Færsluflokkur: Lífstíll
Mánudagur, 8. febrúar 2010
Er ég barnið þitt?
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 19:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Fimmtudagur, 4. febrúar 2010
Ber eins og hinir
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 21:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Mánudagur, 11. janúar 2010
Af afmælissöng, afmæliskertum, afmælispökkum og afrakstur löngu liðins keisara
Gelgjan mín er 13 ára í dag og því orðinn unglingur. Eða táningur.
Á þessu heimili er vaninn að vekja viðkomandi afmælisbarn með hinum klassíska afmælissöng, logandi kerti sem er stungið í kökusneið, múffu eða annað tilfallandi og að sjálfsögðu afmælispakka.
Á vikuplan Þess Einhverfa, sem hann fékk afhent á laugardaginn, hafði ég skrifað í mánudagsreitinn, að systir hans ætti afmæli og við ætluðum að vekja hana með afmælissöng. Hann kommenteraði nú ekkert á þetta plan. Hvorki mótmælti því né samþykkti.
Fyrir þá sem ekki vita þá er Þeim Einhverfa meinilla við áðurnefndan söng. Hvort sem verið er að syngja fyrir hann sjálfan eða aðra. Hundinum á heimilinu, Vidda Vitleysing, er jafn illa við þessa laglínu. Við slíkar aðstæður grúfir Sá Einhverfi andlitið í höndum sér eða tekur fyrir eyrun, en Viddi geltir hástöfum.
Í morgun vorum Sá Einhverfi og ég að sjálfsögðu fyrst á fætur og stráksi gekk beint að vikuplaninu þar sem það hangir á ísskápnum og las skilaboðin vandlega. Ég vissi að hann hafði áhyggjur af þessu grófa og ósvífna uppbroti á daglegum venjum hans og morgunrútínu.
Ég virti hann fyrir mér á meðan hann las, en sagði svo: Ian ætlar þú að syngja fyrir Önnu Mae? (það má alltaf lifa í voninni, ekki satt?)
NEI, sagði hann skýrt, ákveðið og hálfum tóni hærra en eðlilegt getur talist. Svo skundaði hann fram í stofu til að kveikja á Emil í Kattholti því enginn virkur morgunn getur liðið án þess.
Mér datt ekki til hugar að draga krakkann á eyrunum upp á loft til að hann gæti æpt í mótmælaskyni við rúmstokk afmælisbarnsins.
Ég græjaði hann því bara eins og alla hina dagana, kvaddi og horfði á eftir honum upp í skólabílinn.
Að því loknu útbjó ég lítinn morgunmat, greip afmælispakka undir hendina og fór upp til að draga vankaðan Breta fram úr rúminu, ásamt Unga manninum (fyrrv. Ungling) sem ákallaði Guð á meðan hann barðist við að koma sér á lappir.
það var ægifagur söngur sem barst út á götu þegar við ruddumst inn í herbergi hjá nývígðri Táningsstúlkunni. Hún vaknaði með bros á vör og kippti sér ekkert við hundinn sem stóð geltandi ofan á sænginni hennar.
Fallega andlitið ljómaði þegar hún tók við morgunmatnum og blés á kertið. Að þessu sinni var afmæliskerti dagsins stungið í ristaða brauðsneið með osti.
Þegar þessi orð eru skrifuð eru akkúrat 13 ár síðan að reiður læknir skipaði mænudeyfingu og glæfraakstur upp á skurðstofu. NÚNA!
Ég get ekki kvartað þegar ég horfi á afraksturinn af þeim keisaraskurði. Sannkölluð prinsessa hún dóttir mín, í öllum jákvæðum merkingum þess orðs.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 23:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Mánudagur, 4. janúar 2010
Enn af veðurspekúlasjónum
Sá Einhverfi heimtar loforð um rigningu, sól, regnboga, kulda... bara hvað sem er annað en snjó og frost. Hann tengir ekki kulda við frost. Í hans huga er frost hvít héla á jörð.
Og mamman lofar upp í ermina á sér. Alveg upp að handarkrika. Miskunnarlaust og án þess að kunna að skammast sín.
Þannig var lofað sól, rigningu og regnboga fyrir síðasta miðvikudag. Það gekk auðvitað ekki eftir. En nú er svo komið að í stað þess að stráksi æsi sig yfir sviknum loforðum, þá færir hann bara óskina um nokkra daga. Loforðið var framlengt til sunnudags og sólin skilaði sér. Lítið var um rigningu og regnboga.
Sá Einhverfi sat hugsi inn í stofu í gær. Á stuttbuxum og stuttermabol eins og alltaf, með byssubelti á mjöðmunum. Ég veitti þessu enga sérstaka athygli, enda ekkert nýtt að hann sitji þögull í eigin heimi í góðan tíma í senn.
En í þetta skipti ákvað hann að deila hugsunum sínum með múttu; Fyrst kemur janúar, svo febrúar, svo mars, svo apríl, svo vorið.
Hann brosti hikandi og horfði einarðlega í augun á mér. Beið milli vonar og ótta eftir staðfestingu.
Það er alveg rétt Ian fullvissaði ég hann um og hrósaði honum fyrir frammistöðuna. Ég hugsaði hlýlega til kennarana í Öskjuhlíðarskóla. Þær mætu konur hafa verið að vinna með árstíðarnar í allan vetur vegna snjófælni drengsins og allt í einu ákvað hann að láta vita að hann skildi þetta svo sem. Að hverri árstíð fylgir visst veðurfar. En það er ekki þar með sagt að hann gefi upp vonina. Engin regla er án undantekninga.
Nú hef ég lofað sól, rigningu og regnboga á miðvikudag. Samkvæmt mbl á að rigna. Ef þeir reynast sannspáir þá hef ég staðið við loforð um sól og rigningu þó á sitthvorum deginum verði.
Nú er bara spurning hvenær regnboginn lætur sjá sig.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Þriðjudagur, 29. desember 2009
Cargo til Kína
Á tímabili hættum við að telja niður í tannburstun á kvöldin fyrir Þann Einhverfa. Mér þótti þetta í raun ýta undir þráhyggjuna hans þar sem ekki var séns að sleppa með að segja: Bursta eftir 10 mínútur og segja svo næst: bursta eftir 5 mínútur.
Nei, það varð að telja rétt niður og svo gleymdum við okkur auðvitað inn á milli og talning fyrir 10 mínútur gat tekið allt að 40 mínútur.
Ég nennti þessu alls ekki lengur og ákvað að strákurinn væri orðinn alltof stór til að við stæðum í svona hringavitleysu.
Við tók hræðilegasta tímabil sem við höfum átt í fara-að-sofa rútínunni. Grátur, hótanir og handalögmál varð næstum því daglegt brauð. Þessu fylgdi skelfilegur vanlíðan og samviskubit yfir því að langa til, allavega annað hvert kvöld, að pakka barninu sínu ofan í ferðatösku, merkja hana ''to whom it may concern'' og senda til Xiamen í Kína.
Það var ekki fyrr en nýlega sem ég áttaði mig á þessari tengingu, þ.e. að háttatíminn varð svona erfiður eftir að við hættum að telja niður. En þá byrjaði ég líka að telja aftur. Af fullum krafti og af mikilli gleði og ástríðu. Tel bara eins og ég eigi lífið að leysa. Og ástandið hefur skánað til muna.
Sá Einhverfi reynir að vísu oft að teygja lopann.
Ian, fjórar mínútur
Nei mamma, bara sex mínútur
Og í stráknum, sem mér finnst alltaf vera litla barnið, er að fæðast unglingur og töffari.
Í gærkvöldi kvað við alveg nýjan tón
Jæja Ian, bursta eftir tíu mínútur
Mamma, gleymdu því....
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Mánudagur, 28. desember 2009
Mamma veðurgyðja
Ég er mætt til vinnu. Afskaplega syfjuð enda hefur sólarhringurinn hjá fjölskyldunni farið svolítið á annan endann í fríinu.
Jólin voru ljúf í faðmi fjölskyldunnar. Engin jólaboð. Bara við á náttfötunum, horfandi á imbann eða með bók í hönd... og konfektkassann á lærunum (í fleiri en einni merkingu).
Góðir göngutúrar með Vidda Vitleysing slógu á át-samviskubitið, sem reyndar var með minna móti þessi jólin.
Sá Einhverfi reynir sífellt að semja við foreldrana um veðurfarið í Reykjavík. Á 2. í jólum stalst hann út á pall með vatnskönnu til að bræða frostið. Hann gerir auðvitað illt verra og móðirin er í lífshættu á glerhálum pallinum þegar hún stelst út í bílskúr til að smóka sig.
Rigning á morgun mamma, sagði hann.
Nei Ian, veistu ég held ekki, sagði ég. Það verður örugglega snjór og kalt.
Þá fríkaði barnið út. Orðið ''snjór'' kveikir á einhverjum óhemjutökkum hjá honum.
Eftir langar og strangar samningaviðræður sættumst við á að þann 3. í jólum yrði ''kalt, ský og sól''.
Það gekk nokkurn veginn eftir. En í morgun byrjaði að snjóa algjörlega miskunnarlaust. Ég hringdi í Vesturhlíð til að athuga hvernig aumingja litli snjófælni drengurinn minn hefði það.
Það er skemmst frá því að segja að hann lagðist undir feld í morgun til íhugunar. Sundferð var þó nógu freistandi til að hann varð hreyfanlegur. Ég sé hann fyrir mér í heita pottinum, gólandi formælingar á eigin tungumáli upp til himins.
Kannski eru þær formælingar ætlaðar mér. Allavega virðist hann ekki efast um það eitt andartak að móðir hans sé hin eina sanna veðurgyðja.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Þriðjudagur, 22. desember 2009
Hinn sanni jólaandi...
Sá Einhverfi er kampakátur þessa dagana. Það er búið að vera yndislegt að ''setja upp jólin'' með honum síðustu vikur. Ég veit ekki hvort ljómar meira, jólatréið, sem stendur nú þegar í fullum skrúða í stofunni, eða augun í Þeim Einhverfa.
Hann vaknar á nóttunni til að gúffa í sig litlum gotterís-bitum sem jólasveinarnir skilja eftir í skónum hans en er alveg laus við áhyggjur eins og til dæmis að velta því fyrir sér hvernig jólasveinninn komist inn til hans. Sem er eins gott, því gluggarnir á herberginu hans hafa verið harðlokaðir undanfarið í rokinu og kuldanum.
Og talandi um veðrið.. Ég myndi nú frekar kjósa logn og að sjá hvítum flyksum kyngja niður í bjarmanum frá jólaljósunum sem loga svo fallega við næstum hvert hús. En því miður er hætt við að eitthvað af ljómanum í augum drengsins myndi slokkna við slíka sjón. Og ég myndi sennilega elska hann aðeins minna... NEI NEI NEI EKKI SNJÓR EKKI FROST (Argh Ian, heldurðu að ég ráði því?).
En frostið böggar hann ekki núna. Ekki á meðan það er ekki sjáanlegt á jörðinni. Frostið í vindinum bítur ekki á hann og veldur honum ekki hugarangri. Já, hann er skrítin skrúfa hann sonur minn. Skrítin og skemmtileg skrúfa.
Ég hef merkt kyrfilega inn á vikuplanið hans að skógjöfum sé lokið þann tuttugastaogfimmta. En samt sem áður á ég von á því að vakna upp um miðja nótt aðfaranótt jóladags við dreng sem lætur í sér heyra af vandlætingu yfir svikulum jólasveinum (eða móður) þegar hann mun vakna upp við tóman skó.
En það er seinna-tíma-vandamál. Núna hlakka ég til að upplifa jólin í gegnum börnin mín.
Gelgjan hefur pantað stöðu pakkastjóra á aðfangadagskvöld og ég veit henni mun farast starfið vel úr hendi. Eins og allt annað sem hún gerir. Hún hefur allt sitt líf haft þann heiður að setja engilinn á topp trésins en vék af fúsum og frjálsum vilja fyrir litla bróður þetta árið.
Ég er búin að skemmta mér vel yfir þessari mynd. Það er engu líkara en Gelgjan haldi 10 kílóum þyngri bróður sínum á lofti. En það rétta er að Sá Einhverfi stendur upp á stól og ''stóra'' systir styður við hann.
Undir tréinu er heill hellingur af jólapökkum sem Sá Einhverfi hjálpaði mér við að pakka inn og skrifa á til-og-frá kortin. Eitt slíkt kort skrifaði hann á án eftirlits. Til Ian frá Ian stendur á því. Og þannig myndi hann helst vilja hafa þau öll.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Fimmtudagur, 26. nóvember 2009
Lífshættir og hamingja kvenna - The Joys of Womanhood
The Joys of Womanhood
Höfundur: óþekkt afburðakona
Brilliant Woman Author Unknown
Íslenskað: óþekkur afburðakeli
Konur yfir fimmtugt, eignast ekki börn. Þær mundu aldrei muna hvar þær lögðu þau frá sér.
Women over 50 don't have babies because they would put them down and forget where they left them.
Ein ráðgátna lífsins er hvernig 750 gr af konfekti verða 2 kg af konu.
One of life's mysteries is how a 2 pound box of candy can make a woman gain 5 lbs.
Ég læt hugann reika.., en stundum yfirgefur hann mig
My mind not only wanders, it sometime leaves completely.
Besta leiðin til þess að gleyma öllum vandræðum, er að ganga í of þröngum skóm.
The best way to forget all your troubles is to wear tight shoes.
Hið góða við að búa í litlum bæ, er að þegar ég veit ekkert hvað ég er að gera, veit einhver annar það.
The nice part about living in a small town is that when you don't know what you're doing, someone else does.
Með aldrinum verður erfiðara að léttast. Árin, líkaminn og fitan bindast vináttuböndum.
The older you get, the tougher it is to lose weight because by then, your body and your fat are really good friends.
Ég var einmitt að sættast við gærdaginn, en þá kom þessi dagur
Just when I was getting used to yesterday, along came today.
Stundum finnst mér ég skilja allt, en svo kemst ég aftur til meðvitundar.
Sometimes I think I understand everything, then I regain consciousness.
Ég hætti að skokka mér til heilsubótar þegar hitinn af læranúningnum kveikti í sokkabuxunum.
I gave up jogging for my health when my thighs kept rubbing together and setting my pantyhose on fire.
Undarlegt! Ég hengi eitthvað upp í skáp og eftir smátíma hefur það hlaupið um tvö númer!
Amazing! You hang something in your closet for awhile and it shrinks two sizes!
Horrenglur pirra mig! Sérstaklega þegar þær láta út úr sér hluti eins og : "Veistu, stundum bara gleymi ég að borða." Sko, mér hefur tekist að gleyma hvar ég á heima, hvar ég lagði bílnum, hvers dóttir mamma er og hvar ég setti lyklana, En ég hef aldrei gleymt að borða. Hvílík heimska: að gleyma að borða!
Skinny people irritate me! Especially when they say things like, "You know, sometimes I just forget to eat." Now I've forgotten my address, my mother's maiden name, and my keys. But I've never forgotten to eat. You have to be a special kind of stupid to forget to eat.
Vinkona mín tók feil á Pillunni sinni og valíuminu sínu. Hún á orðið 14 börn, en henni er eiginlega alveg sama.
A friend of mine confused her valium with her birth control pills. She had 14 kids, but she doesn't really care.
Vandi sumra kvenna er að þær æsast upp útaf einhverju ómerkilegu og giftast því svo. The trouble with some women is that they get all excited about nothing and then they marry him.
Það stóð í grein að dæmigerð einkenni streitu væru: að borða of mikið, kaupa það allt sem manni dettur í hug og að aka of hratt. Er ekki í lagi með þetta lið? Þetta er það sem gefur lífi mínu gildi.
I read this article that said the typical symptoms of stress are: eating too much, impulse buying, and driving too fast. Are they kidding? That is my idea of a perfect day.
Ég hef komist að leyndarmáli fatanna frá Victoria's Secret. Leyndarmálið er að engin eldri en þrítug passar í þau.
I know what Victoria's Secret is. The secret is that nobody older than 30 can fit into their stuff.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Fimmtudagur, 19. nóvember 2009
Freaky friday fannst í gær
Mig langar til að þakka öllum sem lögðu hér hönd á plóg... allar ráðleggirnar sem ég fékk í gegnum síma, bloggið, fésið og tölvupóst.
Það kom mér gleðilega á óvart hversu mörgum þótti mikilvægt að Ian fengi myndina sína.
DVD myndina fann ég ekki á neinum sölustað. Þrautalendingin hefði verið að panta hana á netinu en til þess kom ekki. Róslín vinkona mín á Hornafirði bauðst til að senda mér í pósti, eintak sem hún á, og hefði ég þegið það ef mér hefði ekki boðist myndin til sölu hjá stúlku í Reykjavík.
Ég kom við hjá henni í Skipholtinu í gærkvöldi eftir að hafa sótt Gelgjuna í danstíma. Gat varla beðið eftir að komast heim og afhenda drengnum myndina. Ég varð ekki fyrir vonbrigðum. Gleði- og vantrúarsvipurinn sem breiddist yfir andlitið á honum var ómetanleg sjón.
Váááá, hvíslaði hann með lotningu. Svo hagræddi hann sér í stólnum og hóf lesturinn eins og hann væri með Heimskringluna sjálfa í höndunum. Í 2 klukkustundir opnaði hann ekki einu sinni hulstrið. Bara sat og las utan á það og skoðaði í krók og kima.
Þær upplýsingar sem hann meðtók í gærkvöldi munu brátt skila sér handskrifaðar eftir minni, á hvítt blað. Leturgerðin verður sú sama og á hulstrinu.
Við næsta matarboð læt ég nægja að múta honum með sælgæti.
Þriðjudagur, 27. október 2009
Hlutir endurheimtir og börn öguð
Ég er heppin. Svo endalaust heppin. En auðvitað hlýtur heppnin að renna sitt skeið á endanum.
Í gærmorgun uppgötvaði ég að blessað Visa kortið mitt var ekki þar sem það á að vera, þ.e.a.s. í veskinu mínu. Eftir að hafa brotið heilann í nokkra stund komst ég að þeirri niðurstöðu að ég hefði síðast notað það í Krónunni á laugardaginn. Svo ég hringdi. Og jú, viti menn, kortið var þar.
Ég veit ekki hversu oft ég hef gleymt alls konar hlutum, misverðmætum af vísu, hist og her um borgina. Alltaf fæ ég þá aftur.
Seðlaveskið mitt dagar oft upp í hillu í einhverri fataversluninni þar sem ég gleymi mér við að skoða boli, buxur eða annan fatnað. Legg frá mér veskið og rölti mína leið, sæl og glöð. Geng svo að veskinu aftur hálftíma seinna innan um tuskurnar. Meira að segja í útlöndum þar sem manni er ráðlagt að ríghalda í allt sem heitir veski eða töskur því þjófar séu á hverju götuhorni hef ég upplifað nákvæmlega þetta.
Ég hef aldrei gleymt barni en einu sinni gerði ég tilraun til þess. Á pósthúsi. Rölti út með Þann Einhverfa í barnastólnum og skyldi Gelgjuna eftir á öskrunum yfir tyggjókúlu í sjálfsala sem móður hennar hugnaðist ekki að kaupa fyrir hana.
Ég ætlaði nú svo sem ekki langt. Bara út í bíl að spenna Þann Einhverfa fastan. Hann var þá þegar orðinn vel þungur og engin leið fyrir mig að bera hann út í annarri hendi og kippa kolvitlausum 3ja ára krakka undir hinn handlegginn.
En það varð uppi fótur og fit á pósthúsinu. Ein af kellunum kom hlaupandi út á eftir mér og spurði með miklum þjósti hvort ég ætlaði bara að skilja krakkaskrattann eftir. Hún virtist dauðhrædd um að þurfa að taka orminn með sér heim að loknum vinnudegi. Hefur sennilega alvarlega íhugað að hringja á barnaverndarnefnd.
Ég varð öskureið. Þarna var ég að nota mínar eigin aðferðir við að aga þessa 3ja ára og var ekki par glöð yfir þessari afskiptasemi.
það má fylgja sögunni að það tók tvö skipti að koma Gelgjunni í skilning um að svona hagaði mér sér ekki í búðum (eða pósthúsum). Hitt skiptið sem ég skyldi hana eftir gargandi, var í Byko. Á milli rekka lá hún í gólfinu og frekjaðist. Ég lét eins og ég kannaðist ekkert við þetta barn, heldur dröslaðist um með fjandans barnastólinn, lauk mínum erindum, fór á kassa og greiddi. Ég sá útundan mér að fólk gaf brjálaða barninu hornauga, en mér var nokkuð sama.
Aldrei síðan hefur stúlkutetrið að tarna vælt um nokkurn skapaðan hlut í búðum. Reyndar þolir hún ekki búðir.... I wonder why
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 12:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 15
- Frá upphafi: 1640567
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2019
2018
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- solskinsdrengurinn
- skrifa
- jenfo
- gelgjan
- annambragadottir
- marzibil
- brynja
- hk
- gurrihar
- lehamzdr
- katlaa
- eddaagn
- jahernamig
- hronnsig
- martasmarta
- katrinsnaeholm
- palmig
- ipanama
- hallarut
- tommi
- ktomm
- poppoli
- svavaralfred
- kollajo
- bergruniris
- bene
- bennason
- jensgud
- solrunedda
- heidathord
- ringarinn
- tofraljos
- kjaftaskur
- ormurormur
- zeriaph
- unns
- ellasprella
- hjolagarpur
- salka
- nonniblogg
- markusth
- rebby
- birna-dis
- garun
- landsveit
- olofannajohanns
- brylli
- evaice
- ingolfurasgeirjohannesson
- rustikus
- singer
- jaxlinn
- krossgata
- mummigud
- blekpenni
- gerda
- baddahall
- holi
- grafarholt
- gudnylinda
- thegirl
- gretarorvars
- thordis
- herdis
- mammzan
- sigthora
- bet
- saedis
- emmgje
- sigurjonsigurdsson
- janus
- astromix
- overmaster
- thorasig
- gudni-is
- sunnadora
- kjarrip
- 810
- gislihjalmar
- beggagudmunds
- sirrycoach
- betareynis
- ilovemydog
- rannveigmst
- stormadis
- perlan
- bergdisr
- skondrumamma
- snar
- stormur
- ljonid
- raggipalli
- hjordiz
- almaogfreyja
- katja
- lady
- sigrunfridriks
- zunzilla
- olinathorv
- bidda
- smjattpatti
- jogamagg
- disadora
- harpao
- fuf
- alexm
- larahanna
- juliaemm
- saemi7
- gudrunmagnea
- svala-svala
- kari-hardarson
- hlf
- hlinnet
- annagisla
- einari
- lena75
- hector
- saethorhelgi
- ernafr
- birnarebekka
- heidistrand
- kerla
- hannamar
- jara
- supermamma
- monsdesigns
- malacai
- solveigth
- siggathora
- senorita
- snjaldurmus
- photo
- stingi
- pollyanna
- steingerdur
- icekeiko
- majaogco
- skordalsbrynja
- danjensen
- lilly
- heidabj
- omarpet
- helgamagg
- nori
- jamesblond
- gretaulfs
- rattati
- hogni
- ragjo
- kolgrima
- skjolid
- hugrunj
- egill75
- amman
- liljabolla
- asgerdurjoh
- okurland
- rannthor
- svalaj
- siggith
- vefritid
- zsapper
- laz
- graceperla
- rannug
- agbjarn
- alliragg
- fjarki
- birtabeib
- roslin
- lindape
- rosa
- tinnaeik
- muszka
- krummasnill
- lindalea
- fjola
- solan
- scorpio
- evabenz
- isleifure
- karitryggva
- ellasiggag
- beggita
- ollabloggar
- madddy
- songfuglinn
- emm
- lindagisla
- turettatuborg
- einarsigvalda
- huldadag
- siggasin
- credo
- loathor
- carma
- komaso
- fifudalur
- rosabla
- lillagud
- eythora
- griman
- eyrunelva
- svanurg
- strumpurinn
- godihundur
- hallidori
- annriki
- sibbulina
- helgurad
- huldumenn
- julianamagg
- berglindnanna
- huldam
- joik7
- venus
- osland
- liso
- amaba
- asako
- hryssan
- mammann
- leyla
- gunnarggg
- sigrunzanz
- fanneyunnur
- himmalingur
- helgabst
- bostoninga
- christinemarie
- jea
- elisabeta
- perlaoghvolparnir
- meyjan
- wonderwoman
- coke
- ragnhildurthora
- gullilitli
- tommi16
- ea
- mariaannakristjansdottir
- einarorneinars
- lindalinnet
- joninaros
- reynzi
- rosagreta
- lauola
- reynir
- elinora
- ma
- olapals
- bestalitla
- kolgrimur
- handtoskuserian
- vonin
- kaffi
- einarhardarson
- gleymmerei
- brandarar
- alf
- hreinsamviska
- litlakonan
- lucas
- reisubokkristinar
- jgfreemaninternational
- olofdebont
- thjodarblomid
- vilma
- ollana
- gudrununa
- holar
- gotusmidjan
- huldastefania
- mubblurnar
- bjarnihardar
- vild
- skrudur
- jyderupdrottningin
- sifjan
- letilufsa
- hrundt
- robbitomm
- brudurin
- anitabjork
- blindur
- astabjork
- bailey
- gattin
- draumur
- einhugur
- trygg
- eskil
- evags
- gudrunkatrin
- gudrunss
- nf26b
- topplistinn
- helgaas
- helgatho
- hildurhelgas
- drum
- innipuki
- ingal
- kikka
- astroblog
- oliskula
- joklamus
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- kariaudar
- vga
- thorolfursfinnsson
- motta