Bloggfærslur mánaðarins, október 2009
Þriðjudagur, 27. október 2009
Hlutir endurheimtir og börn öguð
Ég er heppin. Svo endalaust heppin. En auðvitað hlýtur heppnin að renna sitt skeið á endanum.
Í gærmorgun uppgötvaði ég að blessað Visa kortið mitt var ekki þar sem það á að vera, þ.e.a.s. í veskinu mínu. Eftir að hafa brotið heilann í nokkra stund komst ég að þeirri niðurstöðu að ég hefði síðast notað það í Krónunni á laugardaginn. Svo ég hringdi. Og jú, viti menn, kortið var þar.
Ég veit ekki hversu oft ég hef gleymt alls konar hlutum, misverðmætum af vísu, hist og her um borgina. Alltaf fæ ég þá aftur.
Seðlaveskið mitt dagar oft upp í hillu í einhverri fataversluninni þar sem ég gleymi mér við að skoða boli, buxur eða annan fatnað. Legg frá mér veskið og rölti mína leið, sæl og glöð. Geng svo að veskinu aftur hálftíma seinna innan um tuskurnar. Meira að segja í útlöndum þar sem manni er ráðlagt að ríghalda í allt sem heitir veski eða töskur því þjófar séu á hverju götuhorni hef ég upplifað nákvæmlega þetta.
Ég hef aldrei gleymt barni en einu sinni gerði ég tilraun til þess. Á pósthúsi. Rölti út með Þann Einhverfa í barnastólnum og skyldi Gelgjuna eftir á öskrunum yfir tyggjókúlu í sjálfsala sem móður hennar hugnaðist ekki að kaupa fyrir hana.
Ég ætlaði nú svo sem ekki langt. Bara út í bíl að spenna Þann Einhverfa fastan. Hann var þá þegar orðinn vel þungur og engin leið fyrir mig að bera hann út í annarri hendi og kippa kolvitlausum 3ja ára krakka undir hinn handlegginn.
En það varð uppi fótur og fit á pósthúsinu. Ein af kellunum kom hlaupandi út á eftir mér og spurði með miklum þjósti hvort ég ætlaði bara að skilja krakkaskrattann eftir. Hún virtist dauðhrædd um að þurfa að taka orminn með sér heim að loknum vinnudegi. Hefur sennilega alvarlega íhugað að hringja á barnaverndarnefnd.
Ég varð öskureið. Þarna var ég að nota mínar eigin aðferðir við að aga þessa 3ja ára og var ekki par glöð yfir þessari afskiptasemi.
það má fylgja sögunni að það tók tvö skipti að koma Gelgjunni í skilning um að svona hagaði mér sér ekki í búðum (eða pósthúsum). Hitt skiptið sem ég skyldi hana eftir gargandi, var í Byko. Á milli rekka lá hún í gólfinu og frekjaðist. Ég lét eins og ég kannaðist ekkert við þetta barn, heldur dröslaðist um með fjandans barnastólinn, lauk mínum erindum, fór á kassa og greiddi. Ég sá útundan mér að fólk gaf brjálaða barninu hornauga, en mér var nokkuð sama.
Aldrei síðan hefur stúlkutetrið að tarna vælt um nokkurn skapaðan hlut í búðum. Reyndar þolir hún ekki búðir.... I wonder why
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Þriðjudagur, 13. október 2009
Ristað brauð með smjöri
Sá Einhverfi var að rista sér brauð. Sem er í sjálfu sér ekki í frásögur færandi. Hann er orðinn ótrúlega duglegur og auðvitað hvergi eins sjálfbjarga eins og í eldhúsinu, enda er það sem leynist þar í skápunum hans aðal áhugamál. Hann skellti tveimur brauðsneiðum í ristina og þegar þær poppuðu upp smurði hann svo ríflega með smjöri að ég sá þann kost vænstan að blanda mér í málið. Því var ekki tekið þegjandi en ég fékk að ráða. Var ekki alveg á því að barnið fengi sér smjör með brauði í staðin fyrir brauð með smjöri.
Sá Einhverfi tók fram tvo diska og setti eina brauðsneið á hvorn disk. Ég fórnaði höndum; átti þetta nú að verða nýjasta áráttan? Að nota marga diska fyrir hverja máltíð. Yrði næsta heita máltíð þannig að hver kartafla og hver kjötbita fengi sinn einkadisk.
Ég sameinaði brauðsneiðarnar á disk en um leið og ég sneri mér við var hann búinn að ná í hinn diskinn aftur. Svo gekk hann inn í stofu þar sem Gelgjan systir hans lá eins og klessa í stól og horfði á sjónvarpið. Hann lagði diskinn fyrir framan hana þegjandi og hljóðalaust, áður en hann sneri sér að því að innbyrða brauðsneiðina sem hann ætlaði sjálfum sér.
Þó að Gelgjunni byði við smjör magninu (þrátt fyrir inngrip móður á smurningu) klappaði hún saman höndunum og þakkaði bróður sínum afskaplega vel fyrir. Meðvituð um að hugtakið: að deila, eða að hugsa fyrst um aðra, er langt frá því að vera sjálfsagt þegar kemur að einhverfum einstaklingi.
Mamman var náttúrlega í awwwwwwwwwwww-gírnum.. út af báðum börnunum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Þriðjudagur, 6. október 2009
Saga án endis
Eitt sinn var lítill, ljóshærður drengur sem vissi ekkert betra en sól og sumar, stuttbuxur og stuttermaboli og berar tær.
Kvöld eitt, snemma í október á mildu hausti byrjaði að kyngja niður stórum hvítum snjóflyksum líkt og jólin sjálf væru gengin í garð.
Litli drengurinn dróg fyrir gluggana á herberginu sínu, skreið upp í rúm og breiddi sængina upp yfir höfuð. Hann grét ofan í koddann sinn og kallaði á vorið. Hann grét hljóðlega því innst inni vissi hann að það var örlítið kjánalegt að gráta yfir snjónum. En hann réði ekki við sig og neitaði að koma fram úr rúminu þó að það væri ekki komið að háttatímanum hans.
Pabbi lagðist upp í rúm hjá honum og talaði rólega til hans. Fullvissaði hann um að vorið kæmi aftur seinna en núna væri vetur og ekkert sem hægt væri að gera í því.
Að lokum grét drengurinn sig í svefn í fanginu á pabba, örþreyttur og ringlaður.
Um nóttina vaknaði hann þrisvar sinnum til að gægjast út um gluggann og athuga hvort hvíta teppið sem huldi garðinn hans og götuna fyrir utan húsið hefði ekki bara verið vondur draumur. Honum til armæðu og skelfingar var snjórinn enn á sínum stað, skjannahvítur, hreinn og glitrandi, en litli drengurinn kunni ekki að meta fegurðina. Hann leitaði huggunar hjá mömmu og pabba.
Um morguninn var fjölskyldan dauðþreytt og drengurinn í miklu uppnámi. Mamma ákvað að vera heima með drenginn og reyna að ræða um snjóinn, veturinn og hinar árstíðirnar í eitt skipti fyrir öll. Ekki vildi hún að drengurinn færi grátandi í gegnum veturinn. Hún talaði við ráðgjafa í skólanum og ákveðið var að prófa að gera félagshæfni sögu. Það gæti hjálpað drengnum að takast á við áráttuna.
Eftir langa mæðu samþykkti drengurinn að koma út úr myrkvuðu herberginu sínu, en hann flýtti sér að draga fyrir gluggana í stofunni svo hann þyrfti ekki að horfa á þennan hvíta ógnvald sem blasti við. Það leið löng stund þar til mamma hans gat fengið hann til að horfa út um gluggann og viðurkenna að það væri raunverulega snjór úti.
Sjáðu hvað snjórinn er fallegur, sagði mamma
Ekki fallegur, æpti litli strákurinn. Snjór ekki fallegur!
Jú, sagði mamma. Hann er hvítur og fallegur og glitrar í sólskininu. Stundum er sólskin á veturnar.
Já, það gat drengurinn samþykkt með glöðu geði.
Og stundum er rigning á veturna, hélt mamma áfram.
Jáááá. Það hýrnaði yfir drengnum.
Og stundum er snjór, lauk mamma máli sínu.
NEIIIIIII, EKKI SNJÓR, sagði drengurinn. Hann kærði sig ekki um að hlusta á meira.
Eftir það fóru margar klukkustundir í að bera út vatn til að bræða snjóinn af sólpallinum fyrir utan stofuna. Í fyrstu bar litli drengurinn út vatn í litlum ílátum en honum sóttist verkið seint og hann skipti úr 5 dl íláti í 1 lítra ílát. Svo náði hann í skúringafötu í þvottahúsið.
Mamma ákvað að leyfa honum að dunda sér við þetta. Drengurinn var þó allavega kominn út og í námunda við fönnina. Hún braut saman þvott í stofunni og lagði hann í stóran rauðan bala á meðan hún fylgdist með drengnum. Eitt skiptið er hún kom aftur inn í stofu eftir að hafa brugðið sér frá, lá þvotturinn í stól og stóri, rauði balinn var horfinn.
Hún hikaði andartak og velti því fyrir sér hvort hún væri orðin galin, en áttaði sig fljótlega á því að fatan hafði ekki dugað drengnum. Enda stóð hann við eldhúsvaskinn og var að fylla balann af vatni.
Hún hjálpaði honum að fara eina ferð með balann en samþykkti ekki fleiri. Drengurinn sætti sig við það og stóð skömmu síðar úti á palli í stuttbuxum og stuttermabol, berfættur í gúmmískóm og sópaði leyfarnar af snjónum fram að pallinum með hvítum kústi.
Kannski fer snjórinn á morgun Ian, sagði mamma mæðulega. En bara kannski.
Ekki kannski, mótmælti litli drengurinn.
Það er enginn endir á þessari sögu. Ekki ennþá.....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Mánudagur, 5. október 2009
Hvar er vorið?
Lítið að frétta frá þessum vígstöðvum. Við gerum okkur klár fyrir veturinn eins og aðrir Íslendingar. Andlega meira en hitt. Sá Einhverfi tjúllast við hverja hvíta flygsu sem kemur af himnum ofan og það var töluvert um slíkt um daginn.. sennilega í þar síðustu viku. Skiptist á haglél og slydda.
Hvar er vorið? grætur stráksi og ég get eiginlega tekið undir það.
Hvort það er aldurinn eða efnahagskreppan, þá kvíði ég í fyrsta skipti fyrir vetrinum. Aðallega fyrir því að þurfa að dúða mig á morgnana og fara út að skafa. En svo má ég auðvitað þakka fyrir að hafa eitthvað til að skafa, ekki satt?! Að ég tali nú ekki um að þakka fyrir að hafa eitthvað til að dúða mig í.
Nú þarf ég bara að brosa út að eyrum, birgja mig upp af kertum og finna leið til að fá Þann Einhverfa til að rúlla niður buxnaskálmunum og láta af stuttbuxna-þrákelkninni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (30.10.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2019
2018
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- solskinsdrengurinn
- skrifa
- jenfo
- gelgjan
- annambragadottir
- marzibil
- brynja
- hk
- gurrihar
- lehamzdr
- katlaa
- eddaagn
- jahernamig
- hronnsig
- martasmarta
- katrinsnaeholm
- palmig
- ipanama
- hallarut
- tommi
- ktomm
- poppoli
- svavaralfred
- kollajo
- bergruniris
- bene
- bennason
- jensgud
- solrunedda
- heidathord
- ringarinn
- tofraljos
- kjaftaskur
- ormurormur
- zeriaph
- unns
- ellasprella
- hjolagarpur
- salka
- nonniblogg
- markusth
- rebby
- birna-dis
- garun
- landsveit
- olofannajohanns
- brylli
- evaice
- ingolfurasgeirjohannesson
- rustikus
- singer
- jaxlinn
- krossgata
- mummigud
- blekpenni
- gerda
- baddahall
- holi
- grafarholt
- gudnylinda
- thegirl
- gretarorvars
- thordis
- herdis
- mammzan
- sigthora
- bet
- saedis
- emmgje
- sigurjonsigurdsson
- janus
- astromix
- overmaster
- thorasig
- gudni-is
- sunnadora
- kjarrip
- 810
- gislihjalmar
- beggagudmunds
- sirrycoach
- betareynis
- ilovemydog
- rannveigmst
- stormadis
- perlan
- bergdisr
- skondrumamma
- snar
- stormur
- ljonid
- raggipalli
- hjordiz
- almaogfreyja
- katja
- lady
- sigrunfridriks
- zunzilla
- olinathorv
- bidda
- smjattpatti
- jogamagg
- disadora
- harpao
- fuf
- alexm
- larahanna
- juliaemm
- saemi7
- gudrunmagnea
- svala-svala
- kari-hardarson
- hlf
- hlinnet
- annagisla
- einari
- lena75
- hector
- saethorhelgi
- ernafr
- birnarebekka
- heidistrand
- kerla
- hannamar
- jara
- supermamma
- monsdesigns
- malacai
- solveigth
- siggathora
- senorita
- snjaldurmus
- photo
- stingi
- pollyanna
- steingerdur
- icekeiko
- majaogco
- skordalsbrynja
- danjensen
- lilly
- heidabj
- omarpet
- helgamagg
- nori
- jamesblond
- gretaulfs
- rattati
- hogni
- ragjo
- kolgrima
- skjolid
- hugrunj
- egill75
- amman
- liljabolla
- asgerdurjoh
- okurland
- rannthor
- svalaj
- siggith
- vefritid
- zsapper
- laz
- graceperla
- rannug
- agbjarn
- alliragg
- fjarki
- birtabeib
- roslin
- lindape
- rosa
- tinnaeik
- muszka
- krummasnill
- lindalea
- fjola
- solan
- scorpio
- evabenz
- isleifure
- karitryggva
- ellasiggag
- beggita
- ollabloggar
- madddy
- songfuglinn
- emm
- lindagisla
- turettatuborg
- einarsigvalda
- huldadag
- siggasin
- credo
- loathor
- carma
- komaso
- fifudalur
- rosabla
- lillagud
- eythora
- griman
- eyrunelva
- svanurg
- strumpurinn
- godihundur
- hallidori
- annriki
- sibbulina
- helgurad
- huldumenn
- julianamagg
- berglindnanna
- huldam
- joik7
- venus
- osland
- liso
- amaba
- asako
- hryssan
- mammann
- leyla
- gunnarggg
- sigrunzanz
- fanneyunnur
- himmalingur
- helgabst
- bostoninga
- christinemarie
- jea
- elisabeta
- perlaoghvolparnir
- meyjan
- wonderwoman
- coke
- ragnhildurthora
- gullilitli
- tommi16
- ea
- mariaannakristjansdottir
- einarorneinars
- lindalinnet
- joninaros
- reynzi
- rosagreta
- lauola
- reynir
- elinora
- ma
- olapals
- bestalitla
- kolgrimur
- handtoskuserian
- vonin
- kaffi
- einarhardarson
- gleymmerei
- brandarar
- alf
- hreinsamviska
- litlakonan
- lucas
- reisubokkristinar
- jgfreemaninternational
- olofdebont
- thjodarblomid
- vilma
- ollana
- gudrununa
- holar
- gotusmidjan
- huldastefania
- mubblurnar
- bjarnihardar
- vild
- skrudur
- jyderupdrottningin
- sifjan
- letilufsa
- hrundt
- robbitomm
- brudurin
- anitabjork
- blindur
- astabjork
- bailey
- gattin
- draumur
- einhugur
- trygg
- eskil
- evags
- gudrunkatrin
- gudrunss
- nf26b
- topplistinn
- helgaas
- helgatho
- hildurhelgas
- drum
- innipuki
- ingal
- kikka
- astroblog
- oliskula
- joklamus
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- kariaudar
- vga
- thorolfursfinnsson
- motta