Leita í fréttum mbl.is

Kynþáttafordómar og menntasnobb

 

Ég segi það satt, að þessari konu.. þessum fyrrverandi dagskrárgerðarmanni, finnst hún ekki á neinn hátt vera með kynþáttafordóma.

Hún býr og er væntanlega barnfædd í Bretlandi. Hefur án efa alist upp við þá fjölmenningu sem er við lýði í UK. 

Efast einhver um að hún hafi alið þessa 14 ára dóttur sína upp við kynþáttafordóma? Er ekki algjörlega ljóst hver skilaboðin eru á því heimilinu?

Ekki bara það að fólk að öðrum kynþætti er verra og ómerkilegra, heldur er fólk sem ekki er langskólagengið, lægra sett og á ekki að vera með ''derring'' við fólk af hinum ''æðri'' kynstofni.

Aumingja konan. Hálsinn er svo reigður og nasirnar svo víðar, að það er hætt við að hún drukkni í einhverju úrhellinu.  

Ef ég á að vera alveg hreinskilin, þá hef ég orðið svolítið vör við þetta menntasnobb í Englandi. Oftast finnst mér það fyndið, en stundum get ég látið þetta fara ofsalega í taugarnar á mér.

 

 


mbl.is Dýrkeypt hringing eftir leigubíl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þarna ertu right on the money.  Er gargandi sammála.

Mikið rosalega gladdist ég yfir því að upptakan komst í circulation.

Úje, mátulegt á yfirburðasvínið.

Sorrí, er að missa mig hérna.

Knús,

Helga og systur eru ýmislegt að bardúsa og biðja að heilsa, þær vilja samt ekki að ég segi þér hvað þær eru að sýsla með alveg strax en þær lofa þér því að þetta verði magnað.

Jenný Anna Baldursdóttir, 11.11.2008 kl. 23:24

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Glötuð, átti að standa Hekla ekki Helga.

Jenný Anna Baldursdóttir, 11.11.2008 kl. 23:25

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ásdís Sigurðardóttir, 11.11.2008 kl. 23:27

4 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Djöfull sem ég er glöð yfir því. Veit að það verður magnað. Dúllan mín. Kem með documentin til þín eins fljótt og ég get.

Jóna Á. Gísladóttir, 11.11.2008 kl. 23:28

5 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ég er sammála þér og stórt knús til þín mín kæra.

Kristín Katla Árnadóttir, 11.11.2008 kl. 23:28

6 Smámynd: Ómar Ingi

Ómar Ingi, 11.11.2008 kl. 23:29

7 identicon

Já, þetta er mjög algengt í Bretlandi. Alveg ótrúlegt! Auðvitað hefur hún alið þessa fordóma í dóttur sinni.

Ása Ninna Katrínardóttir (IP-tala skráð) 12.11.2008 kl. 00:41

8 Smámynd: Elín Sigríður Grétarsdóttir

ég var í veislu um daginn með fullt af sprenglærðu fólki, þar sem ég er að hengja af mér í fatahenginu er mér piltur (um þrítugt) samferða og hann segir stundarhátt við félaga sinn "ætli það sé óhætt að skilja eftir verðmæti í vösunum, það eru eintómir pólverjar að þjóna hérna " ... þegar ég náði að skafa hökuna af gólfinu var hann á bak og burt svo ég náði ekki að spyrja hann hvort að hann hafi einhvern tíma tekið að sér aukavinnu að kvöldi til að drýgja tekjurnar ... ja eða skalla hann

Elín Sigríður Grétarsdóttir, 12.11.2008 kl. 08:44

9 identicon

Mér hefur alltaf verið fyrirmunað að skilja svona fordóma og verst finnst mér hversu erfitt er að rökræða við marga sem eru haldnir fordómum, líklega er það vegna þess að það eru engin rök fyrir því að gefa fólki einkunn eftir litarhafti eða menntun.

Sjálf er ég blönduð, með suðrænt blóð í æðum, en að öllu leyti hreinræktaður Íslendingur. Þið mynduð ekki trúa því hvað ég, sem hef búið hér alla mína tíð, hef orðið fyrir miklum fordómum í gegnum tíðina. Hef ósjaldan fengið að heyra að þar sem pabbi minn sé ekki íslenskur þá sé ég ekki Íslendingur.

Whot?

Fyrir nú utan það að þótt ég væri ekki Íslendingur skipti það þá einhverju máli eða?

dr

dr (IP-tala skráð) 12.11.2008 kl. 09:02

10 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

ég segi eins og aðrir, gott að þetta komst upp og hún var rekin, þá sér allavega dóttir hennar að það er ekki eðlilegt hvernig mamma hennar hegðar sér...

Guðríður Pétursdóttir, 12.11.2008 kl. 09:09

11 identicon

Ég þekki Íslendinga sem eru að kafna úr menntasnobbi og eru ferlega heftir fyrir vikið.Svo þekki ég mikið menntað fólk sem er ekkert annað.Ekkert common sence.Það er ekki sérlega skemmtilegt fólk.Við eigum að vera hvert með sínu sniði,lit,lögun,menntun og svo framvegis.Það er skemmtilegast.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 12.11.2008 kl. 09:18

12 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Ég er nýbúin að lesa bók eftir Auði Jónsdóttur sem heitir "Tryggðapantur" og kom víst út fyrir nokkrum árum. Aðalsöguhetja bókarinnar er einmitt af þessari manngerð, hún er komin af fyrstu landnemum í BNA og álítur sig þess vegna æðri öllum öðrum. Fróðleg lesning.

Greta Björg Úlfsdóttir, 12.11.2008 kl. 12:44

13 identicon

Var þetta Íslendingur? Hlýtur að vera, týpískt íslenskt viðmót við útlendingum.

Guðjón Atlason (IP-tala skráð) 12.11.2008 kl. 13:45

14 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Þarf ekki Íslending til, Gaui, það er hugarfarið sem gildir.

Greta Björg Úlfsdóttir, 12.11.2008 kl. 13:55

15 Smámynd: Brynja skordal

Brynja skordal, 12.11.2008 kl. 14:28

16 identicon

Jóna, það er naumast að þú ert fordómafull, en enginn virðist taka eftir því... allir bara sammála hvað greyið í Bretlandi er fordómafullt.

Þú sakar hana um að innræta dóttur sína með fordómum án þess að vita neitt um það.

Svo sakarðu greyið konuna um að  finnast

"fólk sem ekki er langskólagengið, [vera] lægra sett og [eiga] ekki að vera með ''derring'' við fólk af hinum ''æðri'' kynstofni."

Ef þetta eru ekki fordómar hjá þér Jóna og öllum sem taka undir þá veit ég ekki hvað.

Getur ekki bara verið að hún hafi lent illa í einhverjum Múslima eða asískum eða einhverjum og sé einfaldlega hrædd?  Eru þá ekki eðlileg viðbrögð að reyna að vernda dóttur sína.  Hún þarf ekkert að vera fordómafull þó hún vilji vernda dóttur sína.  Ef ég óttaðist að 14 ára dóttir mín gæti verið í hættu (jafnvel þó mér fyndist bara vera 1% líkur á því) þá myndi ég gera eitthvað í því.. jafnvel þó einhver ætti eftir að kalla mig fordómafullan.  Mér finnst hún reyndar bara hugrökk að láta ekki álit annarra stoppa sig frá því að gera eitthvað sem er ekki pólitískt rétt, því hún er hrædd um dóttur sína.

hmm (IP-tala skráð) 12.11.2008 kl. 17:28

17 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Vá, hvað það eru margir fordómafullir út í konuna aðrir en Jóna...

Hvað er líka konan að senda barnið sitt eitt með leigubíl? Af hverju fer hún ekki með því ef það er svona hættulegt að ferðast með taxa í London eins og hún lætur í veðri vaka?

Greta Björg Úlfsdóttir, 12.11.2008 kl. 17:39

18 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Það sem ekki kemur fram í þessari frétt er að nú er einnig búið að reka starfsmann leigubílastövarinnar sem hljóðritaði samtalið en það gerði hann upp á eigin spítur og ólöglega og hann hefur gert svipað áður.

Sam sem var útvarpskona gerir sig nú klára undir frekari viðtöl og ætlar að selja hæstbjóðanda sögu sína.

Svanur Gísli Þorkelsson, 12.11.2008 kl. 18:00

19 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Já þetta hljómar ansi fordómafullt hjá blessaðri konunni. Vonandi verður dóttirin ekki ástfangin af Asíumanni, eða Afríkuættuðum Breta.
Annars svo ég víki að öðru fannst mér ég verða fyrir racisma af hendi eiganda pólsku verslunarinnar hér í hverfinu mínu um daginn.
Ég keypti m.a. sápu og tók eina sem var í hillu þar sem hún var merkt ódýrari en alveg eins sápa á næstu hillu.
Ég sem vissi að hilluverð á vörum í búðum er það verð sem gildir þóttist hafa himinn höndum tekið í kreppunni að verða fyrir þessu happi. Enda munaði tvöhundruð krónum á sápunni í mínus mér í vil.
þegar ég svo neitaði á ensku kurteislega ( eigandinn pólski talar ekki íslensku) að borga hærra verðið fyrir sápuna, varð eigandinn reiður og spurði af hverju ég vildi ekki borga rétt verð. Ég sagði á ensku, að hilluverðið segði að sápan kostaði þetta. Þá hreytti eigandinn út úr sér 'Tala pólsku'!!
Mig langaði til að segja. 'Tala þú íslensku, erum við ekki á Íslandi´? En ég sat á mér, því ég vildi ekki koma illindum af stað. Hvor okkar var dóni eða racisti,  pólski eigandinn eða ég?
Annars til hamingju með bókina þína Jóna og flottu myndina af þér á forsíðu Vikunnar.

Svava frá Strandbergi , 12.11.2008 kl. 18:15

20 identicon

Mér finnst þetta bera vott um fáfræði þína Jóna og er hissa á henni þar sem þú ert bæði gift Breta og móðir ungra barna að auki. Konan (hver sem hún var og hversu mikið eða lítið hún var menntuð) var að hugsa um barnið sitt, sem var hrætt við karlmenn með vefjahetti. Þú ræður því ekkert hvort börn þín eru með einhverjar fóbíur, eða hræðast eitthvað eða einhverja sem öðrum stendur engin stuggur af. Ég heyrði viðtal við þig í vikunni á einhverri stöðinni vegna bókar sem þú varst að gefa út með gömlum bloggfærslum og mér kom það mikið á óvart. Ég hef öðru hvoru lesið færslur eftir þig um fatlaðan son sem þú átt og ég átti ekki von á að þú værir svona köld og einhvern vegin laus við allt hlýlegt viðmót. Ég hélt líka að þú hlytir að vera húmoristi en það örlaði hvergi á því í þessu viðtali. Það, eins og þú, ollir mér vonbrigðum. Ég hélt að þú værir mannlegri og hlýlegri kona.

Fjölmiðlamaður (IP-tala skráð) 12.11.2008 kl. 19:08

21 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

hmmm. Já ég er fordómafull á ýmsum sviðum. Eins og flestir. Ég er t.d. með fordóma gagnvart fólki sem heldur að það sé betra en aðrir.

Þú segir:

Getur ekki bara verið að hún hafi lent illa í einhverjum Múslima eða asískum eða einhverjum og sé einfaldlega hrædd?  Eru þá ekki eðlileg viðbrögð að reyna að vernda dóttur sína. 

Jú auðvitað getur það verið. En ef hún hefði lent illa í einhverjum hvítum Breta, væri hún þá hrædd við alla hvíta Breta? Ég leyfi mér að efast um það. 

 og þú segir:

Ef ég óttaðist að 14 ára dóttir mín gæti verið í hættu (jafnvel þó mér fyndist bara vera 1% líkur á því) þá myndi ég gera eitthvað í því.. jafnvel þó einhver ætti eftir að kalla mig fordómafullan. 

hvað í ósköpunum ertu að tala um? Ef hún telur að dóttir hennar gæti verið í hættu við að taka leigubíl, þá að sjálfsögðu á hún ekki að taka sénsinn á því að senda hana eitt eða neitt í leigubíl. 

Jóna Á. Gísladóttir, 12.11.2008 kl. 19:43

22 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Guðný. Fordómar eru alls staðar. Það leikur enginn vafi á því. Og ekkert okkar er 100% laust við fordóma af einhverju tagi.

Svanur. Já auðvitað. Hver er sinnar gæfu smiður.. eins dauði er annars brauð.. og allt það.

Fjölmiðlamaður... ææ verst að maður geti ekki gert öllum til hæfis 

Jóna Á. Gísladóttir, 12.11.2008 kl. 19:50

23 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Ella Sigga. Þú færð mig alltaf til að hlæja. Vona að hakan hafi verið heil á eftir.

dr. Ég held nefnilega að við undanrennulitaða fólkið getum ekki ímyndað okkur hvernig er að búa við svona. Tek ofan fyrir þér í sannleika sagt.

Inga Rún. Nákvæmlega!

Gaui. nei treystu mér. Þetta á sér alls staðar stað. Varð sjálf síðast vitni að slíku á flugvellinum í Berlin. 

Greta Bjorg. Ég ætla að lesa þessa bók. Hljómar áhugaverð. Ég hef nú heyrt hana nefnda.

Jóna Á. Gísladóttir, 12.11.2008 kl. 19:54

24 Smámynd: Róbert Tómasson

Ég bjó í Danmörku þegar tvíbura turnarnir voru sprengdir í NY.  Besti vinur sonar míns, múslimi ættaður frá Líbanon var alveg miður sín vegna þess að það hefðu verið múslimir sem þetta óhæfuverk drýgðu.  Ég sagði við hann og segi það nú við ykkur.  "Glæpamenn hafa engan sérstakan litarhátt eða neina sérstaka trú, glæpamenn eru bara glæpamenn."

Líkurnar á að dóttirin lennti í einhverjum hremmingum í leigubíl eru síst minni hjá hvítum bílstjóra sem talar Oxford ensku en indverja með túrban.

Og svo vill ég minna á að við höfum öll einhverja fordóma, það væru fordómar að ætla eitthvað annað.

Róbert Tómasson, 12.11.2008 kl. 23:18

25 identicon

"Líkurnar á að dóttirin lennti í einhverjum hremmingum í leigubíl eru síst minni hjá hvítum bílstjóra sem talar Oxford ensku en indverja með túrban."

Empirísk heimild?

Siggi (IP-tala skráð) 12.11.2008 kl. 23:42

26 identicon

já, þessi uppákoma minnti mig líka á karakterinn í Tryggðarpanti, bók Auðar Jónsdóttur.  

alva (IP-tala skráð) 13.11.2008 kl. 00:23

27 Smámynd: Róbert Tómasson

Heimild úr skóla lífsins Siggi eftir að hafa kinnst fólki af ýmsum toga.

Róbert Tómasson, 13.11.2008 kl. 00:46

28 Smámynd: corvus corax

Það er sagt að ekki sé rétt að mismuna fólki í orði og á borði vegna kynþáttar, þjóðernis, kyns, o.s.frv. Vinur minn varð fyrir því að keyrt var á bílinn hans og stungið af. Hálfum mánuði síðar var keyrt á bíl dóttur hans og stungið af. Tveir til viðbótar sem ég þekki til urðu fyrir því sama þar sem keyrt var á bíl þeirra og stungið af. Öll þessi fjögur tilfelli gerðust sl. tvo mánuði. Allir tjónvaldarnir náðust og merkileg tilviljun: í öllum fjórum tilfellunum var um ölvaða Pólverja að ræða! Þetta gerðist hér í Reykjavík. Skrýtið að enginn þessara fjögurra skyldi vera íslenskur, danskur, enskur, franskur eða af einhverju öðru þjóðerni. Nei, í öllum tilfellum Pólverjar. Tilviljanir geta verið skrýtnar ...eða hvað?

corvus corax, 13.11.2008 kl. 06:52

29 identicon

Common, við erum öll með fordóma. Persónulega þoli ég hvorki Íslendinga eða útlendinga og finnst flest allt fólk mentað sem ómentað drep leiðinlegt.

Birna (IP-tala skráð) 13.11.2008 kl. 09:19

30 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Ragnar. Ertu að segja að þú hafir enga fordóma? Á neinu sviði?

corvus corax. Er til eitthvað sem heitir tilviljun?

Birna. Ég er sammála fyrstu setningunni hjá þér. Að öðru leyti er ég gjörsamlega ósammála

Jóna Á. Gísladóttir, 13.11.2008 kl. 10:07

31 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Ragnar. Stundum má satt kyrrt liggja. stundum er gott að halda hugsunum sínum og skoðunum út af fyrir sig. Til dæmis þegar úthrópun eigin skoðana getur verið særandi og meiðandi fyrir aðra einstaklinga. Þú mátt hafa allar þær skoðanir sem þig lystir fyrir mér. Á meðan þú særir engan.

Jóna Á. Gísladóttir, 13.11.2008 kl. 11:16

32 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Ragnar, ber seinasta komment þitt ekki einmitt vott um fordóma gagnvart fóli sem telur orðið "fordóm" hafa merkingu....

Hvað er eftirfarandi "álit" þitt annað en fordómur:

"enda er það orð bara notað af þeim sem þola ekki aðra skoðun en sína eigin,allt annað er fordómar að þeirra áliti."

Það er allavega gróf alhæfing. Ég myndi kalla þessa alhæfingu fordóm.

Greta Björg Úlfsdóttir, 13.11.2008 kl. 11:21

33 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Ég er haldin rosalegum fordómum  - í garð kóngulóa. Frænka mín bjó í Svíþjóð þegar hún var lítil þar sem foreldrar hennar voru þar í námi. Hún fékk sinn skammt af fordómum og var kölluð "Islandssild". Þannig að þú þarft ekki einu sinni að vera öðruvísi á litinn til að verða fyrir fordómum.

Helga Magnúsdóttir, 13.11.2008 kl. 14:10

34 Smámynd: Erna Friðriksdóttir

Jóna mín til hamingju bókina þína  frábær ertu en á eftir að kaupa eintak.  Hitti þig einhvertíma hjá Ömmu. Las lika Viku viðtalið við þig, ég hreinlega táraðist og líklega vegna Önnu minnar sem að ég þekki best enda yndisleg vinkona.Þú heppinn að eiga hana sem systur......Bestu kv til þín og vona að salan gangi vel

Erna Friðriksdóttir, 13.11.2008 kl. 15:28

35 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Ó já, því gleymdi ég -

Til hamingju með bókina!

Greta Björg Úlfsdóttir, 13.11.2008 kl. 15:32

36 identicon

Á ég að skilja þig sem svo að þú sérst með fordóma gagnvart menntasnobburum?

Jakob (IP-tala skráð) 13.11.2008 kl. 16:34

37 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Greta Björg Úlfsdóttir, 13.11.2008 kl. 16:44

38 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Jakob. Já... veistu það.. ég held það bara, svei mér þá

Jóna Á. Gísladóttir, 13.11.2008 kl. 16:56

39 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

...Ragnar Örn, ég verð að viðurkenna að ég skil hreinlega ekki það sem þú skrifar...eða öllu heldur nenni ekki að rýna í það til að reyna að skilja það. - Mínir fordómar gagnvart þeim sem ekki tjá sig með skýrum hætti.

Greta Björg Úlfsdóttir, 13.11.2008 kl. 17:04

40 Smámynd: Sporðdrekinn

Fréttin setur þetta allavega svoleiðis upp að ekki er hægt að sjá annað en fordóma út úr þessu.

Ég ætla að konan hafi ætlað að fylgja dóttur sinni að leigubílnum til að vera viss um að bílstjórinn vissi hvert hann var að fara með barnið og því enginn hætta á misskilning á milli bílstjóra og barns.

Konan talar um að þessi ómenntaða símadama hafi verið með hroka. Svo að ég tel það nokkuð ljóst að þarna sé um fordóma að ræða.

Annað ég er sjálf haldin fordómum sem að ég er ekki sátt við, en í hvert skipti sem að ég þarf að "face´a" það sem að ég er með fordóma fyrir þá verð ég alltaf jafn hissa á hvað þetta er mikið rugl í mér.

Sporðdrekinn, 13.11.2008 kl. 21:00

41 Smámynd: Jónína Christensen

Röflið í ykkur...

Sko, nú er ég með fordóma gagnvart ykkur öllum

Jónína Christensen, 13.11.2008 kl. 21:36

42 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Mér finnst nú konan bara alveg mega ráða þessu punktur!

Ég kom í búð, fyrir sunnan, í dag og upplifði eitthvað skrítið og skemmtilegt stolt þegar ég tók upp bók og snéri henni í höndum mínum, mér fannst ég eiga eitthvað í henni, það munaði engu að ég segði ,, ég þekki þessa konu sem skrifaði þessa bók,, og hvað kápan er flott, en hún verður jóla.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 13.11.2008 kl. 22:26

43 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Högni, finnst þér kannski líka að ráðamenn hér á landi megi alveg gera sínar gloríur í friði og ráða því sem þeir vilja án þess að almúginn sé að skipta sér of mikið af því? Bara forvitin, svona.

Annars eru það sennilega fordómar að láta sér detta það í hug...

Greta Björg Úlfsdóttir, 13.11.2008 kl. 23:30

44 Smámynd: Gwara

Mér finnst þessi kona hafa fullann rétt á þessari skoðun. Ekki myndi maður vilja fá leigubílstjóra sem kann ekki íslensku. Sjálfur er ég hálfur pólverji og þoli samt ekki að fara útí búð og geta ekki talað íslensku. Og er eitthvað skrítið að fólk í englandi vilji ekki hætta á það að börnin sín setjist uppí bíl með hriðjuverkamönnum.

Gwara, 13.11.2008 kl. 23:50

45 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Nei nei Greta mín alls ekki, en þeir gera það.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 14.11.2008 kl. 00:08

46 identicon

Mínir algengustu fordómar þegar kemur að leigubílum er að biðja sérstaklega um Benz. Ef maður þarf á annað borð að borga 3000kr fyrir rúntinn er eins gott að gera það í almennilegum bíl.

Jóhannes H. Proppé (IP-tala skráð) 14.11.2008 kl. 00:22

47 identicon

Hafið þig nokkuð velt ykkur fyrir hvort að þessi 14 ára stelpa hafi átt við einhvern fötlunar- eða geð-vandamál að stríða?

Kom ekki upp mál hérna fyrir ári síðan að leigubílstjóri, 13 ára fatlaða stelpu, nauðgaði henni afturí þegar hann átti að vera keyra henni til skólans?

Þið virðist líka gleyma að í pistilinum stendur að hún bað um enska KONU sem bílstjóra.

Allavega, ef ég ætti 14 ára stelpu sem ætti við einhvern fötlunar vandamál að stríða þá yrði ég ég örugglega dálítið "picky" þegar kemur að velja leigubílstjóra fyrir hana.

Gummi (IP-tala skráð) 14.11.2008 kl. 01:48

48 Smámynd: Rebekka

Það er nú óþarfi að fara að skálda upp ímyndaðar aðstæður til að reyna að afsaka hegðun konunnar við símadömuna...

Það er jafn líklegt að konan hafi bara verið með kynþáttafordóma, og að dóttir hennar hafi verið fötluð, eða geðsjúk, eða hvað annað sem fólki dettur í hug.  Það stendur því miður ekki í fréttinni, og eftir því sem maður les úr henni, þá minntist móðirin aldrei á að dóttir hennar ætti við nokkur vandamál að stríða.

Þar til annað kemur í ljós, vil ég einnig halda því fram að umrædd kona hafi bara verið með kynþáttafordóma.

Rebekka, 14.11.2008 kl. 08:13

49 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Gummi, konur, meira að segja hvítar konur, geta líka gert skelfilega hluti við börn og annað fólk.

Lífið er einfaldlega hættulegt.

Greta Björg Úlfsdóttir, 14.11.2008 kl. 08:39

50 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Greta, af því að þú heldur áfram þá vil ég segja að það á ekkert að geta bannað neinum að panta ákveðinn eða afpanta ákveðinn leigubílstjóra, þessi umrædda kona á bara að ráða því hvort að hún kaupi þjónustu ákveðinnar leigubílastöðvar eða ekki eða þá ákveðins bílstjóra eða ekki það er einfaldlega hennar val og hvað hún velur eða velur ekki kemur okkur bara ekkert við.

Menntasnobb er vondur kækur, reyndar ert það hroki og skal einginn langskólagenginn gleyma því að á okkur hinum lifa þeir, með einum hætti eða öðrum.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 15.11.2008 kl. 18:38

51 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

"Greta, af því að þú heldur áfram [...]" 

Högni, bíddu, má ég ekki kommenta hér áfram, þó þú hafir verið búinn að svara mér?

Átt þú eitthvað með að skammta kommentafjölda fólks á bloggi Jónu? Eitt á mann eða hvað? Þá ert þú sko búinn með kvótann líka!

Greta Björg Úlfsdóttir, 15.11.2008 kl. 18:51

52 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

krakkar mínir. Elskið friðinn og strjúkið kviðinn. Það má auðvitað deila um þetta eins og allt annað og sitt sýnist hverjum. Auðvitað má gera ráð fyrir að ekki rati allar staðreyndir í frétt sem þessa og við erum að geta í eyðurnar.

Ég stend þó fast á minni skoðun varðandi þetta mál... þar til annað kemur í ljós.

Jóna Á. Gísladóttir, 15.11.2008 kl. 18:53

53 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Nei nei Greta ég meinti þetta ekki svona, heldur bara af því að þú hélst áfram þá vildi ég aðeinas bæta í, alls ekki að mér finndist þú vera að segja of mikið nei nei alls ekki.

Þannig að ég setti bara fram mína skoðun og er alls ekki að reyna að rífast við þig eða að hafa áhrif á þína soðun.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 16.11.2008 kl. 00:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóna Á. Gísladóttir
Jóna Á. Gísladóttir

 

 

 Ég er nokkuð dæmigerð íslensk útivinnandi kona. Hef lokið grunnnámi í markþjálfun og gengur betur að hjálpa öðrum við markmiðasetningu en sjálfri mér. Mér lætur líka betur að stjórna öðrum en sjálfri mér. 

 netfangið mitt er jonaagisla@gmail.com

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 1640371

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband