Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, júní 2009

Vasaklútar í brjóstastćrđum

 

Sá Einhverfi röltir nú í hringi úti á trampólíninu og öskrar og gólar út í loftiđ til ađ fá útrás fyrir reiđina. Öđru hvoru heyrist: ''HEIMSKA MAMMA'' og ţví er greinilegt ađ hverjum illskan beinist. Ekki ađ ég hafi veriđ í neinum vafa um ţađ fyrir.

Mér varđ ţađ á í dag, ađ vera komin heim á undan honum, sem er ekki vinsćlt. Oft á tíđum brestur hann í sáran grát ţegar hann horfist í augu viđ smettiđ á móđur sinni viđ heimkomu. Ég viđurkenni fúslega ađ ég hef litla ţolinmćđi gagnvart ţessum tiltekna dynti í barninu. Vil hann helst sem fjćrst mér ţegar hann er í ţessum ham.

En ţađ er akkúrat á ţessum stundum sem hann kýs ađ vera gjörsamlega límdur viđ mig. Tekur utan um mig og krćkir höndunum fyrir aftan bak, svo ég get mig varla hreyft. Svo nuddar hann andlitinu í bolinn minn/skyrtuna/jakkann... međ öllum ţeim líkamsvessum sem spýtast fram viđ ákafan grát. Ohh ég get alveg tapađ mér.

Ég skipađi honum ađ sleppa mér og hann linađi ađeins takiđ. Rétt svo ţannig ađ nú var hann í beinni sjónlínu viđ hćgra brjóstiđ á mér. Hann virtist sjá eitthvađ athugavert svo ég fylgdi augnaráđi hans og sá ađ ég skartađi aukabrjósti, sem mótađi fyrir í gegnum bolinn.

Kannist ţiđ viđ ţetta dömur? Ţetta aukabrjóst sem myndast ţegar brjóstahaldarinn er of lítill eđa of stór eđa of víđur eđa of ţröngur... veit ekki alveg hvađ er vandamáliđ ţó ég viti ađ ég ţurfi ađ endurnýja BH lagerinn minn. 

Sá Einhverfi klappađi létt á ţessa aukabungu eins og til ađ reyna ađ fjarlćgja hana. Ţađ tókst ekki og hann gerđi ađra tilraun. Ţá skellti ég upp úr ţó ađ mig hefđi andartaki áđur langađ til ađ gefa hann á tombólu.

En stráksi sá ekki spaugilegu hliđina á aukabrjóstum frekar en öđrum brjóstum og eyđir nú tíma á trampólíninu í eigin fúla félagsskap.

Hvert fer mađur svo til ađ fá almennilega brjóstahaldara?

 


Kot í sveit

 

Mér og minni familíu var bođiđ í bústađ međ Bakarahjónunum um helgina. Dvöldum í Grímsnesinu frá laugardegi til sunnudags. Og ţvílík sćla.

Hvernig stendur á ţví ađ fólk slakar betur á í bústađ heldur en heima hjá sér? Er ţetta nálćgđin viđ náttúruna? Ađ geta setiđ úti á palli og heyra ekkert nema ţyt í laufi og fuglasöng? Umferđarniđur víđs fjarri.

Ađ sjá börnin koma röltandi utan úr móum, drullug upp fyrir haus međ prik í hönd fyrir göngustaf er afskaplega gefandi.

Líka ađ finna ţrastarhreiđur međ fjórum ungum, kyrfilega stađsett upp viđ húsvegg. Og á einum sólarhring sjá ţá stćkka, dafna, breiđa úr sér og ađ lokum fljúga út í buskann.

Ég komst ađ ţví ađ eltingaleikur og feluleikur í náttúrunni í ausandi rigningu, vekur upp barniđ í manni.

Heiti potturinn lét bíđa eftir sér, ţ.e. hann hitnađi seint, og Ţann Einhverfa ţraut ţolinmćđi, dreif sig í sundbuxurnar og brást ókvćđa viđ ţegar hin börnin stoppuđu hann. Ég kom ađ honum hágrátandi í sorgarferli og ákvađ ađ best vćri ađ leyfa honum ađ finna hitastigiđ á eigin skinni. Hann skellti sér ţví í  17 °C heitan (kaldan) pottinn og entist mun lengur en ég bjóst viđ.

Seinna tóku svo Gelgjan og Bakarasonurinn miđnćtursund í pottinum en ţá var hitastigiđ komiđ upp í einar 25°C.

Engum virđist hafa orđiđ meint af.

Mikiđ langar mig í lítiđ kot í sveitinni. Ţađ er gott ađ eiga drauma.

 


« Fyrri síđa

Höfundur

Jóna Á. Gísladóttir
Jóna Á. Gísladóttir

 

 

 Ég er nokkuð dæmigerð íslensk útivinnandi kona. Hef lokið grunnnámi í markþjálfun og gengur betur að hjálpa öðrum við markmiðasetningu en sjálfri mér. Mér lætur líka betur að stjórna öðrum en sjálfri mér. 

 netfangið mitt er jonaagisla@gmail.com

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.8.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Ágúst 2025
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband