Leita í fréttum mbl.is

Mađur er auđvitađ léttgeggjađur

 

Ég held ađ flestir kannist viđ ađ fáránlegar hugsanir ţjóta í gegnum huga ţeirra einstaka sinnum.

Eins og ţegar rafmagniđ fer af hverfinu, ţađ er vetur og fyrsta hugsunin er: ći ég ćtla bara ađ njóta ţess og hita mér kakó og sötra í myrkrinu.

Annars virđast mín rugl-andartök yfirleitt tengjast símtćkjum á einhvern hátt.

Ég get veriđ mjög aktív ţegar ég er ađ tala í gemsann. Tala og tala, set í ţvottavél, uppţvottavél, brýt saman ţvott, gef dýrunum ađ borđa, lifi kynlífi... nei kannski ekki ţetta síđasta en allt annađ er satt. Svo dettur mér í hug í miđju símtali ađ kíkja í dagbókina í símanum og athuga hvort ég eigi tíma hjá tannlćkni daginn eftir. Og fer ađ leita ađ símanum. Hef til og međ blótađ upphátt í eyra viđmćlandans ţví ég finn hvergi helvítis símann. Sem er á sama tíma ađ brenna gat á eyrađ á mér vegna ofnotkunar.

Ţađ kemur oft fyrir í vinnunni ađ ég sit viđ skrifborđiđ mitt ţar sem er ađ sjálfsögđu borđsími, og ég er ađ tala í gemsann. Ţegar símtalinu lýkur reyni ég ađ slíta sambandiđ á borđsímanum. Ýti aftur og aftur á takkann og skil ekkert í ţví af hverju sónninn í eyranum á mér ţagnar ekki.

Ég hef líka margoft rekiđ mig á ađ ţađ ţýđir ekkert fyrir mig ađ hafa borđsímann og reiknivélina hliđ viđ hliđ á skrifborđinu ţví ţá er ég stöđugt í ţví ađ reyna ađ hringja á reiknivélinni og reikna út rúmmál fraktar á símtćkinu.

Ég átti heldur langan vinnudag í dag og var á leiđ heim um sjöleytiđ í kvöld. Ég heyrđi dauft hringingarhljóđ frá gemsanum og ákvađ ađ láta ţađ eiga sig. Enda ekki sniđugt ađ fara ađ leita ađ símanum međ ađra hendina á stýri og hina á kafi ofan í töskunni. Taskan sú er frumskógur og auđvelt ađ villast í henni. Týnast hreinlega.

En eftir nokkra stund hugsađi ég; kannski var ţetta Bretinn ađ hringja og ćtlađi ađ biđja mig um ađ koma einhvers stađar viđ á leiđinni. Svo ég skellti mér í frumskóginn. Ráfađi ţar um, fram og til baka. Fór í vestur og svo í austur. Fann ekki gemsann hvernig sem ég gramsađi. ''Andskotinn'', hugsađi ég. ''Ég hef gleymt símanum í vinnunni''.

Samt hringdi hann nokkrum andartökum áđur. Mađur er auđvitađ léttgeggjađur.

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

!
Ţetta eru svona týpísk ljóskumóment, ótrúlega fyndiđ eftir á, en mađur er ótrúlega pirrađur á međan á honum stendur. Ég hef átt svona móment međ skólatöskuna á bakinu, spyrjandi alla ađ henni og haldandi á pening og leitandi ađ honum.. ótrúlegt hvađ manneskjan getur veriđ vitur..

Knús

Róslín A. Valdemarsdóttir, 8.11.2008 kl. 00:16

2 Smámynd: Anna Margrét Bragadóttir

Heheh ég reyni stundum ađ skipta um stöđ á sjónvarpinu međ símanum og svo hef ég tekiđ fjárstýringuna til ađ hringja,já mađur getur veriđ léttgeggjađur

Knúsi knús

Anna Margrét Bragadóttir, 8.11.2008 kl. 00:20

3 Smámynd: Jóna Kolbrún Garđarsdóttir

Jóna Kolbrún Garđarsdóttir, 8.11.2008 kl. 01:32

4 Smámynd: Sigrún Ađalsteinsdóttir

Mín upplifun af gemsum, ţeir eru eitthvađ til ađ gleyma - og örsjaldan týna.

Sigrún Ađalsteinsdóttir, 8.11.2008 kl. 02:16

5 identicon

Hahaha kannast svo viđ ţetta, ţađ kemur mjög oft fyrir ađ ég leiti ađ gleraugunum mínum, og er svo auđvitađ međ ţau á nefinu allan tímann...

Ása Ninna Katrínardóttir (IP-tala skráđ) 8.11.2008 kl. 03:24

6 Smámynd: Sporđdrekinn

Ég er dauđfegin ađ vera ekki međ falskar. Ég myndi nebnilega tala dona, ţar dem ađ tennurnar vćru á náttbordinu en ég út í búđ...

Sporđdrekinn, 8.11.2008 kl. 06:56

7 identicon

Ég man aldrei hvar ég set gleraugun og get ekki leitađ ađ ţeim af ţví ađ ég sé ekkert án ţeirra. Ég gleymi líka oft ađ setja ţau á mig á morgnana og er heillengi ađ fatta hvađ ţađ er sem er öđruvísi. Svo geri ég ţvílíka uppgötvun ţegar ég fatta ađ ţađ sem er öđruvísi er ađ ég sé ekki neitt!

Um daginn var ég ađ bíđa eftir strćtó til ađ komast í skólann ţegar ég fattađ ađ ég var međ síma betri helmingsins í vasanum en viđ eigum eins síma. Ég arkađi blótandi heim aftur til ţess ađ skila honum og ná í minn. Leitađi svo brjáluđ ađ mínum og beit hausinn af heimilsfólki sem var ađ hjálpa mér ađ leita. Ákvađ ađ lokum ađ fara án hans í skólann. Var komin út aftur ţegar ég fatti ađ minn sími var í hinum vasanum. Ég hafđi sumst labbađ út međ báđa símana ...

dr (IP-tala skráđ) 8.11.2008 kl. 10:55

8 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

hahahahaha ţiđ eruđ fyndin.

Anna ég hef látiđ fjarstýringarnar í friđi.. allavega hingađ til

Sporđdrekinn. ég er í kasti

dr. Takk fyrir innlitiđ og bráđskemmtilega sögu. Ég kannast viđ svona klúđur. svo sé ég svo ofsalega mikiđ eftir pirringstímanum sem ég eyđi í vitleysuna

Jóna Á. Gísladóttir, 8.11.2008 kl. 11:06

9 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Ása Ninna. ţađ fer ađ líđa ađ ţví ađ ég ţurfi ađ hafa gleraugu nćrtćk öllum stundum og ţá er ég viss um ađ ţetta munu verđa mínar ćr og kýr... ađ leita ađ gleraugum sem eru á nefinu á mér.

Jóna Á. Gísladóttir, 8.11.2008 kl. 11:07

10 identicon

Gallinn á ţessu borđsíma/reiknivéladćmi í vinnunni er ađ tölurnar eru ekki eins á ţeim. Á símanum er 123 efst en á reiknivélinni er ţađ neđst. Hef klikkađ illilega á ţessu nokkrum sinnum.

Guđrún H (IP-tala skráđ) 9.11.2008 kl. 01:51

11 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Guđrún. Nákvćmlega! Ég hef oft spáđ í afhverju í ósköpunum ţetta er ekki haft eins. Magnađir símadagar láta mig klikka á reiknivélinni og magnađir reikni-dagar láta mig ruglast á símtćkinu, svo ţađ getur tekiđ mig 4-5 tilraunir ađ ná ađ slá inn rétt símanúmer.

Jóna Á. Gísladóttir, 9.11.2008 kl. 10:44

12 identicon

Ég hef reynt ađ borga í strćtó međ húslyklunum og opna húsdyrnar međ strćtókortinu (samt ekki sama daginn:).

Hef kveikt og slökkt á lampa í gríđ og erg ţegar gemsinn minn hringdi um miđja nótt međ tilheyrandi ljósasjói (systur minni, sem gisti hjá mér ţessa nótt, var ekki skemmt).

Ţegar ég var unglingur var ég alltaf ađ rjúka í símann og svara ţegar vekjaraklukkan hringdi, og einu sinni hljóp ég meira ađ segja til dyra í stađinn fyrir ađ slökkva á henni.

Ég er sem sagt mjög rugluđ:)

HÁ (IP-tala skráđ) 9.11.2008 kl. 12:28

13 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

HÁ.

HAHAHAHAHAHAHAHAHAHA takk fyrir ţessa skemmtun á sunnudegi

Hvernig reynir mađur ađ borga í strćtó međ húslyklum? Tređur ţeim í peningahólkinn ţarna hjá bílstjóranum?

Jóna Á. Gísladóttir, 9.11.2008 kl. 14:27

14 identicon

Ja, eđa sýnir bílstjóranum lyklana hróđugur, í stađinn fyrir ađ sýna strćtókortiđ:)

HÁ (IP-tala skráđ) 9.11.2008 kl. 18:52

15 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Jóna Á. Gísladóttir, 9.11.2008 kl. 20:10

16 Smámynd: Guđríđur Pétursdóttir

Einu sinni var amma búin ađ skipta um hringingu á símanum sínum án ţess ađ vita af ţví. Svo ţegar síminn hringdi svarađi hún ekki ţví hún hélt ađ einhver vćri örugglega ađ hringja í vitlaust númer.. af ţví hringingin var öđruvísi

Guđríđur Pétursdóttir, 10.11.2008 kl. 01:14

17 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Ţessar ömmur! ég átti eina svona líka  yndislegt alveg

Jóna Á. Gísladóttir, 10.11.2008 kl. 11:34

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Jóna Á. Gísladóttir
Jóna Á. Gísladóttir

 

 

 Ég er nokkuð dæmigerð íslensk útivinnandi kona. Hef lokið grunnnámi í markþjálfun og gengur betur að hjálpa öðrum við markmiðasetningu en sjálfri mér. Mér lætur líka betur að stjórna öðrum en sjálfri mér. 

 netfangið mitt er jonaagisla@gmail.com

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 1640367

Annađ

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband