Leita í fréttum mbl.is

Silungs- eða laxaflök á grillið - sérstaklega ætlað Jenfo

Stórt laxa- eða silungsflak

Mango chutney, smjör (má sleppa), sojasósa og 1 gott hvítlauksrif

pressa hvítlaukinn saman við mjúkt smjör og hræra út í mango chutney.

Smyrja þessu á flakið. Þekja vel.

skvetta slatta af sojasósu yfir (ekki þó of mikið).

Hita grill á blússhita, leyfa að hitna í allt að 20 mín.

setja flakið í álpappír, loka. Grilla í 4 mín í lokuðum álpappír og 4 mín í opnum. Líka hægt að grilla bara á álbakka eða klemmu.

Ef þetta á að taka extra stuttan tíma, skella þá bara tilbúnu kartöflusalati í dós í borðið og sturta úr einum poka af fersku káli í skál, og dós af hvítlaukssósu (t.d. frá Kjarnafæði).

Þetta er hriiiiiiiikalega gott.


Súludansari fjármagnar píanónám dóttur sinnar með atvinnu sinni

Sáuð þið Ísland í dag í kvöld (þriðjudag). Það var viðtal við mægðurnar. Í heimalandi sínu (sem ég man ekki í augnablikinu hvað er) starfaði móðirin sem læknir í sjúkrabíl. Hversu sorglegt er það ekki að hún fái hærri tekjur sem dansari á búllu á Íslandi?

Stúlkan hennar er yndisleg. Fær píanóleikari og æfir um 4 klst á dag. Síðan móðirin kom til Íslands hefur hún aðeins séð dóttur sína á 8-9 mánaða fresti og það hefur að sjálfsögðu verið þeim erfitt.

Hún var spurð hvernig henni líkaði starfið. Hún bar sig vel og talaði um hvað Geiri á Goldfinger og konan hans væru indæl og mér skildist að þau hefðu greitt farið fyrir stúlkuna til landsins.

Svo var dóttirin spurð hvað henni finndist um starf móður sinnar. Stúlkan var mjög dugleg að reyna að tjá sig á ensku og tókst það ágætlega. Hún byrjaði að svara spurningunni og brast svo í afar sáran grát og mamma hennar líka.

Þetta var svo átakanlegt að horfa á en jafnframt svo opinberandi. Þarna er þessi kona sem vill gera allt, leggja allt í sölurnar til að dóttir hennar fái að blómstra og þroska hæfileika sína en eftir að hafa séð þetta viðtal þarf enginn að velkjast í vafa hversu mikill sársauki býr að baki.

 

 

 


Ég er hætt að blogga, búin að finna mér annan starfsvettvang

haldiði ekki að Bretinn sé úti að þrífa bílinn minn. Og ég er ekki einu sinni að ýkja þegar ég segi að hér hefur bíll ekki verið þrifinn í 2 ár. Ekki af heimilisfólkinu allavega.

Þannig að þig sjáið að heimagerða stjörnuspáin var ekki lengi að rætast. Og nei, ég sagði honum ekki frá stjörnuspánni og ef hann hefði lesið hana þá hefði það verið hans síðasta verk að þrífa bílinn. Myndi ekki gera mér það til geðs að ég gæti sagt; I told you so.

Tvöföldun á heimsóknum er svoooooooooo fjarri lagi að það er grátlegt. Þið sjáið því að bloggið er ekki minn vettvangur. Þegar maður getur ekki einu sinni trekkt að fólk með kynlífi, hvað er þá eiginlega eftir? Já, kona spyr sig.

og ef ég kynni að flokka eins og Jenný Anna Harakiri þá myndi ég bæta við flokk sem heitir joninabenhættabloggasyndrome


Hún hugsar ekki um neitt annað en hoppsa-sa på sengekanten. Kynlíf daginn út og daginn inn. Það er það eina sem hún vill sagði örvæntingarfullur fótboltamaður við kollega sinn

í búningsklefanum eftir æfingu.

Núúúúú sagði kolleginn og glennti upp augun. Er það eitthvað vandamál?

You bet your ass það er vandamál þusaði fótboltakappinn. Tony hefur nú ekki úthald endalaust.

Tony!? segir kolleginn eitt spurningarmerki.

Já maður. Hann.. vinurinn... 

Ja já haha segir kollegi hans skömmustulegur. Auðvitað.

Það er samt einn plús í þessu og það er að ég þarf ekki að gera nein helvítis húsverk lengur, enda eru þau alls ekki karlmannsverk. Hann hlær stórkarlalega og ber sér á brjóst.

Núúúú segir kolleginn heimskulegur á svip. Hann var ein eyru og beið spenntur eftir að fá að heyra smáatriðin.

Ég leggst bara í sófann með bjórglas eins og þetta á auðvitað að vera og segi: ef þú gengur frá í eldhúsinu og kemur krökkunum í rúmið á meðan ég horfi á fréttirnar þá tökum við fram hjúkrunarkonubúninginn í kvöld.

Hjúkrunarkonubúninginn hikstar kolleginn spenntur

En ég þoli samt ekki miðvikudaga. Það eru verstu dagarnir.

Afhverju er það stynur kolleginn. Orðinn mjög óþolinmóður. Vill komast að kjarna málsins.

Á miðvikudögum vill hún alltaf allan pakkan. Þá vill hún að ég fari í g-streng innan undir hjúkrunarkonubúninginn. Hefurðu vitað það verra? Ég þoli ekki g-strengi.

 


Ert þú læknirinn?

Ég þurfti að fara í legvatnsástungu þegar ég gekk með Þann Einhverfa (sem er reyndar svolítið íronískt). Eftir miður fallega fæðingu með Gelgjuna er legið á mér víst ekki í ástandi til að þola hríðar svo það var vitað að Sá Einhverfi yrði tekinn með keisara. Því var stress að taka hann um leið og hægt væri og legvatnsástungan var til þess að athuga hvort lungun á honum væru orðin nógu þroskuð. En nú er ég komin út í allt aðra sálma en ég ætlaði.

Ég mætti sem sagt upp á spítala til að fara í þessa legvatnsástungu. Ungur og myndarlegur maður tekur á móti mér og ég kemst að því að þetta er læknirinn. Sjálf var ég þrítug en hann leit ekki út fyrir að vera í þann veginn að ljúka samræmdu prófunum. Ég spurði hann kurteislega hvort hann hefði örugglega aldur til að vera þarna. Hann hló bara að mér.

Ég held að ég hafi byrjað að eldast á þessu andartaki í fyrsta skipti á ævinni. Það var þvílíkt sjokk að uppgötva að þarna stóð háskólamenntaður maður, læknir, og hann var yngri en ég. Hvernig gat þetta verið? Mér fannst ég svo svakalega ung.

Upp frá þessu rekst maður á svona lið alls staðar. Maður hrekkur í kút þegar maður heyrir einhvern í mútum segja: Góðir farþegar, þetta er flugstjórinn sem talar.....

Bíddu, hver hleypti syni sínum í míkrafóninn? Er svona taka-börnin-með-í-vinnuna-dagur?

Mér kvíður alveg svakalega fyrir því þegar ég einhvern daginn fer til kvensjúkdómalæknis og einhver sem gæti verið sonur minn býður mér að leggjast í stólinn. Færðu svo rassinn aðeins neðar góða mín...

Nei takk. Ef kvenkyns kvensjúkdómalæknar gufa upp af einhverjum ástæðum þá lýkur mínum heimsóknum til slíkra sérfræðinga.

Það verður líka svakalega skrýtið að fylgjast með skólasystkinum Gelgjunnar hrúgast inn á Alþingi. En þá mun maður loksins fá einhver ítök hjá ráðamönnum. Ég verð að muna að njósna vel um þessa krakka þegar kynþroskaaldurinn fer að færast yfir þau. Skrásetja hjá mér hvert einasta move svo ég hafi eitthvað á þau þegar mig vantar hækkun á ellilífeyri eða góða þjónustuíbúð með útsýni yfir sjóinn seinna meir.


Ég var að vakna. Eruð þið sofnuð?

Skreið upp í með Þeim Einhverfa um kl. hálf tíu í kvöld og barasta vaknaði nógu snemma til að skríða upp í með Gelgjunni og segja bænirnar fyrir hana.

Hefði síðan átt að skríða upp í til Bretans... nei hann er vakandi ennþá. Ég hefði samt átt að skríða upp í mitt rúm og halda áfram að sofa. Fyrst ég er búin að rífa mig á lappir verð ég að setja inn eins og eitt blogg (það er hér sem sagt) og nú er ég glaðvöknuð.

Sé að þið hafið verið dugleg að kommenta hjá mér og ég missti af Önnu í Essex. Aaarghhhh..


Er ég í fitun?

Þar sem það var með eindæmum rólegt í vinnunni í dag ákvað ég að skella mér í Kringluna í hádeginu og kíkja á útsölurnar. Það hefði ég ekki átt að gera.

Ég er á því að allar konur eigi að taka ástandspróf við innganginn á Kringlunni. Stjórnarmenn Kringlunnar eiga að setja það sem skilyrði fyrir inngöngu kvenmanns að hún taki stöðupróf á andlegu jafnvægi og áliti á eigin líkama og útliti. Ef þeir koma þessari reglu ekki á fljótlega verða þeir allavega að veita áfallahjálp við útganginn.

Ég stefndi á að finna mér svartar buxur með frekar klassísku sniði og/eða skyrtu, boli eða bara eitthvað toppstykki. Hver af þessum flíkum átti að eiga það sameiginlegt að leyna öllu sem mér þykir miður fara á eigin líkama. Ég fór inn sem sterk kona (að ég hélt), fullkomlega sátt í eigin líkama, vel til höfð um hár og andlit og allt að því bólulaus.

Í stað þess að koma valhoppandi út úr kringlunni með einn til tvo plastpoka dinglandi í annarri hendinni sátt með mig og mín nýju föt, kom ég út sem rjúkandi rúst, með glansandi nef, úfið hár og niðurbrotin á sál og líkama.

Ég er sannfærð um að ef ég hefði tekið áðurnefnt stöðupróf þá hefði mér verið vísað frá. Það sem er undirliggjandi hefði komið í ljós. Ég er overweight, middle aged woman og langt frá því að vera sátt við útlit mitt, þyngd, líkamsvöxt eða aldur. Djöfull er maður ofboðslega ruglaður.

Ég veit þó að Bretinn verður glaður að heyra hversu naumlega hann slapp fyrir horn með lækkandi inneign á reikningnum..... hei... það er að renna upp fyrir mér ljós. Bara núna. Á þessu andartaki. Þetta er nákvæmlega ástæðan fyrir þig afhverju Bretinn er svona duglegur að elda og sulla saman alls konar rjómasósum og smjörsteiktum sveppum, steikja beikon og kaupa rjómatertur.

Ég mun eiga orð við manninn í kvöld, það er alveg ljóst.  fat


Valtýr Björn og nýja skrifstofan

Það er kannski stranglega bannað að blogga svona um fólk undir nafni. Ég læt þetta samt flakka.

Eitt sinn, er ég var að vinna á Stöð 2, var verið að taka húsnæðið aðeins í gegn eins og gengur. Stigi sem var á gangi rétt fyrir utan matsalinn var pússaður til og opinu undir stigapallinum lokað. Þetta var ágætis geymslurými og því var sett þarna hurð sem hægt var að ganga inn um eða kannski skríða. Hurðin var að sjálfsögðu lág eða um 120 cm á hæð.

Gárungar á staðnum (ég held að það hafi verið fólkið á fréttastofunni) tók sig til og merkti hurðina Skrifstofa Valtýs Björns. Hann varð ekkert ofsalega glaður en sá nú samt spaugilegu hliðina á málinu.

Stundum er bara fyndið að vera kvikindislegur  valtyr

 

Svo er hér nokkur gullkorn sem Valtýr hefur látið út úr sér við lýsingar á leikjum:

  • Þetta er svartur svertingi
  • Það er hellingur af fullt af fólki
  • Þeir eru með bandarískan Ameríkana
  • Nú er það svart, það er ljóst

og að lokum:

Einu sinni var Valtýr Björn að lýsa leik í ítölsku deildinni. Einhver ónefndur leikmaður skaut á markið vel fyrir utan vítateig, og fór boltinn hátt yfir. Þá sagði Valtýr: ''Nei, nei. Ef menn ætla að skjóta af svona löngu færi þá verða menn að fara nær 


Þrír kettlingar

Þessar myndir set ég inn svo allir geti notið þeirra, en sérstaklega er það gert  fyrir Ásdísi bloggvinkonu

Það er búið að vera frábært að fá að fylgjast með þessum krúttum frá upphafi. Ég hefði ekki viljað missa af þessari reynslu fyrir nokkurn mun.

Það er stórkostlegt að sjá hvernig þessir þrír einstaklingar eru mismunandi og hafa hver sinn persónuleika. Þetta eru allt læður og hafa fengið nöfn sem Gelgjan valdi. Mig minnir að hugmyndin af öllum nöfnunum hafi komið frá bloggvinum mínum. Gelgjan veit samt að tvær þurfa að fara. Einni ætlum við að halda, en ekki hefur verið ákveðið hver þeirra það verður. Fyrst og fremst þurfum við að finna góð heimili fyrir tvær. Það er það eina sem skiptir máli.

 

Khoska1 Khoska2Þetta er hún Khoska. Hún fæddist síðust og er lang rólegust. Alvarlega systirin.

 

 

 

 

 

 

 Þetta er Perla. Hún er svakalega fjörug og vill bara leika sér.

perla1perla2

 

 

 

 

 

 

 

Svo er það hún Elvíra. Hún er elst og það hefur ekki farið á milli mála, alveg frá upphafi. Hún er landkönnuður mikill og lífið snýst um að kanna hvað er hinum megin við hurðina.

ElviraogKhoska1

 

 

 

 

 

Hérna eru Elvíra og Perla að slást eins og systur gera stundum

PerlaogElvia1

Tinnasiðar

 

 

og hér er Tinna mamma eitthvað að blanda sér í málin


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jóna Á. Gísladóttir
Jóna Á. Gísladóttir

 

 

 Ég er nokkuð dæmigerð íslensk útivinnandi kona. Hef lokið grunnnámi í markþjálfun og gengur betur að hjálpa öðrum við markmiðasetningu en sjálfri mér. Mér lætur líka betur að stjórna öðrum en sjálfri mér. 

 netfangið mitt er jonaagisla@gmail.com

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.8.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband