Þriðjudagur, 20. maí 2008
Töfralausnin fundin?
Ég held ég hafi dottið niður á töfralausn í gær. Á vansæld Þess Einhverfa þegar breytt er út af venjulegri rútínu.
Mér var búið að hálfkvíða fyrir mánudeginum því það er mögnuð vika framundan hjá drengnum og ekki seinna vænna að kynna dagskrána fyrir honum.
Mér datt skyndilega í hug að setja upp vikuplanið í Excel í tölvunni hér heima. Hafa það skriflegt frekar en myndrænt. Skýrt og skorinort.
Þegar ég var sátt við niðurstöðuna, mundu ég skyndilega eftir litunum á dögunum. Í Öskjuhlíðaskóla læra krakkarnir meðan annars að þekkja vikudagana eftir litum. Sá Einhverfi var mjög fljótur að tileinka sér það strax í fyrsta bekk. Hver vikudagur hefur sinn lit. Ég ákvað að merkja hvern dag með sínum lit.
Svona lítur þetta út:
Mánudagur | Þriðjudagur | Miðvikudagur | Fimmtudagur | Föstudagur | Laugardagur | Sunnudagur |
19.maí | 20.maí | 21.maí | 22.maí | 23.maí | 24.maí | 25.maí |
Rúta | Rúta | Rúta | Rúta | Rúta | Mamma kemur | Mamma og Ian |
Skóli | Skóli | skóli | skóli | skóli | í sveitina | fara í bílinn |
Vesturhlíð | Vesturhlíð | Vesturhlíð | Vesturhlíð | Vesturhlíð | og heim | |
rúta | rúta | rúta | rúta | Fríða sækir Ian | mamma lúllar | |
heim | heim | Hólaberg | Hólaberg | í bílinn | með Ian í sveitinni | |
í sveitina | ||||||
Svo kallaði ég á stráksa sem settist í fangið á mér fyrir framan tölvuskjáinn. Ég sagði ekki eitt einasta orð en fylgdist með honum renna augunum yfir handbragðið.
Hann virti skjáinn nokkuð lengi fyrir sér, stóð svo upp og gekk í burtu. Ég varð svolítið hissa en gerði ráð fyrir því að hann hefði ekki skilið það sem hann var að horfa á. Svo ég kallaði á hann aftur og í þetta skiptið las ég yfir hvern dag fyrir sig og fylgdi línunum með fingrinum. Hann horfði þegjandi á en myndaði orðið ''Hólaberg'' með vörunum. Fyrir þá sem ekki vita þá bregst krakkinn venjulega vægast sagt illa við því orði, sem og öllum öðrum tilkynningum um breytta dagskrá.
Að lestri loknum, stóð hann upp, fór upp í herbergið sitt og stuttu síðar heyrði ég hann syngja um fullorðna fólkið sem er svo skrítið og er alltaf að skamma mann.
Ég var enn opinmynnt af undrun þegar Bretinn kom heim.
Ég krosslagði líka fingur þegar drengurinn byrjaði að þylja vikudagskránna orðrétt frá efri hæðinni. Beið eftir kastinu. Sem aldrei kom.
En hann þuldi svo fjandans dagskránna allt að því stanslaust í klukkustund. Og svo byrjaði hann að stríða mér með því að fara rangt með hana og hló eins og vitleysingur þegar ég leiðrétti hann.
Ég vona að ég sé dottin niður á töfralausnina á mesta vandamálinu í umgengni við snúllann minn. Hvort það eru stafir í stað teikninga, skjár í stað pappírs eða litirnir... ég veit það ekki. En puttarnir verða krosslagðir þar til þetta tiltekna vikuplan rennur sitt skeið.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Lífstíll, Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 00:31 | Facebook
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 1640367
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2019
2018
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- solskinsdrengurinn
- skrifa
- jenfo
- gelgjan
- annambragadottir
- marzibil
- brynja
- hk
- gurrihar
- lehamzdr
- katlaa
- eddaagn
- jahernamig
- hronnsig
- martasmarta
- katrinsnaeholm
- palmig
- ipanama
- hallarut
- tommi
- ktomm
- poppoli
- svavaralfred
- kollajo
- bergruniris
- bene
- bennason
- jensgud
- solrunedda
- heidathord
- ringarinn
- tofraljos
- kjaftaskur
- ormurormur
- zeriaph
- unns
- ellasprella
- hjolagarpur
- salka
- nonniblogg
- markusth
- rebby
- birna-dis
- garun
- landsveit
- olofannajohanns
- brylli
- evaice
- ingolfurasgeirjohannesson
- rustikus
- singer
- jaxlinn
- krossgata
- mummigud
- blekpenni
- gerda
- baddahall
- holi
- grafarholt
- gudnylinda
- thegirl
- gretarorvars
- thordis
- herdis
- mammzan
- sigthora
- bet
- saedis
- emmgje
- sigurjonsigurdsson
- janus
- astromix
- overmaster
- thorasig
- gudni-is
- sunnadora
- kjarrip
- 810
- gislihjalmar
- beggagudmunds
- sirrycoach
- betareynis
- ilovemydog
- rannveigmst
- stormadis
- perlan
- bergdisr
- skondrumamma
- snar
- stormur
- ljonid
- raggipalli
- hjordiz
- almaogfreyja
- katja
- lady
- sigrunfridriks
- zunzilla
- olinathorv
- bidda
- smjattpatti
- jogamagg
- disadora
- harpao
- fuf
- alexm
- larahanna
- juliaemm
- saemi7
- gudrunmagnea
- svala-svala
- kari-hardarson
- hlf
- hlinnet
- annagisla
- einari
- lena75
- hector
- saethorhelgi
- ernafr
- birnarebekka
- heidistrand
- kerla
- hannamar
- jara
- supermamma
- monsdesigns
- malacai
- solveigth
- siggathora
- senorita
- snjaldurmus
- photo
- stingi
- pollyanna
- steingerdur
- icekeiko
- majaogco
- skordalsbrynja
- danjensen
- lilly
- heidabj
- omarpet
- helgamagg
- nori
- jamesblond
- gretaulfs
- rattati
- hogni
- ragjo
- kolgrima
- skjolid
- hugrunj
- egill75
- amman
- liljabolla
- asgerdurjoh
- okurland
- rannthor
- svalaj
- siggith
- vefritid
- zsapper
- laz
- graceperla
- rannug
- agbjarn
- alliragg
- fjarki
- birtabeib
- roslin
- lindape
- rosa
- tinnaeik
- muszka
- krummasnill
- lindalea
- fjola
- solan
- scorpio
- evabenz
- isleifure
- karitryggva
- ellasiggag
- beggita
- ollabloggar
- madddy
- songfuglinn
- emm
- lindagisla
- turettatuborg
- einarsigvalda
- huldadag
- siggasin
- credo
- loathor
- carma
- komaso
- fifudalur
- rosabla
- lillagud
- eythora
- griman
- eyrunelva
- svanurg
- strumpurinn
- godihundur
- hallidori
- annriki
- sibbulina
- helgurad
- huldumenn
- julianamagg
- berglindnanna
- huldam
- joik7
- venus
- osland
- liso
- amaba
- asako
- hryssan
- mammann
- leyla
- gunnarggg
- sigrunzanz
- fanneyunnur
- himmalingur
- helgabst
- bostoninga
- christinemarie
- jea
- elisabeta
- perlaoghvolparnir
- meyjan
- wonderwoman
- coke
- ragnhildurthora
- gullilitli
- tommi16
- ea
- mariaannakristjansdottir
- einarorneinars
- lindalinnet
- joninaros
- reynzi
- rosagreta
- lauola
- reynir
- elinora
- ma
- olapals
- bestalitla
- kolgrimur
- handtoskuserian
- vonin
- kaffi
- einarhardarson
- gleymmerei
- brandarar
- alf
- hreinsamviska
- litlakonan
- lucas
- reisubokkristinar
- jgfreemaninternational
- olofdebont
- thjodarblomid
- vilma
- ollana
- gudrununa
- holar
- gotusmidjan
- huldastefania
- mubblurnar
- bjarnihardar
- vild
- skrudur
- jyderupdrottningin
- sifjan
- letilufsa
- hrundt
- robbitomm
- brudurin
- anitabjork
- blindur
- astabjork
- bailey
- gattin
- draumur
- einhugur
- trygg
- eskil
- evags
- gudrunkatrin
- gudrunss
- nf26b
- topplistinn
- helgaas
- helgatho
- hildurhelgas
- drum
- innipuki
- ingal
- kikka
- astroblog
- oliskula
- joklamus
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- kariaudar
- vga
- thorolfursfinnsson
- motta
Athugasemdir
Nei vá ! Alveg magnað. Hann virðist sætta sig við þetta ef hann les það svona í réttum farvegi ?
Sá er skemmtilegur og kemur sífellt á óvart.
Æ LOV IT
Ragnheiður , 20.5.2008 kl. 00:35
Ragga. Kannski fékk hann nóg af lélegum teikningum móðurinnar . Ég er enn að bíða eftir kastinu. This is almoust too good to be true, you know.
Jóna Á. Gísladóttir, 20.5.2008 kl. 00:37
Flott plan - og enn flottara ef það virkar
Andrea, 20.5.2008 kl. 00:46
Þessi einhverfu einstaklingar læra jafnvel oftar en ekki að þekkja orð frekar en myndir eða liti. Það er því miður allt of lítið notað hér á landi að kenna þeim orð, heldur er margir fastir í myndum og orðum, og átta sig ekki á því að það er orðið en ekki myndin sem skiptir máli. Það var mín reynsla og kollega minna þegar ég vann ég með einhverfum börnum.
Loopman, 20.5.2008 kl. 01:15
Vonandi er þetta lausn....kveðja frá frænku einhverfs drengs
Hólmdís Hjartardóttir, 20.5.2008 kl. 02:53
Loopman er orðinn ráðgjafi þinn
Hólmdís Hjartardóttir, 20.5.2008 kl. 02:55
Þú ert snillingur
Eigðu góðan dag.
Hulla Dan, 20.5.2008 kl. 03:51
Sæl.
Þrælmögnuð frásögn.já það er svo margt sem við hin eigum eftir ÓLÆRT.
Gangi ykkur sem best.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 20.5.2008 kl. 05:25
Frábært... vonandi þarftu bara að bíða endalaust, kannski kemur ekkert kast
Hafðu það gott Jóna mín.
Linda litla, 20.5.2008 kl. 08:12
Góð hugmynd Ef hann væri ekki sáttur, þá kæmi það strax fram, er það ekki?? Kveðjur..
Rúna Guðfinnsdóttir, 20.5.2008 kl. 08:42
Þetta merkir að drengurinn veit miklu meira í sinn koll en gert er ráð fyrir
Frábært ef þetta virkar svona. Vinkona mín gerir þetta nákvæmlega svona fyrir sína dóttur.
Ég hefði þurft að gera þetta svona líka fyrir mína stelpu....en ég hafði ekki vit á því. Tók bara á því þegar kastið kom! (hún er ekki einhverf...en með verulega þroskaskerðingu með tilheyrandi vandamálum)
Helga Linnet, 20.5.2008 kl. 10:03
Sæl Jóna vildi bara kvitta fyrir mig les oft bloggið þitt finnst mjög forvitnilegur þessi heimur sem einhverfir lifa í, þekki aðeins til maðurinn minn vann með einum snilling sem er einhverfur og heillaði mann alveg uppúr skónum vonandi gengur vel með vikuplanið.
Hlín (IP-tala skráð) 20.5.2008 kl. 10:22
Alltaf er Ian að koma á óvart og snúa á hana mömmu sína Hann er húmoristi inn við beinið.
krossgata, 20.5.2008 kl. 12:32
Ókey, er á meðan er, nú er bara að bíða og sjá hvernig úr rætist.
Högni Jóhann Sigurjónsson, 20.5.2008 kl. 12:51
Innlitskvitt og bestu kveðjur
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 20.5.2008 kl. 12:54
Publisher og Exel eru algjör snilld
Hvað er netfangið þitt ? Mig langar svo að senda þér sýnishorn af því sem að ég geri í publisher .....
Anna Gísladóttir, 20.5.2008 kl. 12:59
Við erum búinn að nota svona vikuplan fyrir Róbert okkar í nokkur ár og það virkar ótrúlega vel. Ég man eftir því þegar Róbert sá þetta í fyrsta skiptið og skildi hvað vika var... æðislegt.
Gunnar Helgi Eysteinsson, 20.5.2008 kl. 13:53
Sástu þennan snilling í fréttunum í gær
http://vefmidlar.visir.is/VefTV/?channelID=&programID=d93d6ddc-f3df-4c27-90e2-28d49738f306&mediaSourceID=a7709a86-6c59-4658-8ba8-bf2b04009132&mediaClipID=e81b764b-c338-4aea-b057-2a3290954f56
Hann var í skóla með Inga mínum og ég held að hann hafi þarna talað meira en öll árin sem hann var í skólanum.
Snillingur
Ómar Ingi, 20.5.2008 kl. 17:01
Kom kastið ?
Ragnheiður , 20.5.2008 kl. 19:17
Þetta er snilldarhugmynd, vonandi er þetta ekki bara frestur á kasti heldur varanleg lausn.
Helga Magnúsdóttir, 20.5.2008 kl. 21:17
Flott tilraun og vonandi skotheld lausn.....
Bergljót Hreinsdóttir, 20.5.2008 kl. 22:41
Frábær hugmynd,,,yndislegur strákur sem þú átt
Þetta er eitthvað sem ég þyrfti að gera fyrir minn,,,kannski ekki alveg svona,,en þetta gefur mér hugmynd,,takk fyrir það
Ásgerður , 21.5.2008 kl. 14:17
Vona að þetta gangi hjá ykkur, kveðja frá mömmu sem á einhverfann son
Hrafnhildur Björk Jónsdóttir, 21.5.2008 kl. 20:28
Fullkomið í einfaldleika sínum & skýrri framsetníngu. Drengurinn er náttúrlega móttækilegri á hans 'heimavelli' þarna, eins & þú brillaðir á að detta niður á.
Sko stelpuna skýru.
Steingrímur Helgason, 21.5.2008 kl. 22:20
Innilega til hamingju með þennan auðvelda og einfalda lausn til að kynna fyrir Ian breytingar á dagskráinn ! Þú ert snilling !
DORIS (IP-tala skráð) 22.5.2008 kl. 22:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.