Leita í fréttum mbl.is

Þangað sem lífið leiðir okkur

Í fyrra fór ég á námskeið sem ber nafið Skapandi skrif. Það er Þorvaldur Þorsteinsson, rithöfundur og listamaður sem er með þessi námskeið. Ég fékk ótrúlega mikið út úr þessum 4 kvöldum og var ákveðin í að fara á framhaldsnámskeið seinna meir.

Ég sá það svo auglýst um daginn og gat ekki hætt að hugsa um það. En ég gat heldur ekki gleymt peningunum sem ég á ekki til. En á föstudaginn hugsaði ég: what the f..., maður lifir víst bara einu sinni og ákvað að skella mér. Og ekki slæmt, kostar 40.000 en ég fæ 20.000 frá VR.

Ég byrja annað kvöld og hlakka þessi lifandi ósköp til.

Í tilefni af þessu kemur hér smásaga sem varð til í þeirri miklu andagift sem ég fylltist af í návist skáldsins Cool. Eg birti hana reyndar í fyrra, svo einhver ykkar hafa lesið hana. Hún er nú samt að einhverju leyti breytt og bætt. 

Þangað sem lífið leiðir okkur

Snjórinn er kaldur og harður viðkomu. Berir fæturnir eru orðnir rauðir og þrútnir af kuldanum og hún er hætt að finna fyrir þeim.

Samt heldur hún sínu striki. Hún veit varla hvað það ser sem rekur hana áfram. Aðeins að þessi draumur kallar fram svo sterk viðbrögð að hún má engan tíma missa.

 Á meðan hún bröltir yfir kalt hjarið streyma svipmyndir frá nóttunni fram í höfuð hennar. Myndir frá Draumnum. Eins og leiftursýnir birtist hvert myndbrotið á fætur öðru. Sum svo björt að hún lokar augunum andartak.

Ískur. Undarlegir brestir. Rauðleitur hlutur flýgur í gegnum loftið og ber við rökkvaðan himinn. Skaðræðisóp. Samanhnipruð mannvera. Blóð. Sársauki. Grátur. Er þetta karlmaður að gráta?

Hún hristir höfuðið eins og til að losa sig við þessar sýnir og tárin byrja að renna niður kinnarnar á henni. En hún finnur það ekki. Skynjar ekkert nema þennan mikla ákafa að halda áfram.

Einhver er í vandræðum... lífshættu.. hún verður að finna út hver það er. Koma til hjálpar. Hún er næsta viss að það er einhver henni nákominn. En þetta er einhver vitleysa. Hver ætti svo sem að vera kominn hingað uppeftir.

Hún er farin að tala upphátt við sjálfa sig en það er eins og orðin komi frá einhverjum ókunnugum. Hún er orðin hrædd, en getur ekki stoppað. Einhver ósýnilegur kraftur neyðir hana áfram í ísköldu næturloftinu.

Hún hefur alltaf verið berdreymin. Eiginleiki sem hún tekur ekki fagnandi. Hann veldur henni oft sársauka og vanlíðan.Stjórnar lífi hennar á margan hátt. Eins og núna. Hvaða manneskja með fullu viti myndi rjúka út um hávetur, íklædd engu nema ermalausum kjól? hugsar hún með sjálfri sér. Berfætt? Til að leita einhvers sem sennilega er draumur. Draumur og ekkert annað.

Hún og Kristján höfðu ákveðið að fara hingað upp eftir, í sumarbústað foreldra hans. Fengu bústaðinn lánaðan yfir helgina. Hann stendur afskekkt og þau ætluðu að njóta þess að vera saman, bara tvö ein áður en prófin byrjuðu og myndu aðskilja þau um tíma.

Hún heyrir Kristján kalla á sig:

RAKEL RAKEL 

Undrunin og skelfingin í rödd hans er eins og bergmál af hennar eiginn ótta. En hún getur ekki svarað honum. Þó hún þrái ekkert meira en að finna heita og sterka arma hans umlykja sig. En hún verður að halda áfram. Áfram.

Í nokkra stund rýfur ekkert kyrrðina, fyrir utan marrið í snjónum undir fótum þeirra beggja. Rakel veit að Kristján nálgast og bara tímaspursmál hvenær hann nær henni. Hún heyrir másandi og öran andardrátt hans fyrir aftan sig. Hann má ekki ná til hennar. Hún veit að hann mun stoppa hana og hún verður að ljúka þessu. Verður að fá svörin.

Hún gerir sér ekki grein fyrir því hversu langt þau hafa farið fyrr en hún sér glitta í veginn fyrir ofan bústaðinn. Það er stjörnubjart og tunglið sendir birtu sína niður til hennar.

RAKE HVAÐ ERTU AÐ GERA.. HVERT ERTU AÐ FARA

Kristján er orðinn skelfingu lostinn. Heldur líklega að ég hafi misst vitið, hugsar Rakel og flissar móðursýkislega með sjálfri sér. Kannski er hún búin að missa vitið. Hún er ekki viss. Ekkert virðist raunverulegt á þessari stundu.

En hún getur ekki hugsað um það núna. Hvorki um geðheilsu sína né um ótta Kristjáns. Hún mun útskýra þetta brjálæði fyrir honum seinna. Ekki núna. Það eru aðeins örfá skref eftir upp á veg og hún finnur að ef hún aðeins nær þangað þá verður allt eins og það á að vera.

Já, segir hún stundarhátt út í nóttina. Upp á veginum fæ ég öll svörin. Þá getum við snúið við og allt verður eins og það á að vera.

Hún klifrar upp á veginn, aðframkomin af þreytu og örvinglan. Henni er ískalt og óskar þess að hún hefði að minnsta kosti vettlinga. Fingurnir eru dofnir og hún kreppir þá og réttir á víxl til að fá blóðið á hreyfingu. Eitt andartak stansar hún til að líta við og athuga hversu langt Kristján á eftir.

Ljósgeisli rýfur rökkrið og Rakel blindast af birtunni. Ósjálfrátt ber hún hendur upp að augunum til að verjast áleitnu ljósinu. Heyrir Kristján öskra nafnið hennar um leið og hávært ýskur í bremsum sker í eyrun. Brestirnir í brotnandi beinum eru óraunverulegir finnst Rakel. Hljóð sem hún hefur aldrei heyrt áður en þekkir strax. Líkami hennar í rauða kjólnum flýgur í gegnum loftið og ber við himininn. Sýnin er tilkomumikil í skini mánans.

Einhver öskrar af öllum lífs og sálar kröftum. Hún skynjar sársauka. Hann er ekki líkamlegur. Og hann er ekki hennar.

Á meðan líf hennar fjarar út heyrir hún grát. Er þetta karlmaður að gráta?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Snilld

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 31.8.2008 kl. 22:33

2 Smámynd: Ómar Ingi

Ómar Ingi, 31.8.2008 kl. 22:36

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Úff, magnað ekkert annað.  Snilldar frásagnarstíll hjá þér kona. Hlakka til að fá bókina þína í hendurnar. 

Ásdís Sigurðardóttir, 31.8.2008 kl. 22:38

4 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Þetta var, að mínu áliti, verulega mögnuð smásaga.  Keep it on!

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 31.8.2008 kl. 22:45

5 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Magnað Jóna mín, magnað!

Ég hlakka svo til að lesa bókina þína þegar hún kemur út - hvað sem hún verður um, ég les hana! Þú ert æðiiiiislegur penni!!

Róslín A. Valdemarsdóttir, 31.8.2008 kl. 22:54

6 identicon

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 31.8.2008 kl. 23:22

7 Smámynd: Sporðdrekinn

Ég var farinn að tárast áður en Rakel náði til vegarins, var hrædd um að lesa þennan endir.

Flott hjá þér!

Sporðdrekinn, 1.9.2008 kl. 00:08

8 Smámynd: Huld S. Ringsted

Huld S. Ringsted, 1.9.2008 kl. 07:33

9 Smámynd: Tína

Smá ráðlegging til þín Jóna mín. Er ekki spurning að gefa út bókina þína strax í tvöföldu upplagi? Held nefnilega að fyrsta prentun verði uppseld löngu áður en hún kemur í búðirnar!!! Er hægt að panta eintak af bókinni þinni strax?

Í stuttu máli. Úfffffffff hvað það var átakanlegt að lesa þetta. Ég lifði mig svo inn í frásögnina. Ef þetta kom út úr einu stuttu námskeiði, þá get ég ekki beðið eftir að sjá hvað kemur eftir næsta. Þú ert hrikalega góður penni Jóna mín.

Til hamingju með að ´láta draum þinn rætast.

Tína, 1.9.2008 kl. 07:38

10 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Takk fyrir þetta Jóna mín.  Falleg lítil saga.  Eigðu góðan dag.

Ía Jóhannsdóttir, 1.9.2008 kl. 08:42

11 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

MySpace and Orkut Hugs Glitter Graphic - 2

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 1.9.2008 kl. 08:45

12 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Flott hjá þér Jóna mjóna.  Flott skrif hjá þér og þessu fylgja margar tilfinningar - gæsahúð .. eru mín viðbrögð.  .. (þetta er jákvæð gagnrýni svo það fari ekki á milli mála)..

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 1.9.2008 kl. 11:06

13 identicon

rosaleg saga!

alva (IP-tala skráð) 1.9.2008 kl. 11:54

14 Smámynd: Hulla Dan

Endalaus snillingur!!!

Hulla Dan, 1.9.2008 kl. 13:13

15 Smámynd: María Guðmundsdóttir

frábær saga, smá hrollur audvitad en flott frásøgn og ekki gat ég hætt fyrr en endinum var nád..

María Guðmundsdóttir, 1.9.2008 kl. 13:42

16 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Er komið ár síðan síðast?

Sagan þín er frábær stelpa mín góð.

En það hef ég alltaf sagt.  Sko um hana og aðrar sem þú hefur skrifað.

Jájá.

Jenný Anna Baldursdóttir, 1.9.2008 kl. 14:17

17 identicon

Snilld! Bíð spennt eftir bókinni.

Emma (IP-tala skráð) 1.9.2008 kl. 15:23

18 Smámynd: Erna Friðriksdóttir

Frábær saga,,,,,,,,,,, mér var ráðlagt af lækni nokkrum að gefa út bók sem að ég hef reyndar ekki haft kjark til, hann var búin að sjá mörg mín skrif.....  :)  en líklega þarf maður helv kjarkinn til að gera það ......en   þú bara að drífa sig ekki satt?

Erna Friðriksdóttir, 1.9.2008 kl. 17:29

19 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Góð frásögn og spennandi Jóna. Ég óska þér til hamingju með að geta komist á námskeið II í skapandi skrifum, Þorvaldur er ''snilli''. Gangi þér vel.

Eva Benjamínsdóttir, 1.9.2008 kl. 18:37

20 identicon

Vá!!!! Ég hlakka til að lesa meira eftir þig.  Þessi smásaga er mjög spennandi.  Skráðu mig á biðlistann svo að ég missi ekki af fyrsta upplaginu

Anna Lilja (IP-tala skráð) 1.9.2008 kl. 19:20

21 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Flott saga hjá þér og gott hjá þér að drífa þig á námskeiðið fyrst þig langaði svona, maður verður nú bara að láta sumt eftir sér.

Helga Magnúsdóttir, 1.9.2008 kl. 21:29

22 Smámynd: Linda litla

Smásagan er góð. En þú ert líka ótrúlega góð í að skrifa, gangi þér vel á námskeiði 2.

Linda litla, 1.9.2008 kl. 21:52

23 Smámynd: Anna Margrét Bragadóttir

Sagan er góð.

Gott hjá þér að drífa þig á námskeið 2,gangi þér vel.

Knús á ykkur öll

Anna Margrét Bragadóttir, 2.9.2008 kl. 00:07

24 identicon

Hæ sæta, er búin að lesa þetta fjórum sinnum (hef ekkert annað að gera). gott hjá þér að drífa þig á námskeið hjá þeim sæta og gangi þér vel. Elska þig. Þín Fríða

Fríða Sjöfn (IP-tala skráð) 2.9.2008 kl. 09:07

25 Smámynd: Erna

 Mögnuð saga

Erna, 2.9.2008 kl. 10:39

26 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

skemmtu og gangi þér nú vel

Guðríður Pétursdóttir, 2.9.2008 kl. 13:25

27 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Góð saga Jóna mín.

Kristín Katla Árnadóttir, 2.9.2008 kl. 18:12

28 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Hann Þorvaldur er yndislegur og hefur margt gott fram að færa því máttu treysta.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 2.9.2008 kl. 21:29

29 identicon

Stórglæsilegt!!! Hlakka til að lesa meira eftir þig...

Langaði líka að segja þér hvað mér finnst einstaklega gaman að kíkja á síðuna þína... Kallar alltaf fram bros á varir mínar... verst að þá kemst upp um mig í skólanum...

kv. diggur aðdáðandi

Diggur lesandi (IP-tala skráð) 2.9.2008 kl. 22:16

30 Smámynd: Elísabet  Sigurðardóttir

Get ekki beðið eftir bókinni þinni Jóna.  þvílíkir hæfileikar sem þú hefur kona.

Elísabet Sigurðardóttir, 3.9.2008 kl. 01:11

31 Smámynd: Gulli litli

Kúl..

Gulli litli, 3.9.2008 kl. 02:20

32 Smámynd: Margrét Ingibjörg Lindquist

Haltu áfram... ekki spurning ... þú er snilldar penni... og gaman að þú viljir halda áfram... hlakka til að lesa meira eftir þig...

Margrét Ingibjörg Lindquist, 3.9.2008 kl. 03:03

33 Smámynd: Ásta Björk Hermannsdóttir

Vá ég er með gæsahúð bara ...þetta er frábært hjá þér og ég get ekki beðið eftir bókinni þinni, því hana mun ég eignast.

Ásta Björk Hermannsdóttir, 3.9.2008 kl. 08:50

34 Smámynd: Gunna-Polly

gæsahúð .tár og allur pakkinn

segi eins og Tína tvöfalt upplag og ég panta áritun

Gunna-Polly, 3.9.2008 kl. 08:53

35 Smámynd: Helga Linnet

VÁ!

Helga Linnet, 3.9.2008 kl. 11:15

36 identicon

Snilld.

Guðrún B. (IP-tala skráð) 3.9.2008 kl. 14:15

37 identicon

Glæsilegt og frábært hjá þér að skella þér á framhaldsnámskeiðið, hlakka til að sjá (lesa) hvernig það á eftir að gera þér gott.

Ragga (IP-tala skráð) 3.9.2008 kl. 15:48

38 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Gott hjá þér að fara áfram á námskeið. Maður getur verið viss um að maður lærir aldrei of mikið.

Góð saga.

Rúna Guðfinnsdóttir, 3.9.2008 kl. 20:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóna Á. Gísladóttir
Jóna Á. Gísladóttir

 

 

 Ég er nokkuð dæmigerð íslensk útivinnandi kona. Hef lokið grunnnámi í markþjálfun og gengur betur að hjálpa öðrum við markmiðasetningu en sjálfri mér. Mér lætur líka betur að stjórna öðrum en sjálfri mér. 

 netfangið mitt er jonaagisla@gmail.com

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 1640368

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband