Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008
Þriðjudagur, 4. nóvember 2008
...fyrir þér ber ég fána / þessa framtíðarlands
Heyrði þetta lag/texta spilað og sungið í Útvarpi Latabæ í gær.
Kom eitthvað við kauninn á mér þó að árstíðin eigi ekki við akkúrat núna.
Ó hve létt er þitt skóhljóð
ó hve leingi ég beið þín,
það er vorhret á glugga,
napur vindur sem hvín,
en ég veit eina stjörnu,
eina stjörnu sem skín,
og nú loks ertu komin,
þú ert komin til mín.
Það eru erfiðir tímar,
það er atvinnuþref,
ég hef ekkert að bjóða,
ekki ögn sem ég gef,
nema von mína og líf mitt
hvort ég vaki eða sef,
þetta eitt sem þú gafst mér
það er alt sem ég hef.
En í kvöld lýkur vetri
sérhvers vinnandi manns,
og á morgun skín maísól,
það er maísólin hans,
það er maísólin okkar,
okkar einíngarbands,
fyrir þér ber ég fána
þessa framtíðarlands.
(Lag: Alþýðulag/Jón Ásgeirsson. Ljóð: Halldór Laxnes)
Bjáni, bjáni, bjáni, kallaði Sá Einhverfi háum rómi úr rúminu sínu í kvöld. Ég veit að hann var að horfa á Bubba Byggi en hann hefði allt eins getað verið að horfa á einhvern ráðherrann á sjónvarpsskjánum. Og þó... Bubbi Byggir hefur helling að miðla af sinni visku og réttlætiskennd. Ráðamenn virðast ekki hafa neinu að miðla þessa dagana.
Ég held að þjóðin sé eins og tifandi tímasprengja.
Hefði átt að vera búið að stoppa ykkur fyrir löngu" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Sunnudagur, 2. nóvember 2008
Kveðja upp á gamla mátann
Ég fór í Bónus á laugardaginn. Sem er svo sem ekki í frásögur færandi. En ég stóð mig að því að stara á hjónin sem voru á undan mér á kassanum.
Þetta var fólk um sjötugt. Fallegt fólk. Vel klætt. Konan var í hnésíðu gráu pilsi og ökklaskóm með breiðum, háum hæl. Hún bar pelsinn, sem náði niður á mið læri, vel. Hárið var nýlagt, gráhvítt og fallegt. Maðurinn hennar var í gráum frakka með hatt á höfðinu. Við hattbarðið, vinstra megin var slaufa.
Ég brosti með sjálfri mér. Minntist afa sem var fallegur maður fram á síðasta dag. Ávallt klæddur buxum með axlaböndum, skyrtu með ermahnöppum, vesti með silki í bakið og jakka. Úti fyrir var hann alltaf í frakka og með hatt á höfði.
Mér finnst ég heppin að hafa fengið að upplifa ''gömlu tímana'' í gegnum afa. Tískan var auðvitað ekki svona hjá pabba kynslóð en menn á afa aldri voru enn klæddir á þennan hátt þegar ég fluttist til ömmu og afa 1973. Og mér þótti afar gaman að sjá afa lyfta hattinum fyrirmannlega með örlítilli hreyfingu, hneigja höfuðið í átt til þeirra sem hann mætti á göngu og bjóða góðan dag.
Flottur siður. Eins og hver og einn skipti máli. Kurteisi skipti máli. Fólk tók sér tíma til að líta í augu náungans og óska honum góðs dags. Örlítil virðing vottuð við ókunnuga manneskju.
Það er með afa í huga sem ég býð ókunnugu fólki góðan dag þegar ég mæti því á göngu í Elliðarárdalnum eða við Rauðavatn. Sumir svara ekki. En það er aðeins brotabrot af fjöldanum. Flestir taka undir heilshugar og virðast gleðjast yfir kveðjunni. Jafnvel þó að Viddi Vitleysingur gelti að þeim eins og óður væri.... sem hann er að vissu leyti.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
Laugardagur, 1. nóvember 2008
Nú þarf ég að láta rigna upp í nefið á mér
Þann Einhverfa bráðvantaði liti í dag, svo ég gerði mér ferð inn í tvær verslanir Eymundssonar í Kringlunni. Langaði að nota tækifærið og sjá bókina mína í því umhverfi sem hún þarf að byrja í, til að komast í sitt rétta umhverfi, þ.e. inn á heimilin í landinu.
Það má segja að þessi ferð hafi verið ágætis ''reality check'' fyrir mig. Í fyrri búðinni var bókin ekki einu sinni sjáanleg. Og ég hafði mig ekki í að spyrja um hana. Í seinni búðinni lágu nokkur eintök af ''Sá Einhverfi og við hin'' á borði, ásamt bókum frá því í fyrra. Nýjar bækur lágu á borði nær dyrunum og við dyrnar var heill gámur af nýjustu bók Arnalds Indriðasonar. Sennilega eina bókin sem ekki þarfnast auglýsingar. Og þó... sennilega þarfnast allir auglýsinga. Jafnvel Arnaldur.
En ég kom sjálfri mér á óvart þegar ég fann að það hálffauk í mig inni í fyrri búðinni. Í Fréttablaðinu í morgun er heilsíðu auglýsing með bókum frá Sögu útgáfu (m.a. bók Þráins Bertels, Óttars Norðfjörð og minni). Undir auglýsingunni stendur Eymundsson, bóksali frá 1872. Ég held þetta sé ókeypis auglýsing fyrir það ágæta fyrirtæki. Mér finnst lágmark að þeir skelli fram í búðina hjá sér, bókum sem eru auglýstar undir þeirra nafni.
Og ég var ekkert sérstaklega ánægð að sjá bókina innan um bækur frá því í fyrra. Samt sagði ég ekki neitt.
Ef ég hef haldið í einhver andartök að ég gæti gengið inn á ritvöllinn ásamt öllum hinum höfundunum og gert mér vonir um að selja slatta af eintökum af bókinni, án þess að vekja á mér einhverja sérstaka athygli... þá læknaðist ég af þeirri firru í dag.
Ég ákvað eftir dágóða umhugsun að kaupa eitt eintak. For luck. Sem betur fer var verðmiðinn límdur yfir andlitið á mér.. ekki mér sjálfri, heldur á bókarkápunni. Reyndar er líklega engin leið að þekkja mig af bókarkápunni en mér leið samt eitthvað undarlega með það að kaupa eigin bók. En ég sór þess eið á þessu andartaki að þetta mun ég geri hér eftir. Ég mun gefa út bók á hverju ári og fyrsta daginn sem hún kemur í búðir mun ég fara og festa kaup á einu stykki. Og hana nú!
Nú er um að gera að bera höfuðið hátt, láta rigna örlítið upp í nasaholurnar og... og.. já bara rífa svolítið kjaft. Ef ég hef ekki fulla trú á því sem ég er að gera, hver hefur það þá?
Bloggar | Breytt 2.11.2008 kl. 18:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (38)
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 15
- Frá upphafi: 1640567
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2019
2018
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- solskinsdrengurinn
- skrifa
- jenfo
- gelgjan
- annambragadottir
- marzibil
- brynja
- hk
- gurrihar
- lehamzdr
- katlaa
- eddaagn
- jahernamig
- hronnsig
- martasmarta
- katrinsnaeholm
- palmig
- ipanama
- hallarut
- tommi
- ktomm
- poppoli
- svavaralfred
- kollajo
- bergruniris
- bene
- bennason
- jensgud
- solrunedda
- heidathord
- ringarinn
- tofraljos
- kjaftaskur
- ormurormur
- zeriaph
- unns
- ellasprella
- hjolagarpur
- salka
- nonniblogg
- markusth
- rebby
- birna-dis
- garun
- landsveit
- olofannajohanns
- brylli
- evaice
- ingolfurasgeirjohannesson
- rustikus
- singer
- jaxlinn
- krossgata
- mummigud
- blekpenni
- gerda
- baddahall
- holi
- grafarholt
- gudnylinda
- thegirl
- gretarorvars
- thordis
- herdis
- mammzan
- sigthora
- bet
- saedis
- emmgje
- sigurjonsigurdsson
- janus
- astromix
- overmaster
- thorasig
- gudni-is
- sunnadora
- kjarrip
- 810
- gislihjalmar
- beggagudmunds
- sirrycoach
- betareynis
- ilovemydog
- rannveigmst
- stormadis
- perlan
- bergdisr
- skondrumamma
- snar
- stormur
- ljonid
- raggipalli
- hjordiz
- almaogfreyja
- katja
- lady
- sigrunfridriks
- zunzilla
- olinathorv
- bidda
- smjattpatti
- jogamagg
- disadora
- harpao
- fuf
- alexm
- larahanna
- juliaemm
- saemi7
- gudrunmagnea
- svala-svala
- kari-hardarson
- hlf
- hlinnet
- annagisla
- einari
- lena75
- hector
- saethorhelgi
- ernafr
- birnarebekka
- heidistrand
- kerla
- hannamar
- jara
- supermamma
- monsdesigns
- malacai
- solveigth
- siggathora
- senorita
- snjaldurmus
- photo
- stingi
- pollyanna
- steingerdur
- icekeiko
- majaogco
- skordalsbrynja
- danjensen
- lilly
- heidabj
- omarpet
- helgamagg
- nori
- jamesblond
- gretaulfs
- rattati
- hogni
- ragjo
- kolgrima
- skjolid
- hugrunj
- egill75
- amman
- liljabolla
- asgerdurjoh
- okurland
- rannthor
- svalaj
- siggith
- vefritid
- zsapper
- laz
- graceperla
- rannug
- agbjarn
- alliragg
- fjarki
- birtabeib
- roslin
- lindape
- rosa
- tinnaeik
- muszka
- krummasnill
- lindalea
- fjola
- solan
- scorpio
- evabenz
- isleifure
- karitryggva
- ellasiggag
- beggita
- ollabloggar
- madddy
- songfuglinn
- emm
- lindagisla
- turettatuborg
- einarsigvalda
- huldadag
- siggasin
- credo
- loathor
- carma
- komaso
- fifudalur
- rosabla
- lillagud
- eythora
- griman
- eyrunelva
- svanurg
- strumpurinn
- godihundur
- hallidori
- annriki
- sibbulina
- helgurad
- huldumenn
- julianamagg
- berglindnanna
- huldam
- joik7
- venus
- osland
- liso
- amaba
- asako
- hryssan
- mammann
- leyla
- gunnarggg
- sigrunzanz
- fanneyunnur
- himmalingur
- helgabst
- bostoninga
- christinemarie
- jea
- elisabeta
- perlaoghvolparnir
- meyjan
- wonderwoman
- coke
- ragnhildurthora
- gullilitli
- tommi16
- ea
- mariaannakristjansdottir
- einarorneinars
- lindalinnet
- joninaros
- reynzi
- rosagreta
- lauola
- reynir
- elinora
- ma
- olapals
- bestalitla
- kolgrimur
- handtoskuserian
- vonin
- kaffi
- einarhardarson
- gleymmerei
- brandarar
- alf
- hreinsamviska
- litlakonan
- lucas
- reisubokkristinar
- jgfreemaninternational
- olofdebont
- thjodarblomid
- vilma
- ollana
- gudrununa
- holar
- gotusmidjan
- huldastefania
- mubblurnar
- bjarnihardar
- vild
- skrudur
- jyderupdrottningin
- sifjan
- letilufsa
- hrundt
- robbitomm
- brudurin
- anitabjork
- blindur
- astabjork
- bailey
- gattin
- draumur
- einhugur
- trygg
- eskil
- evags
- gudrunkatrin
- gudrunss
- nf26b
- topplistinn
- helgaas
- helgatho
- hildurhelgas
- drum
- innipuki
- ingal
- kikka
- astroblog
- oliskula
- joklamus
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- kariaudar
- vga
- thorolfursfinnsson
- motta
Tenglar
Mínir tenglar
Af mbl.is
Fólk
- Gæti fengið allt að 24 ára dóm
- Sláandi lík föður sínum
- Trump Jr. og Bettina Anderson farin að búa saman
- Stórbrotið verk Bjarkar í sýningu hérlendis
- Skoran á Sanchez vakti athygli á innsetningu Trumps
- Þetta lærði Tinna af móður sinni
- Klessti á vegg og átti ekki mjög gott tímabil
- Ýtir undir sögusagnir um skilnað
- Heimili Tyru Banks varð eldinum að bráð
- Írönsk poppstjarna dæmd til dauða