Þriðjudagur, 6. október 2009
Saga án endis
Eitt sinn var lítill, ljóshærður drengur sem vissi ekkert betra en sól og sumar, stuttbuxur og stuttermaboli og berar tær.
Kvöld eitt, snemma í október á mildu hausti byrjaði að kyngja niður stórum hvítum snjóflyksum líkt og jólin sjálf væru gengin í garð.
Litli drengurinn dróg fyrir gluggana á herberginu sínu, skreið upp í rúm og breiddi sængina upp yfir höfuð. Hann grét ofan í koddann sinn og kallaði á vorið. Hann grét hljóðlega því innst inni vissi hann að það var örlítið kjánalegt að gráta yfir snjónum. En hann réði ekki við sig og neitaði að koma fram úr rúminu þó að það væri ekki komið að háttatímanum hans.
Pabbi lagðist upp í rúm hjá honum og talaði rólega til hans. Fullvissaði hann um að vorið kæmi aftur seinna en núna væri vetur og ekkert sem hægt væri að gera í því.
Að lokum grét drengurinn sig í svefn í fanginu á pabba, örþreyttur og ringlaður.
Um nóttina vaknaði hann þrisvar sinnum til að gægjast út um gluggann og athuga hvort hvíta teppið sem huldi garðinn hans og götuna fyrir utan húsið hefði ekki bara verið vondur draumur. Honum til armæðu og skelfingar var snjórinn enn á sínum stað, skjannahvítur, hreinn og glitrandi, en litli drengurinn kunni ekki að meta fegurðina. Hann leitaði huggunar hjá mömmu og pabba.
Um morguninn var fjölskyldan dauðþreytt og drengurinn í miklu uppnámi. Mamma ákvað að vera heima með drenginn og reyna að ræða um snjóinn, veturinn og hinar árstíðirnar í eitt skipti fyrir öll. Ekki vildi hún að drengurinn færi grátandi í gegnum veturinn. Hún talaði við ráðgjafa í skólanum og ákveðið var að prófa að gera félagshæfni sögu. Það gæti hjálpað drengnum að takast á við áráttuna.
Eftir langa mæðu samþykkti drengurinn að koma út úr myrkvuðu herberginu sínu, en hann flýtti sér að draga fyrir gluggana í stofunni svo hann þyrfti ekki að horfa á þennan hvíta ógnvald sem blasti við. Það leið löng stund þar til mamma hans gat fengið hann til að horfa út um gluggann og viðurkenna að það væri raunverulega snjór úti.
Sjáðu hvað snjórinn er fallegur, sagði mamma
Ekki fallegur, æpti litli strákurinn. Snjór ekki fallegur!
Jú, sagði mamma. Hann er hvítur og fallegur og glitrar í sólskininu. Stundum er sólskin á veturnar.
Já, það gat drengurinn samþykkt með glöðu geði.
Og stundum er rigning á veturna, hélt mamma áfram.
Jáááá. Það hýrnaði yfir drengnum.
Og stundum er snjór, lauk mamma máli sínu.
NEIIIIIII, EKKI SNJÓR, sagði drengurinn. Hann kærði sig ekki um að hlusta á meira.
Eftir það fóru margar klukkustundir í að bera út vatn til að bræða snjóinn af sólpallinum fyrir utan stofuna. Í fyrstu bar litli drengurinn út vatn í litlum ílátum en honum sóttist verkið seint og hann skipti úr 5 dl íláti í 1 lítra ílát. Svo náði hann í skúringafötu í þvottahúsið.
Mamma ákvað að leyfa honum að dunda sér við þetta. Drengurinn var þó allavega kominn út og í námunda við fönnina. Hún braut saman þvott í stofunni og lagði hann í stóran rauðan bala á meðan hún fylgdist með drengnum. Eitt skiptið er hún kom aftur inn í stofu eftir að hafa brugðið sér frá, lá þvotturinn í stól og stóri, rauði balinn var horfinn.
Hún hikaði andartak og velti því fyrir sér hvort hún væri orðin galin, en áttaði sig fljótlega á því að fatan hafði ekki dugað drengnum. Enda stóð hann við eldhúsvaskinn og var að fylla balann af vatni.
Hún hjálpaði honum að fara eina ferð með balann en samþykkti ekki fleiri. Drengurinn sætti sig við það og stóð skömmu síðar úti á palli í stuttbuxum og stuttermabol, berfættur í gúmmískóm og sópaði leyfarnar af snjónum fram að pallinum með hvítum kústi.
Kannski fer snjórinn á morgun Ian, sagði mamma mæðulega. En bara kannski.
Ekki kannski, mótmælti litli drengurinn.
Það er enginn endir á þessari sögu. Ekki ennþá.....
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Lífstíll, Vinir og fjölskylda | Facebook
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 1640368
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2019
2018
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- solskinsdrengurinn
- skrifa
- jenfo
- gelgjan
- annambragadottir
- marzibil
- brynja
- hk
- gurrihar
- lehamzdr
- katlaa
- eddaagn
- jahernamig
- hronnsig
- martasmarta
- katrinsnaeholm
- palmig
- ipanama
- hallarut
- tommi
- ktomm
- poppoli
- svavaralfred
- kollajo
- bergruniris
- bene
- bennason
- jensgud
- solrunedda
- heidathord
- ringarinn
- tofraljos
- kjaftaskur
- ormurormur
- zeriaph
- unns
- ellasprella
- hjolagarpur
- salka
- nonniblogg
- markusth
- rebby
- birna-dis
- garun
- landsveit
- olofannajohanns
- brylli
- evaice
- ingolfurasgeirjohannesson
- rustikus
- singer
- jaxlinn
- krossgata
- mummigud
- blekpenni
- gerda
- baddahall
- holi
- grafarholt
- gudnylinda
- thegirl
- gretarorvars
- thordis
- herdis
- mammzan
- sigthora
- bet
- saedis
- emmgje
- sigurjonsigurdsson
- janus
- astromix
- overmaster
- thorasig
- gudni-is
- sunnadora
- kjarrip
- 810
- gislihjalmar
- beggagudmunds
- sirrycoach
- betareynis
- ilovemydog
- rannveigmst
- stormadis
- perlan
- bergdisr
- skondrumamma
- snar
- stormur
- ljonid
- raggipalli
- hjordiz
- almaogfreyja
- katja
- lady
- sigrunfridriks
- zunzilla
- olinathorv
- bidda
- smjattpatti
- jogamagg
- disadora
- harpao
- fuf
- alexm
- larahanna
- juliaemm
- saemi7
- gudrunmagnea
- svala-svala
- kari-hardarson
- hlf
- hlinnet
- annagisla
- einari
- lena75
- hector
- saethorhelgi
- ernafr
- birnarebekka
- heidistrand
- kerla
- hannamar
- jara
- supermamma
- monsdesigns
- malacai
- solveigth
- siggathora
- senorita
- snjaldurmus
- photo
- stingi
- pollyanna
- steingerdur
- icekeiko
- majaogco
- skordalsbrynja
- danjensen
- lilly
- heidabj
- omarpet
- helgamagg
- nori
- jamesblond
- gretaulfs
- rattati
- hogni
- ragjo
- kolgrima
- skjolid
- hugrunj
- egill75
- amman
- liljabolla
- asgerdurjoh
- okurland
- rannthor
- svalaj
- siggith
- vefritid
- zsapper
- laz
- graceperla
- rannug
- agbjarn
- alliragg
- fjarki
- birtabeib
- roslin
- lindape
- rosa
- tinnaeik
- muszka
- krummasnill
- lindalea
- fjola
- solan
- scorpio
- evabenz
- isleifure
- karitryggva
- ellasiggag
- beggita
- ollabloggar
- madddy
- songfuglinn
- emm
- lindagisla
- turettatuborg
- einarsigvalda
- huldadag
- siggasin
- credo
- loathor
- carma
- komaso
- fifudalur
- rosabla
- lillagud
- eythora
- griman
- eyrunelva
- svanurg
- strumpurinn
- godihundur
- hallidori
- annriki
- sibbulina
- helgurad
- huldumenn
- julianamagg
- berglindnanna
- huldam
- joik7
- venus
- osland
- liso
- amaba
- asako
- hryssan
- mammann
- leyla
- gunnarggg
- sigrunzanz
- fanneyunnur
- himmalingur
- helgabst
- bostoninga
- christinemarie
- jea
- elisabeta
- perlaoghvolparnir
- meyjan
- wonderwoman
- coke
- ragnhildurthora
- gullilitli
- tommi16
- ea
- mariaannakristjansdottir
- einarorneinars
- lindalinnet
- joninaros
- reynzi
- rosagreta
- lauola
- reynir
- elinora
- ma
- olapals
- bestalitla
- kolgrimur
- handtoskuserian
- vonin
- kaffi
- einarhardarson
- gleymmerei
- brandarar
- alf
- hreinsamviska
- litlakonan
- lucas
- reisubokkristinar
- jgfreemaninternational
- olofdebont
- thjodarblomid
- vilma
- ollana
- gudrununa
- holar
- gotusmidjan
- huldastefania
- mubblurnar
- bjarnihardar
- vild
- skrudur
- jyderupdrottningin
- sifjan
- letilufsa
- hrundt
- robbitomm
- brudurin
- anitabjork
- blindur
- astabjork
- bailey
- gattin
- draumur
- einhugur
- trygg
- eskil
- evags
- gudrunkatrin
- gudrunss
- nf26b
- topplistinn
- helgaas
- helgatho
- hildurhelgas
- drum
- innipuki
- ingal
- kikka
- astroblog
- oliskula
- joklamus
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- kariaudar
- vga
- thorolfursfinnsson
- motta
Athugasemdir
Þú ert dásamlegur penni, elsku Ian, það er erfitt að sættast við hvíta teppið, vona nú samt að honum lærist að líka vel við snjóinn og vilji kannski seinna meir leika sér í honum, þú leyfir okkur að fylgjast með
Ásdís Sigurðardóttir, 6.10.2009 kl. 16:06
Það getur verið erfitt þetta líf þegar ekki einu sinni árstíðirnar geta gert manni til geðs.
Helga Magnúsdóttir, 6.10.2009 kl. 16:30
óó hvað ég finn til með honum
Anna Margrét Bragadóttir, 6.10.2009 kl. 17:49
æj angaskinnið... er ekki hægt að setja árstíðirnar í exel skjal eins og vikudagana? Sumarið gult, haustið rautt, veturinn hvítur........
Hrönn Sigurðardóttir, 6.10.2009 kl. 19:15
Æ hvað er erfitt að vera svona mikið sólskinsbarn á Íslandi. Vona að hann sættist með tímanum við árstíðirnar - þetta voru reyndar dálítið snögg umskipti.
, 6.10.2009 kl. 20:54
Brynja í Berlín (IP-tala skráð) 6.10.2009 kl. 22:35
Myndmálið hjá þér kona...
Steingrímur Helgason, 6.10.2009 kl. 23:47
Æi elsku strák anginn
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 7.10.2009 kl. 11:07
Jóhanna Magnúsdóttir, 7.10.2009 kl. 12:00
Elsku Ian minn svo einstakur og dásamlegur og þú fagra kona falleg að innan sem utan og já flottur penni....
Ég elska sögurnar þínar,þær eru svo yndislegar og skemmtilegar .....þið eigið hrós skilið og drengurinn litli er svo sannarlega sólskínsbarn
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 7.10.2009 kl. 12:04
Elskulegur!
Ía Jóhannsdóttir, 7.10.2009 kl. 18:18
Þakka hlý orð Ég veit líka hvar þú geymir jólagardínurnar þínar
Á morgun panta ég tíma fyrir þig í skoðun ef þú gerir það ekki sjálf!
Hrönn Sigurðardóttir, 7.10.2009 kl. 18:57
Elsku Ian.
Jenný Anna Baldursdóttir, 9.10.2009 kl. 10:05
Elska færslurnar þínar
Heiða Þórðar, 12.10.2009 kl. 18:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.