Sunnudagur, 24. ágúst 2008
pirr pirr
Það er engin hemja hvað ég get verið pirruð. Það pirrast enginn meira en ég. En ég veit um eina sem pirrast jafn mikið og ég. Og þú veist hver þú ert.
Pirringurinn hjá mér er líkamlegur. Ég finn hvernig allar taugar krullast upp í permó-ástand eins og þær hafi fengið andlegt raflost.
Klukkan 22:47 í kvöld að staðartíma kom Gelgjan til mín með nýju gallabuxurnar og sagði: mamma ertu til í að festa uppábrotin?
Og ég tuðaði og röflaði og tautaði og skammaðist yfir þessari alslæmu tímasetningu, þar sem öll helgin var að baki.
- Afhverju hún hefði ekki beðið mig um þetta fyrr í dag (t.d. þegar ég þurfti nauðsynlega að leggja mig í 4 klst svo meðvirk var ég þreytu landsliðsins),
- eða í gær (þegar ég var bissí við að fara út með Vidda Vitleysing, versla vegna tilvonandi kvöldmatargesta, elda matinn og svo taka á móti gestum)
- eða á föstudaginn (þegar ég sveif á rauðbleiku skýi eftir sigur strákanna gegn Spánverjum og var ekki til viðtals í sigurvímunni)
Og eftir allt tuðið ákvað ég að hún skyldi sko fá að eyða jafnmiklum tíma í þetta og ég, svo ég lét hana standa upp á stól og vera í buxunum á meðan ég tyllti uppábrotunum með örfáum saumsporum.
En ég var pirruð. Pirruð yfir tímanum sem fór í þetta. Pirruð yfir nýtilkominni ellifjarsýninni sem gerði mér erfitt fyrir að þræða nálina. Og í hvert skipti sem ég stakk sjálfa mig í fingurna fann ég hvernig taugarnar á mér pirruðust alveg út í afró-krullur.
Og þar sem ég kraup við fætur dóttur minnar sem furðanlega ónæm fyrir skapvonskunni í mér, fann ég klapp á kollinn og hughreystandi rödd sagði: mamma þú ert flink að sauma.
Já finnst þér það sagði ég og stakk sjálfa mig í vísifingur.
Og þar sem Bretinn er bissí við að horfa á golf, þá létti ég á hjarta mínu við ykkur.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Lífstíll, Vinir og fjölskylda | Breytt 25.8.2008 kl. 09:45 | Facebook
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 1640367
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2019
2018
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- solskinsdrengurinn
- skrifa
- jenfo
- gelgjan
- annambragadottir
- marzibil
- brynja
- hk
- gurrihar
- lehamzdr
- katlaa
- eddaagn
- jahernamig
- hronnsig
- martasmarta
- katrinsnaeholm
- palmig
- ipanama
- hallarut
- tommi
- ktomm
- poppoli
- svavaralfred
- kollajo
- bergruniris
- bene
- bennason
- jensgud
- solrunedda
- heidathord
- ringarinn
- tofraljos
- kjaftaskur
- ormurormur
- zeriaph
- unns
- ellasprella
- hjolagarpur
- salka
- nonniblogg
- markusth
- rebby
- birna-dis
- garun
- landsveit
- olofannajohanns
- brylli
- evaice
- ingolfurasgeirjohannesson
- rustikus
- singer
- jaxlinn
- krossgata
- mummigud
- blekpenni
- gerda
- baddahall
- holi
- grafarholt
- gudnylinda
- thegirl
- gretarorvars
- thordis
- herdis
- mammzan
- sigthora
- bet
- saedis
- emmgje
- sigurjonsigurdsson
- janus
- astromix
- overmaster
- thorasig
- gudni-is
- sunnadora
- kjarrip
- 810
- gislihjalmar
- beggagudmunds
- sirrycoach
- betareynis
- ilovemydog
- rannveigmst
- stormadis
- perlan
- bergdisr
- skondrumamma
- snar
- stormur
- ljonid
- raggipalli
- hjordiz
- almaogfreyja
- katja
- lady
- sigrunfridriks
- zunzilla
- olinathorv
- bidda
- smjattpatti
- jogamagg
- disadora
- harpao
- fuf
- alexm
- larahanna
- juliaemm
- saemi7
- gudrunmagnea
- svala-svala
- kari-hardarson
- hlf
- hlinnet
- annagisla
- einari
- lena75
- hector
- saethorhelgi
- ernafr
- birnarebekka
- heidistrand
- kerla
- hannamar
- jara
- supermamma
- monsdesigns
- malacai
- solveigth
- siggathora
- senorita
- snjaldurmus
- photo
- stingi
- pollyanna
- steingerdur
- icekeiko
- majaogco
- skordalsbrynja
- danjensen
- lilly
- heidabj
- omarpet
- helgamagg
- nori
- jamesblond
- gretaulfs
- rattati
- hogni
- ragjo
- kolgrima
- skjolid
- hugrunj
- egill75
- amman
- liljabolla
- asgerdurjoh
- okurland
- rannthor
- svalaj
- siggith
- vefritid
- zsapper
- laz
- graceperla
- rannug
- agbjarn
- alliragg
- fjarki
- birtabeib
- roslin
- lindape
- rosa
- tinnaeik
- muszka
- krummasnill
- lindalea
- fjola
- solan
- scorpio
- evabenz
- isleifure
- karitryggva
- ellasiggag
- beggita
- ollabloggar
- madddy
- songfuglinn
- emm
- lindagisla
- turettatuborg
- einarsigvalda
- huldadag
- siggasin
- credo
- loathor
- carma
- komaso
- fifudalur
- rosabla
- lillagud
- eythora
- griman
- eyrunelva
- svanurg
- strumpurinn
- godihundur
- hallidori
- annriki
- sibbulina
- helgurad
- huldumenn
- julianamagg
- berglindnanna
- huldam
- joik7
- venus
- osland
- liso
- amaba
- asako
- hryssan
- mammann
- leyla
- gunnarggg
- sigrunzanz
- fanneyunnur
- himmalingur
- helgabst
- bostoninga
- christinemarie
- jea
- elisabeta
- perlaoghvolparnir
- meyjan
- wonderwoman
- coke
- ragnhildurthora
- gullilitli
- tommi16
- ea
- mariaannakristjansdottir
- einarorneinars
- lindalinnet
- joninaros
- reynzi
- rosagreta
- lauola
- reynir
- elinora
- ma
- olapals
- bestalitla
- kolgrimur
- handtoskuserian
- vonin
- kaffi
- einarhardarson
- gleymmerei
- brandarar
- alf
- hreinsamviska
- litlakonan
- lucas
- reisubokkristinar
- jgfreemaninternational
- olofdebont
- thjodarblomid
- vilma
- ollana
- gudrununa
- holar
- gotusmidjan
- huldastefania
- mubblurnar
- bjarnihardar
- vild
- skrudur
- jyderupdrottningin
- sifjan
- letilufsa
- hrundt
- robbitomm
- brudurin
- anitabjork
- blindur
- astabjork
- bailey
- gattin
- draumur
- einhugur
- trygg
- eskil
- evags
- gudrunkatrin
- gudrunss
- nf26b
- topplistinn
- helgaas
- helgatho
- hildurhelgas
- drum
- innipuki
- ingal
- kikka
- astroblog
- oliskula
- joklamus
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- kariaudar
- vga
- thorolfursfinnsson
- motta
Tenglar
Mínir tenglar
Af mbl.is
Viðskipti
- Icelandair færir eldsneytið til Vitol
- Arkitektar ósáttir við orðalag forstjóra FSRE
- Ný ríkisstjórn þurfi að hafa hraðar hendur
- Indó lækkar vexti
- Hlutverk Kviku að sýna frumkvæði á bankamarkaði
- Þjóðverjar taka við rekstri Fríhafnarinnar
- Trump lyftir Bitcoin-verði í hæstu hæðir
- Ekki svigrúm til frekari launahækkana
- Sækja fjármagn og skala upp
- Óttast að fólk fari aftur að eyða peningum
Athugasemdir
Jenný Anna Baldursdóttir, 24.8.2008 kl. 23:59
Jóna Á. Gísladóttir, 25.8.2008 kl. 00:01
Aha svo þú heldur að við hinar getum skilið þig, sameinast, pirrast líka, hjálpað, orðið meðvirkar, fundið til í puttunum, eða bara hlustað?
Biddu fyrir þér, þá erum við komnar í sömu aðstöðu og þú gagnvart gelgjunni.
Nei annars Jóna mín, ef þetta er ekki reynsluheimur kvenna þá vei ég ekki hvað? Knús.
Edda Agnarsdóttir, 25.8.2008 kl. 00:02
Edda. Er það? Erum við allar svona pirraðar?
Jóna Á. Gísladóttir, 25.8.2008 kl. 00:05
verðum allar pirridípú af og til og njótum þess bara (svona til að hlægja að síðar)
Rebbý, 25.8.2008 kl. 00:30
Ef þig vantar útrás og líður eins og í sportbíl í botni en með handbrensuna á, er þá ekki ráð að athuga hvernig er hægt að losa um handbrensuna? Brunar bíllinn þá á vegg af því að maður veit ekki hvert á að stýra honum? Væri það þá vegfarendum og íbúum hverfisins að kenna?
Ívar Pálsson, 25.8.2008 kl. 00:33
Gott að vita að þú ert mannleg eins og ég og allir hinir.
Elísabet Sigurðardóttir, 25.8.2008 kl. 01:27
Ég hef aldrei lent í svona pirringi bara öðruvísi.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 25.8.2008 kl. 01:36
Híhí já það er nú bara þannig að við getum verið pirraðar og höfum alveg fullkomlega rétt til þess "yfirleitt"
Eigðu góðan pirrlausan dag á morgun skvís
Elísabet Sóley Stefánsdóttir, 25.8.2008 kl. 02:19
Þekki þennan pirring alltof vel
Er meira segja búin að taka eitt svona pirringskast í morgun
Eigðu góðan og pirringslausan dag elskan
Anna Margrét Bragadóttir, 25.8.2008 kl. 08:11
Þú hefur mína samúð algjörlega..
Gulli litli, 25.8.2008 kl. 08:40
Stundum er lífið svona...algerlega óþolandi, allt verður manni að erfiði og pirringi. Ert þú nokkuð ein um svona líðan? Ég held ekki.
Rúna Guðfinnsdóttir, 25.8.2008 kl. 08:50
Þekki þetta ,en klappið á kollinn lagar allt
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 25.8.2008 kl. 09:11
Þekki tilfinninguna vel. Gangi þér vel að hemja krullurnar.
Þú átt frábæra dóttur
Ása Hildur Guðjónsdóttir, 25.8.2008 kl. 09:15
þú ert flink að sauma
Dásamlegt!
Ég pirrast allsekki á saumaskap
ég sauma bara ALLSEKKI!
KNÚS
Guðrún Jóhannesdóttir, 25.8.2008 kl. 09:31
velkomin í pirrhópinn
Gunna-Polly, 25.8.2008 kl. 09:55
Ég fékk svona "pirringsköst" ca. 1 x í mánuði. Þeim hefur fækkað með aldrinum.
Sigrún Jónsdóttir, 25.8.2008 kl. 11:27
Það ættu að vera til samtök lýkt og AA þar sem fólk kemur saman og tjáir sinn pirring. Losa draslið út
Hæ ég heiti..... og ég er pirruð
En jákvætt að heyra frá Sigrúnu, að með aldrinu minnkar pirringurinn.
M, 25.8.2008 kl. 12:13
Mæli með ,,vefrænni tilfinningalosun" .. (I am not joking)
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 25.8.2008 kl. 14:31
Mér finnst nú ömurlegt að segja það en ég þekki þetta allt of vel. Stundum þegar að lífið er með pínulítið of mikið áreiti þá verða hin minnstu verk bara pirrandi. Ég tala ekki um þegar að börnin okkar sem eru svo ljúf og falleg sofandi þurfa að láta gera eitthvað fyrir sig á röngum tíma.
Ég hef fengið við svipaðar stundir:
"mamma þú ert svo góð"
"Ég elska þig mamma mín"
Guð einn veit hvað ég skammast mín mikið þá yfir að hafa látið minn pirring bitna á Ungunum mínum. En við erum bara mannlegar og þessi bjevítans hormóna flækjur tvisvar á mánuði, (já ég sagði tvisvar á mánuði, ég er ekkert skárri við egglos.) gera hlutina bara ekkert auðveldari.
Sporðdrekinn, 25.8.2008 kl. 14:32
- Ég er soldið að pirrast líka. Ég var að kvikmynda um helgina frá sex að morgni til hálfátta að kveldi, báða dagana. Vikuna á undan var ég að vinna og kvikmynda frá morgni til kvölds. Litlu verkin hafa safnast upp. Ég var að vinna í dag frá sjö til tvö. Ég hugsaði mér gott til glóðarinnar. Ég myndi nota eftirmiðdagginn í að henda myndinni á teip svo ég gæti sent hana til Íslands á kvikmyndahátíðina. Ég ætlaði að kópera Uriah Heep diskana og senda hljómsveitinni. Ég ætlaði að fara með videovélina í viðgerð því hún talar ekki við tölvuna og hún þarf að vera komin í lag fyrir helgi. Svo ætlaði ég að slútta þessu með því að búa til reikning fyrir helgarvinnunni og senda.
- Hvað gerðist? Ég er rétt nýkominn inn úr dyrum þegar síminn hringir. Ég bara varð að kaupa helv. málninguna sem ég er búinn að vera á leiðinni að kaupa í þrjár vikur því það er að koma gott veður (kannski) og tengdó vill fara að mála gluggana sem eru að flagna. Liggur á þessu í dag, spurði ég. Já, þú hefur engan tíma á morgun og þú ert að vinna á miðvikudaginn og þá er komin helgi, því sem næst og pabbi vill mála í vikunni. Ég var að koma heim með slettur í dós, klukkan er orðin fimm og ég nenni ekki að gera neitt meira.
- Ó, eitt að lokum. Okkur vantar litla tröppu. Hún var á tilboði fyrir þúsara eða eitthvað. Ég átti að kaupa hana, en það var ekki auðvelt. Ég spurði hana hvort pabbi hennar, sem kominn er á eftirlaun, gæti ekki keypt hana og við borguðum honum svo. Nei, hann segir að þú hafir nógan tíma sjálfur. Af hverju segir hann það? Af því að hann kom tvisvar að mér í tölvunni um daginn. Í annað skiptið var ég að senda einhverjum reikning, í hitt skiptið að rembast við að fylla út eitthvert torskilið form frá skattinum. Af því ég var ekki "í vinnunni", var ég að gera ekkert. Nú er tröppudruslan uppseld og kemur ekki aftur.
- Ég er búinn. Vildi bara deila pirrinu.
Villi Asgeirsson, 25.8.2008 kl. 15:08
Ómar Ingi, 25.8.2008 kl. 16:26
Það er nú ekkert með pirringinn, en veistu hvað það þýðir ef maður stingur sig í puttana við að laga flik??? það þýðir að margir eiga eftir að verða skotnir í viðkomandi þegar hún/hann er buxunum. Þú skalt hafa auga með gelgjunni þinni
Ásdís Sigurðardóttir, 25.8.2008 kl. 16:59
Rafræna andlega ruzlafatan virkar fínt !
Steingrímur Helgason, 25.8.2008 kl. 17:07
úbs...eitthvad kannast madur vid thetta... en sem betur fer eru fleiri svona..
María Guðmundsdóttir, 25.8.2008 kl. 18:00
Heyrðu??? Ég var áðan að stytta nýju gallabuxurnar hans Snorra...það gekk illa þar sem faldurinn var þykkur.. nálin stoppaði alltaf og náði ekki í gegnum helvxxxx faldinn.... Ég var öskupirruð og fúl og enginn sagði að ég væri dugleg að sauma.
Aftur á móti hafði ég steiktan silung í sítrónu í kvöldmat og fékk ég hrós fyrir það... þannig að ég er nokkuð sátt! (Reyni að hafa kvöldmatinn um kl. 18:00...þá er svo mikið eftir af kvöldinu )
Rúna Guðfinnsdóttir, 25.8.2008 kl. 18:34
tvennt sem er verra en að vera pirruð ... þegar einhver spyr "ertu eitthvað pirruð?" eða segir "láttu þetta bara ekki fara svona í taugarnar á þér" LÁTT ÞÚ EKKI FARA Í TAUGARNAR Á ÞÉR ÞEGAR ÉG SKÝT ÞIG MEÐ HAGLABYSSU JÁKVÆÐI FÁVITI !!!!!
Elín Sigríður Grétarsdóttir, 25.8.2008 kl. 19:03
Rebbý. Einmitt! það sem ég spyr mig sífellt að; afhverju get ég ekki hlegið að hlutunum á meðan þeir gerast í stað þess að sjá alltaf fyndnu hliðarnar eftirá?
Ívar. You lost me at handbremsa
Elísabet Sig. O sei sei já
Jóna. En pirringi þó...
Elísabet Sóley og sys. hef ekki aaaalveg sloppið í dag, en að mestu þó.
Gulli. Æi þakka þér fyrir
Birna Dís. Það gerði það vissulega
Ása Hildur. Þakka þér fyrir. Ég veit.. hún er gullmoli
Guðrún Jó. Það geri ég nú yfirleitt ekki heldur. Ekki nema krosssaum.
Gunna-Polly. Ó elskan mín ég hef tilheyrt honum í bráðum 40 ár
Sigrún. Því miður get ég sennilega ekki átt von á þessum úrbótum þar sem þetta gerist mun oftar en á tuttuguogeitthvað daga fresti
M. Þetta er góð hugmynd í sjálfur sér... en þó ekki. Jesús, pældu í 'ðí hvað maður kæmi neikvæður heim af slíkum fundi hahahaha
Brynja Dögg. Er sem betur fer nokkuð áhyggjulaus
Jóhanna. Hvað er það?
Spordreki. Þú hittir naglann á höfuðið; ljúf og falleg sofandi
Villi. hahahaha takk fyrir að deila þessu með okkur
Ommi minn. knús á þig líka
Ásdís. Þetta hafði ég ekki hugmynd um. En þarf ekki sá sem lagar flíkina að vera sá sem á hana til að þetta virki? Annars verð ég að loka Gelgjuna inni
Steingrímur. Bara nokkuð vel
María. Það er alltaf gott að heyra að maður sé ekki einn
Rúna. Skömmin hann Snorri
Ella Sigga. ARGH takk fyrir þetta. Ég sprakk úr hlátri
Jóna Á. Gísladóttir, 25.8.2008 kl. 19:47
H-vítamínið getur gert kraftaverk :)
Hólmgeir Karlsson, 25.8.2008 kl. 19:48
Nei, Jóna mín, það er nefnilega ekki þannig. Það er sá sem á flíkina sem hlýtur ástina, allavega augngotur, mamma sagði þetta alltaf þegar hún var að sauma á okkur systur, eða laga föt. Ég ég hef haldið þess við.
Ásdís Sigurðardóttir, 25.8.2008 kl. 20:24
Hólmgeir. Er það til?
Ásdís. það er bara svona.... ég er búin að panta rimla fyrir gluggana hjá stelpuskottinu.
Jóna Á. Gísladóttir, 25.8.2008 kl. 21:21
Wow ég á eina 11 ára gelgju - og ég held að þetta sé eitthvað sérstakt mömmupróf sem maður gengur í gegnum með þessar litlu/stóru persónur (bara á meðan ég skrifa þennan póst er búið að gala á mig 3x). Og stundum er ég alveg við falla á prófinu - finnst mér.
Lísa Björk Ingólfsdóttir, 25.8.2008 kl. 21:51
Lísa. nei nei... við fáum lélegar einkunnir inn á milli en oftast slefum við alveg í tíuna
Jóna Á. Gísladóttir, 25.8.2008 kl. 21:54
Vá fékk þessa tilfinningu yfir mig þegar ég las bloggið þitt. Man þegar stelpurnar mínar komu korter fyrir jól eða árshátíð með frábærar hugmyndir að samkvæmiskjólum. Ekki hægt að finna nokkuð snið að þessum snilldar kjólum þeirra og vaðið á milli búða til að finna efni. Ég er loksins búin að læra að segja nei við svona á síðustu stundu verkefnum (væri örugglega annars komin á lokaða deild)
Helga (IP-tala skráð) 25.8.2008 kl. 23:19
Ég var líka eitthvað þreyttur eftir sýningarbröltið og boltann um helgina og var eitthvað að pirrast út í táninginn á mínu heimili en þessi elska tók ekkert mark á mér, strauk mér um vangann og sagði: Svona gamli, róa sig, róa sig........ Ég laumaðist inn á baðherbergi og hvíslaði að sjálfum mér hvað ég væri heppinn að eiga svona yndislega dóttur sem hjálpaði pabba sínum eins og herforingi í 12 tíma á Menningarnótt. Örþreytt, nýkomin frá Írlandi eftir tveggja mánaða flakk. Barnalán. Það segi ég.
Bergur Thorberg, 25.8.2008 kl. 23:22
Ekki orð frá mér, en þetta er einmitt ástæðan fyrir því að ég er með strýpur.
Högni Jóhann Sigurjónsson, 25.8.2008 kl. 23:25
Helga. hehe einmitt þar sem ég held stundum að ég ætti að vera.
Bergur. Yndislegt! Barnalán er það besta, ekki satt.
Högni.
Jóna Á. Gísladóttir, 25.8.2008 kl. 23:42
Man þá tíð er ég mætti til mömmu minnar með álíka fyrirspurn. Síðar varð ég mamma sem fékk margar slíkar. Pirrrrr í pottinn en æðruleysið og meðvirknispróf-tal hafa reddað hahha
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 26.8.2008 kl. 00:49
Ég er búin að vera pirruð undanfarið... og greinilega líka frekar niðudregin eftir því sem fermingarbarnið á mínu heimili segir. Hún var svona úber glaðlynd og jákvæð í dag.. dró mig með sér í bónus til að versla svo HÚN gæti farið að BAKA.. ekki baka ég allavega :=) Svo var hún svona ægilega næs við sysir sína sem fékk að baka með henni... og það var ekki bakað ein tegund, nei nei það var bakað muffins, skinkuhorn og bangsabrauð.
Eftir baksturinn settist hún niður hjá mömmu sinni (sem var að pirrast með einhverfa drengnum á heimilinu) og sagði.. finnst þér ekki gaman þegar ég er svona jákvæð og dugleg, þú ættir kannski að prófa það líka :=)
Sif (IP-tala skráð) 26.8.2008 kl. 01:20
Fjóla. já ég get ímyndað mér að við höfum verið litlu skárri
Sif. hahahahaha sálrænt kjaftshögg frá dóttur þinni. En rosalega hefur hún verið afkastamikil í bakstrinum í gær.
Jón Arnar. Verum pirruð saman
Jóna Á. Gísladóttir, 26.8.2008 kl. 09:20
Ég er að hlusta á Mamma Mia og er í gleði og sorgar vímu! Gleymi allavega öllum saumskap á meðan.
Rúna Guðfinnsdóttir, 26.8.2008 kl. 14:27
Velkomin í hópinn, stundum hugsa ég; aumingjans börn að eiga mig að svona pirraða ein og ég get verið...samviskubit dauðans...en ég held að það sé eitthvað í loftinu..ég hef aldrei verið svona pirruð eins og þessa dagana....
alva (IP-tala skráð) 26.8.2008 kl. 14:45
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 26.8.2008 kl. 16:54
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 26.8.2008 kl. 19:17
Kristín Katla Árnadóttir, 26.8.2008 kl. 20:01
Ég er svo pirruð að ég get ekki einu sinni kommentað á þitt pirraða pirringsblogg, pirraða piparkerling (fann ekkert annað orð á þig sem byrjar á p nema p*** og það má ekki segja...svo piparkerling ert þú..haha)
Brynja Hjaltadóttir, 26.8.2008 kl. 20:18
http://www.specialisterne.dk/
les stundum bloggid thitt og hef gaman af, og datt thvi i hug ad senda ther thennan link...kannski kemur hann ther uppur pirringnum
Rut (IP-tala skráð) 27.8.2008 kl. 11:09
Sif: En yndisleg dúlla sem að þú átt!
Sporðdrekinn, 27.8.2008 kl. 17:20
Já ég verð mikið oft svona hrikalega pirruð og skaptæp.. þá finnst mér eins og það sé teygja innan í mér sem er verið að teygja og teygja og er við það að slitna
ef hún slitnar fer ég yfirleitt að skæla..
Guðríður Pétursdóttir, 28.8.2008 kl. 00:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.