Leita í fréttum mbl.is

Góð starfsmannastefna

Þegar ég stofna eigið fyrirtæki þá mun þetta vera stefnan á þeim vinnustað.

 

Starfsmannafatnaður:

Það er ætlast til þess að þú komir klædd/ur í vinnuna þína í samræmi við launatekjur þínar.

Ef þú mætir klædd/ur í 40 þúsund króna Prada strigaskóm eða er með 80 þúsund króna Gucci handtösku, gerum við ráð fyrir að þú sért á nógu góðum launum og þurfir alls enga launahækkun.

Ef þú kemur fátæklega klædd/ur biðjum við þig að fara betur með peningana þína, svo þú getur keypt þér betri/fallegri föt. Ef þú aftur á móti ert einhvers staðar þarna á milli ert þú sennilega á réttum stað og þarft enga launahækkun.

Veikindadagar:

Við tökum ekki á móti læknisvottorðum. Ef þú getur farið til læknis og fengið hjá honum vottorð, geturðu alveg eins mætt í vinnu.

Aðgerð:

Uppskurðir/aðgerðir eru bannaðar. Svo lengi sem þú ert starfsmaður hérna, þarftu á öllum þínum líffærum að halda. Og ættir þess vegna alls ekki að láta fjarlægja neitt. Þú varst ráðinn með öll líffæri og ef það breytist á einhvern hátt er það brot á ráðningasamningi þínum.

Persónulegt leyfi fyrir utan orlof

Hvern launþegi fær 104 daga á ári til að sinna einkaerindum. Þeir dagar eru kallaðir laugardagar og sunnudagar.

Orlofsdagar:

Allir starfsmenn eiga að taka orlofsdagana síma á sama tíma á hverju ári. Þeir dagar eru

24 desember (e.hádegi)25 desember, 26 desember, 31 desember (e.hádegi) 1 janúar, skírdagur, föstudagurinn langi, annar í páskum, og frídagur verslunarmanna. Og eftirtaldir dagar ef þeir bera upp á virkan dag. 1 maí og 17 júní.

Fjarvera vegna jarðarfara:

Það er ekki til nein afsökun fyrir því ef þú mætir ekki í vinnu. Það er ekkert sem þú getur heldur gert fyrir látna vini, ættingja eða samstarfsfólk. Reyna ætti af öllum mætti að láta aðra sjá um og mæta í jarðaför viðkomandi. Í sérstökum undantekningar tilvikum þar sem starfsmaður verður að mæta, skal jarðaförin tímasett seinnipart dags. Okkur er sönn ánægja að leyfa viðkomandi starfsmanni að vinna matartímann sinn upp í þær stundir sem hann yrði væntanlega fjarverandi.

Fjarvera vegna eigin dauða:

Þetta er líklega eina fjarveran sem við tökum til greina. Samt sem áður er ætlast til þess að starfsmaður gefi okkur alla vega tveggja vikna fyrirvara svo hægt sé að aðlaga og taka nýjan starfskraft inn í þitt starf.

W.C ferðir:

Allt of mikill tími fer í salernisferðir hjá starfsmönnum. Í framtíðinni verður þannig hátturinn á að að nota stafrófið sem hjálpartæki. T.d nöfn sem byrja á "A" eiga að nota salernið frá 08:00-08:20, nöfn sem byrja á "B" frá 08:20-08:40 og svo frv. Ef svo óheppilega vill til að þú eihverra hluta vegna kemst ekki á salernið á umsömdum tíma verður þú að bíða næsta dag. Í algjörum neyðartilfellum, mega starfsmenn þó skipta út sínum tíma . Þá verður það að vera skriflegt og undirskrifað af ykkar verkstjórum.

Hámarkstími eru 3 mín, og ef þú ferð yfir þann tíma mun hringing fara í gang, klósettrúllan rúllast upp til baka, dyrnar verða opnaðar og af þér verður tekin mynd. Hún verður síðan sett upp á auglýsingatöflu öðrum til varnaðar.

Hádegisverðarhlé:

Mjög grannt fólk fá 30 mínútna hádegisverðarhlé, þar sem það verður að borða meira og líta betur út. Fólk í kjörþyngd fær 15 mínútna hádegisverðarhlé, og fær tækifæri á að borða sinn mat til að viðhalda góðri líkamsþynd. Feitt fólk fær 5 mínútna hádegisverðarhlé, sem er fullnægur tími til að drekka Herbalife og taka inn megrunartöfluna sína.

Svo þökkum við ykkur fyrir tryggð við stofnunina. Við erum til staðar og reynum að skapa skemmtilegan og jákvæðan starfsmanna – móral. Þess vegna óskum við eftir því að allar spurningar, athugasemdir, áhyggjur, kvartanir, ásakanir, illska og leiðindi verði beint eitthvað annað.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bergdís Rósantsdóttir

snilld

Bergdís Rósantsdóttir, 9.9.2008 kl. 16:44

2 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Ég ræð mig á staðnum

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 9.9.2008 kl. 16:44

3 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Sunna Dóra Möller, 9.9.2008 kl. 16:54

4 Smámynd: Elín Sigríður Grétarsdóttir

love it

Elín Sigríður Grétarsdóttir, 9.9.2008 kl. 17:00

5 Smámynd: Gunnar Gunnarsson

.

Gunnar Gunnarsson, 9.9.2008 kl. 17:07

6 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Snilld en ef ég fengi vinnu hjá þér þá  yrði að fá klukkutima í mat

Kristín Katla Árnadóttir, 9.9.2008 kl. 17:09

7 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Hvar á maður að sækja um?

Helga Magnúsdóttir, 9.9.2008 kl. 17:24

8 identicon

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 9.9.2008 kl. 17:39

9 Smámynd: Emma Agneta Björgvinsdóttir

Emma Agneta Björgvinsdóttir, 9.9.2008 kl. 17:54

10 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Jó - þú gleymdir að segja að það væri stranglega bannað að eiga eða eignast börn, þar sem ekki væri gert ráð fyrir fjarveru vegna barna sökum veikinda, skólafría eða læknisferða vegna þeirra.  Fæðingarorlof eru ríkisvandamál.

Og já - það væri löngu búið að reka mig af þínum vinnustað - og mér væri slétt sama

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 9.9.2008 kl. 17:59

11 Smámynd: Linda Lea Bogadóttir

Frábært... snilld 

Linda Lea Bogadóttir, 9.9.2008 kl. 18:39

12 Smámynd: Ómar Ingi

Þú klikkar ekki

Ómar Ingi, 9.9.2008 kl. 18:50

13 Smámynd: Anna Margrét Bragadóttir

Ég yrði rekin fyrsta dagin ef ég færi að vinna hjá þér ;)

Anna Margrét Bragadóttir, 9.9.2008 kl. 19:00

14 Smámynd: Sporðdrekinn

Ó MY GOD!!!

Sporðdrekinn, 9.9.2008 kl. 19:45

15 Smámynd: Ragnheiður

Haha djö myndi ég ekki vilja vinna þarna !

Ragnheiður , 9.9.2008 kl. 19:59

16 Smámynd: Gulli litli

Skil ekki alla þessa frídaga? Er þetta ekki bara bruðl?

Gulli litli, 9.9.2008 kl. 20:08

17 identicon

Eitt sem ég er að velta fyrir mér Jóna, þ.e. ef ég skyldi sækja um starf hjá þér ... hvað gerist ef maður mætir bara í alls engum fötum?? Og ef ég er með þvaglegg inni í básnum mínum (því væntanlega fengi ég ekki skrifstofu!) og notaði hann og sparaði þannig klósettferðir... mætti ég nota þann tíma í eitthvað persónulegt?

Ég hlakka alla vega til starfsmannaviðtalsins og vonandi líst þér vel á mig og ræður mig...

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 9.9.2008 kl. 20:37

18 Smámynd: Dísa Dóra

Dísa Dóra, 9.9.2008 kl. 21:00

19 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Tekinn af þér mynd...hahahaha sé mig í anda á klóinu með allt niðrum mig og ljósmyndaflass í augunum....ég skyldi vinna frítt á svona skemmtilegum vinnustað.

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 9.9.2008 kl. 21:01

20 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

SKO!! ég vissi það. Nú þegar er ég búin að fá allnokkra starfsmenn til mín og þeir hafa ekki einu sinni spurt um laun hahahahaha

Doddi minn, nakinn með þvaglegg.... hmmmm.. líst ekki á það

Jóna Á. Gísladóttir, 9.9.2008 kl. 21:15

21 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

knús knús og bestu kveðjur

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 9.9.2008 kl. 21:30

22 Smámynd: Einar Indriðason

Jasso... nei.. veistu, ég held ég segi pass á að koma að vinna hjá þér.  Þú munt því ekki njóta minna starfskrafta, og fara fljótlega á hausinn, úbs og æ æ....

Einar Indriðason, 10.9.2008 kl. 08:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóna Á. Gísladóttir
Jóna Á. Gísladóttir

 

 

 Ég er nokkuð dæmigerð íslensk útivinnandi kona. Hef lokið grunnnámi í markþjálfun og gengur betur að hjálpa öðrum við markmiðasetningu en sjálfri mér. Mér lætur líka betur að stjórna öðrum en sjálfri mér. 

 netfangið mitt er jonaagisla@gmail.com

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 1640367

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband