Leita í fréttum mbl.is

Hann náđi tökum á mér í dag, helvítiđ á honum

 

Í gegnum allt krepputaliđ, svartsýnina og hörmungarspárnar hef ég siglt á mínu gamla, góđa kćruleysi. Hinu íslenska mottói: Ţetta reddast.

Á međan viđ Bretinn höldum vinnunni og allir eru frískir og hćgt er ađ klambra saman hćnsnakofa í garđinum og nokkrar kindur geta veriđ ţar á beit... ţá er nú ekki hćgt ađ kvarta.

En eitthvađ gerđist í dag.... kannski var ţađ bara veđriđ. Mér er búiđ ađ vera nístingskalt inn ađ beini í allan dag. Ţar til ég fór í frístćlinn í kvöld. Og uppgötvađi ađ ég gleymdi ađ skipta um brjóstahaldara. Sem sagt, fara úr blúnduverkinu í íţróttabrjóstahaldarann.

Ţađ var ţví ekki um annađ ađ rćđa en ađ halda sig í flíspeysunni, međ rennt upp ađ höku ef ţessar elskur áttu ekki ađ öđlast sjálfstćtt líf í hopperíinu og angra mann og annan. Blúnduverk er ekki til ţess falliđ ađ halda neinu niđri. Bara uppi.

Mér hitnađi ţví sem um munađi í dansinum en nú er mér aftur kalt. Ađ utan sem innan.

Kreppu- og bölsýnispúkinn heldur í mig dauđahaldi. En ég er ákveđin í ţví ađ kćfa hann undir koddanum í nótt. Í fyrramáliđ verđur allt bjartara.

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Ţetta kemur fyrir bestasta fólk.  Ég datt sjálf í bölsýnispúkann um daginn ţrátt fyrir margra ára reynslu af "ţetta reddast" hugarfari.  Fór meira ađ segja í Bónus og keypti bleyjur og hveiti (hvađ á ég ađ gera viđ allt ţetta hveiti......).  En nćsti dagur var miklu betri og ég hef ekkert horft á fréttir í dag og líđur bara ţrćlvel.

Haltu vel í flíspeysuna - ţađ er kominn vetur.......

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 20.10.2008 kl. 23:29

2 Smámynd: Ásta Björk Hermannsdóttir

Já Jóna ţess kreppu- og bölsýnsipúki er orđinn ansi vel virkur í ţjóđfélaginu um ţessar mundir..viđ verđum bara ađ reyna ađ komast í gegnum einn dag í einu...og í fyrramáliđ verđur allt bjartara...vittu til

Ásta Björk Hermannsdóttir, 20.10.2008 kl. 23:42

3 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Ég held ţađ sé betra ađ vera međvitađur um hvađ getur skeđ en ađ fá sjokk ţegar "sprengjan" fellur, ţađ er kannski alveg óţarfi ađ vera međ áhyggjuhnút í maganum, ţví áhyggjurnar laga ekkert

Sigrún Jónsdóttir, 20.10.2008 kl. 23:49

4 Smámynd: Ívar Pálsson

Ţetta er allt í fína. Lestu bara upphafiđ ađ „Glćp og refsingu“ eftir Dostovjeskí ef ţú ert niđri eđa slöpp, ţá hressistu fljótt, ţví ađ ţú veist hvađ ţú hefur ţađ gott.

Ívar Pálsson, 20.10.2008 kl. 23:58

5 Smámynd: Ómar Ingi

Ómar Ingi, 21.10.2008 kl. 00:09

6 Smámynd: Steingrímur Helgason

Ţjóđtrúin um ađ 'ţetta reddizt', hefur nú oft reddađ ţjóđinni...

Steingrímur Helgason, 21.10.2008 kl. 00:22

7 identicon

Kvitt fyrir mig, hef ákveđiđ ađ tjá mig ekkert um kreppu á vefnum, hvorki á mínu eigin bloggi né annarra.

Ása Ninna Katrínardóttir (IP-tala skráđ) 21.10.2008 kl. 01:39

8 Smámynd: Brynja Dögg Ívarsdóttir

Sćl Gleymmerei og Emma hér.

Bara ađ kvitta, láttu ţetta ekki taka ţig á taugum, ástandiđ lagast.

Hafđu Bjartsýni ađ leiđarljósi, bölsýni og svartsýni skemmir bara fyrir.

Hafđu ţađ gott, Kv Gleymmerei og Emma.

Brynja Dögg Ívarsdóttir, 21.10.2008 kl. 05:08

9 Smámynd: María Guđmundsdóttir

María Guđmundsdóttir, 21.10.2008 kl. 06:17

10 Smámynd: Rósa Jóhannesdóttir

Mađur er bara heppinn ef mađur er ekki sleginn í rot af tvíburunum.  Stórhćttulegt

Rósa Jóhannesdóttir, 21.10.2008 kl. 07:53

11 Smámynd: Hrönn Sigurđardóttir

Vonandi settirđu hann bara út á svalir - kreppukútinn - og ţar hefur svo frosiđ á honum í nótt.

Ţá getur ţú veriđ kúl í dag

Hrönn Sigurđardóttir, 21.10.2008 kl. 08:56

12 Smámynd: Linda Lea Bogadóttir

Bara hugsa jákvćtt elskan... ţá lađar mađur ađ sér jákvćđa hluti (alveg satt) En skil líđan ţína - mađur sveiflast eins og jójó.

Vandinn er nottla bara ađ ţađ er ekkert pláss undir koddanum fyrir kreppu- og bölsýnispúkann fyrir öllum peningunum - er ţađ nokkuđ (hlátur).

Lof jú..

Linda Lea Bogadóttir, 21.10.2008 kl. 10:48

13 Smámynd: Guđríđur Pétursdóttir

mér er líka kalt.. en púkinn hefur alveg látiđ mig í friđi ţennan mánuđinn

Guđríđur Pétursdóttir, 22.10.2008 kl. 11:29

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Jóna Á. Gísladóttir
Jóna Á. Gísladóttir

 

 

 Ég er nokkuð dæmigerð íslensk útivinnandi kona. Hef lokið grunnnámi í markþjálfun og gengur betur að hjálpa öðrum við markmiðasetningu en sjálfri mér. Mér lætur líka betur að stjórna öðrum en sjálfri mér. 

 netfangið mitt er jonaagisla@gmail.com

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2025
S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband