Leita í fréttum mbl.is

Cargo til Kína

 

Á tímabili hættum við að telja niður í tannburstun á kvöldin fyrir Þann Einhverfa. Mér þótti þetta í raun ýta undir þráhyggjuna hans þar sem ekki var séns að sleppa með að segja: Bursta eftir 10 mínútur og segja svo næst: bursta eftir 5 mínútur.

Nei, það varð að telja rétt niður og svo gleymdum við okkur auðvitað inn á milli og talning fyrir 10 mínútur gat tekið allt að 40 mínútur.

Ég nennti þessu alls ekki lengur og ákvað að strákurinn væri orðinn alltof stór til að við stæðum í svona hringavitleysu.

Við tók hræðilegasta tímabil sem við höfum átt í fara-að-sofa rútínunni. Grátur, hótanir og handalögmál varð næstum því daglegt brauð. Þessu fylgdi skelfilegur vanlíðan og samviskubit yfir því að langa til, allavega annað hvert kvöld, að pakka barninu sínu ofan í ferðatösku, merkja hana ''to whom it may concern'' og senda til Xiamen í Kína.

Það var ekki fyrr en nýlega sem ég áttaði mig á þessari tengingu, þ.e. að háttatíminn varð svona erfiður eftir að við hættum að telja niður. En þá byrjaði ég líka að telja aftur. Af fullum krafti og af mikilli gleði og ástríðu. Tel bara eins og ég eigi lífið að leysa. Og ástandið hefur skánað til muna.

Sá Einhverfi reynir að vísu oft að teygja lopann.

Ian, fjórar mínútur

Nei mamma, bara sex mínútur

 

Og í stráknum, sem mér finnst alltaf vera litla barnið, er að fæðast unglingur og töffari.

Í gærkvöldi kvað við alveg nýjan tón

Jæja Ian, bursta eftir tíu mínútur

Mamma, gleymdu því....

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd:

Góður

, 29.12.2009 kl. 20:38

2 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Takk fyrir mig enn og aftur Jóna, þið eruð fjölskylda ársins í mínum kosningum, ér greiddi einn atkvæði af einum mögulegum og þið fenguð að mýnist 101% kosningu, Ian hefur ekki tekið sér langann tíma við að velja foreldra, þið eruð yndisleg.

Og gleðilega hátíð.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 29.12.2009 kl. 23:26

3 Smámynd: Ómar Ingi

HAHAHAHAHAHA

Ómar Ingi, 30.12.2009 kl. 00:56

4 Smámynd: Ásta Björk Solis

flottur nyji unglingurinn.

Ásta Björk Solis, 30.12.2009 kl. 05:30

5 identicon

Hann er nú bara yndislegur :)

Sandra (IP-tala skráð) 30.12.2009 kl. 12:55

6 Smámynd: Swami Karunananda

Sæl, Jóna. Alltaf gaman að lesa bloggfærslurnar þínar. Systir mín, hún Herdís Ingibjörg Svansdóttir, hefur starfað með Ian í Vesturhlíð um nokkurt skeið, svo ég þykist eiga eitthvað í stráknum, þótt með mjög óbeinum og langsóttum hætti sé!

Ég hef löngum alið þá sannfæringu í brjósti að hinar sönnu hetjur mannkynssögunnar séu ekki hershöfðingjar né kóngar né keisarar - og ekki einu sinni andlegir meistarar eins og Búdda og Kristur. Nei, hinar sönnu hetjur mannkynssögunnar eru venjulegt fólk eins og þú og þín fjölskylda, sem tekst á við erfitt (en þó á ýmsan hátt gríðarlega gjöfult) hlutskipti af æðruleysi, dugnaði og kærleika - og heilmiklum húmor.

Þessar sönnu hetjur rata kannski ekki á síður sögubókanna, en það styður bara það sem bílaframleiðslufrömuðurinn bandaríski Henry Ford sagði eitt sinn: "history is bunk".

Óska ég öllum sem þessar línur lesa árs og friðar!

Swami Karunananda, 5.1.2010 kl. 23:15

7 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Ég er algerlega sammála Swami og segi líka gleðilegt ár.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 7.1.2010 kl. 14:11

8 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Kærar þakkir guys fyrir þessar fallegu athugasemdir

Jóna Á. Gísladóttir, 7.1.2010 kl. 16:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóna Á. Gísladóttir
Jóna Á. Gísladóttir

 

 

 Ég er nokkuð dæmigerð íslensk útivinnandi kona. Hef lokið grunnnámi í markþjálfun og gengur betur að hjálpa öðrum við markmiðasetningu en sjálfri mér. Mér lætur líka betur að stjórna öðrum en sjálfri mér. 

 netfangið mitt er jonaagisla@gmail.com

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband