Leita í fréttum mbl.is

Draugaganga í miðbæ Reykjavíkur

 

Þetta er ég að fara að gera annað kvöld og ég verð að segja að þetta er skemmtileg tilviljun. Og þó... trúi ég á tilviljanir?

Það er vinnustaðagleði annað kvöld og ég vissi að ég væri að fara í draugagöngu. En ég hafði ekki hugmynd um að miðlar kæmu þar við sögu, fyrr en ég kíkti á síðuna rétt í þessu. Vissi ekki að þetta ætti að vera svona ,,alvöru''.

Það eru ekki nema nokkrir dagar síðan að ég fékk hugmynd af skáldsögu. Það er reyndar varla hægt að tala um ''hugmynd'' ennþá, en ég ákvað að skáldsögu skyldi ég skrifa fyrir jólin 2009 og hún ætti að fjalla um spíritisma í einhverju formi.

Eftir að hafa kíkt á þessa síðu: Draugaganga í Reykjavík, er ég sannfærð um að engar tilviljanir eru til og ég mun afla hellings efnis annað kvöld. Ef ég fell ekki í öngvit á einhverju götuhorninu. Það er spurning hvort maður rekist ekki á Jón Forseta afturgenginn við Alþingishúsið. Hann hlýtur í það minnsta að vera búinn að snúa sér í gröfinni.

Allir hafa skoðun á spíritisma. Hver er þín skoðun?

Trúirðu á drauga eða að framliðnir gangi á meðal okkar? Trúir þú að spíritismi sé af hinu illa? Trúir þú dauðinn sé endir alls eða að framliðnir færist upp á ''næsta stig''? Trúir þú að til sé fólk sem sjái meira en aðrir?

Lumarðu á sögu sem segir okkur að ekki er allt sem sýnist?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

Biða að heilsa Draugunum

Hver á ekki sögur ég á nokkrar , hérna verður þeim ekki lýst

Sorry Darling

Ómar Ingi, 9.10.2008 kl. 23:34

2 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

chiiiiiiiickeeeeeeen.....

Jóna Á. Gísladóttir, 9.10.2008 kl. 23:35

3 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

hahaha.... Ommi er kjúklingur!

En Jóna, ég trúi á það að við eigum öll okkar verndarengla, einhvern fylgir okkur af og til.

Svo reyndar trúi ég því líka eftir að hafa horft á Haunted þættina þarna sem bretinn er með ( verð að bæta því við að ég er viss um að ég sat nálægt honum á einum Manchester Utd leiknum!), já að vondir draugar séu líka til, einhverjir sem var komið illa fram við og þeir vilja hefna sín á öðrum.... sem er auðvitað ekki rökstæð hugsun, svo ég tali nú ekki um þættina á stöð tvö, ghost whisperes eða eitthvað! Ég verð alltaf að horfa en er samt oftast alveg skíthrædd...

Ég samt af einhverjum ástæðum hef aldrei tekið eftir neinu, nema þá skyndilegum hvítum doppum sem flögra um eitt augnablik... ótrúlega furðulegt!

Róslín A. Valdemarsdóttir, 9.10.2008 kl. 23:50

4 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég veit af eigin reynslu að ekki endi allt við dauðann. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 10.10.2008 kl. 01:08

5 Smámynd: Tína

Ég er spíritisti af Guðs náð og les allt sem snýr að andlegum málefnum. Já ég trúi því að látnir séu meðal vor og trúi því líka einlæglega að líf er að loknu þessu. Enda bloggaði ég einmitt um þetta um daginn og hlutverk okkar í lífinu.

Skemmtu þér vel Jóna mín og ég hlakka til að lesa um það hvernig þetta var.

Tína, 10.10.2008 kl. 05:10

6 Smámynd: María Guðmundsdóttir

vonandi skemmtirdu thér vel i draugagøngu, og færd ørugglega fullt af efni i bókina

trúi persónulega á lif eftir daudann og ad já,"andar" hinna látnu séu á sveimi kringum okkur. fékk spíritisma i vøggugjøf nánast frá fødurømmu minni og var farin ad lesa bækur midla um tólf ára aldurinn 

María Guðmundsdóttir, 10.10.2008 kl. 06:01

7 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Framliðnir eru ekki draugar Jóna mín.  Þú kemst vonandi að því einhvern tíma.  Góða skemmtun.

Ía Jóhannsdóttir, 10.10.2008 kl. 08:12

8 Smámynd: Margrét Birna Auðunsdóttir

Mér finnst nú bara ósköp gott til þess að vita að þegar kallið kemur leggi maður bara aftur augun og hverfi úr þessum heimi. Ég myndi ekki nenna að vera draugur

Margrét Birna Auðunsdóttir, 10.10.2008 kl. 10:00

9 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég trúi svo sannarlega á líf eftir dauðann og er sannfærð um tilvist framliðinna í lífi okkar. Ef ég hræðist eitthvað þá geri ég krossmark því ekkert ljótt fer í gegnum krossinn það hef ég fundið vel í gegnum tíðina.  Kær kveðja á heimilisfólkið þitt og góða helgi.

Ásdís Sigurðardóttir, 10.10.2008 kl. 10:23

10 Smámynd: Ásta Björk Hermannsdóttir

Já Jóna þú færð örugglega eitthvað gott efni í bókina þína..

Það er jú árbyggilega svo að það er fólk á meðal okkar sem er framliðið þó ég hafi ekki orðið þess vör að mér vitandi...ég trúi á allt svona yfirnáttúrulegt eins og álfa og móa og já allt ...

Skemmtu þér bara vel.

Ásta Björk Hermannsdóttir, 10.10.2008 kl. 13:19

11 Smámynd: Ívar Pálsson

Gott mál, Jóna. Við munum þá hafa nóg að ræða um áður, þar sem þetta nær vel inn á áhugasviðið.

Ívar Pálsson, 10.10.2008 kl. 13:46

12 Smámynd: Brynja Dögg Ívarsdóttir

Hæ, Draugar, jú þeir eru til.

Ég er ein af þeim sem er skyggn, passið ykkur bara, ég gét séð svipin á ykkur þegar þið lesið við tölvuna ykkar, ég lét lesa í fæðingardaginn minn um daginn, fékk svar og þar segir konan, sem réð í þetta fyrir mig, að ég væri skyggn, hún er miðill sjálf og sagðist sjálf hafa náð þannig tengingu við mig, þó að ég yrði þess ekki vör.Hún skrifaði þetta í svarið til mín, þó að ég segði henni bara nafnið og fæðingardag, ekkert annað.

En það er gaman að spjalla um svona, áður fyrr skemmtu Íslendingar sér við að segja sögur um svona, og enn þann dag í dag finnst fólki það gaman.

Gangi þér vel með bókina, Gleymmerei.

Brynja Dögg Ívarsdóttir, 10.10.2008 kl. 17:56

13 identicon

Ég á eina góða sögu sem er þó nokkuð löng til að segja frá hér, en hún snýst um að bróðir langömmu minnar var talinn af eftir að skip fórst.  Hann hins vegar fór í gullgröft í henni Ameríku og ekkert heyrðist frá honum um tíma.  Móðir hans hér heima á Íslandi fellur frá, kemur til systur hans í draumi og segir:  Þetta er svo skrítið, ég finn hvergi hann Karvel.  Þ.e. þarna uppi :)

Gyða Björk Jónsdóttir (IP-tala skráð) 12.10.2008 kl. 13:59

14 Smámynd: Gúrúinn

Ég hef glímt við draug. Um var að ræða ömmu þáverandi kærustu minnar.

Gúrúinn, 19.10.2008 kl. 20:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóna Á. Gísladóttir
Jóna Á. Gísladóttir

 

 

 Ég er nokkuð dæmigerð íslensk útivinnandi kona. Hef lokið grunnnámi í markþjálfun og gengur betur að hjálpa öðrum við markmiðasetningu en sjálfri mér. Mér lætur líka betur að stjórna öðrum en sjálfri mér. 

 netfangið mitt er jonaagisla@gmail.com

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband