Leita í fréttum mbl.is

Ég tek ofan fyrir rithöfundum

 

Ef ég ætti hatt, tæki ég hann ofan fyrir rithöfundum!!

Fjórar klukkustundir á dag við skriftir og ég er ámóta þreytt og eftir 13 klukkustunda vinnutörn í skrifstofujobbinu mínu. Gjörsamlega úr mér allur vindur, kraftur og þrek.

Mér skilst að Arnaldur sitji við 8 klukkutíma á dag. Er það hægt, spyr ég? Arnaldur! Ha?

Í dag ætla ég að sitja heilalaus í sundlaug og heitum pottum í Hveragerði eða Borgarnesi. Stara út í loftið og hugsa um ekki neitt. Sellurnar mínar þurfa hvíld. Það er ljóst að ég sest ekki aftur á skólabekk á gamals aldri.

p.s.

þrir dagar í heimkomu Þess Einhverfa og vika í heimkomu Unglingsins. Kvíði fyrir og hlakka til í senn.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Pétursdóttir

Gangi þér vel.

Hólmfríður Pétursdóttir, 9.7.2009 kl. 15:37

2 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

É kannast við þetta, því ég nýtti mér atvinnuleysið í að skrifa og eftir 8 tíma skriftir var hausin á mér eins og frómas.Það var ekki meira sem ég gerði þann daginn eftir slíkar tarnir og lá bara með hausinn upp í loftið og gerði ekki neitt. Núna er ég tímabundið komin í erfiðisvinnu og er allt öðruvísi þreittur þó ég hef verið á iði síðan 7 í morgun nánast samfleitt.

Brynjar Jóhannsson, 9.7.2009 kl. 19:36

3 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

En gott að vita að ég er ekki einn um að finna fyrir þessu ... því ég er stórlega efins um að fólk geri sér grein fyrir hvað það er erfitt að skrifa- eða getur verið það ef legið er lengi yfir texta.

Brynjar Jóhannsson, 9.7.2009 kl. 19:38

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Fyrir mér er þetta einfalt. Skrifa þegar það kallar á mann og jafn lengi og það gerir sig sjálft. Stundum eru það 8 tímar, stundum hálftími, stundum ekkert. ég fatta ekki þessa mýtu um að skrifa eftr stimpilklukku. Skrifin hljóta að vera eftir því þá. Síðustu bækur Arnalds hafa verið algert krapp, sem er eðlilegt ef markmiðið er bara að koma ákveðnu magni af texta á blað án tillits til annars.

Mikilvægasti hluti skrifanna er að skrifa ekki, heldur slyttast um og hugsa um skrifin og punkta hjá sér. Þú gerir því rétt með að liggja í heitum potti. Þar verður bókin til, hvort sem þú ert meðvituð um það eðður ei.

Jón Steinar Ragnarsson, 9.7.2009 kl. 21:24

5 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Njóttu barnleysisins og heita pottsins.

Helga Magnúsdóttir, 9.7.2009 kl. 21:45

6 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Heiti potturinn er góður í svona stöðu og bestur í Laugarskarði þar hef ég oft setið og hummað - þrælvirkar.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 9.7.2009 kl. 22:25

7 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Iss síðustu bækur Arnalds hafa nú ekki verið til að hrópa húrra fyrir hvort eð er...

Það er líka góður heitur pottur á Selfossi ;)

Hrönn Sigurðardóttir, 9.7.2009 kl. 23:31

8 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Það finnast nú mörg fín ráð við ritstíflu Jóna, viss um að þú kannt þrjú eða fjögur.

Gott gengi

Jenný Stefanía Jensdóttir, 10.7.2009 kl. 01:49

9 Smámynd: Villi Asgeirsson

Ég er ekki alveg sammála því að maður eigi bara að skrifa þegar andinn lætur sjá sig. Ef maður ynni svoleiðis, ynni maður ekki. Andinn lætur nefninlega ekki sjá sig ef maður kallar ekki á hann. Það er um að gera að vera með litla stílabók til að pára niður hugmyndir þegar þær láta sjá sig fyrirvaralaust, en flestir rithöfundar vinna fastar vaktir við að skrifa. Maður þarf andann til að fá góðar hugmyndir, en ekki til að pikka inn 80.000 orðin.

Ritstíflur eru ekki til. Allavega ef maður kann að stýra fram hjá þeim. Flestir plana plottið fyrirfram. Ef einhver kaflinn vill ekki skrifast, skrifaðu annan kafla. Þegar bókin er næstum því fullskrifuð, er einfalt að bæta við því sem ekki vildi koma í upphafi. Það er auðvelt að brúa stutt bil.

Gaman annars að fylgjast með þér, Jóna. Hefði viljað gera svona sjálfur, en hef ekki tíma. Kannski ég reyni að finna skrif-app fyrir æfóninn og setjist að í vegarkanti, þar sem enginn getur fundið mig, pikkandi eins og lífið liggi við.

Villi Asgeirsson, 10.7.2009 kl. 05:01

10 Smámynd: Jens Guð

  Ég var blaðamaður í þrjá áratugi.  Oft var setið við skriftir langt fram á kvöld.  Alltaf jafn gaman og hressandi.  En þetta voru að vísu ekki skapandi skrif.  Meira verið að pikka niður viðtöl af segulbandsupptökum.  Skapandi skrif reyna meira á heilann.    

Jens Guð, 10.7.2009 kl. 11:36

11 identicon

Sköpun tekur tíma og þú munt standa þig í þessari glímu. Sjálfur hef ég prófað að skrifa og semja. Á meðan ég get reytt fram ómerkilega ferskeytlu á engum tíma, þá tekur almennilegur kveðskapur auðvitað tíma í undirbúningi.

Spurning líka hvað nafna þín tekur sér fyrir hendur þegar hún verður eldri ...

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 11.7.2009 kl. 21:58

12 Smámynd: Heiður Helgadóttir

Mér datt í hug daman sem að skrifaði allar bækurnar um Poirot og fleiri, en hún át einhver ósköp af eplum þegar að hún sat við skriftir, kannski fékk hún einhverja auka krafta af eplunum.

Heiður Helgadóttir, 12.7.2009 kl. 06:48

13 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Enn í potti?

Jenný Anna Baldursdóttir, 12.7.2009 kl. 15:57

14 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

það er örugglega alveg hægt að sitja við skriftir 8 klst á dag, en það er ekkert gefið að það gefi af sér jafn mikið og kannski 3 tíma 4 sinnum í viku eða bara þegar þetta kemur yfir mann .. eða ég held það allavega þótt ég sé auðvitað enginn arnaldur..

Guðríður Pétursdóttir, 12.7.2009 kl. 23:22

15 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Kannski það sé ástæðan fyrir því að Arnaldi hrað fer aftur í skriftum, að hann situr of lengi við.  Njótti pottanna pottormurinn þinn

Ásdís Sigurðardóttir, 13.7.2009 kl. 15:52

16 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Ég tek ofan fyrir rithöfundum með þér Jóna, þar sem ég sé mig aldrei færa í að klára sögu sem átti að vera svona löng og góð, sem ég byrjaði á að skrifa í 6. eða 7. bekk

Róslín A. Valdemarsdóttir, 13.7.2009 kl. 18:36

17 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Knús og kossar og ljúfur faðmur....:O)

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 15.7.2009 kl. 00:43

18 Smámynd: María Guðmundsdóttir

njóttu pottsins  bara øfund hérna megin ad fara i pott yfirhøfud..kannski ég ætti ad skella mér bara i hangiketspottinn minn  thad er vist thad eina sem ég hef ..

María Guðmundsdóttir, 15.7.2009 kl. 21:01

19 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Gangi þér vel Jóna mín. Mundu að það er ekki magnið heldur gæðin sem skipta mestu máli. Alltaf gott að fara í heita potta. Njóttu þess.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 17.7.2009 kl. 13:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóna Á. Gísladóttir
Jóna Á. Gísladóttir

 

 

 Ég er nokkuð dæmigerð íslensk útivinnandi kona. Hef lokið grunnnámi í markþjálfun og gengur betur að hjálpa öðrum við markmiðasetningu en sjálfri mér. Mér lætur líka betur að stjórna öðrum en sjálfri mér. 

 netfangið mitt er jonaagisla@gmail.com

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 1640369

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband