Þriðjudagur, 11. mars 2008
Ég hringi með rassinum
Þið megið ekki halda að ég sé kominn með einhvers konar rassa-blæti (í ljósi síðustu færslu), en ég komst að því í kvöld að ég er með sérstaklega vel lagaðan kúlurass.
Við mæðgur fórum á bekkjarkvöld í skólanum hjá Gelgjunni í kvöld, þar sem hver fjölskylda eða foreldri kom með mat á sameiginlegt hlaðborð.
Ég borðaði yfir mig af alls konar gúmmulaði.. Blandaði saman réttum sem mér hefði annars aldrei dottið í hug að setja í samhengi við hvorn annan, hvað þá að troða þeim saman á einn og sama gaffalinn.
Okkar framlag voru svenskar fríkadillur (munið.. ég keypti tvo poka í IKEA), súrsæt sósa úr krukku(m) og hrísgrjón frá Tilda (þessi á dökkbláu pökkunum).
Ekki kláraðist sænsku fríkadillurnar né hrísgrjónin og ég var því með jafnfullar hendur þegar ég fór, og þegar ég kom. Ég bað því Gelgjuna um að halda á símanum mínum á meðan við gengjum út í bíl.
Þegar heim kom uppgötvaði ég að ég var ekki með símann svo ég spurði Gelgjuna hvar hann væri. Hún sagðist hafa skutlað honum í framsætið á bílnum. Ég fann símann í bílstjórasætinu og sá þá að það voru 4 missed calls. Mér til mikillar furðu voru þrjú þeirra frá Fríðu Brussubínu. Og þar sem Fríða er frekar róleg manneskja að upplagi og sein til að panikka þá panikkaði ég. Afar ólíkt henni að hringja þrisvar sinnum. Venjulega myndi hún bara bíða eftir að ég hringdi til baka. Ég var því sannfærð um að eitthvað hræðilegt hefði komið fyrir. Svo ég hringdi í hana.
Hæ, sagði ég æst og andstutt
Hæ elskan, sagði Fríða glaðlega
Er allt í lagi, sagði ég taugaveikluð
Já já sagði Fríða jafnglaðlega. Þú varst bara alltaf að hringja í mig svo ég hringdi til baka. Til að biðja þig að hætta að hringja. Gerði ráð fyrir að þetta væri óvart.
Ha? hringdi ég í þig, sagði ég rugluð.
Svo skildi ég hvers kyns var. Gelgjan skutlaði sem sagt símanum undir rassinn á mér. Fríða er á speed dial nr 5. Og á leiðinni frá skólanum og heim, tókst mér að hringja þrisvar sinnum í hana.
Ég hef komist að þeirri niðurstöðu að rassinn á mér er ekki bara stinnur, heldur er hann fullkomlega ávalur. Hvernig getur maður annars ýtt á nákvæmlega miðju gsm síma þrisvar sinnum í röð? Styrktaræfingar... who needs them!
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Lífstíll, Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 23:11 | Facebook
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2019
2018
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
-
solskinsdrengurinn
-
skrifa
-
jenfo
-
gelgjan
-
annambragadottir
-
marzibil
-
brynja
-
hk
-
gurrihar
-
lehamzdr
-
katlaa
-
eddaagn
-
jahernamig
-
hronnsig
-
martasmarta
-
katrinsnaeholm
-
palmig
-
ipanama
-
hallarut
-
tommi
-
ktomm
-
poppoli
-
svavaralfred
-
kollajo
-
bergruniris
-
bene
-
bennason
-
jensgud
-
solrunedda
-
heidathord
-
ringarinn
-
tofraljos
-
kjaftaskur
-
ormurormur
-
zeriaph
-
unns
-
ellasprella
-
hjolagarpur
-
salka
-
nonniblogg
-
markusth
-
rebby
-
birna-dis
-
garun
-
landsveit
-
olofannajohanns
-
brylli
-
evaice
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
rustikus
-
singer
-
jaxlinn
-
krossgata
-
mummigud
-
blekpenni
-
gerda
-
baddahall
-
holi
-
grafarholt
-
gudnylinda
-
thegirl
-
gretarorvars
-
thordis
-
herdis
-
mammzan
-
sigthora
-
bet
-
saedis
-
emmgje
-
sigurjonsigurdsson
-
janus
-
astromix
-
overmaster
-
thorasig
-
gudni-is
-
sunnadora
-
kjarrip
-
810
-
gislihjalmar
-
beggagudmunds
-
sirrycoach
-
betareynis
-
ilovemydog
-
rannveigmst
-
stormadis
-
perlan
-
bergdisr
-
skondrumamma
-
snar
-
stormur
-
ljonid
-
raggipalli
-
hjordiz
-
almaogfreyja
-
katja
-
lady
-
sigrunfridriks
-
zunzilla
-
olinathorv
-
bidda
-
smjattpatti
-
jogamagg
-
disadora
-
harpao
-
fuf
-
alexm
-
larahanna
-
juliaemm
-
saemi7
-
gudrunmagnea
-
svala-svala
-
kari-hardarson
-
hlf
-
hlinnet
-
annagisla
-
einari
-
lena75
-
hector
-
saethorhelgi
-
ernafr
-
birnarebekka
-
heidistrand
-
kerla
-
hannamar
-
jara
-
supermamma
-
monsdesigns
-
malacai
-
solveigth
-
siggathora
-
senorita
-
snjaldurmus
-
photo
-
stingi
-
pollyanna
-
steingerdur
-
icekeiko
-
majaogco
-
skordalsbrynja
-
danjensen
-
lilly
-
heidabj
-
omarpet
-
helgamagg
-
nori
-
jamesblond
-
gretaulfs
-
rattati
-
hogni
-
ragjo
-
kolgrima
-
skjolid
-
hugrunj
-
egill75
-
amman
-
liljabolla
-
asgerdurjoh
-
okurland
-
rannthor
-
svalaj
-
siggith
-
vefritid
-
zsapper
-
laz
-
graceperla
-
rannug
-
agbjarn
-
alliragg
-
fjarki
-
birtabeib
-
roslin
-
lindape
-
rosa
-
tinnaeik
-
muszka
-
krummasnill
-
lindalea
-
fjola
-
solan
-
scorpio
-
evabenz
-
isleifure
-
karitryggva
-
ellasiggag
-
beggita
-
ollabloggar
-
madddy
-
songfuglinn
-
emm
-
lindagisla
-
turettatuborg
-
einarsigvalda
-
huldadag
-
siggasin
-
credo
-
loathor
-
carma
-
komaso
-
fifudalur
-
rosabla
-
lillagud
-
eythora
-
griman
-
eyrunelva
-
svanurg
-
strumpurinn
-
godihundur
-
hallidori
-
annriki
-
sibbulina
-
helgurad
-
huldumenn
-
julianamagg
-
berglindnanna
-
huldam
-
joik7
-
venus
-
osland
-
liso
-
amaba
-
asako
-
hryssan
-
mammann
-
leyla
-
gunnarggg
-
sigrunzanz
-
fanneyunnur
-
himmalingur
-
helgabst
-
bostoninga
-
christinemarie
-
jea
-
elisabeta
-
perlaoghvolparnir
-
meyjan
-
wonderwoman
-
coke
-
ragnhildurthora
-
gullilitli
-
tommi16
-
ea
-
mariaannakristjansdottir
-
einarorneinars
-
lindalinnet
-
joninaros
-
reynzi
-
rosagreta
-
lauola
-
reynir
-
elinora
-
ma
-
olapals
-
bestalitla
-
kolgrimur
-
handtoskuserian
-
vonin
-
kaffi
-
einarhardarson
-
gleymmerei
-
brandarar
-
alf
-
hreinsamviska
-
litlakonan
-
lucas
-
reisubokkristinar
-
jgfreemaninternational
-
olofdebont
-
thjodarblomid
-
vilma
-
ollana
-
gudrununa
-
holar
-
gotusmidjan
-
huldastefania
-
mubblurnar
-
bjarnihardar
-
vild
-
skrudur
-
jyderupdrottningin
-
sifjan
-
letilufsa
-
hrundt
-
robbitomm
-
brudurin
-
anitabjork
-
blindur
-
astabjork
-
bailey
-
gattin
-
draumur
-
einhugur
-
trygg
-
eskil
-
evags
-
gudrunkatrin
-
gudrunss
-
nf26b
-
topplistinn
-
helgaas
-
helgatho
-
hildurhelgas
-
drum
-
innipuki
-
ingal
-
kikka
-
astroblog
-
oliskula
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
kariaudar
-
vga
-
thorolfursfinnsson
-
motta
Athugasemdir
Flott!!! Ekki er ég með svona stinnan rass. Ég hringdi einu sinni með rassinum..en bara einu sinni í eitt númer...og fékk skammir fyrir...
Rúna Guðfinnsdóttir, 11.3.2008 kl. 23:13
He, he, geri aðrir betur
!!
Doris (IP-tala skráð) 11.3.2008 kl. 23:13
Þetta er örugglega það fyndnasta sem ég hef lesið í langan tíma
. Já, þú ert svo sannarlega mjjööög fjölhæf kona.
En......er ekki titrari á símanum þínum (hehehe)? Hefði verið doltið næs
.
Ólöf Guðrún Ásbjörnsdóttir, 11.3.2008 kl. 23:18
Jóna I love you!!!!!!!!!!! Ég er búin að vera í svona pirrukasti í dag en núna get ég farið róleg að sofa.
Ía Jóhannsdóttir, 11.3.2008 kl. 23:21
Drepfyndin - eins og venjulega
Anna Lilja Torfadóttir (IP-tala skráð) 11.3.2008 kl. 23:26
Hahahaha
Í hvaða líkamsræktarstöð eru svona kúlurassar framleiddir? Það væri gaman að kíkja þangað - (fyrir þá sem eru veikir fyrir svoleiðis).
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 11.3.2008 kl. 23:40
Rúnar fékkstu skammir fyrir að hringja með rassinum eða bara fyrir að hringja svona almennt?
Olla. Ég ætla að muna að stilla á titrarann næst
Ía mín. Ég vona að ég hafi ekki svæft þig úr leiðindum.
Anna Lilja. Dóttir mín vill fara í Vindáshlíð í sumar. Ég ætla með henni svei mér þá.
Anna mín. Á skrifstofustól á skrifstofu Icelandair Cargo.
Jóna Á. Gísladóttir, 11.3.2008 kl. 23:43
Þú ert óborganleg að vanda, he he ...
... Hvað ætli gerðist ef þú sætir á fartölvunni nokkra stund með bloggið opið
....
Hólmgeir Karlsson, 11.3.2008 kl. 23:44
Hólmgeir. Nú er ég í kasti
. Já.. það gæti orðið fróðleg útkoma. Prófa það einhvern daginn
Jóna Á. Gísladóttir, 11.3.2008 kl. 23:44
Hahah þú ert sko með FLOTTASTA rassinn !!! ekki spurningin. En hvað ég væri til í rassablogg frá þér


Sigrún Friðriksdóttir, 11.3.2008 kl. 23:52
Hahaha munur að vera með Hringja vöfðan á réttum stað á Rassinum

Brynja skordal, 12.3.2008 kl. 00:04
Þú ert alveg ótrúleg, ef að þetta hefði verið ég, þá hefði gemsinn bara fest sig á milli minna krumpuðu rasskinna
Linda litla, 12.3.2008 kl. 00:10
Jóna er bara ekki einhver hrukka þar sem talan 5 á símaborðinu lenti undir þínum ávala rassi.
Eiríkur Harðarson, 12.3.2008 kl. 01:58
Bjarndís Helena Mitchell, 12.3.2008 kl. 02:18
snilld
Gunna-Polly, 12.3.2008 kl. 08:11
híhíhíhí þér tekst alltaf að sjá alveg yndisleg skemmtilegheit út úr lífinu
Dísa Dóra, 12.3.2008 kl. 08:15
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 12.3.2008 kl. 08:16
Hmm... annað hvort er síminn með mjög stóru talnaborði, eða... "kúlan" er mjög vel staðsett. Á einangruðu svæði. Og áberandi. (Annars hefðirðu hitt á aðra takka líka.)
Einar Indriðason, 12.3.2008 kl. 08:26
Þú ert svo mikið rassgat!
Heimir Lárusson Fjeldsted, 12.3.2008 kl. 08:44
Ásta Björk Hermannsdóttir, 12.3.2008 kl. 08:44
Ég fékk skammir fyrir að hringja óvart, þar sem rassinn lagði ekki á, heldur hélt símtalið við rassinn áfram. (Ég vona að ég hafi ekki prumpað
)
Rúna Guðfinnsdóttir, 12.3.2008 kl. 08:59
Þú ERT með rassablæti addna en þorir ekki að viðurkenna það. Rosalega er þetta viðkvæmur símafj.... er etta Blueberry? Annars góð. Hví allar þessar kjötbollur kona? Hvað varð um hin gullna meðalveg?
Have I told you lately that I love you? I guess not
Jenný Anna Baldursdóttir, 12.3.2008 kl. 09:26
ég hef aldrei hringt með rassinum en ég er forvitin að prófa það til að tékka stinnleikann á mínum botni
Guðríður Pétursdóttir, 12.3.2008 kl. 09:28
Nú skellti ég uppúr ein hér á skrifstofunni. Alveg frábær !!
M, 12.3.2008 kl. 09:49
Æ, elskulegust, þú ert bara fyndin og ekkert annað. Sumir mundu sjálfsagt týna sínum síma á þessum stað, en þú !! þú bara ýtir á fimm
Ásdís Sigurðardóttir, 12.3.2008 kl. 10:27
Stundarðu lyftingar? Þekki slatta af aflraunamönnum og þeir kvarta yfir því að rassinn á þeim stækki svo við réttstöðulyfturnar. Sér maður þig kannski í næsta Vestfjarðavíkingi?
Helga Magnúsdóttir, 12.3.2008 kl. 11:13
Þú er nú bara frábær
Kristín Katla Árnadóttir, 12.3.2008 kl. 12:02
Hvernig ertu af Gyllinæðinni elskan, eretta ekki að koma hjá þér
Koss og knús Fríða brussó (hver var brussan í þessu tilviki?????)
Fríða Sjöfn Lúðvíksdóttir (IP-tala skráð) 12.3.2008 kl. 13:15
Laufey Ólafsdóttir, 12.3.2008 kl. 14:52
Áhugamál kvenna?
Auðun Gíslason, 12.3.2008 kl. 15:50
Sporðdrekinn, 12.3.2008 kl. 19:25
skondið að heyra svona sögu af bókstaflegri rassahrigingu. hér á bæ er það kallað að hringja með rassgatinu þegar fólk hringir svona óvart, hvort heldur síminn er í vasa eða tösku.
Brjánn Guðjónsson, 12.3.2008 kl. 19:50
Já ég þekki konu sem er með svo stóran rass að hún er með sitt eigið póstnúmer og viti menn hún getur ekki hringt með rassinum sínum
Jóna þú ert snillingur
Takk
Ómar Ingi, 12.3.2008 kl. 20:31
Hallmundur Kristinsson, 12.3.2008 kl. 20:45
Varst þú í líkamsrækt hjá konunni sem æpir alltaf í hátalara"KÚLURASS, kúlurass, kúlurass" með gargandi teknótónlist undir, ég var alveg að verða vitlaus og þegar hundrað konur voru farnar að æpa með henni.. kúlurass, kúlurass.bláar í framan af áreynslu, þá skipti ég um Stöð. Ég hefði kannski betur verið kyrr og haldið áfram að æfa og garga með,- hver veit hvert ég gæti þá hringt núna?
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 12.3.2008 kl. 22:52
Agnes Ólöf Thorarensen, 12.3.2008 kl. 23:55
Það er ekki bara atvikið sem er broslegt heldur stílbragðið hvernig þú segir frá sem fékk mig til að skella upp úr.
Jens Guð, 13.3.2008 kl. 00:19
Jóna, þú ert algjört gull!
titrarann á næst
Guðrún Jóhannesdóttir, 13.3.2008 kl. 00:41
Ha ha ha!!´Ég brjálast!!!!!
Klárlega tæknitröll aldarinnar.....
Bergljót Hreinsdóttir (IP-tala skráð) 13.3.2008 kl. 00:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.