Leita í fréttum mbl.is

Gelgjan og við hin

 

Á milli klukkan þrjú og fimm í gær var ég stödd ásamt tveimur öðrum höfundum frá Sögum útgáfu, í Eymundssyni Austurstræti. Þetta var ansi ljúf stund. Fyrir það fyrsta; tónlist og bækur samankomið á einum stað. Fátt betra. Svo var það allt fólkið sem ég spjallaði við. Og þið öll sem komuð og gáfuð mér faðmlag og hamingjuóskir, takk fyrir. Þetta gladdi mig svo mikið.

Við fengum reglulegar fréttir af mótmælunum og það var mjög mikið rennerí af fólki í gegnum búðina allan tímann.

Eftir klukkan fimm beið mín 12 ára afmælisveisla Sigurðar Eriks Bakarasonar. Hvers konar veislur á því heimili eru tilhlökkunarefni. Og þó að kræsingarnar séu alltaf til að hrópa húrra fyrir þá á ég mikið frekar við félagsskapinn. Mér og mínu fólki er ávallt tekið þar sem parti af fjölskyldunni og það hlýjar mér svo þægilega um hjartað. Er mér meira virði en svo að ég geti útskýrt það. 

Í þessum veislum fara fram fjörugar umræður um pólitík og önnur mál, fimleikasýningar, fótboltaleikir, höfuð-, fóta- og baknudd, nettur ágreiningur... og bara allt sem fylgir slíkum samkomum.

Bakarafrúin kom með pælingu þar sem ég og hún sátum úti á palli og nutum þess að horfa inn um stofugluggann og virða fyrir okkur lífið inn í húsinu. Engin hljóð bárust út. Aðeins myndræn sátt og hlýja.

Mér datt í hug að svipuð sjón hefur líklega blasað við litlu stúlkunni með eldspýturnar.

Ætli það sé svona sem hinir látnu sjái okkar, sagði Bakarafrúin. Og ég gat vel ímyndað mér að þannig væri það.

Seinna sátu afmælisbarnið og Bakarafrúin á sófanum og afmælisbarnið þáði bakstrokur hjá mömmu sinni. Þá kom þar aðvífandi, Bakaradóttirin í tuð-stuði.

Þetta 8 ára gamla telpuskott er mikil rökfærslumanneskja. Og við rökræður stækka augun um u.þ.b. helming og röddin hækkar upp að sama marki. Rökfærslurnar snúast að mestu leyti um að færa sönnur í orðum á það, hversu mikið hallar á hana og hennar rétt á allan hátt í þessari fjölskyldu. Oft gefst hún upp og þá alltaf með þessum orðum: ÆI MAMMA ÞÚ SKILUR MIG AALDREII. Og svo strunsar hún í burtu, uppfull af réttlátri reiði.

Þegar hún gerði akkúrat það í gær, reis bróðir hennar upp á olnbogana þar sem hann lá í góðu yfirlæti og sagði einlæglega með örlitlum hneykslunartón í röddinni: ''Heyrðu mamma. Þú gætir nú skrifað bók um þetta vandamál. Gelgjan og við hin.''

Ég komst aldrei að því hvort orðið ''þetta'' átti við vandamálið eða systur hans því ég hló svo mikið. En eitt er ljóst og það er að Sigurður Erik Bakarasonur sér litlu systur sína sem

  • a) Vandamál
  • b) Gelgju

Ég veit samt að hann elskar hana af öllu hjarta og lætur sér oftast nægja að hrista hausinn yfir henni. Þá hrista þeir hausinn í takt, Bakarinn og Bakarasonurinn.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sesselja  Fjóla Þorsteinsdóttir

Svona tuð-stuð-gelgju-fjör gefur lífinu lit.  Til hamingju enn og aftur með bókina þína.

Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 9.11.2008 kl. 16:36

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jenný Anna Baldursdóttir, 9.11.2008 kl. 17:25

3 Smámynd: Sporðdrekinn

Sporðdrekinn, 9.11.2008 kl. 20:22

4 Smámynd: María Guðmundsdóttir

hehehe...já gelgjan bankar alltof snemma uppá hjá mørgum... en gód frásøgn, sem og alltaf

María Guðmundsdóttir, 9.11.2008 kl. 20:22

5 Smámynd: Ómar Ingi

Ómar Ingi, 9.11.2008 kl. 21:00

6 Smámynd: Anna Margrét Bragadóttir

Mér finnst Bakaradóttirn alltaf óttalega mikið krútt,líka þegar hún er að tuða :+)

Skemmtileg frásögn eins og alltaf.

Knúsi knús á ykkur öll ;Þ

Anna Margrét Bragadóttir, 9.11.2008 kl. 21:04

7 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Las viðtalið við þig í Vikunni og komst við. Hafði ekki hugmynd um að þú hefðir lent í þessum óhugnanlega atburði að missa foreldra þína og bróður. Samt ertu svo ótrúlega sterkur og heill persónuleiki. Myndirnar af þér ekkert smáflottar, þú ættir bara að vera súpermódel.

Helga Magnúsdóttir, 9.11.2008 kl. 21:42

8 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ásdís Sigurðardóttir, 9.11.2008 kl. 21:49

9 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

Innilega til hamingju með bókina snillingur :) ... já og Vikuviðtalið... ætl'ég eigi ekki bara eftir að ramma inn forsíðuna að þessu sinni ... Þú ert ótrúlega sterk og flott kona Jóna.

Bloggknús á þig og þína :)

Hólmgeir Karlsson, 9.11.2008 kl. 23:35

10 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

hihihihihi þessar gelgjur.. og maður þarf sko ekkert að vera stelpa til að vera gelgja skl ég segja.. Minn eldri er hörku gelgja og hefur verið það bara þó nokkuð lengi takk fyrir. Vonandi er hann bara að taka það út snemma og er svo laus við leiðindin þegar hann verður eldri :)

krossum fingur

Guðríður Pétursdóttir, 10.11.2008 kl. 00:01

11 identicon

Hahaha, yndisleg frásögn!

Ása Ninna Katrínardóttir (IP-tala skráð) 10.11.2008 kl. 00:05

12 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 10.11.2008 kl. 02:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóna Á. Gísladóttir
Jóna Á. Gísladóttir

 

 

 Ég er nokkuð dæmigerð íslensk útivinnandi kona. Hef lokið grunnnámi í markþjálfun og gengur betur að hjálpa öðrum við markmiðasetningu en sjálfri mér. Mér lætur líka betur að stjórna öðrum en sjálfri mér. 

 netfangið mitt er jonaagisla@gmail.com

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 1640369

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband