Þriðjudagur, 27. október 2009
Hlutir endurheimtir og börn öguð
Ég er heppin. Svo endalaust heppin. En auðvitað hlýtur heppnin að renna sitt skeið á endanum.
Í gærmorgun uppgötvaði ég að blessað Visa kortið mitt var ekki þar sem það á að vera, þ.e.a.s. í veskinu mínu. Eftir að hafa brotið heilann í nokkra stund komst ég að þeirri niðurstöðu að ég hefði síðast notað það í Krónunni á laugardaginn. Svo ég hringdi. Og jú, viti menn, kortið var þar.
Ég veit ekki hversu oft ég hef gleymt alls konar hlutum, misverðmætum af vísu, hist og her um borgina. Alltaf fæ ég þá aftur.
Seðlaveskið mitt dagar oft upp í hillu í einhverri fataversluninni þar sem ég gleymi mér við að skoða boli, buxur eða annan fatnað. Legg frá mér veskið og rölti mína leið, sæl og glöð. Geng svo að veskinu aftur hálftíma seinna innan um tuskurnar. Meira að segja í útlöndum þar sem manni er ráðlagt að ríghalda í allt sem heitir veski eða töskur því þjófar séu á hverju götuhorni hef ég upplifað nákvæmlega þetta.
Ég hef aldrei gleymt barni en einu sinni gerði ég tilraun til þess. Á pósthúsi. Rölti út með Þann Einhverfa í barnastólnum og skyldi Gelgjuna eftir á öskrunum yfir tyggjókúlu í sjálfsala sem móður hennar hugnaðist ekki að kaupa fyrir hana.
Ég ætlaði nú svo sem ekki langt. Bara út í bíl að spenna Þann Einhverfa fastan. Hann var þá þegar orðinn vel þungur og engin leið fyrir mig að bera hann út í annarri hendi og kippa kolvitlausum 3ja ára krakka undir hinn handlegginn.
En það varð uppi fótur og fit á pósthúsinu. Ein af kellunum kom hlaupandi út á eftir mér og spurði með miklum þjósti hvort ég ætlaði bara að skilja krakkaskrattann eftir. Hún virtist dauðhrædd um að þurfa að taka orminn með sér heim að loknum vinnudegi. Hefur sennilega alvarlega íhugað að hringja á barnaverndarnefnd.
Ég varð öskureið. Þarna var ég að nota mínar eigin aðferðir við að aga þessa 3ja ára og var ekki par glöð yfir þessari afskiptasemi.
það má fylgja sögunni að það tók tvö skipti að koma Gelgjunni í skilning um að svona hagaði mér sér ekki í búðum (eða pósthúsum). Hitt skiptið sem ég skyldi hana eftir gargandi, var í Byko. Á milli rekka lá hún í gólfinu og frekjaðist. Ég lét eins og ég kannaðist ekkert við þetta barn, heldur dröslaðist um með fjandans barnastólinn, lauk mínum erindum, fór á kassa og greiddi. Ég sá útundan mér að fólk gaf brjálaða barninu hornauga, en mér var nokkuð sama.
Aldrei síðan hefur stúlkutetrið að tarna vælt um nokkurn skapaðan hlut í búðum. Reyndar þolir hún ekki búðir.... I wonder why
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Lífstíll, Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 12:39 | Facebook
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 1640367
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2019
2018
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- solskinsdrengurinn
- skrifa
- jenfo
- gelgjan
- annambragadottir
- marzibil
- brynja
- hk
- gurrihar
- lehamzdr
- katlaa
- eddaagn
- jahernamig
- hronnsig
- martasmarta
- katrinsnaeholm
- palmig
- ipanama
- hallarut
- tommi
- ktomm
- poppoli
- svavaralfred
- kollajo
- bergruniris
- bene
- bennason
- jensgud
- solrunedda
- heidathord
- ringarinn
- tofraljos
- kjaftaskur
- ormurormur
- zeriaph
- unns
- ellasprella
- hjolagarpur
- salka
- nonniblogg
- markusth
- rebby
- birna-dis
- garun
- landsveit
- olofannajohanns
- brylli
- evaice
- ingolfurasgeirjohannesson
- rustikus
- singer
- jaxlinn
- krossgata
- mummigud
- blekpenni
- gerda
- baddahall
- holi
- grafarholt
- gudnylinda
- thegirl
- gretarorvars
- thordis
- herdis
- mammzan
- sigthora
- bet
- saedis
- emmgje
- sigurjonsigurdsson
- janus
- astromix
- overmaster
- thorasig
- gudni-is
- sunnadora
- kjarrip
- 810
- gislihjalmar
- beggagudmunds
- sirrycoach
- betareynis
- ilovemydog
- rannveigmst
- stormadis
- perlan
- bergdisr
- skondrumamma
- snar
- stormur
- ljonid
- raggipalli
- hjordiz
- almaogfreyja
- katja
- lady
- sigrunfridriks
- zunzilla
- olinathorv
- bidda
- smjattpatti
- jogamagg
- disadora
- harpao
- fuf
- alexm
- larahanna
- juliaemm
- saemi7
- gudrunmagnea
- svala-svala
- kari-hardarson
- hlf
- hlinnet
- annagisla
- einari
- lena75
- hector
- saethorhelgi
- ernafr
- birnarebekka
- heidistrand
- kerla
- hannamar
- jara
- supermamma
- monsdesigns
- malacai
- solveigth
- siggathora
- senorita
- snjaldurmus
- photo
- stingi
- pollyanna
- steingerdur
- icekeiko
- majaogco
- skordalsbrynja
- danjensen
- lilly
- heidabj
- omarpet
- helgamagg
- nori
- jamesblond
- gretaulfs
- rattati
- hogni
- ragjo
- kolgrima
- skjolid
- hugrunj
- egill75
- amman
- liljabolla
- asgerdurjoh
- okurland
- rannthor
- svalaj
- siggith
- vefritid
- zsapper
- laz
- graceperla
- rannug
- agbjarn
- alliragg
- fjarki
- birtabeib
- roslin
- lindape
- rosa
- tinnaeik
- muszka
- krummasnill
- lindalea
- fjola
- solan
- scorpio
- evabenz
- isleifure
- karitryggva
- ellasiggag
- beggita
- ollabloggar
- madddy
- songfuglinn
- emm
- lindagisla
- turettatuborg
- einarsigvalda
- huldadag
- siggasin
- credo
- loathor
- carma
- komaso
- fifudalur
- rosabla
- lillagud
- eythora
- griman
- eyrunelva
- svanurg
- strumpurinn
- godihundur
- hallidori
- annriki
- sibbulina
- helgurad
- huldumenn
- julianamagg
- berglindnanna
- huldam
- joik7
- venus
- osland
- liso
- amaba
- asako
- hryssan
- mammann
- leyla
- gunnarggg
- sigrunzanz
- fanneyunnur
- himmalingur
- helgabst
- bostoninga
- christinemarie
- jea
- elisabeta
- perlaoghvolparnir
- meyjan
- wonderwoman
- coke
- ragnhildurthora
- gullilitli
- tommi16
- ea
- mariaannakristjansdottir
- einarorneinars
- lindalinnet
- joninaros
- reynzi
- rosagreta
- lauola
- reynir
- elinora
- ma
- olapals
- bestalitla
- kolgrimur
- handtoskuserian
- vonin
- kaffi
- einarhardarson
- gleymmerei
- brandarar
- alf
- hreinsamviska
- litlakonan
- lucas
- reisubokkristinar
- jgfreemaninternational
- olofdebont
- thjodarblomid
- vilma
- ollana
- gudrununa
- holar
- gotusmidjan
- huldastefania
- mubblurnar
- bjarnihardar
- vild
- skrudur
- jyderupdrottningin
- sifjan
- letilufsa
- hrundt
- robbitomm
- brudurin
- anitabjork
- blindur
- astabjork
- bailey
- gattin
- draumur
- einhugur
- trygg
- eskil
- evags
- gudrunkatrin
- gudrunss
- nf26b
- topplistinn
- helgaas
- helgatho
- hildurhelgas
- drum
- innipuki
- ingal
- kikka
- astroblog
- oliskula
- joklamus
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- kariaudar
- vga
- thorolfursfinnsson
- motta
Athugasemdir
Hehehe! Það eru forréttindi að vera svona heppin. Mikið væri gaman að vera svona heppinn. En þá þarf ég fyrst að týna einhverju. Ég er ekki það heppinn.
Jens Guð, 27.10.2009 kl. 12:50
Þetta er greinilega vel virk aðferð, því ég notaði þetta á mín börn og aldrei betluðu þau á búðarkassa heldur veru stillt sem englar og móður sinni til sóma, þú segir alltaf svo skemmtilega frá. Kær kveðja til ykkar allra
Ásdís Sigurðardóttir, 27.10.2009 kl. 14:45
Kannast vel við svona uppákomur og kellingar og kalla sem horfa á mann með reiðisvip og full vandlætingar Á nefnilega eina sem átti það til að missa sig í frekjukasti í búðum
, 27.10.2009 kl. 18:36
Heppinn , en segðu mér Jóna mín er von á annari bók ?.
Ómar Ingi, 27.10.2009 kl. 21:39
Bergljót Hreinsdóttir, 27.10.2009 kl. 22:40
Jens. Nei þú ert svakalega óheppinn
Ásdís. Jebb. Svínvirkar. Kveðja til þín og þinna
Dagný. Nákvæmlega. Vandlætingasvipurinn. hata hann
Ommi. Ekki núna. En sennilega fyrir jólin 2010
Jóna Á. Gísladóttir, 27.10.2009 kl. 23:01
Vantar ráð; Siggi Tumi, 5 ára, dæmigerð einhverfa, vill vera í stuttbuxum ALLTAF !!!! Ert þú ekki sérfræðingur í stuttbuxna deildinni ??
Ekki samt minnast á boardmaker mynd af síðum buxum... það virkar ekki !!!
Sifjan, 29.10.2009 kl. 00:10
Hæ Sifjan mín. nei boardmaker myndir virkuðu aldrei sérstaklega vel á Ian heldur. Hann fjarlægði þær bara og skipti þeim út fyrir aðrar sem honum líkuðu betur.
Ég hef eitt orð fyrir þig: ofbeldi! hehe (smá ýkjur) og kúgun. Tekur ekki nema svona 2-3 morgna. Hóta að taka af honum eitthvað sem hann elskar. Maður þarf bara að vera tilbúin andlega undir nokkurra daga átök.
Reyndar var þetta árið aðeins öðruvísi. Drengurinn fékkst í síðubuxur sem búið var að bretta alveg upp að hnjám. Smám saman hafa svo skálmarnar sigið og í gær voru þær komnar alveg niður að skóm. Langur aðlögunartími en þetta tókst.
Jóna Á. Gísladóttir, 29.10.2009 kl. 10:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.