Leita í fréttum mbl.is

Silver is the new Gold**

**(verð að taka það fram að ég stal þessari fyrirsögn frá bloggvini, sem aftur sá hana einhvers staðar annars staðar hér á blogginu. Fólk er svo hrifið af þessu að það staðfestist hér með að ég veit ekki hver á þessi fleygu orð. Ef sá hinn sami les þetta, má hann gjarnan láta vita).

Það er nú sennilega að bera í bakkafullan lækinn að setja hér inn pistil um handboltann. En ég verð að gera það.

Eins og allir hinir settist ég fyrir framan sjónvarpið eldsnemma í morgun eftir að hafa í flýti kveikt á sjónvarpinu inni í herbergi Þess Einhverfa.

Hann byrjar allar morgna um helgar á því að rölta niður í stofu og hertaka imbakassann þar og ég átti alveg eins von á því að úr þessu yrði eitt allsherjar vandamál. Eitthvað sem ég myndi ekki hafa nokkra þolinmæði í að leysa við þessar aðstæður.

En gaurinn kom mér á óvart með því að hanga í herberginu sínu allt til loka leiks svo ég þurfti ekki að hafa meiri áhyggjur af því.

Á fyrstu mínútum leiksins hefði ég þurft á gangráði að halda. Ég var með óþægilegan hraðan hjartslátt og fann fyrir löngun til að breiða teppi yfir hausinn á mér.

Ég get ekki horft á þetta, hugsaði ég enda enginn til að tala við. Bretinn hengslaðist ekki niður fyrr en í hálfleik enda ekki íslenskur ríkisborgari. En það er Dorrit ekki heldur (eða hvað?)

En fyrst að strákarnir gátu spilað, þá hlaut ég að geta horft. Þegar ljóst var í hvað stefndi fékk á kvíðakast yfir viðbrögðum íslensku þjóðarinnar. Sá fyrir mér að vanþakklæti eitt myndi ráða ríkjum og liðið hefði betur hreppt bronsið og endað á sigurleik en taka silfrið og enda á tapleik.

Fannst helvíti gott það sem Siggi Sveins sagði í spjallinu í Smáralindinni að eftir tapleiki væri liðið alltaf með 300.000 þjálfara.

Sannari orð hafa vart verið mælt held ég. En ég er nú líka óvenju viðkvæm fyrir gagnrýni á strákana MÍNA og það lá við að Bretinn og ég lentum í hár saman. Einfaldega vegna þess að ég vildi ekki ræða hvað hefði verið að í leiknum. Sagði að mér finndist fáránlegt að tala um að eitthvað væri að liðinu þegar það stæði á verðlaunapalli á Ólympíuleikum. En ég róaðist og leyfði mér að pæla aðeins í þessum eina leik. Leyfði meira að segja Bretanum að tala.

En ég skil ekki hvernig ættingjar og ástvinir þessara drengja halda sönsum heima í stofu eða í áhorfendastúku. Þegar þeir tóku við medalíunum sínum streymdu tárin í stríðum straumum hjá mér og hjartað ætlaði út úr brjóstinu á mér svo mikið var stoltið.

Ég veit ég er að kafna úr væmni núna en sannleikurinn er sá að ég fann hreinlega fyrir áður óþekktu þjóðarstolti og föðurlandsást hjá sjálfri mér í  morgun.

Þessi pistill var í boði hópsálarinnar Jónu Á. Gísladóttur

 


mbl.is Ísland í 2. sæti á ÓL
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunna-Polly

Silver is the new Gold las ég á Bloggi áðan og stel þeim orðum , ég gæti ekki verið stoltari íslendingur en í dag þeir eru bara frábærir

Gunna-Polly, 24.8.2008 kl. 13:21

2 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

hahaha frábært. ég ætla líka að stela þessu í fyrirsögn

Jóna Á. Gísladóttir, 24.8.2008 kl. 13:23

3 Smámynd: Sporðdrekinn

Þeir eru bestir!

Sporðdrekinn, 24.8.2008 kl. 13:25

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Staðreyndin er sú að silfur á heimsmarkaði er að hækka og gull að hrynja.  Þetta vita allir sem vit hafa á eðalmálmum.

Eitthvað frekar um það að segja?

Einhver?

Jenný Anna Baldursdóttir, 24.8.2008 kl. 13:28

5 Smámynd: Einar Indriðason

Þú ert sko ekkert ein um að vera að springa úr stolti.  Ég held að nánast all flestir íslendingar séu núna svolítið meyrir eftir þetta.  Silfrið er stórfínt, bara frábært!  Vel af sér vikið (já, gullið hefði verið skemmtilegra).  Þetta er frábær árangur!  Alveg þess virði að það verði haldin smá auka þjóðhátíð.

Besta mál!

Frábært mál!  Bara... frábært!  Það vatnar undir ansi margan íslendinginn þessa dagana.

Einar Indriðason, 24.8.2008 kl. 14:24

6 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Yndislegur pistill Jóna, það gerir ekkert að vera væmin, við erum með frábæran væmnisjafnara á næsta leiti!

Edda Agnarsdóttir, 24.8.2008 kl. 14:24

7 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Góð, bara gaman af þessu

Ásdís Sigurðardóttir, 24.8.2008 kl. 14:54

8 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hrönn Sigurðardóttir, 24.8.2008 kl. 14:56

9 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Til hamingju með daginn

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 24.8.2008 kl. 15:16

10 Smámynd: María Guðmundsdóttir

 voru fleiri kløkkir vid verdlaunaafhendinguna  og bara ad rifna úr thjódarstolti sitjandi hér i Mørkinni  

María Guðmundsdóttir, 24.8.2008 kl. 15:33

11 Smámynd: Harpa Oddbjörnsdóttir

Silver is the new gold! Einfaldlega frábær setning og gæti ekki verið sannari!!

Harpa Oddbjörnsdóttir, 24.8.2008 kl. 16:35

12 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Ía Jóhannsdóttir, 24.8.2008 kl. 16:37

13 Smámynd: Sesselja  Fjóla Þorsteinsdóttir

Það er nú bara að mínu mati fínt að vera væmin annað veifið.

Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 24.8.2008 kl. 18:43

14 Smámynd: Anna Þóra Jónsdóttir

Ég hef amk. sjaldan verið eins lítið "svekkt" yfir tapi ....enda fannst mér við vera búin að vinna áður en leikurinn hófst og sigur hefði bara verið eins og æsing on ðe keik - sem var þó búið að smyrja með súkkulaðihjúp fyrir.

Sat sjálf með tárin í augunum og horfði á silfurdrengina okkar á pallinum bítandi í medalíur, brosandi og bjútifúl og þjóðarstoltið brimaði í æðum mér á meðan. Það er sko ekkert bull - að silfur sé hið nýja gull!

Anna Þóra Jónsdóttir, 24.8.2008 kl. 18:54

15 Smámynd: Ómar Ingi

Snilldin ein fálkaorður á þá alla saman strax

Stórasta land í heimi  

Ómar Ingi, 24.8.2008 kl. 19:18

16 Smámynd: Sólveig Kristín Gunnarsdóttir

Thad hljómar eins og thad eigi ad flytja 17.júní til 24. ágúst.   Ég var allavega voda stolt og væmin og allt thad.

Sólveig Kristín Gunnarsdóttir, 24.8.2008 kl. 19:22

17 Smámynd: Halla Rut

Sigur og afrek sem þessi, gefa okkur svo góða tilfinningu. Þjóðarstolt á slíkum tímum er góð og viðkvæm tilfinning. Það er svo upprífandi og hvetjandi, að finna þessa eintöku samheldni, sem myndast milli okkar allra.

Annars finnst mér fyrirsögnin það besta sem ég hef lesið um þetta allt saman í dag.

Halla Rut , 24.8.2008 kl. 19:23

18 Smámynd: Anna Margrét Bragadóttir

Ótrúlegur árangur,þeir voru bara flottastir ;)

Anna Margrét Bragadóttir, 24.8.2008 kl. 20:28

19 Smámynd: Heiða  Þórðar

Frábær setning. Silfur umfram gull ekki spurning í mínum huga

Heiða Þórðar, 24.8.2008 kl. 21:00

20 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

Strákarnir okkar voru lang flottastir. Frakkarnir voru bara óþægilega góðir líka. Bloggknús og innlitskvitt :)

Hólmgeir Karlsson, 24.8.2008 kl. 21:40

21 identicon

Hér í Færeyjum reif fólk sig upp eldsnemma til að horfa á leikinn. Eg held að það hefði ekki skipt neinu máli þó að þeir hefðu fengi gullið, við gætum ekki verið meira stolt af þeim en við erum "Færeyjingar".

Góður pistill.  

Guðrún B. (IP-tala skráð) 24.8.2008 kl. 21:52

22 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Veistu...ég fattaði ekki hvað Sissi Sveins átti við þegar hann fór að tala um 300 000 þjálfara! Ég kveiki núna

Ég grét líka...og enn meira þegar þjóðsöngur Frakka var spilaður. Hví þá? Ekki spyrja mig!

Rúna Guðfinnsdóttir, 24.8.2008 kl. 22:20

23 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Siggi Sveins átti þetta að vera auðvitað

Rúna Guðfinnsdóttir, 24.8.2008 kl. 22:21

24 Smámynd: Bergljót Hreinsdóttir

úff...ég grenjaði líka.....það er þetta með þjóðarstoltið...maður er svooo mikill íslendingur...þetta var bara tær snilld og þvílíka hamingjan.....þetta voru og verða alltaf strákarnir OKKAR....

TIL HAMINGJU ÍSLAND...STÓRASTA LAND Í HEIMI!!!!

Bergljót Hreinsdóttir, 24.8.2008 kl. 22:33

25 Smámynd: Karl Tómasson

Stolt siglir fleyið mitt. trallallala.

Bestu kveðjur úr Mosó frá Kalla Tomm.

Karl Tómasson, 24.8.2008 kl. 23:10

26 identicon

Þetta væri flott á boli..Silver is the new gold eins og Ísland  er stórasta land í heimi  . Til hamingju með strákana okkar.

Jóna, ég  tísti þegar ég sá að Ian hertekur skjáinn ...kannast við þetta, er með eina einhverfa og ekki oft sem fréttatímar  sjást hér heldur. Ekki alltaf sem samningar nást. En hún var sko til í að hrópa áfram Ísland í morgun

Elva Elvars (IP-tala skráð) 24.8.2008 kl. 23:42

27 Smámynd: Letilufsa

** þessu var stolið og staðfært úr hinum frábæru þáttum stelpunum. Frasin "red is the new orange, baby" festist í hausnum á mér og varð að "silver is the new gold" þegar strákarnir okkar unnu silfrið  VEIVEI

kv Fjóla

Letilufsa, 26.8.2008 kl. 10:36

28 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Takk fyrir þetta Fjóla

Jóna Á. Gísladóttir, 26.8.2008 kl. 11:15

29 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

Já að sjálfsögðu eru allir alveg að farast úr stolti og ánægju, mér finnst ekekrt að því að gera mikið úr þessu. Það er ekki eins og þetta sé daglegur viðburður að okkur gangi svona vel í handboltanum eða bolta íþróttum yfir höfuð

Guðríður Pétursdóttir, 27.8.2008 kl. 23:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóna Á. Gísladóttir
Jóna Á. Gísladóttir

 

 

 Ég er nokkuð dæmigerð íslensk útivinnandi kona. Hef lokið grunnnámi í markþjálfun og gengur betur að hjálpa öðrum við markmiðasetningu en sjálfri mér. Mér lætur líka betur að stjórna öðrum en sjálfri mér. 

 netfangið mitt er jonaagisla@gmail.com

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 11
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 1639953

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband