Leita í fréttum mbl.is

Flagð undir fögru...

Ég er ekki í neinu bloggstuði þessa dagana. Sennilega er ástæðan sú að hugurinn er við bókina. Sem er nú á lokasprettinum. Örfáar breytingar, ákvörðunartaka um kápu og svo fer hún í prentun. Sennilega í lok vikunnar.

Á meðan bloggletin varir og ég svona ófrjó í hugsun, sæki ég bara í gamalt efni og þar sem ég þarf að hugsa minn gang er upplagt að rifja upp þessa örsögu:

Flagð undir fögru...

Hann vissi að hann yrði að segja skilið vinkonu sína. Því fyrr því betra. Reyndar hefði hann átt að vera löngu búin að því. Það voru svo mörg ár frá því að hann vissi hvernig hún var innrætt. Undirförul. Lét honum líða svo vel. Fullnægði honum. En undir hvítu og sléttu yfirborðinu leyndist banvæn blanda. Hún vildi honum ekkert gott og hafði aldrei viljað. Takmark hennar frá þeirra fyrstu kynnum var að gera hann veiklundaðan. Háðan sér og þeim tilfinningum sem hún vakti.

Hann hafði barist gegn þessum tilfinningum svo lengi. Logið að sjálfum sér. Allt til þess að þurfa ekki að taka ákvörðun. Hann vildi hana úr lífi sínu. En samt hélt hann í hana dauðahaldi. Þrátt fyrir að hann vissi að það væri aðeins spurning um tíma hvenær hún dræpi hann. Hún var nú þegar byrjuð að myrða hann á sinn hægláta, hljóða og undirförla hátt.

Ákvörðunin var skyndileg og kom honum á óvart. En skyndiákvarðanir eru oft þær sem auðveldast er að standa við. Hann þreif í hana og fleygði henni á jörðina. Það var heift í hreyfingum hans. Tilfinning sem hann vissi ekki að hann ætti til. Það var nautn að traðka á henni  og þrýsta ofan í svaðið. Hann þrýsti henni svo fast ofan í drulluna að hún hvarf sjónum hans. Loginn var slokknaður. Að eilífu. Það var þungu fargi af honum létt. Tilfinningin var ólýsanleg.

Hann gekk að næstu ruslagámi og losaði sig við það sem eftir var. Hægt og rólega tók hann hverja og eina sígarettu sem eftir var í pakkanum og braut í tvennt  áður en gámurinn gleypti þær. Þessu var lokið.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki ég heldur....

Brúnkolla (IP-tala skráð) 21.9.2008 kl. 02:34

2 identicon

Ég er laus við hana.Takk fyrir þessa sögu

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 21.9.2008 kl. 05:07

3 Smámynd: Gulli litli

Hættur...

Gulli litli, 21.9.2008 kl. 05:26

4 Smámynd: Anna Margrét Bragadóttir

'Eg er ekki hætt og er ekkert að hugsa um að hætta

Annars góð saga.

Hlakka til að hitta ykkur í dag

Anna Margrét Bragadóttir, 21.9.2008 kl. 08:58

5 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Góð saga. Sem betur fer hætti ég að reykja 10 október 2006. Já, ég spyr einsog Ísak. Verður bókin ekki iein af jólabókunum? Ég kem þá líka og fæ hana áritaða.

Svava frá Strandbergi , 21.9.2008 kl. 11:34

6 Smámynd: Ómar Ingi

Árituð bók frá Jónu jólapakkin í ár

Ómar Ingi, 21.9.2008 kl. 12:40

7 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Góð saga og vonandi fara sem flestir eins að og traðka þennan óþverra niður í svaðið. Ég er mjög ánægð að hafa hætt reykingum fyrir margt löngu. Ég á mér þann draum að þá vitleysu geri ég aldrei aftur.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 21.9.2008 kl. 14:23

8 Smámynd: Helga skjol

Góð

Helga skjol, 21.9.2008 kl. 15:55

9 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Innlitskvitt og bestu kveðjur

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 21.9.2008 kl. 16:15

10 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Góð saga og hafðu það gott Jóna mín.

Kristín Katla Árnadóttir, 21.9.2008 kl. 17:17

11 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Hugsið ykkur, syndabelgir...... að eyða peningum í vonda heilsu og sjálfsblekkinguna um að þetta hjálpi stresshlið ykkar.... fáið ykkur tyggjó og málið er leyst!
Svo er líka mun betri og ferskari lykt af tyggjói en sígarettum, ooooojjjjbarasta

Annars er nú til fullt af góðu fólki sem reykir, skal nú ekki neita því....... en það reykir ekki af því það er gott, svo sannarlega ekki - ég gæti skrifað heila bók um hvað ég fyrirlít þesa uppfinningu manna...

HVAÐA HEILVITA MAÐUR SETUR TJÖRU OG SLÍKAN VIÐBJÓÐ Í MAT?

Bók sem er í framkvæmdum og kemur út árið 2016; Heilræðavísur Róslínar.

Annars í gegnum það allt þykir mér nú afar vænt um skrifin þín, hlakka mikið til að lesa bókina þína og þykir innst inni vænt um þig líka.. þó þú reykir
Nei ég segi svona, þykir jafn vænt um þig og skrif þín - þó við þekkumst ekki neitt, þá ekkert fær því breytt, við erum bæði ólíkar og eins!

Róslín A. Valdemarsdóttir, 21.9.2008 kl. 22:50

12 Smámynd: Bergljót Hreinsdóttir

Fín saga...er svo heppin að hafa aldrei reykt....

Bergljót Hreinsdóttir, 22.9.2008 kl. 00:01

13 identicon

Flott!! Mér tókst loksins að hætta því að drepa sjálfan mig hægt og sígandi með því að reykja, mæli með því að allir reyni hið sama sem stunda "slow motion" morð á sjálfum sér...

alva (IP-tala skráð) 22.9.2008 kl. 08:49

14 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Ég er löngu hætt...hef reyndar hætt mörgu sinnum, yfirleitt mörg ár í senn.

En stundum dreymir mig að ég sé að reykja.....og mikil lifandis skelfing er það gott

Samt er ég fegin þegar ég vakna að vera reyklaus.

Í þetta skipti hef ég verið reyklaus í 5 ár og laus við nikótíntyggjóið í 2 og 1/2 ár.

Hilsener.

Rúna Guðfinnsdóttir, 22.9.2008 kl. 09:12

15 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Fæ ofsakvíðakast ef ég hugsa um að hætta að reykja. Er gjörsamlega forfallin og vonlaus.

Helga Magnúsdóttir, 22.9.2008 kl. 12:37

16 Smámynd: Brynja Dögg Ívarsdóttir

Reyki ekki og er stolt af því.

Hafðu það gott og gangi þér sem best.

Brynja Dögg Ívarsdóttir, 22.9.2008 kl. 18:45

17 Smámynd: Jón Svavarsson

Frábær saga sem ætti að fá ritverðlaun, en það er svo með mig að ég get lífsins ómöguleg hætt að reykja, hvað svo sem í boði væri þá er það mér ómögulegt, því fyrst verð ég að byrja á þessum fjanda... afsakið orðbragðið. Kær kveðja

Jón Svavarsson, 23.9.2008 kl. 23:38

18 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

ég hef aldrei reykt,reyndi það einu sinni..gekk ekki upp sem betur fer.

Samt er eitthvað svo skrítið að þegar ég er mikið södd eftir góðan mat,grillmat eða annað, þá fæ ég tilfinningu eins og mig langi til að reykja...

óskiljanlegt...

sorry hvað ég er búin að vera léleg að kvitta,það er búið að vera mikið að gera hjá mér

Guðríður Pétursdóttir, 30.9.2008 kl. 07:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóna Á. Gísladóttir
Jóna Á. Gísladóttir

 

 

 Ég er nokkuð dæmigerð íslensk útivinnandi kona. Hef lokið grunnnámi í markþjálfun og gengur betur að hjálpa öðrum við markmiðasetningu en sjálfri mér. Mér lætur líka betur að stjórna öðrum en sjálfri mér. 

 netfangið mitt er jonaagisla@gmail.com

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 1640367

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband