Leita í fréttum mbl.is

Hvítari tennur

Lét samstarfskonu mína kaupa fyrir mig Crest whitening strimla á tennurnar í Bandaríkjunum. Fékk þennan gullna pakka í hendurnar í vikunni og hófst handa.

crest

Fyrir þá sem hafa ekki clue um hvað ég er að tala þá eru þetta strimlar með, ja sennilega bara bleikiefni í, sem maður límir á tennurnar á sér og hefur á í hálftíma. Þetta á að gera 2x á dag. Þetta er náttúrlega algjört eitur og rótsterkt og mínar viðkvæmu tennur eru ekki alveg að gúddera þetta. Kulið er að drepa mig og gott ef efnið hefur ekki bara náð inn í blóðrásina á mér.

Hausverkurinn byrjaði að læðast upp að mér upp úr 10 í morgun. Byrjaði einhvern vegin í kjálkunum, færðist hægt upp eftir kinnunum og mér leið eins og eftir deyfingu hjá tannlækni og deyfingin væri alveg að fara úr. Þá sneri ég mér að annarri samstarfskonu minni sem er svona USA-væn eins og hin,  og fékk hjá henni verkjatöflur frá Ammmmríku. Eitthvað sem er náttúrlega ekki viðurkennt af lyfjaeftirlitinu hér. Þar sem ég verð drukkin af einni parkódín forte horfði ég tortryggin á þessa velviljuðu samstarfskonu mína og sagði: verð ég syfjuð af þessu? Full? Má maður keyra eftir að hafa tekið eina svona?

Hún hló bara að mér og ég gleypti pilluna. Varð agalega skrýtin í hausnum hvort sem það var bleikiefnið eða verkjapillan. En ég skellti nú samt strimlum í túllann á mér í kvöld og horfi á tennurnar á mér verða fegurri með hverjum deginum. Ætla samt ekki að ná Friends-Ross þegar hann lét hvítta á sér tennurnar og tók tan-sprey meðferð í leiðinni. teeth

Held samt að ég sleppi skammtinum í fyrramálið svo ég geti sinnt vinnunni minni almennilega á morgun.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Gunnarsson

Svo eru til fleiri og innlendari aðferðir við þetta....: Skola munninn kvölds og morgna með Sellulósaþynni, hella Klór út á hafragrautinn á morgnana og síðan er gráupplágt að næst þegar þú færð þér sjeik að nota bara hvíta málningu(glans stig 30) í staðinn fyrir mjólkina, sem er hvort eð er bráðfitandi...

Skil ekkert í þessu liði sem heldur að allt sé betra í "úttlandinu" huh..

Þorsteinn Gunnarsson, 26.4.2007 kl. 02:22

2 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Virkar þetta í alvöru? Ég, glópurinn, lét blekkjast fyrir svolitlu síðan og keypti mér þetta forláta tannkrem fyrir 2000 krónur sem átti að vera töfrakrem og gera tennurnar mjallahvítar. Ég er að verða búin með túpuna en veistu, ég sé ekki nokkurn mun

Rúna Guðfinnsdóttir, 26.4.2007 kl. 08:33

3 Smámynd: Bergrún Íris Sævarsdóttir

white strips frá crest virkar mjög vel en ég get ekki haft það á nema korter í einu og ALLS ekki á hverjum degi, tvisvar á dag¨eins og þeir leggja til. Þá fær maður viðbjóðslegt kul

Bergrún Íris Sævarsdóttir, 26.4.2007 kl. 10:14

4 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

bursta uppúr matarsóda heyrði ég

Guðríður Pétursdóttir, 26.4.2007 kl. 14:51

5 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

gef ykkur update eftir ca 10 daga.

Jóna Á. Gísladóttir, 26.4.2007 kl. 15:17

6 identicon

Hæ Hæ

Mig langar geðveikt að prófa þetta. Láta einhvern af þessum usa vinkonum þínum kaupa fyrir mig líka

Fríða Sjöfn Lúðvíksdóttir (IP-tala skráð) 26.4.2007 kl. 16:12

7 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Gott að það er á hreinu

Jóna Á. Gísladóttir, 26.4.2007 kl. 22:25

8 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

Guðríður Pétursdóttir, 27.4.2007 kl. 08:05

9 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Ég á engan kærasta, bara eiginmann, er það kannski ekki nóg??

Rúna Guðfinnsdóttir, 27.4.2007 kl. 08:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóna Á. Gísladóttir
Jóna Á. Gísladóttir

 

 

 Ég er nokkuð dæmigerð íslensk útivinnandi kona. Hef lokið grunnnámi í markþjálfun og gengur betur að hjálpa öðrum við markmiðasetningu en sjálfri mér. Mér lætur líka betur að stjórna öðrum en sjálfri mér. 

 netfangið mitt er jonaagisla@gmail.com

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband