Leita í fréttum mbl.is

Finnst ég hálfpartin vera að svíkjast um

Svona er maður ruglaður. Nú hef ég ekkert bloggað síðan seint á miðvikudagskvöldið og finnst ég vera að svíkjast um.

Á fimmtudagskvöldið var aukaæfing fyrir danssýningu gelgjunnar sem verður á morgun. Á þessari síðustu æfingu fór kennarinn allan tilfinningaskalann, enda ekki skrýtið. Hún er 19 ára krakkaskítur (eins og hún sagði sjálf um daginn) og bara þetta kvöld var hún að taka lokaæfingu með þremur hópum. Hún er síðan með fleiri hópa og heldur utan um þetta allt saman. Er að reyna að láta ímyndunaraflið ráða för í búningamálum því hún fær ekkert ráðstöfunarfé í slíkt fyrir sýningu.

Kl. eitt þetta sama kvöld skipti ég skyndilega um skoðun varðandi kjól sem ég var löngu búin að ákveða að vera í í tvöföldu þrítugsafmæli á föstudagskvöldið. Reif fram hvítan kjól sem hafði sullast rauðvín niður á fyrir tveimur mánuðum og ég var ekki búin að gera neitt í. Taldi eiginlega að kjóllinn væri ónýtur. Leit líka út fyrir að ég hefði setið Brekkusöng á þjóðhátíð í honum.

Ég skellti töfrasápu í kjólinn og ætlaði að leggja hann í bleyti yfir nótt í baðkarinu. En þar sem kjóllinn lá í vatninu eiginlega horfði ég á hann verða hvítan á nýjan leik. Alveg ótrúlegur andskoti. Ég tók kjólinn upp og skolaði hann og volla.... hvítur sem nýfallin mjöll.

Mætti í mjöllinni í afmæli í gærkvöldi og skemmti mér hið besta. Fékk að sofa út í morgun og eftir hollasta morgunmat í heimi var ég eins og nýsleginn túskildingur þrátt fyrir bara nokkuð stífa drykkju í gærkvöldi. Skellti mér því í brjáluðu roki út í garð, vopnuð bónuspoka og einum gúmmíhanska og hófst handa við að þrífa upp hundaskít. Já... hundskítinn sem hefur safnast í garðinn hjá mér og er að koma undan vetri. Ég er búin að fylla tvo poka og er bara rétt að byrja. Það liggur ljóst fyrir að hundarnir eiga sér uppáhaldsstaði til að sinna þessum erindum og eftir tvo fulla plastpoka af hundskít er ég komin að uppáhaldstöðunum. Ætti eiginlega að vopnast svörtum ruslapoka.

Hundarnir stóðu yfir mér glottandi. Sennilega hugsað; ''jahá væna mín. Og þú sem heldur að við séum þér undirgefnir. Dont think so... ekki hreinsum við skítinn eftir þig aumingjans kona'', eða eitthvað álíka kvikyndislegt.

100_1073

Ætla að taka pásu í skítatínslu og skella mér í bíltúr með Þann Einhverfa. Alveg möguleiki að ég bjóði Bretanum og Gelgjunni með. Jafnvel skítakleprunum.. þ.e. hundunum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

Það er svo krúttlegt hvernig þú talar um fjölskylduna þína þeas Bretinn, sá einhverfi,gelgjan...

en hvaða orð notarðu um þig...???

Guðríður Pétursdóttir, 28.4.2007 kl. 23:05

2 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Þú segir nokkuð Emma mín . Ætli það sé ekki bara ''ég''. Tala sjaldan um sjálfa mig í 3. persónu þó það komi stundum fyrir. Jú.. stundum segi ég frúin eða konan.

Jóna Á. Gísladóttir, 28.4.2007 kl. 23:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóna Á. Gísladóttir
Jóna Á. Gísladóttir

 

 

 Ég er nokkuð dæmigerð íslensk útivinnandi kona. Hef lokið grunnnámi í markþjálfun og gengur betur að hjálpa öðrum við markmiðasetningu en sjálfri mér. Mér lætur líka betur að stjórna öðrum en sjálfri mér. 

 netfangið mitt er jonaagisla@gmail.com

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 1639944

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband