Færsluflokkur: Sjónvarp
Mánudagur, 16. júlí 2007
Þið á Akranesi eða í Borgarnesi
Rakst á Bergvin Víking hérna í bloggheimum áðan. Hann vantar húsnæði á Skaganum eða Borgarnesi. Var búin að fá húsnæði en kvensan sveik hann. Ekki konan hans sko heldur leigusalinn.
Ef einhver veit um húsnæði fyrir kappann þá er ég viss um að hann yrði svaðalega glaður.
Bara ég að skipta mér af svona rétt fyrir svefninn.
Sunnudagur, 15. júlí 2007
Tvíburi eða Vatnsberi óskast
Vog: Þú tekur mark á því sem öðrum finnst um þig, því það hefur áhrif á hvað þér sjálfum finnst. Tvíburi eða vatnsberi geta hjálpað þér að hækka sjálfsálitið.
Hækka sjálfstraustið. Talar maður um að hækka sjálfstraustið? Er það ekki frekar að efla? Maður getur svo sem lækkað rostann í einhverjum. Þarf að finna mér fórnarlamb í það verkefni. Læt ykkur vita hver verður sá heppni. Ómar er reyndar líklegur kandidat. Hann kom nebblega með dónakomment á síðustu færsluna mína.
Sunnudagur, 15. júlí 2007
Deja Vu og Lionbar
Ég fór svo létt með að gúffa í mig x-large Lionbar og heilum poka af fylltum lakkrís að það varð mér umhugsunarefni. Ég bauð nú Bretanum með mér... hvíslaði það og vonaði að hann heyrði ekki. En hann heyrði og vildi ekki, mér til mikils léttis.
Deja Vu fannst mér bara alveg þrælgóð. Það kom mér á óvart að þetta er vísindaskáldskapur. Ég les alltaf textann á hulstrunum í tætlur og það kom ekki fram á honum. Og þar sem vísindaskáldskapur getur orðið ansi absúrd þá fannt mér þeim takast svo vel upp með endinn.
Ég allavega sat ''fullnægð'' þegar kreditlistinn byrjaði að rúlla (engin dónakomment takk). Hvað er annars gott orð yfir satisfied á íslensku?
Sjónvarp | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Laugardagur, 14. júlí 2007
Hringurinn bíður þar til á morgun
Nú ætla ég að skella mér í sófann með Bretanum og gera do-do.
Nei nei. Bretinn var að koma úr Skalla með DVD mynd. Dévaju með Denzel vini mínum. Ég fékk líka stóóóóórt Lionbar og fylltar lakkrísreimar. Hó-hó-hó hér sé stuð.
Sá Einhverfi komin í rúmið og er að glápa á Harry Potter. Gelgjan með Viðhenginu upp í herbergi (Jenný Anna hér eru svefnherbergin á efri hæðinni )
Kæru krúttlegu bloggvinir. Bið ykkur að hafa mig afsakaða þar til á morgun. Þá mun ég líka koma mér fyrir hér fyrir framan tölvuna með ljúfan morgunkaffi og fara í nokkrar góðar heimsóknir í bloggheimum.
Nú skal etið, drukkið og glápt undir bleikri sæng upp í sófa. Until then.....
Miðvikudagur, 11. júlí 2007
Súludansari fjármagnar píanónám dóttur sinnar með atvinnu sinni
Sáuð þið Ísland í dag í kvöld (þriðjudag). Það var viðtal við mægðurnar. Í heimalandi sínu (sem ég man ekki í augnablikinu hvað er) starfaði móðirin sem læknir í sjúkrabíl. Hversu sorglegt er það ekki að hún fái hærri tekjur sem dansari á búllu á Íslandi?
Stúlkan hennar er yndisleg. Fær píanóleikari og æfir um 4 klst á dag. Síðan móðirin kom til Íslands hefur hún aðeins séð dóttur sína á 8-9 mánaða fresti og það hefur að sjálfsögðu verið þeim erfitt.
Hún var spurð hvernig henni líkaði starfið. Hún bar sig vel og talaði um hvað Geiri á Goldfinger og konan hans væru indæl og mér skildist að þau hefðu greitt farið fyrir stúlkuna til landsins.
Svo var dóttirin spurð hvað henni finndist um starf móður sinnar. Stúlkan var mjög dugleg að reyna að tjá sig á ensku og tókst það ágætlega. Hún byrjaði að svara spurningunni og brast svo í afar sáran grát og mamma hennar líka.
Þetta var svo átakanlegt að horfa á en jafnframt svo opinberandi. Þarna er þessi kona sem vill gera allt, leggja allt í sölurnar til að dóttir hennar fái að blómstra og þroska hæfileika sína en eftir að hafa séð þetta viðtal þarf enginn að velkjast í vafa hversu mikill sársauki býr að baki.
Þriðjudagur, 10. júlí 2007
Hún hugsar ekki um neitt annað en hoppsa-sa på sengekanten. Kynlíf daginn út og daginn inn. Það er það eina sem hún vill sagði örvæntingarfullur fótboltamaður við kollega sinn
í búningsklefanum eftir æfingu.
Núúúúú sagði kolleginn og glennti upp augun. Er það eitthvað vandamál?
You bet your ass það er vandamál þusaði fótboltakappinn. Tony hefur nú ekki úthald endalaust.
Tony!? segir kolleginn eitt spurningarmerki.
Já maður. Hann.. vinurinn...
Ja já haha segir kollegi hans skömmustulegur. Auðvitað.
Það er samt einn plús í þessu og það er að ég þarf ekki að gera nein helvítis húsverk lengur, enda eru þau alls ekki karlmannsverk. Hann hlær stórkarlalega og ber sér á brjóst.
Núúúú segir kolleginn heimskulegur á svip. Hann var ein eyru og beið spenntur eftir að fá að heyra smáatriðin.
Ég leggst bara í sófann með bjórglas eins og þetta á auðvitað að vera og segi: ef þú gengur frá í eldhúsinu og kemur krökkunum í rúmið á meðan ég horfi á fréttirnar þá tökum við fram hjúkrunarkonubúninginn í kvöld.
Hjúkrunarkonubúninginn hikstar kolleginn spenntur
En ég þoli samt ekki miðvikudaga. Það eru verstu dagarnir.
Afhverju er það stynur kolleginn. Orðinn mjög óþolinmóður. Vill komast að kjarna málsins.
Á miðvikudögum vill hún alltaf allan pakkan. Þá vill hún að ég fari í g-streng innan undir hjúkrunarkonubúninginn. Hefurðu vitað það verra? Ég þoli ekki g-strengi.
Sunnudagur, 8. júlí 2007
Valtýr Björn og nýja skrifstofan
Það er kannski stranglega bannað að blogga svona um fólk undir nafni. Ég læt þetta samt flakka.
Eitt sinn, er ég var að vinna á Stöð 2, var verið að taka húsnæðið aðeins í gegn eins og gengur. Stigi sem var á gangi rétt fyrir utan matsalinn var pússaður til og opinu undir stigapallinum lokað. Þetta var ágætis geymslurými og því var sett þarna hurð sem hægt var að ganga inn um eða kannski skríða. Hurðin var að sjálfsögðu lág eða um 120 cm á hæð.
Gárungar á staðnum (ég held að það hafi verið fólkið á fréttastofunni) tók sig til og merkti hurðina Skrifstofa Valtýs Björns. Hann varð ekkert ofsalega glaður en sá nú samt spaugilegu hliðina á málinu.
Stundum er bara fyndið að vera kvikindislegur
Svo er hér nokkur gullkorn sem Valtýr hefur látið út úr sér við lýsingar á leikjum:
- Þetta er svartur svertingi
- Það er hellingur af fullt af fólki
- Þeir eru með bandarískan Ameríkana
- Nú er það svart, það er ljóst
og að lokum:
Einu sinni var Valtýr Björn að lýsa leik í ítölsku deildinni. Einhver ónefndur leikmaður skaut á markið vel fyrir utan vítateig, og fór boltinn hátt yfir. Þá sagði Valtýr: ''Nei, nei. Ef menn ætla að skjóta af svona löngu færi þá verða menn að fara nær
Fimmtudagur, 5. júlí 2007
Karlmönnum er líka nauðgað
Fólk er almennt forviða á þessum dómi. Og ekki er það skrítið. Ljóst þykir að konan hafi verið beitt ofbeldi og þvinguð til samfara en.... hvað....???
Manni fallast hendur. Það er ekki fyrir venjulegt fólk að fá einhvern botn í lögfræðilegar ástæður að baki þessari sýknun.
Við eigum svo langt í land. Á svo mörgum sviðum. Gífurlegar framfarir hafa orðið síðustu 30 ár hvað varðar jafnrétti kynjanna, viðurkenningu á samkynhneigð, átröskunarsjúkdómum og geðsjúkdómum. Falin mein í þjóðfélaginu hafa komið upp á yfirborðið svo sem heimilisofbeldi, misnotkun á börnum og svo mætti lengi telja. En betur má ef duga skal.
Klárlega lifir mýtan enn góðu lífi. Kona, sem er nauðgað, er drusla. Á einn eða annan hátt bauð hún sig fram. Ég vitna hér í bókina Kynlíf frá árinu 1937:
''Náttúran hefur verndað konuna gegn ágengni og samförum, sem ekki er óskað eftir, með því að koma leggangaopinu fyrir á hinum leyndasta og bezt varða stað líkamans. Leggöngin eru í skjóli búksins að ofan og hinum sterkustu vöðvum líkamans til hliða og að neðan. Ennfremur er leggangaopið hulið skapahárunum ásamt skapabörmunum. Allar þessar varnarráðstafanir gera það að verkum, að ekki er auðvelt að komast inn í leggöngin, og yfirleitt ómögulegt gegn vilja konunnar. Hinu algenga yfirvarpi kvenna, að þeim hafi verið nauðgað, ber að taka með tortryggni. það er í rauninni ekki hægt að hafa samfarir við konu, sem berst á móti.''
Ég er persónulega sannfærð um það að hér kemur ekkert til með að breytast í viðhorfi karlmanna (og ég er ekki að meina allra karlmanna) og vissulega sumra kvenna fyrr en karlmenn sem hafa orðið fyrir nauðgun stíga fram.
Karlmönnum er nauðgað. Karlmönnum er nauðgað af öðrum karlmönnum og vissulega eru þess dæmi að mönnum hefur verið nauðgað af konum. Karlmönnum er byrlað nauðgunarlyfið, bornir heim af tveimur eða fleirum og nauðgað.
Og aðeins er hægt að reyna að ímynda sér hvernig væri að vera í sporum samkynhneigðs karlmanns að kæra stefnumótanauðgun. Ég hef allavega aldrei heyrt um slíkt. En endilega leiðréttið mig ef ég fer með rangt mál.
Vonandi finna karlkynsfórnarlömb nauðgana kjarkinn, og þá stuðning frá þjóðfélaginu um leið, til að kæra glæpina. Þar til held ég að dómsvaldið verði fast í sínum fornaldarhugsunarhætti og engin skref tekin fram á við.
Sýknaður af ákæru fyrir nauðgun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 4. júlí 2007
Séð & Heyrt
Færsla Benedikts bloggvinar um fyrirsögn Séð & Heyrt um skilnað Samherjahjónanna; ''Dýrasti skilnaður Íslandssögunnar'' kveikti á þessari færslu.
Séð & Heyrt svífst einskis og sýður saman ótrúlegustu fyrirsagnir á forsíðu blaðsins, hannaðar til að grípa augað og kveikja slúðurþorsta landans (ég er ekkert saklaus þar).
Benedikt veltir því fyrir sér hvað geri þennan skilnað dýrari en aðra skilnaði.
Inn í blaðinu er afar stutt grein um málið, sem fyrir vikið er í engu samræmi við æpandi forsíðufyrirsögnina. Í þessari stuttu grein er ekkert sem bendir til þess að skilnaðurinn verði hjónunum dýr heldur eiginlega þvert á móti. Þetta virðist allt vera með fullu samþykki beggja aðila og ætti því að ganga í gegn slétt og fellt.
Fyrir fáeinum árum síðan grétum við vinkonurnar af hlátri yfir myndatexta í þessu annars ágæta blaði. Þetta var texti með mynd af fáklæddri leikkonu á strönd þar sem hún var að sinna móðurhlutverkinu.
Textinn var einungis þrjú orð og okkur til skemmtunar slengjum við þessum orðum oft fram og hlæjum alltaf jafn mikið. Textinn var svona: ''Ánægð með appelsínuhúð''. Þvílíkir snilldarpennar þarna á ferð.
Sjónvarp | Breytt s.d. kl. 21:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Þriðjudagur, 3. júlí 2007
Það blundar tónlist í okkur öllum. Bara láta vaða.
Sjónvarp | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 15
- Frá upphafi: 1640567
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2019
2018
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- solskinsdrengurinn
- skrifa
- jenfo
- gelgjan
- annambragadottir
- marzibil
- brynja
- hk
- gurrihar
- lehamzdr
- katlaa
- eddaagn
- jahernamig
- hronnsig
- martasmarta
- katrinsnaeholm
- palmig
- ipanama
- hallarut
- tommi
- ktomm
- poppoli
- svavaralfred
- kollajo
- bergruniris
- bene
- bennason
- jensgud
- solrunedda
- heidathord
- ringarinn
- tofraljos
- kjaftaskur
- ormurormur
- zeriaph
- unns
- ellasprella
- hjolagarpur
- salka
- nonniblogg
- markusth
- rebby
- birna-dis
- garun
- landsveit
- olofannajohanns
- brylli
- evaice
- ingolfurasgeirjohannesson
- rustikus
- singer
- jaxlinn
- krossgata
- mummigud
- blekpenni
- gerda
- baddahall
- holi
- grafarholt
- gudnylinda
- thegirl
- gretarorvars
- thordis
- herdis
- mammzan
- sigthora
- bet
- saedis
- emmgje
- sigurjonsigurdsson
- janus
- astromix
- overmaster
- thorasig
- gudni-is
- sunnadora
- kjarrip
- 810
- gislihjalmar
- beggagudmunds
- sirrycoach
- betareynis
- ilovemydog
- rannveigmst
- stormadis
- perlan
- bergdisr
- skondrumamma
- snar
- stormur
- ljonid
- raggipalli
- hjordiz
- almaogfreyja
- katja
- lady
- sigrunfridriks
- zunzilla
- olinathorv
- bidda
- smjattpatti
- jogamagg
- disadora
- harpao
- fuf
- alexm
- larahanna
- juliaemm
- saemi7
- gudrunmagnea
- svala-svala
- kari-hardarson
- hlf
- hlinnet
- annagisla
- einari
- lena75
- hector
- saethorhelgi
- ernafr
- birnarebekka
- heidistrand
- kerla
- hannamar
- jara
- supermamma
- monsdesigns
- malacai
- solveigth
- siggathora
- senorita
- snjaldurmus
- photo
- stingi
- pollyanna
- steingerdur
- icekeiko
- majaogco
- skordalsbrynja
- danjensen
- lilly
- heidabj
- omarpet
- helgamagg
- nori
- jamesblond
- gretaulfs
- rattati
- hogni
- ragjo
- kolgrima
- skjolid
- hugrunj
- egill75
- amman
- liljabolla
- asgerdurjoh
- okurland
- rannthor
- svalaj
- siggith
- vefritid
- zsapper
- laz
- graceperla
- rannug
- agbjarn
- alliragg
- fjarki
- birtabeib
- roslin
- lindape
- rosa
- tinnaeik
- muszka
- krummasnill
- lindalea
- fjola
- solan
- scorpio
- evabenz
- isleifure
- karitryggva
- ellasiggag
- beggita
- ollabloggar
- madddy
- songfuglinn
- emm
- lindagisla
- turettatuborg
- einarsigvalda
- huldadag
- siggasin
- credo
- loathor
- carma
- komaso
- fifudalur
- rosabla
- lillagud
- eythora
- griman
- eyrunelva
- svanurg
- strumpurinn
- godihundur
- hallidori
- annriki
- sibbulina
- helgurad
- huldumenn
- julianamagg
- berglindnanna
- huldam
- joik7
- venus
- osland
- liso
- amaba
- asako
- hryssan
- mammann
- leyla
- gunnarggg
- sigrunzanz
- fanneyunnur
- himmalingur
- helgabst
- bostoninga
- christinemarie
- jea
- elisabeta
- perlaoghvolparnir
- meyjan
- wonderwoman
- coke
- ragnhildurthora
- gullilitli
- tommi16
- ea
- mariaannakristjansdottir
- einarorneinars
- lindalinnet
- joninaros
- reynzi
- rosagreta
- lauola
- reynir
- elinora
- ma
- olapals
- bestalitla
- kolgrimur
- handtoskuserian
- vonin
- kaffi
- einarhardarson
- gleymmerei
- brandarar
- alf
- hreinsamviska
- litlakonan
- lucas
- reisubokkristinar
- jgfreemaninternational
- olofdebont
- thjodarblomid
- vilma
- ollana
- gudrununa
- holar
- gotusmidjan
- huldastefania
- mubblurnar
- bjarnihardar
- vild
- skrudur
- jyderupdrottningin
- sifjan
- letilufsa
- hrundt
- robbitomm
- brudurin
- anitabjork
- blindur
- astabjork
- bailey
- gattin
- draumur
- einhugur
- trygg
- eskil
- evags
- gudrunkatrin
- gudrunss
- nf26b
- topplistinn
- helgaas
- helgatho
- hildurhelgas
- drum
- innipuki
- ingal
- kikka
- astroblog
- oliskula
- joklamus
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- kariaudar
- vga
- thorolfursfinnsson
- motta