Sunnudagur, 12. október 2008
Fánýtur fróðleikur
Ég á vin á fésbókinni sem kallar sig Fánýtan fróðleik. Frá honum kemur oft í viku, allskonar skemmtilegur fróðleikur. Misfánýtur.
Hér kemur smávegis sýnishorn:
Í tilefni kreppu koma hér nokkrar vandaðar svívirðingar sem nota má við ýmis tækifæri:
"Zsa Zsa Gabor hefur gifst svo oft að hún er með hrísgjrónaför í andlitinu."
Henry Youngman
"Elizabeth Taylor er svo feit að hún setur majónes á aspirínið sitt."
Joan Rivers
"Hann lítur út eins og dvergur sem hefur verið dýft í fötu af skapahárum." Boy Gerorg, um Prince
"Er þér sama þó ég sitji aðeins aftar? Þú ert svo andfúll."
Donald Trump í viðtali við Larry King
"Ef ég væri gift þér myndi ég setja eitur í kaffið þitt."
Lafði Astor, við Winston Churchill
"Ef þú værir konan mín, þá myndi ég drekka það."
Winston Churchill, við Lafði Astor
"Þú ert fullur"
Lafði Astor, við Winston Churchill
"Já, frú. Ég er fullur. En á morgun verður runnið af mér en þú verður ennþá ljót."
Winston Churchill, við Lafði Astor.
-------
Mig langar að minna ykkur á að partur af því að standa saman í kreppunni er að hætta ekki að fara út í búð og versla. Í matinn, föt á börnin og aðrar nauðsynjar.
Einnig er mikilvægt að láta eftir sér einstaka ónauðsynjar; s.s. maskara þó sá gamli sé ekki alveg búinn, nærbuxur þó að til séu fyrir einar fyrir hvern vikudag, ný tegund af vítamíni o.sfrv.
Við þurfum að halda áfram að láta hjólin snúast.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Föstudagur, 10. október 2008
Bretinn stingur af
....................................................................................................................................
..........................................................................................................................
..........................................................................................................................
--------------------------------------------------------------------------------------------------
Æi hann á þetta til. Þegar hann fær nóg af mér.
Svo skilar hann sér aftur, þegar söknuðurinn eftir mér verður honum óbærilegur.
Svo veit ég að hann er barasta dapur yfir því að löndin hans tvö eiga í milliríkjadeilum.
En ég held við verðum bara að taka þetta á léttu nótunum.
Eins og Dabbi:
Bretinn kominn fram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Fimmtudagur, 9. október 2008
Draugaganga í miðbæ Reykjavíkur
Þetta er ég að fara að gera annað kvöld og ég verð að segja að þetta er skemmtileg tilviljun. Og þó... trúi ég á tilviljanir?
Það er vinnustaðagleði annað kvöld og ég vissi að ég væri að fara í draugagöngu. En ég hafði ekki hugmynd um að miðlar kæmu þar við sögu, fyrr en ég kíkti á síðuna rétt í þessu. Vissi ekki að þetta ætti að vera svona ,,alvöru''.
Það eru ekki nema nokkrir dagar síðan að ég fékk hugmynd af skáldsögu. Það er reyndar varla hægt að tala um ''hugmynd'' ennþá, en ég ákvað að skáldsögu skyldi ég skrifa fyrir jólin 2009 og hún ætti að fjalla um spíritisma í einhverju formi.
Eftir að hafa kíkt á þessa síðu: Draugaganga í Reykjavík, er ég sannfærð um að engar tilviljanir eru til og ég mun afla hellings efnis annað kvöld. Ef ég fell ekki í öngvit á einhverju götuhorninu. Það er spurning hvort maður rekist ekki á Jón Forseta afturgenginn við Alþingishúsið. Hann hlýtur í það minnsta að vera búinn að snúa sér í gröfinni.
Allir hafa skoðun á spíritisma. Hver er þín skoðun?
Trúirðu á drauga eða að framliðnir gangi á meðal okkar? Trúir þú að spíritismi sé af hinu illa? Trúir þú dauðinn sé endir alls eða að framliðnir færist upp á ''næsta stig''? Trúir þú að til sé fólk sem sjái meira en aðrir?
Lumarðu á sögu sem segir okkur að ekki er allt sem sýnist?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Miðvikudagur, 8. október 2008
Bubbi, Sá Einhverfi og fleira
Laufey Samstarfskona og ég skelltum okkur á Austurvöll í hádeginu í dag. Svona rétt til að berja Bubba og fleiri augum og upplifa stemningu og samkennd.
Þetta var næs hádegi. Hef eiginlega ekkert betra orð yfir það. Það var gott að standa undir beru lofti á fallegum, íslenskum haustdegi og láta skemmta sér.
Mér þótti boðskapur og tilgangur þessara tónleika góður. Jákvæður. Okkur veitir ekkert af jákvæðni þessa dagana. Og þess vegna fór ég. Ekki vegna þess eða þrátt fyrir að Bubbi eigi eða átti fullt af peningum. Fannst það lítið koma málinu við.
Óvænt skemmtiatriði setti sinn svip á daginn. Á milli tveggja atriða, er sviðið stóð algjörlega autt í nokkrar mínútur, birtist skyndilega karlmaður. Rölti rólega og yfirvegað yfir sviðið, tók míkrafón og hóf upp raust sína. Hann var í tveimur úlpum með húfu á höfðinu. Andlitið var tekið en milt að sjá og það vottaði fyrir kímni í augnaráðinu. Hann var drukkinn.
Þarna stóð hann og söng af hjartans lyst. Acapella. Gerði þetta bara nokkuð vel. Sérstaklega í ljósi þess að ég geri ráð fyrir að atriðið hafi verið algjörlega óæft. Honum var vel fagnað og klappað lof í lófa.
Hljómsveitarmeðlimur gekk inn á sviðið í öðru erindi. Rólega. Lagði höndina létt á öxl mannsins sem kom míkrafóninum aftur fyrir á sinn stað. Saman gengu þeir út af sviðinu og mannfjöldinn fagnaði enn hærra. Ég býst við að flestir hafi þekkt hann. Sævar Ciesielski.
Hann lyfti öðrum handlegg í kveðjuskyni og veifaði glaður í bragði.
Það voru blendnar tilfinningar sem bærðust með mér.
Pínulítil sorg yfir því að geta óneitanlega ekki annað en dregið af þessu þá ályktun að Ciesielski hafi orðið Bakkusi að bráð. Ég hélt að sá mæti maður hefði gengið beinu brautina í mörg ár.
Og gleði yfir því að á þessum mínútum upplifði ég samkenndina. Enginn æsingur, ekkert uppnám yfir því að einhver væri þar sem hann ætti ekki að vera. Og fagnaðarlætin voru á engan hátt hræsnisfull eða hæðnisleg. Við vorum öll þarna í sama tilgangi. Blönk, blankari, blönkust... eða ekki.
Ef ykkur finnst ég væmin þá er best að ég endi þetta á bílferð með Þeim Einhverfa í kvöld. Við vorum á leið heim eftir að ég sótti hann í Hólaberg. Ég hafði spurt hann áður en hann settist inn í bílinn, þessarar vanalegu spurningar: Þarftu að pissa?
Hann svaraði á sama hátt og alltaf: ég er búin að pissa
Og við keyrðum af stað. Ekki leið á löngu þar til hann byrjaði að hossa sér í aftursætinu og það þýðir aðeins eitt.
Ohh Ian, sagði ég svolítið pirruð. Þarftu að pissa?
Búin að pissa, sagði Sá Einhverfi.
Ég gaf í og sagði: Ekki pissa, við erum alveg að koma heim. EKKI pissa, bara stutt eftir. EKKI PISSA
Honum þótti ég fyndin. Og hló. Mikið. Og honum þótti ég svo fyndin og hló svo mikið að hann pissaði á sig.
------
Það eru erfiðir tímar hér á klakanum. Ekki síst vegna óvissunnar. Ég er fegin að það er fjöldinn allur af fólki sem fylgist grannt með gangi mála. Kemur fram í fjölmiðlum, bloggar og talar. Veitir stjórnendum landsins aðhald.
Sjálf fylgist ég með úr fjarlægð. Hlusta og les. Reyni að skilja eitthvað í þessu öllu saman. Og mestmegnis er ég að taka þetta á mínu venjulega kæruleysi. Ég vil ekki mála skrattann á vegginn fyrirfram. Nóg er samt.
Verum góð við hvort annað.
Fjöldi fólks á mótmælasamkomu Bubba | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (27)
Þriðjudagur, 7. október 2008
Spiderman kom með mér heim frá Berlín
Í H&M í Berlín rakst ég á Spiderman húfu og Spiderman fingravettlinga. Datt í hug að þarna væri komið gott hráefni til að ná Þeim Einhverfa aftur í húfu eftir sumarið og ekki síður til að fá hann til að setja upp vettlinga. Það hefur hann aldrei samþykkt á þeim árum sem liðin eru síðan hann lærði að segja nei. Ég man eftir einu skipti þegar hann var á leikskóla, sem hann grét af handkulda. Þá orðinn blár á höndunum. Annars hef ég aldrei orðið vör við að hann kvarti yfir frosnum fingrum.
Ég kom heim frá útlandinu seint á sunnudagskvöldið, löngu eftir háttatíma drengsins, svo við hittumst ekki fyrr en í morgun (mánudag) þegar ég vakti hann.
Og ég uppgötvaði að á einhvern hátt sé ég svipbrigði í andlitinu á honum sem enginn annar myndi sjá. Hann vaknaði hægt og rólega á meðan ég strauk honum um hárið en allt í einu skildi hann að þetta var mamman sem hann hafði ekki séð í fjóra daga og augun opnuðust upp á gátt. Hann leit samt ekki á mig en settist upp í rúminu og færði sig fram á rúmstokkinn svo hann sat þétt við hlið mér. Hann gerir þetta aldrei, heldur rýkur upp úr rúminu, svo bara þessi litla athöfn sagði mér að hann var feginn að fá mömmu sína heim. Feimnisleg augngota var svo rúsíninan í pylsuendanum.
Á meðan hann var að borða morgunmatinn sinn ákvað ég að draga fram Spiderman gersemana. Augun á honum opnuðust örlítið meira en venjulega og áhugaglampi og teygður háls sagði allt sem segja þurfti. Spiderman er málið.
Húfan er með augu eins og Spiderman gríman svo Sá Einhverfi gerði tilraun til að draga húfuna yfir andlitið á sér. Þá sá hann auðvitað ekki glóru og sættist á að þetta væri bara venjulega húfa sem ætti að sitja ofan á höfðinu. Puttarnir rötuðu í fyrstu ekki í rétt hólf í vettlingunum en hann vann sig fljótt og vel út úr því vandamáli. Svo sat hann og virti fyrir sér eigin handarbök, líkt og kvenmaður skoðar með velþóknun á sér hendurnar eftir vel heppnaða naglalökkun.
Og í fyrsta skipti á ævinni horfði ég á eftir stráksa út í skólabílinn með fingurna vel varða fyrir kulda.
Þá datt mér í hug að kannski hefði ég búið til nýtt vandamál. Það væru góðar líkur á því að hann myndi sitja allar kennslustundir í dag með vettlinga á höndunum. Neita að fjarlægja þessi nýju og spennandi útiföt. En það er allt í lagi. Það er góð tilfinning að vita til þess að honum er hlýtt á höndunum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Þriðjudagur, 7. október 2008
Bubbi góður
Hvað sem hverjum finnst um Bubbaling þá held ég að enginn geti mótmælt því að hann hafi allnokkuð til síns máls núna. Og þá á ég ekki við þessa frétt sem hér er tengt við, heldur ummæli hans í símaviðtali í dag, við kappana í Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni.
Bubbi ætlar að spila og syngja á Austurvelli á morgun ásamt Buffinu og kannski fleirum. Ekki í mótmælaskyni eins og sagt er í fréttinni heldur til að fá fólk til að koma saman og finna samstöðu.
Maðurinn var að semja lag og texta um þjóðina þegar þeir hringdu í hann og var kominn með tvö erindi. Skemmtilegur hæfileiki að hafa.
Hann sagði ýmislegt í þessu stutta viðtali sem snerti við taug og orðaði hlutina m.a. eitthvað á þá leið að skútan væri sokkin, en við værum í brimgarðinum með björgunarvesti og við yrðum að draga hvort annað að landi.
Tími háreystanna og blótsyrðanna myndi koma en hann væri ekki í dag og ekki á þessum tónleikum á morgun. Hvatti fólk til að koma. Sýna sig og sjá aðra og snúa bökum saman.
Mér þóttu þetta falleg skilaboð. Ég tók þau til mín og það birti aðeins til.
Svei mér þá ef ég er ekki bara svolítið meyr í dag.
Bubbi útilokar ekki pólitískt framboð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Þriðjudagur, 7. október 2008
Ísland í svart/hvítu
Þetta er nú meira andskotans ástandið. Og ég skil hvorki upp né niður í hvað er að gerast. Er farin að búa til alls konar myndbrot í hausnum. Fátæklega og illa klædda Íslendinga í biðröð eftir mjólkurbrúsanum. Fólk að klippa út afsláttarmiða úr dagblöðunum. Allar konur eru með skuplu á hausnum og karlmennirnir með hatta. Gott ef börnin eru ekki berfætt.
Og öll þessi myndbrot eru í svart/hvítu. Þarna er ég líka að taka slátur.... og ég fullvissa ykkur um að við megum vera langt leidd ef það mun einhvern tíma gerast.
Er ég að mála skrattann á veginn?
Í stuttu máli sagt: Ég er farin aftur til Berlínar.
Hundruð milljarða vegna Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Fimmtudagur, 2. október 2008
Ekki snjór bara rigning
Það snjóar hérna í hæstu hæðum. Guði sé lof að ég yfirgef landið á morgun, þó sú fjarvera muni aðeins vara í fjóra daga.
Í þau skipti sem ég hef farið í slík húsmæðraorlof leyfi ég húsmæðrapirring að byggjast upp innra með mér í 2-3 daga fyrir brottför. Læt allt fara í taugarnar á mér heima við. Kannski er það ómeðvitað með vilja gert (ef það er hægt) til að léttirinn verði því meiri við að stíga upp í fríking flugvél. Og til þess að hinir fjölskyldumeðlimirnir sakni mín ekki eins mikið. Eða alls ekki neitt. Ég er viss um að Bretinn er jafn spenntur að losna við pirruðu húsmóðurina í nokkra daga eins og ég er að komast í burtu.
Ég er búin að standa í þvotti til að ég hafi einhverju hreinu að pakka niður í fyrramálið. Nú er þurrkarinn fullur og allir ofnar í húsinu þaktir peysum, bolum og buxum. Það er eins gott að kettirnir leiti ekki í hlýjuna í nótt og taki spássitúr á fötunum mínum. Ég myndi sennilega gráta ofurlítið ef það væru loppuför í hvíta þvottinum þegar ég vakna.
En það snjóar sem sagt hér á heiðinni og Sá Einhverfi var ekki sáttur í kvöld. Gelgjan leit út á sólpall og öskraði upp yfir sig: ,,það er allt hvítt það er allt hvítt''.
Ég hélt hún væri að ljúga og fór ekkert leynt með það.
,,Ekki snjór ekki snjór,'' sagði Sá Einhverfi en Gelgjan hélt það nú.
Þetta var rætt fram og til baka og alltaf heyrðist í Þeim Einhverfa í bakgrunninum: ,,ekki snjór ekki snjór''.
Við veittum honum litla eftirtekt þar til allt í einu hann beygði af. Hann grét þessi elska yfir snjókomunni og ég skyldi allt í einu að ég hefði ekki haft neitt móti því að brynna aðeins músum sjálf yfir þessari hvítu og köldu kveðju. Ég nenni nebblega ekki vetrinum.
Bretinn reyndi að segja honum staðreyndir: ,,Ian honey. I do have a lot to say about lot of things, but this is out of my control (hógvær bara).
Sá Einhverfi lét ekki huggast og við eiginlega urðum að lofa honum rigningu á morgun. Eftir það tók við hálftími af: ,,ekki snjór bara rigning''. Og hann sofnaði sáttur.
En það er hætt við því að það verði ekki gamla, góða rigningin sem blasi við í fyrramálið og ég er ofsalega fegin að það er Bretinn sem fer með honum á fætur í þetta skiptið.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (28)
Fimmtudagur, 2. október 2008
Ný mynd um Guðföðurinn í bíó á næstunni
Ég hef það eftir áreiðanlegum heimildum að þetta sé sú besta sem framleidd hefur verið. Sem er reyndar mjög óvenjulegt þegar um framhaldsmyndir er að ræða
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
Miðvikudagur, 1. október 2008
Sölumenn dauðans
Ég hef það eftir ónefndum aðila sem þekkir vel til í undirheimum Reykjavíkur að það sé afar algengt að eiturlyfjasalar eigi hunda. Og þá er ég ekki að tala um Chihuahua eða Silki Terrier. Helst haldi þeir stórar hundategundir sem geti virkað ógnandi.
Hverjum öðrum gæti dottið í hug að varnar- og árásaþjálfa heimilishundinn sinn? Spyr sá sem ekki veit.
Varar við varnar- og árásarþjálfun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 1640374
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2019
2018
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- solskinsdrengurinn
- skrifa
- jenfo
- gelgjan
- annambragadottir
- marzibil
- brynja
- hk
- gurrihar
- lehamzdr
- katlaa
- eddaagn
- jahernamig
- hronnsig
- martasmarta
- katrinsnaeholm
- palmig
- ipanama
- hallarut
- tommi
- ktomm
- poppoli
- svavaralfred
- kollajo
- bergruniris
- bene
- bennason
- jensgud
- solrunedda
- heidathord
- ringarinn
- tofraljos
- kjaftaskur
- ormurormur
- zeriaph
- unns
- ellasprella
- hjolagarpur
- salka
- nonniblogg
- markusth
- rebby
- birna-dis
- garun
- landsveit
- olofannajohanns
- brylli
- evaice
- ingolfurasgeirjohannesson
- rustikus
- singer
- jaxlinn
- krossgata
- mummigud
- blekpenni
- gerda
- baddahall
- holi
- grafarholt
- gudnylinda
- thegirl
- gretarorvars
- thordis
- herdis
- mammzan
- sigthora
- bet
- saedis
- emmgje
- sigurjonsigurdsson
- janus
- astromix
- overmaster
- thorasig
- gudni-is
- sunnadora
- kjarrip
- 810
- gislihjalmar
- beggagudmunds
- sirrycoach
- betareynis
- ilovemydog
- rannveigmst
- stormadis
- perlan
- bergdisr
- skondrumamma
- snar
- stormur
- ljonid
- raggipalli
- hjordiz
- almaogfreyja
- katja
- lady
- sigrunfridriks
- zunzilla
- olinathorv
- bidda
- smjattpatti
- jogamagg
- disadora
- harpao
- fuf
- alexm
- larahanna
- juliaemm
- saemi7
- gudrunmagnea
- svala-svala
- kari-hardarson
- hlf
- hlinnet
- annagisla
- einari
- lena75
- hector
- saethorhelgi
- ernafr
- birnarebekka
- heidistrand
- kerla
- hannamar
- jara
- supermamma
- monsdesigns
- malacai
- solveigth
- siggathora
- senorita
- snjaldurmus
- photo
- stingi
- pollyanna
- steingerdur
- icekeiko
- majaogco
- skordalsbrynja
- danjensen
- lilly
- heidabj
- omarpet
- helgamagg
- nori
- jamesblond
- gretaulfs
- rattati
- hogni
- ragjo
- kolgrima
- skjolid
- hugrunj
- egill75
- amman
- liljabolla
- asgerdurjoh
- okurland
- rannthor
- svalaj
- siggith
- vefritid
- zsapper
- laz
- graceperla
- rannug
- agbjarn
- alliragg
- fjarki
- birtabeib
- roslin
- lindape
- rosa
- tinnaeik
- muszka
- krummasnill
- lindalea
- fjola
- solan
- scorpio
- evabenz
- isleifure
- karitryggva
- ellasiggag
- beggita
- ollabloggar
- madddy
- songfuglinn
- emm
- lindagisla
- turettatuborg
- einarsigvalda
- huldadag
- siggasin
- credo
- loathor
- carma
- komaso
- fifudalur
- rosabla
- lillagud
- eythora
- griman
- eyrunelva
- svanurg
- strumpurinn
- godihundur
- hallidori
- annriki
- sibbulina
- helgurad
- huldumenn
- julianamagg
- berglindnanna
- huldam
- joik7
- venus
- osland
- liso
- amaba
- asako
- hryssan
- mammann
- leyla
- gunnarggg
- sigrunzanz
- fanneyunnur
- himmalingur
- helgabst
- bostoninga
- christinemarie
- jea
- elisabeta
- perlaoghvolparnir
- meyjan
- wonderwoman
- coke
- ragnhildurthora
- gullilitli
- tommi16
- ea
- mariaannakristjansdottir
- einarorneinars
- lindalinnet
- joninaros
- reynzi
- rosagreta
- lauola
- reynir
- elinora
- ma
- olapals
- bestalitla
- kolgrimur
- handtoskuserian
- vonin
- kaffi
- einarhardarson
- gleymmerei
- brandarar
- alf
- hreinsamviska
- litlakonan
- lucas
- reisubokkristinar
- jgfreemaninternational
- olofdebont
- thjodarblomid
- vilma
- ollana
- gudrununa
- holar
- gotusmidjan
- huldastefania
- mubblurnar
- bjarnihardar
- vild
- skrudur
- jyderupdrottningin
- sifjan
- letilufsa
- hrundt
- robbitomm
- brudurin
- anitabjork
- blindur
- astabjork
- bailey
- gattin
- draumur
- einhugur
- trygg
- eskil
- evags
- gudrunkatrin
- gudrunss
- nf26b
- topplistinn
- helgaas
- helgatho
- hildurhelgas
- drum
- innipuki
- ingal
- kikka
- astroblog
- oliskula
- joklamus
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- kariaudar
- vga
- thorolfursfinnsson
- motta