Leita í fréttum mbl.is

Gelgjan, Tannálfurinn og Sá Einhverfi

 

Gelgjan fékk afskaplega fallegt silfurskrín í skírnargjöf á sínum tíma. Ţađ er kringlótt, örsmátt og fóđrađ ađ innan međ kóngabláu filt-efni. Á lokinu situr undursmár, lítill tannálfur.

Skríniđ rúmar eina.. í mesta lagi tvćr barnatennur.

Ţetta skrín hefur samviskusamlega veriđ lagt undir koddann, hvenćr sem tćkifćri hefur skapast og vegna míns einstaklega góđa sambands viđ Tannálfinn hefur gelgjunni áskotnast íslenskar krónur í skiptum fyrir hverja tönn. Annars skilst mér ađ evran sé ađal gjaldmiđillinn.

Sá Einhverfi fékk ekkert slíkt skrín í skírnargjöf. Ţó tel ég ekki ađ ţađ sé ástćđan fyrir ţví ađ allar ţćr tennur sem hann hefur misst hafa horfiđ. Púff! Gjörsamlega gufađ upp. Ţeim Einhverfa hefur ekki áskotnast svo mikiđ sem tíeyringur fyrir sitt postulín.

Hann hefur sennilega ýmist spýtt ţeim út úr sér ţar sem hann stóđ á hverjum tíma, kyngt ţeim eđa hent ţeim í rusliđ.

Á sunnudaginn síđasta heyrđi ég kvörtunarhljóđ frá mínum manni berast niđur frá efri hćđinni.

Á mamma ađ hjálpa? kallađi ég upp til hans.

Hann ţáđi ţađ og ég rölti upp stigann. Inn í herberginu sínu stóđ Sá Einhverfi og gapti framan í mig, ţegar ég birtist.

Ţađ fyrsta sem mér datt í hug var tannpína. Andskotinn, hugsađi ég. En ţegar ég fór ađ ţreifa fyrir mér uppgötvađi ég ađ hann var međ tvo lausa jaxla, sitthvoru megin.

Ţetta er allt í lagi Ian, sagđi ég. Lét hann setjast á rúmiđ međ mér og teiknađi upp fyrir hann skćlbrosandi munn međ fullt af tönnum. Merkti ţćr sem voru lausar upp í honum, notađi ör til ađ sýna honum ađ ţessar tennur myndu detta og reyndi ađ útskýra ađ hann myndi svo fá nýjar.

Drengurinn horfđi á mig og ţađ var augljóst hvađ hann hugsađi: hvađ er kerlingin ađ röfla núna!?

Svo potađi hann í tennurnar og kvartađi.

Ég gafst upp og fór niđur aftur. Hugsađi međ mér ađ ţetta yrđi bara ađ hafa sinn gang.

En mér skjátlađist. Ţegar ég fór inn á bađherbergi stuttu síđar, voru rifur af alblóđugum klósettpappír í klósettinu og á botninum glampađi á lítinn hvítan jaxl. Eđa voru ţeir tveir?

Ég hef enn ekki kannađ hvort báđar tennurnar séu horfnar. Ég hef grun um ađ svo sé. Drengurinn er greinilega ekki á ţví ađ hafa einhverja skröltandi aukahluti upp í sér. Hann tekur málin í sínar hendur. Ekkert vesen.

Á međan safnar Tannálfurinn vöxtum á íslensku krónurnar sem hann ţarf ekki ađ leggja út. 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Yndislegt

Sigrún Jónsdóttir, 9.6.2009 kl. 23:51

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garđarsdóttir

 

Jóna Kolbrún Garđarsdóttir, 10.6.2009 kl. 01:09

3 Smámynd: Hólmfríđur Pétursdóttir

Bloggin ţín eru gleđigjafi.

Hólmfríđur Pétursdóttir, 10.6.2009 kl. 12:01

4 Smámynd: Margrét Birna Auđunsdóttir

Úff, sá er harđur af sér

Margrét Birna Auđunsdóttir, 10.6.2009 kl. 12:09

5 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Innlitskvitt og sólarkveđjur

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 10.6.2009 kl. 12:45

6 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Rétt hjá honum ađ vera ekki međ einhverja skröltandi jaxla uppi í sér.

Helga Magnúsdóttir, 10.6.2009 kl. 18:47

7 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Ian alltaf góđur.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 10.6.2009 kl. 23:48

8 identicon

Dásamlegt ađ lesa bloggiđ ţitt.

Ađalbjörg (IP-tala skráđ) 11.6.2009 kl. 12:15

9 Smámynd: Ásdís Sigurđardóttir

Sá hluta ađ ţessum pistli í mogganum í morgun, snilld.

Ásdís Sigurđardóttir, 11.6.2009 kl. 14:06

10 Smámynd: Ragnheiđur

Kannast viđ ţetta frá Himma mínum, hann hćtti ekki fyrr en dýriđ var úr

Ragnheiđur , 11.6.2009 kl. 16:03

11 Smámynd: María Guđmundsdóttir

 yndislegur drengur  ekkert helv.vesen hér,bara úr med skrřltid.

María Guđmundsdóttir, 13.6.2009 kl. 06:35

12 Smámynd: Guđrún Jóhannesdóttir

hann er yndi ţessi drengur ţinn

og ţú ert engu minna yndi međ pennann ţinn kćra Jóna mín

Guđrún Jóhannesdóttir, 13.6.2009 kl. 11:54

13 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Skemmtilegur strákur sem tekur til sinna ráđa.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 15.6.2009 kl. 22:01

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Jóna Á. Gísladóttir
Jóna Á. Gísladóttir

 

 

 Ég er nokkuð dæmigerð íslensk útivinnandi kona. Hef lokið grunnnámi í markþjálfun og gengur betur að hjálpa öðrum við markmiðasetningu en sjálfri mér. Mér lætur líka betur að stjórna öðrum en sjálfri mér. 

 netfangið mitt er jonaagisla@gmail.com

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Maí 2025
S M Ţ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband