Leita í fréttum mbl.is

Sá Einhverfi og Frelsisstyttan

 

Rúta - skóli - Vesturhlíđ - rúta - heim, ţuldi Sá Einhverfi upp áđan, af vikuplaninu sínu. Fékk ekkert svar og kom ţví stormandi til mín og rak andlitiđ upp ađ mínu. Vantađi stađfestingu á ţví ađ ég ćtlađi ekki ađ hringla neitt í planinu fyrir ţriđjudaginn.

Já, alveg rétt Ian, sagđi ég.

Ţá valhoppađi hann glađur í burtu.

Ţegar Bretinn kom heim vildi Sá Einhverfi ađ pabbi hans samţykkti einnig ţessa stórmerkilegu rútínu. En pabbi hans var ekki á ţeim buxunum heldur ţuldi upp einhverja vitleysu: skóli - Vesturhlíđ - rúta - rúta - skóli - rúta....

Nei, ćpti Sá Einhverfi hlćjandi og var alveg til í smá stríđni.

Ekki heim, sagđi Bretinn.

Víst, sagđi Sá Einhverfi međ áherslu. Og ţar međ var enn einn sigurinn unninn. Hann kann ađ ţrćta.

-----

Sá Einhverfi elskar af öllu hjarta ađ teikna og lita međ áherslupennum. Skćrum neonlitum. Og hans uppáhaldslitur af öllum er gulur. Ţess vegna er guli liturinn alltaf orđinn ţurr á undan öllum hinum.

Á laugardaginn keypti ég gulan áherslupenna handa honum og setti hann á eldhúsborđiđ ţegar ég kom heim, seint um kvöldiđ.

Á sunnudagsmorguninn var ţetta ţađ fyrsta sem gormurinn kom auga á og ţađ er mér undrunarefni í hvert skipti, hversu mikla gleđi er hćgt ađ sýna án svipbrigđa.

Hann greip pennann eldsnöggt af borđinu međ hćgri hendi. Rétti handlegginn svo hátt til lofts ađ Frelsistyttan má skammast sín. Hann hljóp svo hér gólandi um alla neđri hćđina međ kyndilinn sinn. Reigđur og stoltur eins og hani, en međ ámóta skorti á svipbrigđum.

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiđur

yndisleg fćrsla, ég les svo mikla gleđi út úr ţessu og mín gleđi yfir ađ lesa hjá ţér er sko ekki svipbrigđalaus. Ég sit hér í vinnunni og brosi út ađ eyrum, alein í símavarđarstofunni.

Eins gott ađ enginn sjái til mín

Ragnheiđur , 10.11.2008 kl. 19:57

2 Smámynd: Ásdís Sigurđardóttir

Krúttfćrsla eins og svo margar ađrar, hvar vćrum viđ í hamingju skalanum án ykkar?? kćrleikskveđja

Ásdís Sigurđardóttir, 10.11.2008 kl. 20:08

3 identicon

Ćđisleg fćrsla, ţú fćrđ mig alltaf til ađ brosa ţegar ég les bloggiđ ţitt!

Ása Ninna Katrínardóttir (IP-tala skráđ) 10.11.2008 kl. 20:09

4 Smámynd: Sporđdrekinn

Ţiđ eruđ svo yndisleg

Sporđdrekinn, 10.11.2008 kl. 20:14

5 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Ţađ er svo yndislegt hvađ ţađ ţarf oft lítiđ til ađ gleđja börn.

Helga Magnúsdóttir, 10.11.2008 kl. 20:44

6 Smámynd: Ómar Ingi

Ómar Ingi, 10.11.2008 kl. 21:22

7 Smámynd: Elísabet Sóley Stefánsdóttir

híhí kannast viđ áherslupennanna... Rebekka litar núna algjörlega út í eitt og eru skćru pennarnir alltaf í uppáhaldi, eins vill hún bara lita međ tússlitum, finnst trélitirnir bara prump sko núna :-)

Knús og kram

Elísabet Sóley Stefánsdóttir, 10.11.2008 kl. 21:36

8 Smámynd: Guđríđur Pétursdóttir

Áherslupennar eru svalir, og ţeir gulu lang svalastir. og ţađ er alltaf gott ađ hafa sitt á hreinu og gantast ekki um of međ ţađ ;)

Rúta - skóli - Vesturhlíđ - rúta -  og heim..!

Guđríđur Pétursdóttir, 10.11.2008 kl. 22:13

9 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Gaman alltaf ađ ţessum "heimaćvintýrum"

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 10.11.2008 kl. 23:03

10 Smámynd: Lilja Guđrún Ţorvaldsdóttir

Hann er enn sama dásemdin ţessi drengur, og ég skil vel ađ honum líki best viđ gula áherslupennann ţar erum viđ sko saman í liđi. -  Sá guli er einfaldlega bestur.

Til hamingju međ bókina ţína.  Ţú fćrđ aldeilis flottar viđtökur, mitt fólk er allt yfir sig hrifiđ. - Á sjálf eftir ađ nćla mér í eintak. - Til hamingju enn og aftur kćri rithöfundur og bloggvinkona.-  Ţú ert snillingur stelpa!!!!!

Lilja Guđrún Ţorvaldsdóttir, 10.11.2008 kl. 23:16

11 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Enn eru sigrar og enn verđa sigrar.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 10.11.2008 kl. 23:21

12 identicon

Yndisleg lesning.Ekki svo smáar framfarir hjá ţínum strák.Hann hefur ţroskast mikiđ síđan ég fór ađ fylgjast međ skrifum ţínum.Til hamingju međ litla "ţrasarann"

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráđ) 10.11.2008 kl. 23:46

13 Smámynd: Jóna Kolbrún Garđarsdóttir

Flottur strákur sem ţú átt

Jóna Kolbrún Garđarsdóttir, 11.11.2008 kl. 01:23

14 identicon

Sćl og blessuđ ljósiđ í lífi mínu (svona af ţessum ókunnugum)  Búin ađ kaupa bókina ţína en ţarf eiginlega ađ slást til ađ fá ađ lesa hana. Mamma taldi sig eiga ađ vera fyrst og svo  kom amma og fleiri úr fj.  Nota ţađ sem afsökun ađ ég eigi eftir ađ gera 3 ritgerđir í HÍ ţćr fyrst og svo bókin.  Ţannig ađ nú hamast ég viđ ritgerđirnar ,en ég gćti náttúrulega bara gefiđ ţeim langt nef og keypt mér ađra.  Keypti líka vikuna og lét engan vita fyrr en ég var búin ađ lesa allt um ţig upp til agna.  Ţú ert frábćr penni og átt yndislega fjölskyldu. Vona ađ ţau meti ţig af / ađ verđleikum.  En alla vegan takk fyrir mig

 Kveđja frá ókunnugri

Arna Keflavík

Arna Björk Hjörleifsdóttir (IP-tala skráđ) 11.11.2008 kl. 02:13

15 Smámynd: Helga skjol

Helga skjol, 11.11.2008 kl. 06:48

16 Smámynd: María Guđmundsdóttir

 yndislegur drengurinn thinn (ykkar) og alltaf svo gaman ad lesa frásagnirnar af honum. Sem og ykkur řllum audvitad

hafdu gódan dag Jóna

María Guđmundsdóttir, 11.11.2008 kl. 07:52

17 Smámynd: Hrönn Sigurđardóttir

Mér ţykir nú vćnna og vćnna um Nick eftir ţví sem ég kynnist honum nánar!

Hrönn Sigurđardóttir, 11.11.2008 kl. 11:55

18 identicon

Ţađ er svo mikil andleg nćring í skrifum ţínum      Ég tek allan tilfinningaskalann međ ţér og ţínum en líđur ćvinlega svo miklu betur á eftir    Takk fyrir mig !!

Margrét Laxdal (IP-tala skráđ) 11.11.2008 kl. 12:05

19 Smámynd: Elísabet  Sigurđardóttir

Yndislegur ţessi drengur og langduglegastur sko.  

P.s. Gulur litur táknar kćrleika. Hann táknar líka persónulegan styrk og/eđa visku, greind og hugmyndir.

Elísabet Sigurđardóttir, 11.11.2008 kl. 13:59

20 identicon

Sćl Jóna, ég les alltaf bloggiđ ţitt af ţví ađ ţađ er svo gefandi og yndislegt. Ađ heyra af stráknum ţínum og sigrum hans í ţessu lífi er bara dásemd.

Skrif ţín hafa oft skapađ mikinn hlátur hjá mér,en líka samkennd og ţađ er bara gott.

Ţú ert frábćr penni og ég á örugglega eftir ađ lesa bókina ţína.

Ţú átt yndislega fjölskyldu sé ég og ţađ er ţađ dýrmćtasta,sem viđ eigum í dag.

 Takk fyrir mig.

Kveđja Lilja Pétursdóttir (ókunnug)

Lilja Pétursdóttir (IP-tala skráđ) 11.11.2008 kl. 16:52

21 Smámynd: Steinunn Helga Sigurđardóttir

Kćrleiksknús frá Lejre

steina

Steinunn Helga Sigurđardóttir, 11.11.2008 kl. 18:59

22 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Lítiđ er ungs manns gaman stendur víst einkverstađar. Satt er ţađ ţađ ţarf ekki stóra og dýra hluti til ađ gleđja barnshjarta.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 11.11.2008 kl. 22:25

23 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Ţiđ eruđ frábćr

Sigrún Jónsdóttir, 11.11.2008 kl. 22:31

24 identicon

Komdu sćl!

Bróđir minn sagđi mér frá blogginu ţínu og hvađ ţađ vćri yndisleg og skemmtileg lesning svo ég mátti bara til.  Tek undir međ honum.

Guđný (IP-tala skráđ) 12.11.2008 kl. 21:19

25 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

takk fyrir innlitiđ guys. Og fallegar kveđjur frá ykkur öllum.

Arna í Keflavík. Ekki ţykir mér leiđinlegt ađ heyra ţetta. Takk kćrlega fyrir

Lilja Péturs. Bestu ţakkir fyrir afar falleg orđ

Guđný. Knúsađu bróđir ţinn frá mér

Jóna Á. Gísladóttir, 12.11.2008 kl. 23:05

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Jóna Á. Gísladóttir
Jóna Á. Gísladóttir

 

 

 Ég er nokkuð dæmigerð íslensk útivinnandi kona. Hef lokið grunnnámi í markþjálfun og gengur betur að hjálpa öðrum við markmiðasetningu en sjálfri mér. Mér lætur líka betur að stjórna öðrum en sjálfri mér. 

 netfangið mitt er jonaagisla@gmail.com

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband