Miðvikudagur, 2. september 2009
Stuttbuxur verði síðbuxur... eða öfugt?
Haustið er að koma. Ég sé það á nokkrum gulnuðum laufum á trjánum fyrir utan eldhúsgluggann og ég finn það á kólnandi loftinu sem ég anda að mér á morgnana.
Sá Einhverfi virðist ekki finna það. Hann bara sér það á vikuplaninu sínu þar sem móðir hans hefur sett inn á hvern einasta dag eftirfarandi texta: Ian ætlar í buxur í dag.
Þannig hefur það verið í rúma viku en alltaf gengur hann út á morgnana í stuttbuxunum. Mig hefur skort viljastyrk og þrek til að fylgja fyrirmælunum eftir.
Skilaboðin hafa nú samt sem áður komist vel til skila og verið skilin... ef þannig má að orði komast. Það hefur verið greinilegt á öllum afklipptu buxnaskálmunum sem hafa fundist í ruslafötum hist og her um húsið síðustu daga.
Í morgun ákvað ég að taka málið alla leið. Lét skólabílinn fara þegar stráksi þverneitaði að klæðast síðari buxum en niður á mið læri. Hann þolir ekki þegar hann missir af rútunni. En í morgun þótti honum greinilega réttur hans til að klæðast stuttbuxum allan ársins hring, mikilvægari en að fá far með skólabílnum.
Ég sem sagt sendi skólabílinn í burtu og ákvað að leyfa Þeim Einhverfa að sitja einum í fýlu í stofunni. Fór upp á loft og sýsla og bað Gelgjuna sem var á leið niður, að fjarlægja skærin úr eldhússkúffunni. Hún gerði það samviskusamlega.
En það breytti engu. Strákskömmin varð sér úti um önnur skæri og síðustu síðbuxurnar í hans eigu breyttust í stuttbuxur í morgun, eins og aðrar hafa gert síðustu sjö daga.
Ég frétti það í gegnum reiðan Breta sem stóð á gólunum í stofunni. Ég blikkaði ekki auga. Lyfti ekki einu sinni augabrún. En Sá Einhverfi lét sér segjast og samþykkti að fara í gamlar ''kvart'' buxur sem ég fann inn í skáp.
Ég notaði svo hádegið í dag til að fara í Hagkaup og kaupa tvennar jogginbuxur á drenginn. Þær eru nú í felum inn í þvottahúsi just in case að stór og stæðilegur klippióður einhverfur drengur fari á stjá í nótt með skæri á lofti.
En eitthvað er stráksi orðinn leiður á reiðiköstum foreldranna því hann tilkynnti í kvöld, algjörlega upp úr eins manns hljóði; buxur á morgun.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Lífstíll, Vinir og fjölskylda | Facebook
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 1640367
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2019
2018
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- solskinsdrengurinn
- skrifa
- jenfo
- gelgjan
- annambragadottir
- marzibil
- brynja
- hk
- gurrihar
- lehamzdr
- katlaa
- eddaagn
- jahernamig
- hronnsig
- martasmarta
- katrinsnaeholm
- palmig
- ipanama
- hallarut
- tommi
- ktomm
- poppoli
- svavaralfred
- kollajo
- bergruniris
- bene
- bennason
- jensgud
- solrunedda
- heidathord
- ringarinn
- tofraljos
- kjaftaskur
- ormurormur
- zeriaph
- unns
- ellasprella
- hjolagarpur
- salka
- nonniblogg
- markusth
- rebby
- birna-dis
- garun
- landsveit
- olofannajohanns
- brylli
- evaice
- ingolfurasgeirjohannesson
- rustikus
- singer
- jaxlinn
- krossgata
- mummigud
- blekpenni
- gerda
- baddahall
- holi
- grafarholt
- gudnylinda
- thegirl
- gretarorvars
- thordis
- herdis
- mammzan
- sigthora
- bet
- saedis
- emmgje
- sigurjonsigurdsson
- janus
- astromix
- overmaster
- thorasig
- gudni-is
- sunnadora
- kjarrip
- 810
- gislihjalmar
- beggagudmunds
- sirrycoach
- betareynis
- ilovemydog
- rannveigmst
- stormadis
- perlan
- bergdisr
- skondrumamma
- snar
- stormur
- ljonid
- raggipalli
- hjordiz
- almaogfreyja
- katja
- lady
- sigrunfridriks
- zunzilla
- olinathorv
- bidda
- smjattpatti
- jogamagg
- disadora
- harpao
- fuf
- alexm
- larahanna
- juliaemm
- saemi7
- gudrunmagnea
- svala-svala
- kari-hardarson
- hlf
- hlinnet
- annagisla
- einari
- lena75
- hector
- saethorhelgi
- ernafr
- birnarebekka
- heidistrand
- kerla
- hannamar
- jara
- supermamma
- monsdesigns
- malacai
- solveigth
- siggathora
- senorita
- snjaldurmus
- photo
- stingi
- pollyanna
- steingerdur
- icekeiko
- majaogco
- skordalsbrynja
- danjensen
- lilly
- heidabj
- omarpet
- helgamagg
- nori
- jamesblond
- gretaulfs
- rattati
- hogni
- ragjo
- kolgrima
- skjolid
- hugrunj
- egill75
- amman
- liljabolla
- asgerdurjoh
- okurland
- rannthor
- svalaj
- siggith
- vefritid
- zsapper
- laz
- graceperla
- rannug
- agbjarn
- alliragg
- fjarki
- birtabeib
- roslin
- lindape
- rosa
- tinnaeik
- muszka
- krummasnill
- lindalea
- fjola
- solan
- scorpio
- evabenz
- isleifure
- karitryggva
- ellasiggag
- beggita
- ollabloggar
- madddy
- songfuglinn
- emm
- lindagisla
- turettatuborg
- einarsigvalda
- huldadag
- siggasin
- credo
- loathor
- carma
- komaso
- fifudalur
- rosabla
- lillagud
- eythora
- griman
- eyrunelva
- svanurg
- strumpurinn
- godihundur
- hallidori
- annriki
- sibbulina
- helgurad
- huldumenn
- julianamagg
- berglindnanna
- huldam
- joik7
- venus
- osland
- liso
- amaba
- asako
- hryssan
- mammann
- leyla
- gunnarggg
- sigrunzanz
- fanneyunnur
- himmalingur
- helgabst
- bostoninga
- christinemarie
- jea
- elisabeta
- perlaoghvolparnir
- meyjan
- wonderwoman
- coke
- ragnhildurthora
- gullilitli
- tommi16
- ea
- mariaannakristjansdottir
- einarorneinars
- lindalinnet
- joninaros
- reynzi
- rosagreta
- lauola
- reynir
- elinora
- ma
- olapals
- bestalitla
- kolgrimur
- handtoskuserian
- vonin
- kaffi
- einarhardarson
- gleymmerei
- brandarar
- alf
- hreinsamviska
- litlakonan
- lucas
- reisubokkristinar
- jgfreemaninternational
- olofdebont
- thjodarblomid
- vilma
- ollana
- gudrununa
- holar
- gotusmidjan
- huldastefania
- mubblurnar
- bjarnihardar
- vild
- skrudur
- jyderupdrottningin
- sifjan
- letilufsa
- hrundt
- robbitomm
- brudurin
- anitabjork
- blindur
- astabjork
- bailey
- gattin
- draumur
- einhugur
- trygg
- eskil
- evags
- gudrunkatrin
- gudrunss
- nf26b
- topplistinn
- helgaas
- helgatho
- hildurhelgas
- drum
- innipuki
- ingal
- kikka
- astroblog
- oliskula
- joklamus
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- kariaudar
- vga
- thorolfursfinnsson
- motta
Tenglar
Mínir tenglar
Af mbl.is
Innlent
- Myndskeið: Stórbrotið útsýni af flugbrautinni
- Maskína: Framsókn í fallbaráttu
- Myndir: Hraunið komið inn á bílaplan Bláa lónsins
- Gosstöðvarnar ekki aðgengilegar fyrir ferðamenn
- Vatnsleki hjá Brauð & co
- Má segja að þetta gos hafi þjófstartað
- Hraunið við bílastæði Bláa lónsins
- Stal munum úr starfsmannaaðstöðu
- Virknin dregist saman um 600 metra
- Rafmagn komið á: Engin viðgerð fyrr en eftir gosið
- Erum í miðri hrinu: Styttist í Eldvörp
- Fylla í skörð í varnargarði
- Ábyrgt stjórnvald hljóti að áfrýja
- Blóðkám á vegg ráðhússins
- Mæðgur dæmdar til að greiða 64 milljónir
Athugasemdir
Hæ, hæFeels like long time no see..... Ég las alltaf bloggið þitt þegar varst dugleg að skrifa en svo var orðið svo langt á milli að var hætt að "muna" eftir að kíkja inn (góðlátleg S&M áminning - mátt ekki gleyma að halda "lesendunum" og núverandi og væntanlegum viðskiptavinum við efnið - bestu sjení geta gleymst ef minna ekki reglulega á sig ;-) Svo las hratt aftur í tímann þangað sem síðast skyldu leiðir snemm sumars. Eins og alltaf þá snertu sögurnar af syni þínum, þér og fjölskyldu þinni mig djúpt. Þér tekst að senda lesandann inn í þinn persónulega heim – „warts and all“. Við eigum okkur öll okkar „sigra og sorgir“ en þínir eru myndrænni, sjaldgæfari, og öfgafyllri en okkar flestra. Að fá að upplifa þá með þér er „heiður“, og þroskandi. Þetta eitt og sér er mikill hæfileiki, það að deila þinni persónulegri upplifun með fjölda gjörókunnugs fólks og fá það til að fella tár, trekk í trekk. Og til að jafnoft brosa í gegnum tárin. Og til að gleðjast með þér yfir hverjum litlum sigri. Þetta er hæfileiki sem er fáum gefinn.En þú hefur meira að segja meiri hæfileika en það, ég hlakka til að sjá fyrstu „skáldsöguna“ þína. Því sú færsla sem stoppaði mest við núna var „Vilt'arrrridið?“ Þú fékkst mig til að hugsa um þessa konu, þessa konu sem "leiðist svo í vinnunni að það sést meira að segja á rassinum á henni". Hún sat í mér þó þú reyndar sýndir viðfangsefninu ekki þá "samhyggð" sem ég upplifði í upphafi frásagnarinnar ;-) En þú ert ekki ein um það að „líka“ ekki endilega við viðfangsefnið – enda gerir það viðfangsefnið sennilega að ákveðnu leyti áhugaverðara fyrir bæði lesandann og rithöfundinn. Illugi Jökulsson skrifaði frábæra grein um Sjálfstætt Fólk nýlega (http://www.dv.is/blogg/tresmidja/2009/8/21/grein-skrimslid-i-sumarhusum) þar sem m.a. segir „í mín eyru fór Halldór hinum verstu orðum um Bjart í Sumarhúsum, kallaði hann “þurs” og “afglapa” og ég man ekki hvað“.Svo enn og aftur, hlakka til að lesa skáldsöguna ;-) Gleymdu samt ekki að halda okkur aðdáendum þínum við efnið ;-)
Enn og aftur, þú ert snilldar penni, las náttúrulega aftur á bak í tímann þangað til fann síðustu færslu sem las sem var snemm sumars. Eins og alltaf yndislegar og fallegar færslur um hinn einstaka son þinn og ferð ykkar saman. Alltaf svo lærdómsríkt og gefandi að lesa um ykkur, að ímynda sér ykkar raunveruleika - vissulega með "warts and all", m.ö.o. eins og hvert annað heimilislíf, ekki satt? Við eigum öll okkar "ups and downs" en getan að deila með öðrum og hjálpa þeim að upplifa aðra raunveruleika "eins og staddir þar", það er gjöf.
Og þannig leið mér þegar las færsluna "Vilt'arrrridið?". Þar kom svo glöggt í ljós að hefur ekki bara hæfileika til að skrifa á einstakan hátt um þína persónulegu upplifun. Þú hefur hæfileika langt umfram það.
ASE (IP-tala skráð) 3.9.2009 kl. 00:13
Færslan kom eitthvað skringilega út, hélt búin að tapa hluta af henni og kom þá aftast og restin í belg og biðu :-o Svo meðfylgjandi eins og átti að hljóma, svo má eyða fyrri færslu ;-)
Hæ, hæFeels like long time no see..... Ég las alltaf bloggið þitt þegar varst dugleg að skrifa en svo var orðið svo langt á milli að var hætt að "muna" eftir að kíkja inn (góðlátleg S&M áminning - mátt ekki gleyma að halda "lesendunum" og núverandi og væntanlegum viðskiptavinum við efnið - bestu sjení geta gleymst ef minna ekki reglulega á sig ;-) Svo las hratt aftur í tímann þangað sem síðast skyldu leiðir snemm sumars. Eins og alltaf þá snertu sögurnar af syni þínum, þér og fjölskyldu þinni mig djúpt. Þér tekst að senda lesandann inn í þinn persónulega heim – „warts and all“. Við eigum okkur öll okkar „sigra og sorgir“ en þínir eru myndrænni, sjaldgæfari, og öfgafyllri en okkar flestra. Að fá að upplifa þá með þér er „heiður“, og þroskandi. Þetta eitt og sér er mikill hæfileiki, það að deila þinni persónulegri upplifun með fjölda gjörókunnugs fólks og fá það til að fella tár, trekk í trekk. Og til að jafnoft brosa í gegnum tárin. Og til að gleðjast með þér yfir hverjum litlum sigri. Þetta er hæfileiki sem er fáum gefinn.En þú hefur meira að segja meiri hæfileika en það, ég hlakka til að sjá fyrstu „skáldsöguna“ þína. Því sú færsla sem stoppaði mest við núna var „Vilt'arrrridið?“ Þú fékkst mig til að hugsa um þessa konu, þessa konu sem "leiðist svo í vinnunni að það sést meira að segja á rassinum á henni". Hún sat í mér þó þú reyndar sýndir viðfangsefninu ekki þá "samhyggð" sem ég upplifði í upphafi frásagnarinnar ;-) En þú ert ekki ein um það að „líka“ ekki endilega við viðfangsefnið – enda gerir það viðfangsefnið sennilega að ákveðnu leyti áhugaverðara fyrir bæði lesandann og rithöfundinn. Illugi Jökulsson skrifaði frábæra grein um Sjálfstætt Fólk nýlega (http://www.dv.is/blogg/tresmidja/2009/8/21/grein-skrimslid-i-sumarhusum) þar sem m.a. segir „í mín eyru fór Halldór hinum verstu orðum um Bjart í Sumarhúsum, kallaði hann “þurs” og “afglapa” og ég man ekki hvað“.Svo enn og aftur, hlakka til að lesa skáldsöguna ;-) Gleymdu samt ekki að halda okkur aðdáendum þínum við efnið ;-)ASE (IP-tala skráð) 3.9.2009 kl. 00:17
Er nokkuð að stuttbuxum?
Jens Guð, 3.9.2009 kl. 00:48
Ég dáist að ykkur öllum, og hvernig þið tæklið þau verkefni sem hver dagur færir ykkur.
Hólmfríður Pétursdóttir, 3.9.2009 kl. 11:00
Það er stuttbuxnaveður á Selfossi í dag svo mæli ég með að þú farir að skrifa hér inn reglulega á ný, mig vantar þig.
Ásdís Sigurðardóttir, 3.9.2009 kl. 13:24
Skelltu frímerki á rassinn á stráksa og sendu hann til mín, það er enn stuttbuxnaveður í Berlín
Brynja (IP-tala skráð) 3.9.2009 kl. 17:45
HEHEHEHEHE
Gotta Stuttbuxur
Ómar Ingi, 3.9.2009 kl. 22:48
Hann er algjör "Lotta" strákurinn þinn.. það væri sko hægt að gera barnabók með öllum strikunum hans eins og Emil í kattholti :*
Guðríður Pétursdóttir, 3.9.2009 kl. 23:11
Innlitskvitt og ljúfar kveðjur :)
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 5.9.2009 kl. 14:57
Æi litli krútt frændi minn,ég yrði nú sennilega ekki glöð ef sonur minn klippti buxurnar sínar í sundur,en hér í Canada er flesta daga stuttbuxnaveður en þá,þannig að hann myndi fýla sig hér ekki spurning ;)
Knús og kossar til ykkar allra frá okkur í John´s
Anna Margrét Bragadóttir, 5.9.2009 kl. 17:24
Snillingur, hann Ian.
Steinþór Ásgeirsson, 16.9.2009 kl. 16:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.