Leita í fréttum mbl.is

Misskilningur með bókina?

Það er afmælisdagur að kveldi kominn. Sá Einhverfi varð 10 ára í dag og flottari en nokkru sinni fyrr. Hann hefur aldrei kært sig um að láta syngja afmælissönginn fyrir sig en í dag átti hann skyndilega til orð yfir þetta gól í okkur.

Hann svaf hjá Fríðu Brussubínu og co á laugardagskvöldið þar sem við Bretinn voru í brúðkaupi langt fram eftir nóttu. Og talandi um það brúðkaup... fallegasta og skemmtilegasta kirkjubrúðkaup sem ég hef verið viðstödd. En jafnframt það erfiðasta. Við sátum þrjár í röð með tissjú í henglum og á vissum tímapunkti bað ég til guðs að þetta tæki enda því mér var orðið svo illt í hálsinum af því að halda aftur af grátinum.

En sem sagt, Sá Einhverfi vaknaði upp hjá stuðningsfjölskyldunni sem hóf daginn snemma á uppáhaldi drengsins, þ.e. skúffuköku sem hinn bakstursglaði Valur stuðningsbróðir bakaði. Og að sjálfsögðu var sunginn afmælissöngurinn. Eða gerð tilraun til þess. En í stað þess að bara fela andlitið í höndum sér eins og hann hefur gert síðustu ár þá æpti hann upp: Nei nei hættið þessu væli það er komið nóg.

Eins og gefur að skilja varð þetta aðalbrandarinn í dag og gerð tilraun til afmælissöngs hvað eftir annað. En Sá Einhverfi hafði ekki minna gaman að þessu en við hin, og hló eins og brjálæðingur. En afmælissöngurinn var aldrei sunginn til enda nema í kvöld þegar afmæliskakan með kertunum var borinn fram. Með alla gestina í kringum sig var Sá Einhverfi kurteis og lét sér nægja að fela andlitið í höndum sér á meðan hann hlustaði á ''vælið''.

---

Ég hef á tilfinningunni að það sé algengur misskilningur að ég sé að fara að gefa út skáldsögu. Sú er nú ekki raunin (hún kemur á næsta ári hehe). Bókin sem kemur út í næsta mánuði að öllum líkindum, er byggð á blogginu. Bæði áður birt og óbirt efni verður í bókinni.

En ég held ég geti fullyrt að jafnvel þeir sem hafa lesið bloggið mitt frá upphafi muni hafa gaman af (þ.e. ef þið hafið gaman af blogginu á annað borð).

Ég þakka ykkur fyrir allar kveðjurnar, hlýhuginn og stuðninginn varðandi þessa frumraun mína í bókaútgáfu.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elín Sigríður Grétarsdóttir

til lukku með hann

Elín Sigríður Grétarsdóttir, 7.9.2008 kl. 23:55

2 Smámynd: Ómar Ingi

Til hamingju með hetjuna þína hann IAN.

Ómar Ingi, 8.9.2008 kl. 00:04

3 identicon

Til hamingju með stráksa

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 8.9.2008 kl. 00:06

4 Smámynd: Sporðdrekinn

 "Nei nei hættið þessu væli það er komið nóg." Bara æði!

Sporðdrekinn, 8.9.2008 kl. 00:07

5 Smámynd: Anna Margrét Bragadóttir

Takk fyrir dagin og veitingarnar sem voru hverri annari betri,

Ian var svo flottur og ótrúlega fyndin þegar hann var að biðja fólk að hætta þessu væli,

þegar það var að reyna að syngja fyrir hann afmælissöngin.

Elsk you ;)

Anna Margrét Bragadóttir, 8.9.2008 kl. 00:17

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hringdu í mig um hádegið honní, þarf að segja þér svolíitið og svo er það kók zíró.

Jenný Anna Baldursdóttir, 8.9.2008 kl. 01:55

7 Smámynd: Anna Gísladóttir

Til hamingju með guttann

Ætli þetta sé algengt hjá einhverfum að þola ekki afmælissönginn / vælið því heima hjá mér hefur það endað með hurðarskell og látum ef þetta ákveðna lag er sungið ........

Anna Gísladóttir, 8.9.2008 kl. 02:17

8 Smámynd: Helga skjol

Til hamingju með þennan frábæra strák

Helga skjol, 8.9.2008 kl. 05:48

9 Smámynd: Tína

Mér finnst hann Ian þinn alveg frábær drengur og óska ég þér innilega til hamingju með hann. Hvað varðar bókina þína, þá panta ég eintak af öllum þeim bókum sem þú kannt að gefa út. Miðað við hvernig þú skrifar á blogginu þá getur ekki annað verið en ritsnilld á ferðinni. Og þar sem ég kom frekar seint á bloggið hjá þér, þá er enn margt sem ég á eftir að lesa.

Gangi þér bara þrusuvel með þetta allt saman.

Tína, 8.9.2008 kl. 06:49

10 identicon

Til hamingju með strákinn þinn!

(og ég veit hvaða bók bloggheimur kaupir í massavís í næsta mánuði )

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 8.9.2008 kl. 08:08

11 Smámynd: Halla Rut

Til hamingju með afmælið Ian

Til hamingju með bókina Jóna.

Halla Rut , 8.9.2008 kl. 08:11

12 Smámynd: Bergdís Rósantsdóttir

Til hamingju með drenginn

Bergdís Rósantsdóttir, 8.9.2008 kl. 08:48

13 Smámynd: Hulla Dan

Til hamingju með Ian í gær.
Og vá hvað ég hlakka til að lesa bókina þína.

Knús á þig inn í daginn.

Hulla Dan, 8.9.2008 kl. 09:31

14 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Til hamingju með afmæli drengsins.

Ég veit um eina fiðraða furðukerlingu af suðurströndinni sem bregður undir sig betri fætinum og skellir sér á eintak um leið og það kemur út!

Gangi ykkur allt í haginn.

Rúna Guðfinnsdóttir, 8.9.2008 kl. 09:32

15 Smámynd: Ragnheiður

Hurru nú mig, ég vil áritaða bók hehe....

Sá einhverfi er flottastur, ég skil hann vel. Maður fær þvílíkan kjánahroll af þessum skr....... afmælissöng hehe

Ragnheiður , 8.9.2008 kl. 09:49

16 identicon

Takk fyrir allt í gær, snilldar veitingar og skemmtilegt fólk. Hafið það gott í dag.

Fríða Brussubína (IP-tala skráð) 8.9.2008 kl. 10:01

17 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Til hamingju með strákinn þinn! ..

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 8.9.2008 kl. 10:04

18 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Innilega til hamingju með strákinn og bara allt. Hann er alveg dásamlegur þessi drengur. Hlakka mikið til að lesa bókina þína!!!

Guðríður Haraldsdóttir, 8.9.2008 kl. 10:35

19 Smámynd: María Guðmundsdóttir

til hamingju med snillinginn,hann er ædi

María Guðmundsdóttir, 8.9.2008 kl. 10:42

20 Smámynd: Dísa Dóra

Til hamingju með tuginn hjá Ian snillingi

Ég panta hér með eitt áritað eintak af bókinni góðu

Dísa Dóra, 8.9.2008 kl. 10:47

21 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Til hamingju með drenginn þinn Jóna mín og líka með bókina.

Kristín Katla Árnadóttir, 8.9.2008 kl. 10:50

22 Smámynd: Gulli litli

til hamingju með drenginn....

Gulli litli, 8.9.2008 kl. 11:55

23 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Til lukku með drenginn. Hlakka til að lesa bókina, svo mikið er víst.

Helga Magnúsdóttir, 8.9.2008 kl. 14:38

24 Smámynd: Elísabet  Sigurðardóttir

Til hamingju með snillinginn þinn  og mig hlakkar svo til að lesa bókina þína áritaða auðvitað .

Elísabet Sigurðardóttir, 8.9.2008 kl. 15:37

25 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Til hamingju með drenginn þinn elsku Jóna mín

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 8.9.2008 kl. 16:02

26 Smámynd: Linda Lea Bogadóttir

Innilega til hamingju með daginn í gær

Linda Lea Bogadóttir, 8.9.2008 kl. 18:00

27 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Innilega til hamingju með strákinn þinn.

Hlakka til að lesa bókina

Marta B Helgadóttir, 8.9.2008 kl. 19:01

28 Smámynd: Sólveig Kristín Gunnarsdóttir

Til hamingju med allt

Sólveig Kristín Gunnarsdóttir, 8.9.2008 kl. 19:31

29 Smámynd: Elísabet Sóley Stefánsdóttir

Innilega til hamingju með stráksa, hann er flottastur..... Getur maður ekki panntað hjá þér "fyrirfram" svo maður fái nú alveg örugglega eintak híhí

kv Elísabet

Elísabet Sóley Stefánsdóttir, 8.9.2008 kl. 20:02

30 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Knús á lús!

Edda Agnarsdóttir, 8.9.2008 kl. 20:39

31 identicon

Hæ, hæ!  Til hamingju með soninn!  Hann kann aldeilis að koma fyrir sig orði, ha, ha, ha. 

Ég bíð spennt eftir upplýsingum hérna á síðunni um það hvar maður getur nálgast bókina þína.  Ég bý nefnilega í Svíþjóð en kem í örstutta heimsókn í byjun nóv. og ætla mér sko að nálgast hana þá. 

Takk fyrir góð skrif. 

Kveðjur,

Disa

Disa Matthiasdottir (IP-tala skráð) 8.9.2008 kl. 20:59

32 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Til lukku með drenginn og væntanlega bók.

Svava frá Strandbergi , 8.9.2008 kl. 21:17

33 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Ég sagði þér það elsku Jóna mín!
Það lesa allir bókina þína, sem kunna vel við þig og þín skrif, því þau og þú eruð æðisleg!
Og ég er viss um að þeim sem líkar ekki við þig eða skrif þín, stelast til að taka bókina að láni á bókasafni.

Heyrðu, svo vil ég líka panta áritað eintak! Verður þú ekki áritandi í Hagkaup rétt fyrir jól?
Svo ætla ég að segja þér merkilegt, ég ætla sko að kaupa bókina fyrir mína eigin peninga, og leyfa mömmu líka samt að lesa með mér...

Róslín A. Valdemarsdóttir, 8.9.2008 kl. 21:40

34 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Til hamingju með strákinn ykkar og innilegar hamingjuóskir með drauminn....þú ert bara algerlega flottust!!!

Hlakka til að lesa.

kveðja 

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 9.9.2008 kl. 14:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóna Á. Gísladóttir
Jóna Á. Gísladóttir

 

 

 Ég er nokkuð dæmigerð íslensk útivinnandi kona. Hef lokið grunnnámi í markþjálfun og gengur betur að hjálpa öðrum við markmiðasetningu en sjálfri mér. Mér lætur líka betur að stjórna öðrum en sjálfri mér. 

 netfangið mitt er jonaagisla@gmail.com

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband