Leita í fréttum mbl.is

Við erum heppin

 

Auuuuuuuumingja fluvan, segir Sá Einhverfi um leið og hann skellir flötum lófa á borðplötuna.

Auuuuumingja flugan slapp með skrekkinn en hún er ekki laus við drenginn. Ekki frekar en allir ættingjar hennar sem hafa ákveðið að lengja líf ættbálksins og flytja inn til okkar.

Enn eitt sumarið er að líða undir lok og allar feitu köngulórnar sem lifðu góðu lífi í garðinum hjá okkur síðustu mánuði eru horfnar. Við merkjum það ansi vel á þeim óþolandi fjölda flugna sem skyndilega sveima óhindrað í kringum okkur.

Það er engu líkara en Sá Einhverfi hafi aldrei farið í sumarfrí. Allavega ekki hvað snertir lestrarkunnáttu. Í vor var ég ákveðin í því að halda við lestrinum hjá honum yfir sumarið. En eins og með svo margt sem þessi konar ákveður, þá verður ekki neitt úr neinu.

En í dag var nýja lestrarbókin tekin upp úr töskunni og drengurinn las betur en nokkru sinni áður.

Ég er svo sem ekki hreykin af því, en ég sá ekki möguleika sonar míns fyrir nokkrum árum síðan. Allavega ekki þá möguleika sem kennararnir hans í Öskjuhlíðarskóla sáu. Þegar þeir tóku upp á því að kenna Þeim Einhverfa hljóð stafanna og svo fljótlega að tengja saman tvo stafi, þrjá o.sfrv., þá hugsaði ég; VÁ!  Og það var ekki síður ætlað kennurunum en duglega drengnum mínum.

Og ekki í fyrsta, og ekki í síðasta skipti hugsaði ég til þeirra barna og fjölskyldna sem stóðu í okkar sporum fyrir þrjátíu árum... tuttugu árum.. jafnvel 10 árum.

hversu mikið er af fólki með einhverfu úti í hinum stóra heimi sem gæti í dag lifað góðu lífi ef það hefði fengið stuðning og þá hjálp sem er fáanleg í dag, en eru þess í stað algjörlega ófærir um að lifa sjálfstæðu lífi á nokkurn hátt, vegna hinnar félagslegu fötlunar sinnar. 

Ég er í rauninni bara að reyna að koma orðum að því hvað ég er þakklát. Og hversu heppin mér finnst við vera. Þrátt fyrir þessar bannsettu flugur.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elísabet Sóley Stefánsdóttir

vááá hvað þú gætir verið að skrifa frá mínu hjarta :-)  Við lærum að vera þakklátar sem jafnvel öðrum finnst sjálfsagt :-) 

knús og kram

Elísabet Sóley Stefánsdóttir, 3.9.2008 kl. 22:48

2 Smámynd: Anna Margrét Bragadóttir

Flottur og duglegur strákur

Knúsaðu hann frá mér ;)

Anna Margrét Bragadóttir, 3.9.2008 kl. 23:04

3 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Ég var einmitt að tala við 90 ára gamlan mann í dag um hve allt væri orðið breytt.

Það er heilmikið gert fyrir börnin okkar en verður seint fullomið (er nokkur skóli  fullkominn?)

Ég á tvo bloggvini sem mér þykir extra vænt um.

 Það eru þau Magnús Paul Korntop  og gummiimma .Þau eru seinfær og vita af því. Ég hreint elska að lesa bloggin þeirra. Immu langar svo í skóla, en hún veit hún verður send í sérdeild, en það vill hún ekki,þar sem hún er enginn aumingi

Skora á þig að lesa bloggin þeirra. Þau eru yndisleg.

Kveðja inn í nótt hins 4. september.

Rúna Guðfinnsdóttir, 3.9.2008 kl. 23:11

4 Smámynd: Anna Þóra Jónsdóttir

Deili sko með þér fluguóþolinu og finnst þær sélega hvimleiðar seinustu daga. Er miklu meiri svona kóngulóarkona (spiderwomen) en flugukona. Pollýanna vinkona mín (sem er reyndar svolítið extream) segir maður eigi alltaf að finna eitthvað til að gleðjast yfir - sérstaklega í andstreyminu. Þegar hún fékk eitt sinn hækjur í jólagjöf þá gladdist hún - þvi hún þurfti ekki að nota þær. Er samt ekki viss um að margir hefðu þennan þroska

Það er líka okkur öllum hollt (sérstaklega á þessum síðustu og verstu...) að skoða og meta það sem sem við höfum - og vera kannski bara pínulítið þakklát. Og það er svoooo gaman þegar lífið (fólk) kemur manni ánægjulega á óvart. Það er svo margt þegar að er gáð sem hægt er að gleðjast yfir.........

Anna Þóra Jónsdóttir, 3.9.2008 kl. 23:18

5 Smámynd: Ómar Ingi

Já erum við ekki heppinn

Knús á Ian og ég drep fluguna hérna til heiðurs honum og segi Auuuuuuuumingja fluvan 

Ómar Ingi, 3.9.2008 kl. 23:20

6 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Í sambandi við flugur og þessháttar vil ég benda ykkur á smá klausu  um vinkonu mína, hana Kollu

Kveðjur.

Rúna Guðfinnsdóttir, 3.9.2008 kl. 23:33

7 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Komið bara með flugurnar til mín en takið áttfætlurnar.  Ég þoli ekki kóngulær!!!  Knús á Ian, hann kannski nær flugunni bara á morgun........

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 3.9.2008 kl. 23:33

8 identicon

"Bani"  virkar vel hérna á þetta allt en Ian sér um þetta hjá ykkur greinilega, þannig að þarf ekkert að vera að spruða einhverju ógeði útí loftið...mér var hugsað til allra úrflöttu flugulíkanna sem skilja eftir sig fallega bletti...kannast við það á rúðunum hérna eftir son minn....mér finnst sko ekki gaman að þrífa það upp...

alva (IP-tala skráð) 3.9.2008 kl. 23:42

9 Smámynd: Steingrímur Helgason

Held að þetta sé númer eitt mamman, númer tvö viðhorf hennar & hinna & númer þrjú reynslan & atlætið í Öskjuhlíðinni.

Ég er nú 'dáldið' fyrir fluguveiði sjálfur, sgo ...

(dézkoti skrifar þú góðann stíl, kona).

Steingrímur Helgason, 4.9.2008 kl. 00:23

10 identicon

Flugur eru fínar og kóngulær líka, svona á meðan þetta heldur sig utandyra

Og ég þarf líka aðeins að monta mig.... Minn gaur er nefnilega hættur með bleyju og hann veit hvaða staf hann á  

Það var stuðningsfjölskyldan hans sem ákvað í sumar að prófa að taka af honum bleyjuna, og það svona pissvirkaði, varla komið fyrir slys !!! Svo að nú er ég aðeins farin að spara TR bleyjukostnaðinn og vona að þeir noti þann pening í eitthvað gáfulegt...

Annars verð ég nú að segja að ég held nú ekki að hann sonur minn verði neinn prófessor sko, en hann skal fá það besta út úr lífinu, það er ég búin að lofa bæði honum og mér..... 

Sif.. (IP-tala skráð) 4.9.2008 kl. 00:48

11 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Þú færð Fálkaorðuna frá mér, með stjörnu.

Helga Kristjánsdóttir, 4.9.2008 kl. 00:54

12 identicon

Elsku Jóna. Ég skil hann svo vel    .. en það sem ég geri... er að reyna að hleypa flugunum út..og veiða köngulórnar í glas og henda þeim út!! En ef að flugurnar eru svo heimskar, að þær skilja ekki undankomuleiðina, þá er bara eitt eftir... "aummmmingja fluvan" !! .. og rykskuga rest!!

Ég er sammála þér, hvað við erum heppin að lifa á árinu 2008, þar sem eru allavega gerðar tilraunir með að láta fólki líða betur, sem eru öðruvísi en við flest!!  

Edda (IP-tala skráð) 4.9.2008 kl. 00:59

13 Smámynd: Anna Gísladóttir

Mikið er ég sammála þér
Í mínum augum er lestur lykill að svo mörgu í lífinu

Anna Gísladóttir, 4.9.2008 kl. 01:01

14 Smámynd: Sporðdrekinn

Ég ætlaði sko líka að vera meka góða mamma í sumar og láta strákana lesa. En neiiiii ekkert varð af því, mig kveið því mikið fyrir þegar að yngsti unginn sagði "mamma við verðum að lesa" fyrsti dagur skólann var jú búinn. En sem betur fer virðist þetta allt saman vera í lagi

Ég held að eins óviðaeigandi og það væri þá myndi ég stökkva á ykkur fjölskyldu meðlimi og knúsa ef að ég hitti ykkur út á götu

Sporðdrekinn, 4.9.2008 kl. 02:32

15 Smámynd: Huldabeib

*Hneigj* fyrir þér. *Hneigj* fyrir syninum. *Hneigj* fyrir Öskjuhlíðarskóla. *splatt* fyrir fluvuna.

Huldabeib, 4.9.2008 kl. 03:21

16 Smámynd: María Guðmundsdóttir

frábært bara og já,heyr heyr bara,  hneygja sig fyrir ykkur øllum bara, svona á thetta ad vera.

María Guðmundsdóttir, 4.9.2008 kl. 07:08

17 identicon

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 4.9.2008 kl. 09:28

18 identicon

oh my god, þvílíkur snillingur. Hann sko - ekki þú. jæja ok þá - þú líka. En hvaða krakki nennir að lesa með mömmu sinni þegar hann er í sumarfríi, ég þekki engan. Nú tekur hann náttúrulega bara upp bækurnar og les eins og hann hafi ekki gert neitt annað í lífinu. Algjör snillingur, ég sakna hans. Fer að koma að helgarheimsókn hjá okkur. koss og knús í bili

brussubínan (IP-tala skráð) 4.9.2008 kl. 09:54

19 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Það er sko eitt sem öruggt er að við megum þakka fyrir hvað þessum málum hefur fleygt fram þó enn megi gera betur. Ég var orðin fullorðin þegar ég heyrði orðið einhverfur fyrst en held að ég hafi ekki skilið það almennilega fyrr en ég fór að lesa bloggið þitt.

Helga Magnúsdóttir, 4.9.2008 kl. 12:00

20 Smámynd: Linda litla

Innlitskvott

Linda litla, 4.9.2008 kl. 12:25

21 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Frábært hjá Ian vini mínum!

Edda Agnarsdóttir, 4.9.2008 kl. 18:09

22 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Ég get ekki gert betur enn að vitna í aðra Frammara hér á undan, eins og Ómar og Steingrím og jú Huldubeib sem er ábyggilega Frammari líka þó svo að ég viti ekki hvort að hún veit það.

,,Já erum við ekki heppinn

Knús á Ian og ég drep fluguna hérna til heiðurs honum og segi Auuuuuuuumingja fluvan 

Ómar Friðleifsson, 3.9.2008 kl. 23:20 ,,

,,Held að þetta sé númer eitt mamman, númer tvö viðhorf hennar & hinna & númer þrjú reynslan & atlætið í Öskjuhlíðinni.

Ég er nú 'dáldið' fyrir fluguveiði sjálfur, sgo ...

(dézkoti skrifar þú góðann stíl, kona).

Steingrímur Helgason, 4.9.2008 kl. 00:23,,

,,Hneigj* fyrir þér. *Hneigj* fyrir syninum. *Hneigj* fyrir Öskjuhlíðarskóla. *splatt* fyrir fluvuna.

Huldabeib, 4.9.2008 kl. 03:21,,

Og svo Helgu Magnúsdóttur sem er ábyggilega Frammari. 

,,Það er sko eitt sem öruggt er að við megum þakka fyrir hvað þessum málum hefur fleygt fram þó enn megi gera betur. Ég var orðin fullorðin þegar ég heyrði orðið einhverfur fyrst en held að ég hafi ekki skilið það almennilega fyrr en ég fór að lesa bloggið þitt.,,

Helga Magnúsdóttir, 4.9.2008 kl. 12:00

Og svo smá frá mér, Takk fyrir mig.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 4.9.2008 kl. 21:19

23 Smámynd: Tína

Jú það er alveg rétt hjá þér að margt hefur breyst til batnaðar. Hann Kristján minn er bæði les og skrifblindur og fyrir alls ekki svo mörgum árum hefði hann af þessum sökum verið talin heimskur í besta falli.

En það er ekki síst þér að þakka og hvernig þú tekur á málunum sem hefur áhrif á allt í kringum Ian. Það er ég viss um.

Hafðu góða helgi mín kæra

Tína, 5.9.2008 kl. 07:49

24 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Sigrún Jónsdóttir, 5.9.2008 kl. 10:08

25 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Kristín Katla Árnadóttir, 5.9.2008 kl. 11:37

26 Smámynd: Elísabet  Sigurðardóttir

Þú ert yndisleg að deila þessu með okkur.  Takk fyrir það.

Elísabet Sigurðardóttir, 5.9.2008 kl. 13:09

27 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 5.9.2008 kl. 19:12

28 Smámynd: Bergljót Hreinsdóttir

Segi það enn og aftur...Ian er ekki allur þar sem hann er séður...baaaara flottastur

Bergljót Hreinsdóttir, 6.9.2008 kl. 00:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóna Á. Gísladóttir
Jóna Á. Gísladóttir

 

 

 Ég er nokkuð dæmigerð íslensk útivinnandi kona. Hef lokið grunnnámi í markþjálfun og gengur betur að hjálpa öðrum við markmiðasetningu en sjálfri mér. Mér lætur líka betur að stjórna öðrum en sjálfri mér. 

 netfangið mitt er jonaagisla@gmail.com

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 5
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 1639990

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband