Leita í fréttum mbl.is

Framtíð frjálsræðis barna á ísalandinu

 

Bretinn hefur nú búið hér á landi í u.þ.b. tuttugu ár og við verið saman í fimmtán.

Öðru hverju hefur komið upp löngun í að flytja til Englands, og þá aðallega að minni hálfu. Þó er ég svo mikill Íslendingur ,og reyndar smáborgari, í mér að hugsunin hefur ávallt verið að prófa í skamman tíma. Gæti aldrei hugsað mér að flytja af klakanum fyrir fullt og allt.

Þessi pæling kom einna sterkust upp eftir að Sá Einhverfi greindist og ekkert gekk að fá inni á leikskóla vegna þess að enginn þroskaþjálfi fékkst. Og svo aftur eftir að hann var byrjaður í þjálfun og skall á með verkfalli hjá þroskaþjálfum. Þá fór snúllanum okkar markvisst aftur og missti niður hæfni sem hann hafði náð.

Þá fórum við að kynna okkur hvað væri í boði fyrir einhverfa í Englandi. Það er skemmst frá að segja að þar er unnið frábært starf og fullt í boði... ef þú átt skítnóg af peningum.

Eftir að hafa skoðað málið frá öllum hliðum var þrennt sem stoppaði okkur:

  • Við erum ekki millar
  • Ekki þótti ráðlagt að skipta um tungumál í þjálfun Þess Einhverfa
  • Ég gat ekki hugsað mér að ala börnin min upp í ótta. Gat ekki hugsað mér að sleppa hendinni af því frjálsræði sem við búum við hér.

 

Á bak við hús Litla rasistans í smáþorpinu á Englandi er leikvöllur. Tekur þrjátíu sekúndur að ganga þangað. Ég hleypi ekki Gelgjunni einu sinni einni þangað. Ég við frekar vera safe than sorry.

Þau eru óendanlega óhugguleg öll þessi morð sem framin hafa verið í London á ungu fólki á þessu ári. Ég hef reyndar ekki séð tölur um aukningu á samskonar glæpum en ég man ekki eftir að hafa heyrt um annan eins faraldur.

Því miður eru teikn á lofti og ég hef áhyggjur af því að komandi kynslóðir á Íslandi muni reka upp stór augu við lestur á ''Saga landsins''. Um þá tíð er börn kölluðu ''bæ ég er farin út að leika'' um leið og hurðin skelltist á eftir þeim. Og foreldrarnir svöruðu: allt í lagi elskan. Drekkutími kl. þrjú.

 


mbl.is Unglingur stunginn til bana í London
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

Er nú samt nokkuð viss um að littli Snillinn þinn væri orðin betri í ensku en þú eftir smá tíma snúllu dúllan mín

En það er skelfilegt ástandið þarna í þessum hnífamálum í London

Ómar Ingi, 13.9.2008 kl. 15:09

2 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Ommi þar er örugglega rétt hjá þér. Enda myndi ég svo sem ekki hika hans vegna ef þessi staða kæmi upp í dag. En á þessum tíma var hann svo lítill og framtíðin og getan svo óviss.

Jóna Á. Gísladóttir, 13.9.2008 kl. 15:13

3 Smámynd: M

Ömurlegt þarna útí London. Samt svo hrædd um að einn daginn verði litla Ísland ekki alltaf svona öruggt

M, 13.9.2008 kl. 15:38

4 identicon

Ég er svo barnalegur að ég vil ekki trúa því að svona geti orðið umhorfs hér á landinu mínu, Íslandinu góða.

Ég hef saknað þess að sjá ekki börnin leika sér úti eins mikið og þegar ég var stráklingur. Þá var það akkúrat svona: hey, ég er farinn út að leika - ókei, komdu heim kl..... og ekkert mál. -- Hvað hefur gerst?

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 13.9.2008 kl. 15:42

5 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

M. það er ég nebblega lika

Doddi. Nákvæmlega! Hvað gerðist! ég skal segja þér. Lífsgæðakapphlaupið gerðist. Það eru engin börn heima hjá sér. Þau eru á frístundarheimilum á veturnar og leikjanámskeiðum á sumrin eða í útlöndum með mömmu og pabba. Svo er hangið heima um helgar yfir sjónvarpinu og tölvunum.

Jóna Á. Gísladóttir, 13.9.2008 kl. 15:50

6 identicon

"Ég er svo barnalegur að ég vil ekki trúa því að svona geti orðið umhorfs hér á landinu mínu, Íslandinu góða."

Segir þetta ekki allt um einfeldningsháttinn hjá hinum svokölluðu fjölmenningarsinnum.  Og já þeir eru mjög barnalegir í trú sinni á fjölmenninguna, rétt eins og kommúnistar trúðu á sín sovét.  Á kommúnistana bitu engin rök og síst af öllu reynslan af sósilísku draumaþjóðfélögunum.  Fjölmenningarsinnar virðast að þessu leiti feta nákvæmlega sömu braut og kommúnistar þ.e. hvorki rök né reynsla(af fjölmenningu sbr. London) virðast þess umkomin að hafa nokkur áhrif á þá.  Báðir þessir hópar leiða sín þjóðfélög á braut glötunar jafnblindaðir hvor af sinni útópíunni.  Kanski er þetta í raun sama útópían, gamla sovét draumalandið orðið að fjölmenningar draumalandinu.  Í stað stéttlauss þjóðfélags sovétsins er komið þjóðfélag þar sem þjóðerni/kynþáttur er afnumin(þ.e. minnsta kosti hugmyndin).

Þess má síðan geta að unglingamorðin í London eru ein af dásemdum fjölmenningarinnar.  Þessi morð eru að miklu(eða öllu) leiti framin af innflytjendum/útlendingum, nánar tiltekið svertingjum.

Hyggin maður lærir af og nýtir sér reynslu annara.  Einfeldningurinn telur sig hins vegar lítið geta lært af þeirri reynslu, hann geti gert hlutina miklu betur sjálfur.

Kalli H (IP-tala skráð) 13.9.2008 kl. 18:10

7 Smámynd: Ómar Ingi

Skil þig 100% Darling

Ómar Ingi, 13.9.2008 kl. 18:34

8 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

Guðrún Jóhannesdóttir, 13.9.2008 kl. 21:12

9 Smámynd: Anna Guðný

Mikið skil ég þig Jóna. Geri mér fulla grein fyrir því hvað ég og mín fjölskylda er heppin. Ekkert leikjanámskeið á sumrin, ekkert frístundaheimili á veturna og út að leika alla daga eftir skóla. Ég er ekki vinsælasta manneskjan á heimilinu þegar ég banna útiveru eftir kvöldmat, nú þegar dimmt er orðið. Við fórum líka með þau til útlanda og þau horfa alveg á sjónvarp og eru í tölvu. Fjölmenning hefur ekkert að gera með þetta nema við viljum. Fullt af börnum af erlendum uppruna í skólanum okkar. Við gerum okkar besta í að aðlaga þau okkar aðstæðum og hefur gengið vel hingað til.Viljinn er allt sem þarf.

Takk fyrir alla skemmtilegu pistlana þína.

Anna Guðný , 14.9.2008 kl. 00:53

10 Smámynd: Sporðdrekinn

Ég skil þig svo vel. Mig kveið svo fyrir að flytja frá Íslandi akkúrat út af þessu, ég bjó í hverfi heima þar sem að allir mínir ungar áttu vini og það var einmitt bara "ég er farinn út" "ok elskan".

Sporðdrekinn, 14.9.2008 kl. 01:29

11 Smámynd: Huldabeib

Ísland er mitt land og þar sem ég bý í dreifbýlinu utan póstnúmers 101 þá er ég blessuð með því að börnin mín geta ennþá gólað "bæbæ ég ætla út að leika".... þó tímarnir breytist vona ég að þetta muni aldrei breytast.

Huldabeib, 14.9.2008 kl. 02:20

12 Smámynd: María Guðmundsdóttir

vonandi breytist thetta aldrei heima . Hér reyndar búum vid thar sem er allt i lagi ad fara "út ad leika" án thess ad thurfa ad hafa áhyggjur. En eftir myrkur fer enginn út. En danmørk á samt sin vandamál i sambandi vid innflytjendur, en fjárinn, thad eru ekki bara their sem brjóta løgin hér frekar en annarsstadar.

eigdu gódan sunnudag Jóna

María Guðmundsdóttir, 14.9.2008 kl. 06:49

13 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Skil vel þína afstöðu og tek undir orðin hennar Maríu, vonandi breytist þetta ekki heima.  Dóttir okkar flutti heim eftir átta ára búsetu í London þegar frumburðurinn fæddist.  Hún bjó í mjög vernduðu hverfi með fína leikskóla sem hún gat valið um en hún gat ekki hugsað sér að ala barnið þarna upp.  Þarna var ekki verið að spá í peningana heldur velferð barnsins og það er það sem skiptir máli.

Ía Jóhannsdóttir, 14.9.2008 kl. 07:10

14 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Dóttir mín býr með barnabarnið mitt í London, í mjög rólegu hverfi að vísu og hann er nú ekki nema þriggja ára.

En það sem sló mig er að ef við ömmurnar t.d. sækjum hann á leikskólann þá verðum við að vera með leyniorðið á hreinu.

En þetta er alltaf spurning um að vega og meta.

En London er að verða skelfileg borg.

Jenný Anna Baldursdóttir, 14.9.2008 kl. 09:11

15 identicon

"Fjölmenning hefur ekkert að gera með þetta nema við viljum" segir Anna Guðný.  Skrítið orðalag, kanski meinar hún að ef við bara neitum að horfast í augu við raunveruleikanna þá getum við á einhvern undarlegan hátt breytt honum.

"En London er að verða skelfileg borg" skrifar Jenny Anna .  Af einhverjum ástæðum líkar þessum boðberi fjölmenningar ekki við fjölmenninguna(í þessu tilviki London).  Staðreyndin er bara sú að London er að breytast í 3ja heims borg enda hlutfallið þar af innflytjendum/útlendingum(flestir frá 3ja heiminum) orðið mjög hátt.

Engin er eins blindur og sá sem ekki vill sjá.

Kalli H (IP-tala skráð) 14.9.2008 kl. 10:11

16 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Tilgangur þessa pistils var á engan hátt sá að kryfja ástæður ástæðurnar fyrir því að morð á ungu fólki hafa aukist svo mjög í London. Aftur á móti er alltaf gaman að fá umræðu og skoðanir í kommentakerfið.

Ég efast þó ekki um að mein fjölmargra samfélaga er fjölmenningin. Ekki þó fjölmenningarinnar vegna heldur þess hversu illa er haldið á spöðunum af stjórnvöldum. Við (allir) eiga að vera búnir að læra af reynslu annarra landa í þessum efnum. Það þarf fyrst og fremst að sjá til þess að ekki myndist lítil þjóðfélag inn þjóðfélagsins. Það þarf að fylgja hverjum einasta einstaklingi eftir, sjá til þess að hann læri tungumál þess lands sem hann flytur til og komist inn í þjóðfélagið. það þarf að koma í veg fyrir að hér myndist klíkur ungs fólks sem svo aftur berjast við aðra klíku sem ekki telst af sama kynþætti.

Já það er merkilegt að þeir sem hæst kalla rasisti rasisti eru líklegastir til að hvetja (óafvitandi) til hegðunar sem bendir til slíks.

Kalli ég er sammála þér í þessu með blinda dæmið. En finnst svolítið eins og þú sért að leggja fólki orð í munn eða túlka þeirra meiningar á hátt sem henta þér.

Jóna Á. Gísladóttir, 14.9.2008 kl. 11:52

17 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Takk Jón. Vil nú bara benda Kalla á að fordómar lærast í umhverfi barna, heimilum og skólum. Þau eru ekki fædd með fordóma. Segi ekki meira í bili.

Rut Sumarliðadóttir, 14.9.2008 kl. 11:59

18 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Jóna, fyrirgefðu ætlaði nú ekki að fremja á þér kynskipti.

Rut Sumarliðadóttir, 14.9.2008 kl. 12:52

19 identicon

Jóna Á, það er búið að reyna þetta sem þú nefnir úti í Evrópu en ekkert gengur.  Svokölluð fjölmenningin gengur ekki upp enda er þetta útópíuhugmynd og sem slík í raun óframkvæmanleg.  Að ætla mörgum og ólíkum hópum að búa friðsamlega í sama þjóðfélaginu hefur reynst ákaflega ílla ef við skoðum mannkynssöguna, sbr. Balkanskaga, Kákasus ofl. ofl.  Átakalínur í þjóðfélögum eru oft á milli mismunandi hópa/þjóðernis og, að leitast síðan við að fjölga slíkum átakalínum með því að breyta okkar einsleita Íslenka  samfélagi í fjölmenningarútópíu er hrikaleg heimska og skammsýni.  Það er ávísun á átök og sundurlyndi hér á Íslandi.

Fólki hérna á þræðinum er tíðrætt um það frelsi börnin okkar hafa haft hérna heima til að valsa um í hverfinu sínu eftirlitslaust og án þess að foreldrar þurfi að´hafa miklar áhuggur af þeim.  Það er ein örugg leið til að halda í þetta frelsi okkar og það er að breyta ekki íslensku þjóðfélagi í fjölmenningarútópíu heldur halda í einsleitnina sem gerði börnunum okkar kleift að hafa þetta frelsi.

Rut, þeir sem tala oftast um fordóma annara virðist mér ekki síst vera þeir sem eru sjálfir fáfróðir og rökþrota í svona umræðum.  Þá er nærtækast að kalla andstæðinginn fordómafullan(án alls rökstuðnings) og halda að slíkar upphrópanir séu eitthvert raunverulegt innlegg í umræðuna.

Kalli H (IP-tala skráð) 14.9.2008 kl. 14:15

20 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Ég man þegar ég var krakki í Vogahverfinu. Þá var allt hverfið úti á skólavelli í kýló og brennó og mátti þakka fyrir ef við náðumst inn fyrir miðnætti. Í hverfinu var ein mamma sem vann úti og okkur hinum fannst það alveg stórmerkilegt. Það er sko fleira en eitt og fleira en tvennt sem hefur breyst á þessum árum

Helga Magnúsdóttir, 14.9.2008 kl. 16:02

21 Smámynd: Anna Guðný

Fyrirgefðu  Kalli, kannski klaufalega orðað. Rut segir samt það sem ég meina,

Vil nú bara benda Kalla á að fordómar lærast í umhverfi barna, heimilum og skólum. Þau eru ekki fædd með fordóma.

Það er það sem ég meina með að við getum svo miklu ráðið um. Takk fyrir þetta Rut.

Anna Guðný , 14.9.2008 kl. 18:38

22 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Get bara endurtekið það sem ég sagði áðan. Sagði ekki að þú hefðir fordóma. Þetta var ekki persónulega meint.

Vil nú bara benda Kalla á að fordómar lærast í umhverfi barna, heimilum og skólum. Þau eru ekki fædd með fordóma.

Þá er ég ekki að draga til baka það sem ég sagði. Ætla heldur ekki að færa nein rök fyrir því að ég trúi þessu. Nema þau að ég tel mig þokkalga vel gefna manneskju með stóran reynslubanka sem dregur ályktanir af þessu tvennu.

Rut Sumarliðadóttir, 14.9.2008 kl. 20:15

23 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

æi mikið vona ég að það verði langt í að þetta verði þannig.. finnst þetta svo yndælt að drengurinn fari bara út eftir skóla og maður sér hann ekki fyrr en hann er orðin svangur..

Guðríður Pétursdóttir, 14.9.2008 kl. 22:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóna Á. Gísladóttir
Jóna Á. Gísladóttir

 

 

 Ég er nokkuð dæmigerð íslensk útivinnandi kona. Hef lokið grunnnámi í markþjálfun og gengur betur að hjálpa öðrum við markmiðasetningu en sjálfri mér. Mér lætur líka betur að stjórna öðrum en sjálfri mér. 

 netfangið mitt er jonaagisla@gmail.com

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 1640367

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband