Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2010

Er hið óeðlilega, eðlilegra?

 

 Pistill á Pressunni um félagslega hegðun fatlaðra, jafnt sem ófatlaðra. Biðst þú afsökunar þegar þú gefur frá þér búkhljóð?

 

http://www.pressan.is/pressupennar/Lesa_Jonu_Agustu/er-hid-oedlilega-edlilegra-


Strákarnir okkar - Í blíðu og stríðu

 

Pistill um góða reynslu og slæma, flotta rassa og strákana okkar á EM:

http://www.pressan.is/pressupennar/Lesa_Jonu_Agustu/strakarnir-okkar---i-blidu-og-stridu


Takk fyrir mig

 

Kæru þið öll.

Ég mun hér eftir vera með reglulega pistla á Pressunni og kveð því mogga-bloggið að mestu.

Hér steig ég mín fyrstu skref í opinberum skrifum árið 2007 og hefur það gefið mér heilmikið. Ég fékk mjög fljótlega byr undir báða vængi, þökk sé ykkur, og hefur það kvatt mig til frekari skrifa. Að ég tali nú ekki um að hér varð fyrsta bókin mín til. Ég segi fyrsta, því þær eiga eftir að verða mikið fleiri. Því hef ég heitið sjálfri mér.

Að sjálfsögðu vonast ég til að þið gefið ykkur tíma til að kíkja á pistlana mína á Pressunni. Ég mun linka inn á þá hér, allavega til að byrja með. Og hér er sá fyrsti.

Það er alltaf er hægt að senda mér línu á jonagisla@internet.is

Takk fyrir mig Heart

 


Af munni barna....

 

 Ég fékk þessa litlu sögu senda í tölvupósti og finnst hún svo æðisleg að ég ákvað að setja hana hér inn.

  

The children began to identify the flavors by their color:

Red......................Cherry
Yellow.................Lemon
Green..................Lime
Orange ...............Orange

Finally the teacher gave them all HONEY lifesavers (a candy). None of the children could identify the taste.

The teacher said, 'I will give you all a clue. It's what your mother may sometimes call your father.'

One little girl looked up in horror, spit her lifesaver out and yelled, 'Oh my God! They're ass-holes!

The teacher had to leave the room!

 


Af afmælissöng, afmæliskertum, afmælispökkum og afrakstur löngu liðins keisara

 

Gelgjan mín er 13 ára í dag og því orðinn unglingur. Eða táningur.

Á þessu heimili er vaninn að vekja viðkomandi afmælisbarn með hinum klassíska afmælissöng, logandi kerti sem er stungið í kökusneið, múffu eða annað tilfallandi og að sjálfsögðu afmælispakka.

Á vikuplan Þess Einhverfa, sem hann fékk afhent á laugardaginn, hafði ég skrifað í mánudagsreitinn, að systir hans ætti afmæli og við ætluðum að vekja hana með afmælissöng. Hann kommenteraði nú ekkert á þetta plan. Hvorki mótmælti því né samþykkti.

Fyrir þá sem ekki vita þá er Þeim Einhverfa meinilla við áðurnefndan söng. Hvort sem verið er að syngja fyrir hann sjálfan eða aðra. Hundinum á heimilinu, Vidda Vitleysing, er jafn illa við þessa laglínu. Við slíkar aðstæður grúfir Sá Einhverfi andlitið í höndum sér eða tekur fyrir eyrun, en Viddi geltir hástöfum.

Í morgun vorum Sá Einhverfi og ég að sjálfsögðu fyrst á fætur og stráksi gekk beint að vikuplaninu þar sem það hangir á ísskápnum og las skilaboðin vandlega. Ég vissi að hann hafði áhyggjur af þessu grófa og ósvífna uppbroti á daglegum venjum hans og morgunrútínu.

Ég virti hann fyrir mér á meðan hann las, en sagði svo: Ian ætlar þú að syngja fyrir Önnu Mae? (það má alltaf lifa í voninni, ekki satt?)

NEI, sagði hann skýrt, ákveðið og hálfum tóni hærra en eðlilegt getur talist. Svo skundaði hann fram í stofu til að kveikja á Emil í Kattholti því enginn virkur morgunn getur liðið án þess.

Mér datt ekki til hugar að draga krakkann á eyrunum upp á loft til að hann gæti æpt í mótmælaskyni við rúmstokk afmælisbarnsins.

Ég græjaði hann því bara eins og alla hina dagana, kvaddi og horfði á eftir honum upp í skólabílinn.

Að því loknu útbjó ég lítinn morgunmat, greip afmælispakka undir hendina og fór upp til að draga vankaðan Breta fram úr rúminu, ásamt Unga manninum (fyrrv. Ungling) sem ákallaði Guð á meðan hann barðist við að koma sér á lappir.

það var ægifagur söngur sem barst út á götu þegar við ruddumst inn í herbergi hjá nývígðri Táningsstúlkunni. Hún vaknaði með bros á vör og kippti sér ekkert við hundinn sem stóð geltandi ofan á sænginni hennar.

Fallega andlitið ljómaði þegar hún tók við morgunmatnum og blés á kertið. Að þessu sinni var afmæliskerti dagsins stungið í ristaða brauðsneið með osti.

Þegar þessi orð eru skrifuð eru akkúrat 13 ár síðan að reiður læknir skipaði mænudeyfingu og glæfraakstur upp á skurðstofu. NÚNA!

Ég get ekki kvartað þegar ég horfi á afraksturinn af þeim keisaraskurði. Sannkölluð prinsessa hún dóttir mín, í öllum jákvæðum merkingum þess orðs.

 

 


Enn af veðurspekúlasjónum

 

Sá Einhverfi heimtar loforð um rigningu, sól, regnboga, kulda...  bara hvað sem er annað en snjó og frost. Hann tengir ekki kulda við frost. Í hans huga er frost hvít héla á jörð.

Og mamman lofar upp í ermina á sér. Alveg upp að handarkrika. Miskunnarlaust og án þess að kunna að skammast sín.

Þannig var lofað sól, rigningu og regnboga fyrir síðasta miðvikudag. Það gekk auðvitað ekki eftir. En nú er svo komið að í stað þess að stráksi æsi sig yfir sviknum loforðum, þá færir hann bara óskina um nokkra daga. Loforðið var framlengt til sunnudags og sólin skilaði sér. Lítið var um rigningu og regnboga.

Sá Einhverfi sat hugsi inn í stofu í gær. Á stuttbuxum og stuttermabol eins og alltaf, með byssubelti á mjöðmunum. Ég veitti þessu enga sérstaka athygli, enda ekkert nýtt að hann sitji þögull í eigin heimi í góðan tíma í senn.

En í þetta skipti ákvað hann að deila hugsunum sínum með múttu; Fyrst kemur janúar, svo febrúar, svo mars, svo apríl, svo vorið.

Hann brosti hikandi og horfði einarðlega í augun á mér. Beið milli vonar og ótta eftir staðfestingu.

Það er alveg rétt Ian fullvissaði ég hann um og hrósaði honum fyrir frammistöðuna. Ég hugsaði hlýlega til kennarana í Öskjuhlíðarskóla. Þær mætu konur hafa verið að vinna með árstíðarnar í allan vetur vegna snjófælni drengsins og allt í einu ákvað hann að láta vita að hann skildi þetta svo sem. Að hverri árstíð fylgir visst veðurfar. En það er ekki þar með sagt að hann gefi upp vonina. Engin regla er án undantekninga.

Nú hef ég lofað sól, rigningu og regnboga á miðvikudag. Samkvæmt mbl á að rigna. Ef þeir reynast sannspáir þá hef ég staðið við loforð um sól og rigningu þó á sitthvorum deginum verði.

Nú er bara spurning hvenær regnboginn lætur sjá sig.

 


Höfundur

Jóna Á. Gísladóttir
Jóna Á. Gísladóttir

 

 

 Ég er nokkuð dæmigerð íslensk útivinnandi kona. Hef lokið grunnnámi í markþjálfun og gengur betur að hjálpa öðrum við markmiðasetningu en sjálfri mér. Mér lætur líka betur að stjórna öðrum en sjálfri mér. 

 netfangið mitt er jonaagisla@gmail.com

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.10.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Okt. 2024
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband