 Ég er nokkuð dæmigerð íslensk útivinnandi kona. Hef lokið grunnnámi í markþjálfun og gengur betur að hjálpa öðrum við markmiðasetningu en sjálfri mér. Mér lætur líka betur að stjórna öðrum en sjálfri mér. 

 netfangið mitt er jonaagisla@gmail.com

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband