Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, september 2009

Upp með hendur niður með brækur

 

Gelgjan og Viðhengið komu heim úr sundi í dag og hentust inn úr dyrunum með bægslagangi. Unglingurinn hafði hringt í systur sína og boðið þeim vinkonum með sér og kærustunni í bíó og þær voru eðlilega spenntar yfir því.

Sá Einhverfi espaðist allur upp við lætin og var glaður að sjá stelpurnar. Hann verður sífellt félagslyndari.

Þær byrjuðu að kasta sundbolta á milli sín í stofunni en Sá Einhverfi hljóp út á pall og kallaði á þær. Stelpur komið stelpur komið, hrópaði hann.

Þær virtu hann ekki viðlits enda tekur tíma að síast inn í hausinn á manni að stráksi er ekki lengur endilega að góla einhverja merkingalausa frasa úr bíómyndunum sínum sívinsælu, heldur á hann það virkilega til að ávarpa fólk.

Æi svarið honum, sagði mamman í vorkunnartón. Hann er svo glaður að þið skuluð vera komnar.

Gelgjan brást strax við beiðninni; hvað segirðu Ian, eigum við að koma, kallaði hún á móti og hentist út á palli og í hvarf þar sem gardínurnar voru dregnar fyrir glugga og hurð.

Svo heyrði ég hana reka upp skaðræðisöskur og Þann Einhverfa reka upp dillandi hláturroku. Viðhengið hljóp að hurðinni og rykkti gardínunum frá og ætlaði svo að leka niður í gólf af hlátri.

''Litla'' einhverfa barnið sem mömmunni þótti vera svo mikil vorkunn, beið eftir systur sinni með tvær fullhlaðnar vatnsbyssur og hóf skothríð um leið og hún birtist.

Gelgjan flúði inn í bílskúr og fyllti þar þriðju vatnsbyssuna og ætlaði að ráðast á móti bróður sínum en gikkurinn á henni var ónýtur. Stráksi hafði því töglin og haldirnar. 

En stelpurnar eru betri í feluleik og eftir nokkrar ferðir í gegnum bílskúrinn og inn og út um allar mögulegar útidyrahurðir neyddist Sá Einhverfi til að hlaupa á klósettið, alveg í spreng.

Á meðan hann sat þar gargaði hann og gólaði á stelpurnar; stelpur stelpur hvar eruð þið? Og þær flissuðu einhvers staðar í felum og görguðu á hann á móti.

En þá kom Unglingurinn í hendingskasti, skipaði stelpunum út í bíl og á nokkrum sekúndum breyttist húsið og garðurinn úr háværum og úfnum sjó í lygna tjörn. Allt datt í dúnalogn. Ekkert heyrðist.

Aðeins hjáróma rödd drengs sem barst frá klósettinu: Stelpur stelpur hvar eruð þið?

Þá gleymdi mamman því samstundis að fimmtán mínútum áður var þessi strákur lævís, undirförull og útséður í því að klekkja á systur sinni, og vorkunnsemin helltist yfir hana.

Æi Ian þær eru farnar

Kannski seinna, sagði Sá Einhverfi og hysjaði upp um sig brækurnar.

Já Ian, þú getur sprautað á stelpurnar seinna.

 

 


Endurskinsmerki frá VÍS

 

Fyrir mörgum mánuðum síðan rataði á úlnlið Þess Einhverfa endurskinsmerki. Þetta er svona renningur sem þú skellir á úlnlið eða arm og við höggið hringar renningurinn sig eins og slanga utan um umræddan líkamspart.

Sennilega hefur þetta endurskinsmerki komið inn um lúguna með auglýsingu frá tryggingarfélagi eða einhverju slíku. Ég man það ekki lengur.

En allavega, þá tók drengurinn ástfóstri við þennan sjálflýsandi græna hlut og tók hann aldrei af sér nema rétt til að skemmta sér við að skella honum á ný á úlnliðinn og horfa á hann krækja sig fastan.

Svo var það einn dag fyrir skömmu að Sá Einhverfi kom  grátandi heim  með skólabílnum. Systkini hans tóku á móti honum og skildu hvorki upp né niður í því hvað var að litla bróður. Hann tuðaði um armband og Gelgjan hljóp um allt hús og bauð honum alls konar glingur á úlnliðinn en ekkert dugði. Sá Einhverfi hélt áfram að gráta.

En Gelgjan gafst ekki upp og á endanum sættist bróðir hennar á grænan og glansandi pakkaborða sem hún klippti og batt um úlnlið hans.

Svo kom mamman heim og kveikti á perunni um leið og hún heyrði söguna. Enda eru mæður hannaðar til þess, ekki satt? Að vera fljótar að fatta.

Og ég skildi auðvitað að án endurskinsmerkis getur einhverfur drengur ekki verið, svo ég settist niður með símaskrá og hóf leitina.

Ég talaði við sportvöruverslanir og einhver hjá Útilíf benti mér á að tala við tryggingarfélögin. Og ég hringdi í VÍS.

Indæl stúlka svaraði í símann. Hún kannaðist við umræddan hlut en sagði að þetta hefði allt saman klárast hjá þeim.

Veistu nokkuð hver framleiðir þetta fyrir ykkur, eða hvaðan þið kaupið þetta, spurði ég.

Nei, hún vissi það nú ekki en benti mér á að hringja daginn eftir og tala við konu í markaðsdeildinni.

Þakka þér fyrir, sagði ég. Og út af því að ég er afskaplega mikið til baka með að hringja í fyrirtæki út í bæ og biðja um eitthvað frítt þá vildi ég útskýra málið fyrir henni. Ég er nefnilega með einn einhverfan gutta hérna sagði ég sem var að týna endurskinsmerkinu sínu og er í sárum yfir því. Mig langar svo að finna nýtt handa honum.

Það kom andartaks þögn í símann en svo sagði stúlkan: fyrst að svo er þá á ég nú örugglega eins og eitt stykki heima hjá mér.

Ég hefði kysst hana ef símtól hefði ekki skilið okkur að, og eins og kom á daginn; talsverð vegalengd þar sem hún er staðsett á Akureyri.

Hún tók niður netfangið mitt og morguninn eftir fékk ég tölvupóst þar sem hún sagðist hafa fundið endurskinsmerki heima hjá sér og bað mig um að senda sér heimilisfangið okkar.

Tveimur dögum seinna fengum við tvo fjársjóði inn um bréfalúguna og Sá Einhverfi skartar nú glansandi og sjálflýsandi armbandi merktu VÍS á úlnliðnum. Alsæll.

Aukaeintakið faldi ég upp í skáp og þar bíður það þess að þörf sé fyrir það.

Þessi stúlka, sem lagði aukalykkju á leið sína til að gleðja ókunnugan dreng, hlýjaði mér um hjartarætur svo um munaði.

Anna Björk, takk fyrir okkur

 


Rómantískt..... og ekki svo rómantískt

 

Washington Post efndi til ljóðasamkeppni sem fólst í því að semja tveggja línu rímu. Skilyrði var að fyrri línan væri sérstaklega rómantísk en sú seinni andstæðan.   

 

Hér koma 11 dæmi um innlegg

1.

My darling, my lover, my beautiful wife:

Marrying you has screwed up my life.

2.

I see your face when I am dreaming.

That's why I always wake up screaming.

3.

Kind, intelligent, loving and hot;

This describes everything you are not.

4.

Love may be beautiful, love may be bliss,

But I only slept with you 'cause I was pissed.

5.

I thought that I could love no other

-- that is until I met your brother.

6.

Roses are red, violets are blue, sugar is sweet, and so are you.

But the roses are wilting, the violets are dead, the sugar bowl's empty and so is your head.

7.

I want to feel your sweet embrace;

But don't take that paper bag off your face.

8.

I love your smile, your face, and your eyes

Damn, I'm good at telling lies!

9.

My love, you take my breath away.

What have you stepped in to smell this way?

10..

My feelings for you no words can tell,

Except for maybe 'Go to hell.'

11.

What inspired this amorous rhyme?

Two parts vodka, one part lime.

 

 

 

WHO SAID POETRY IS BORING?!

 


Stuttbuxur verði síðbuxur... eða öfugt?

 

Haustið er að koma. Ég sé það á nokkrum gulnuðum laufum á trjánum fyrir utan eldhúsgluggann og ég finn það á kólnandi loftinu sem ég anda að mér á morgnana.

Sá Einhverfi virðist ekki finna það. Hann bara sér það á vikuplaninu sínu þar sem móðir hans hefur sett inn á hvern einasta dag eftirfarandi texta: Ian ætlar í buxur í dag.

Þannig hefur það verið í rúma viku en alltaf gengur hann út á morgnana í stuttbuxunum. Mig hefur skort viljastyrk og þrek til að fylgja fyrirmælunum eftir.

Skilaboðin hafa nú samt sem áður komist vel til skila og verið skilin... ef þannig má að orði komast. Það hefur verið greinilegt á öllum afklipptu buxnaskálmunum sem hafa fundist í ruslafötum hist og her um húsið síðustu daga.

Í morgun ákvað ég að taka málið alla leið. Lét skólabílinn fara þegar stráksi þverneitaði að klæðast síðari buxum en niður á mið læri. Hann þolir ekki þegar hann missir af rútunni. En í morgun þótti honum greinilega réttur hans til að klæðast stuttbuxum allan ársins hring, mikilvægari en að fá far með skólabílnum.

Ég sem sagt sendi skólabílinn í burtu og ákvað að leyfa Þeim Einhverfa að sitja einum í fýlu í stofunni. Fór upp á loft og sýsla og bað Gelgjuna sem var á leið niður, að fjarlægja skærin úr eldhússkúffunni. Hún gerði það samviskusamlega.

En það breytti engu. Strákskömmin varð sér úti um önnur skæri og síðustu síðbuxurnar í hans eigu breyttust í stuttbuxur í morgun, eins og aðrar hafa gert síðustu sjö daga. 

Ég frétti það í gegnum reiðan Breta sem stóð á gólunum í stofunni. Ég blikkaði ekki auga. Lyfti ekki einu sinni augabrún. En Sá Einhverfi lét sér segjast og samþykkti að fara í gamlar ''kvart'' buxur sem ég fann inn í skáp.

Ég notaði svo hádegið í dag til að fara í Hagkaup og kaupa tvennar jogginbuxur á drenginn. Þær eru nú í felum inn í þvottahúsi just in case að stór og stæðilegur klippióður einhverfur drengur fari á stjá  í nótt með skæri á lofti.

En eitthvað er stráksi orðinn leiður á reiðiköstum foreldranna því hann tilkynnti í kvöld, algjörlega upp úr eins manns hljóði; buxur á morgun.

 


Fifty dollars

 

Góðan og blessaðan daginn. Ég er löt við bloggfærslur þessa dagana eins og sumir hafa orðið varir við. Mun taka mig á þegar tækifæri gefst til.

Fékk þennan í tölvupósti og ákvað að leyfa fleirum að njóta:

 

Morris and his wife Esther went to the state fair every year, and every year Morris would say, 

'Esther,I'd like to ride in that helicopter.' 

Esther always replied, 

'I know Morris, but that helicopter ride is fifty dollars, 

And fifty dollars is fifty dollars' 

One year Esther and Morris went to the fair, and Morris said, 

'Esther, I'm 85 years old. 

If I don't ride that helicopter, I might never get another chance.' 

To this, Esther replied, 'Morris that helicopter ride is fifty dollars, and fifty dollars is fifty dollars.' 

The pilot overheard the couple and said, 

'Folks I'll make you a deal. I'll take the both of you for a ride. If you can stay quiet for the entire
 ride and don't say a word I won't charge you a penny! 

But if you say one word it's fifty dollars.' 

Morris and Esther agreed and up they went. 

The pilot did all kinds of fancy maneuvers, but not a word was heard. 

He did his daredevil tricks over and over again, 

But still not a word. 

When they landed, the pilot turned to Morris and said, 

'By golly, I did everything I could to get you to yell out, but you didn't. 

I'm impressed!' 

Morris replied, 

'Well, to tell you the truth, 

I almost said something when Esther fell out, 

But you know, 

fifty dollars is fifty dollars!'

 

 


Höfundur

Jóna Á. Gísladóttir
Jóna Á. Gísladóttir

 

 

 Ég er nokkuð dæmigerð íslensk útivinnandi kona. Hef lokið grunnnámi í markþjálfun og gengur betur að hjálpa öðrum við markmiðasetningu en sjálfri mér. Mér lætur líka betur að stjórna öðrum en sjálfri mér. 

 netfangið mitt er jonaagisla@gmail.com

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.10.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Okt. 2024
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband