Leita í fréttum mbl.is

Ristađ brauđ međ smjöri

 

Sá Einhverfi var ađ rista sér brauđ. Sem er í sjálfu sér ekki í frásögur fćrandi. Hann er orđinn ótrúlega duglegur og auđvitađ hvergi eins sjálfbjarga eins og í eldhúsinu, enda er ţađ sem leynist ţar í skápunum hans ađal áhugamál. Hann skellti tveimur brauđsneiđum í ristina og ţegar ţćr poppuđu upp smurđi hann svo ríflega međ smjöri ađ ég sá ţann kost vćnstan ađ blanda mér í máliđ. Ţví var ekki tekiđ ţegjandi en ég fékk ađ ráđa. Var ekki alveg á ţví ađ barniđ fengi sér smjör međ brauđi í stađin fyrir brauđ međ smjöri.

Sá Einhverfi tók fram tvo diska og setti eina brauđsneiđ á hvorn disk. Ég fórnađi höndum; átti ţetta nú ađ verđa nýjasta áráttan? Ađ nota marga diska fyrir hverja máltíđ. Yrđi nćsta heita máltíđ ţannig ađ hver kartafla og hver kjötbita fengi sinn einkadisk.

Ég sameinađi brauđsneiđarnar á disk en um leiđ og ég sneri mér viđ var hann búinn ađ ná í hinn diskinn aftur. Svo gekk hann inn í stofu ţar sem Gelgjan systir hans lá eins og klessa í stól og horfđi á sjónvarpiđ. Hann lagđi diskinn fyrir framan hana ţegjandi og hljóđalaust, áđur en hann sneri sér ađ ţví ađ innbyrđa brauđsneiđina sem hann ćtlađi sjálfum sér.

Ţó ađ Gelgjunni byđi viđ smjör magninu (ţrátt fyrir inngrip móđur á smurningu) klappađi hún saman höndunum og ţakkađi bróđur sínum afskaplega vel fyrir. Međvituđ um ađ hugtakiđ: ađ deila, eđa ađ hugsa fyrst um ađra, er langt frá ţví ađ vera sjálfsagt ţegar kemur ađ einhverfum einstaklingi.

Mamman var náttúrlega í awwwwwwwwwwww-gírnum.. út af báđum börnunum.

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Hólmdís Hjartardóttir, 13.10.2009 kl. 00:22

2 Smámynd: Steingrímur Helgason

Eymíngja Ian litli ađ ţurfa ađ eiga dona zkrýtna mömmu alla daga...

Steingrímur Helgason, 13.10.2009 kl. 00:33

3 identicon

Mikiđ er gaman ađ lesa fćrslunar ţínar Jóna, bíđ alltaf spennt eftir nýrri

Snilldar börn sem ţú átt :)

Ingibjörg Jónsdóttir (IP-tala skráđ) 13.10.2009 kl. 08:36

4 Smámynd: Ragnheiđur

Frábćr frásögn...takk

Ragnheiđur , 13.10.2009 kl. 11:46

5 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Ég er svo sammála Steingrími og segi enn og aftur ađ stundum ćtti ađ banna mömmur.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 13.10.2009 kl. 12:47

6 Smámynd: Ásdís Sigurđardóttir

Hann er yndislegur

Ásdís Sigurđardóttir, 13.10.2009 kl. 15:02

7 Smámynd:

Ţessi blessuđ börn koma manni sífellt á óvart

, 13.10.2009 kl. 18:25

8 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 13.10.2009 kl. 19:32

9 Smámynd: Sifjan

Ég mátti borga fyrir ađ kenna mínum einhverfa gaur ađ deila... hann lćrđi ţađ í Iđjuţjálfuninni ;=)

Snilldarstrákur sem ţú átt !!!

Sifjan, 14.10.2009 kl. 00:45

10 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Ţú skrifar  frábćrar pistla og svo mannlega. Takk fyrir bloggvináttuna.

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 14.10.2009 kl. 08:49

11 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Yndisleg eru ţau bćđi 2  Ekki sjálfgefiđ ađ "gelgjur" sjái út fyrir rammann sinn

Sigrún Jónsdóttir, 14.10.2009 kl. 13:53

12 Smámynd: Ómar Ingi

Ómar Ingi, 14.10.2009 kl. 20:06

13 identicon

Frábćr fćrsla. Frábćrt ađ sá einhverfi geti deilt svona međ sér en ekki síđur frábćrt ađ Gelgjan hafi tekiđ hugulsemi bróđur síns svona vel og skiliđ hvađ ţetta var merkilegt. Greinilega frábćr eintök sem ţú átt :-)

Sigurbjörg Harđardóttir (IP-tala skráđ) 15.10.2009 kl. 00:15

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Jóna Á. Gísladóttir
Jóna Á. Gísladóttir

 

 

 Ég er nokkuð dæmigerð íslensk útivinnandi kona. Hef lokið grunnnámi í markþjálfun og gengur betur að hjálpa öðrum við markmiðasetningu en sjálfri mér. Mér lætur líka betur að stjórna öðrum en sjálfri mér. 

 netfangið mitt er jonaagisla@gmail.com

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband