Leita í fréttum mbl.is

Krepputal

 

Getur verið að mín kynslóð og sú næsta á eftir, sé í þann veginn að fá að kynnast alvöru kreppu?

Ekki svona ''ég er blönk'' frasi, þar sem allir hafa samt nóg að bíta og brenna og 2-3 bílar á fjölskyldu. Og 1-5 helgarferðir á ári til Köben og London eru partur af planinu?

Ég er að meina alvöru blankheitum. Þar sem lánin sliga mann og eina ráðið er að selja ofan af sér kofann. Nema bara að vandamálið er að allir hinir eru blankir líka og enginn vill kaupa húsið?

Alvöru kreppa þar sem ég á á hættu að missa vinnunna og standa allt í einu frammi fyrir því að ég hef aldrei á ævi minni vitað hvað það þýddi að vera blönk... fyrr en nú?

Alvöru atvinnuleysi þar sem ''ég fæ mér bara vinnu í Bónus/sjoppu/þrifum ef allt annað þrýtur'' er ekki lengur einfaldasti hlutur í heimi.

Ég verð að viðurkenna að ég er oggupínkuponsulítið áhyggjufull. Ég kann nebblega ekki að spara eða herða sultarólina. Ég trúi því reyndar að ég hafi verið forrík í fyrra lífi. Jafnvel með blátt blóð í æðum. Hvaðan ætti ég annars að hafa þennan einstaka hæfileika til að eyða peningum. Á því sviði er ég snillingur.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þegar ég var að byrja búskap 1977 þá var erfitt að lifa, held það fari ekki niður fyrir þann skala, en það er svosem erfitt fyrir marga að draga saman seglin, ég er nokkuð seif.

Ásdís Sigurðardóttir, 22.7.2008 kl. 18:30

2 Smámynd: Ómar Ingi

Kreppa og ekki kreppa

Eldra fólki blöskrar væli í fólki nú til dags

sem þýðir að ég er ansi gamaldags stundum

En hér mun vera annað og mikið verra ástand hjá sumu fólki , en sumt fólk er líka búið að láta eins og fífl í eyðslu á peningum sem það aldrei átti.

En þetta reddast allt Icelandic Way

Ómar Ingi, 22.7.2008 kl. 18:46

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ég held að þetta sé Reykjavíkurkreppa! Mikið til komin af endalausu fjasi ráðamanna um að fólk verði að draga saman og herða ólar og öllum þeim frösum í kór....

Eftir því sem fjær dregur Reykjavík þeim mun minna verður maður var við þetta tal! 

Hrönn Sigurðardóttir, 22.7.2008 kl. 18:51

4 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Ásdís. Þú hefur sem sagt samanburðinn.

Ommi minn. Nákvæmlega. Það er það sem ég er að tala um. Okkar kynslóð kann ekki að vera blönk. Við vitum ekki hvað það er.

Hrönn. Er það málið? Ég tók þessu með jafnaðargeði til að byrja með. En eftir því sem fleiri lesa yfir hausamótunum á okkur í útvarpi og sjónvarpi, þeimur áhyggjufyllri verð ég. Á ég kannski bara að flytja á Selfoss?

Jóna Á. Gísladóttir, 22.7.2008 kl. 18:56

5 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Eða koma á Skagann til mín. Heyri lítið krepputal hér.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 22.7.2008 kl. 19:13

6 identicon

Ég þekki að eiga allt og missa allt.Í dag er ekki kreppa.Alla veganna ekki heima hjá mér.Er farin að eiða samkvæmt innkomu.Eða næstum því

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 22.7.2008 kl. 19:14

7 Smámynd: María Guðmundsdóttir

thad er nú gott ad vera gódur í einhverju   en ég veit thó eitt af eigin raun..thad er mikill munur ad vera blankur...eda blankur.. og er thad ekki mitt uppáhald...er lika ágæt i ad eyda peningum...en verra ef ég á thá ekki til og eydi fyrirfram...

María Guðmundsdóttir, 22.7.2008 kl. 19:44

8 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Er þetta ekki bara kreppa sem herja á annars vegar bankana sem hefur verið illa stjórnað - og hins vegar þá sem fóru á eyðslufyllirí og fóru offari í framkvæmdum eða keyptu allan heiminn á lánum?

Umfjöllun fjölmiðla er afskaplega áróðurskennd. Fyrir nokkrum árum var endalaust talað um góðæri og kaupmáttaraukningu. Ég upplifði aldrei góðærið því það fólst fyrst og fremst í góðu aðgengi að lánsfé.

Nú eiga allir að finna fyrir "kreppu" af því búið er að loka fyrir lán hjá bönkunum svo fólk getur ekki slegið lán fyrir hjólhýsum, sumarbústöðum og fimm utanlandsferðum á ári.

Ég held að fólk ætti að horfa á bak við fréttirnar og lesa á milli línanna - hvað er í rauninni verið að fjalla um þegar talað er um kreppu í fjölmiðlum? Eru undirliggjandi kveinstafir verktaka sem hafa byggt allt of mikið og allt á lánum? Eða eru undirliggjandi kveinstafir bankanna sem vilja "mannaflsfrekar" virkjanir, álver eða eitthvað slíkt því þeir græða svo grimmt á slíku - og eyðslufylleríi almennings.

Það er alltaf eitthvað á bak við hverja kreppufrétt - einhverjir sem eru ekki sáttir við að græða ekki meira í dag en í gær. 

Lára Hanna Einarsdóttir, 22.7.2008 kl. 20:03

9 Smámynd: Anna Þóra Jónsdóttir

Sammála Láru Hönnu varðandi áróðurskennda umfjöllun fjölmiðla sem virðist taka mest mið af aðgengi að lánsfé fremur en nokkru öðru. Ég er svo gömul að mér var innrætt að skulda sem minnst og hvorki lána öðrum mikla peninga né taka þá að láni. Vinna fyrir hlutunum og safna.

Á meðan við höfum vinnu getum við mætt flestum áföllum - en ef alvöru atvinnuleysi byrjar að myndast þá gæti fyrir alvöru farið að kreppa að.

Ég segi það sama og þið hin - "Ég fann ekki fyrir góðærinu og ég hef ekki fundið neitt að ráði fyrir "kreppunni". Þetta er kannski eins og með veðurspárnar , stundum er spáð sól - sem kemur ekki og fellibyl sem sveigir framhjá...og afleiðingn er sú að maður hættir að taka mark á því sem sagt er.

Anna Þóra Jónsdóttir, 22.7.2008 kl. 20:41

10 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Gurrí mín. Gæti verið ágætis hugmynd. En málið er einmitt að ég er staðsett nákvæmlega þar sem ég vil vera. Loksins komst ég ''heim''. Vil svo ógjarnan þurfa að fara héðan.

Birna Dís. Ég vona að ég þurfi ekki að upplifa það. Að missa allt. Þekki fólk sem hefur gengið í gegnum slíkt.

María. Einmitt. það getur verið svo stór munur á að vera blankur og að vera blankur.

Lára Hanna og Anna Þóra. Ég vona að þið hafið rétt fyrir ykkur. Sjálf hef ég gert lítið af því að taka lán fyrir fellihýsi, bíl eða öðru slíku. En nóg stórt lán hvílir á húsinu okkar og það hefur hækkað svo um munar. Það er í rauninni allt sem ég hef áhyggjur af. ég vil ekki missa heimilið okkar. En ef ég held vinnunni og herði sultarólina þá ætti svo sem ekki að vera hætta á því.

Jóna Á. Gísladóttir, 22.7.2008 kl. 20:51

11 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Það er svo auðvelt að eyða peningum, en erfitt að koma sér út úr því kerfi sem maður hefur vanið sig á. Eins og þú segir réttilega, þá er maður ekki vanur því að þurfa að hugsa um hverja krónu sem maður handleikur.

Rúna Guðfinnsdóttir, 22.7.2008 kl. 20:55

12 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Ég er sko sammála þér, líst ekkert á þetta krepputal. Kann heldur ekki að spara. Hef verið fúl út af því hálfa ævina að fyrst ég þurfti að vera útgerðarmannsdóttir á annað borð af hverju gat ég þá ekki verið Onassis. Algjört óréttlæti.

Helga Magnúsdóttir, 22.7.2008 kl. 21:16

13 Smámynd: Ásgerður Jóna Flosadóttir

Sæl öll, ekki þekki ég fólk sem fer fimm  ferðir til útlanda á ári.  Ég lifði í allsnægtum í áratugi, síðan við minni allsnægtir.  Á tímabili minni allsnægtanna leið mér mjög vel og í dag eru það ekki peningarnir sem skipta máli heldur heilsa mín og minna. Höfum í huga að líkklæðin eru ekki með vasa. Það  að upplifa  hamingju  er sú hamingja sem er í umhverfinu sem skiptir máli.  En eitt er ljóst að það er byrjun á kreppu á Íslandi sem á eftir að verða mjög alvarleg og hafa gríðarleg áhrif á þúsundir fjölskyldna hér á landi vegna þeirra mikillar óstjórnar sem ríkt hefur.  Efnahagsstjórnunin hér á landi er í molum því miður og áhrifamenn fara í sumarfrí á meðan skútan er að sökkva. Fé án hirðis er eitthvað sem við ættum öll að hugsa um,  gott dæmi er ruglið í Grindarvík.  Gæti haldið áfram lengi lengi um þá óstjórn sem ríkir hér á landi en læt þessi orð mín duga að sinni.

Með vinarkveðju,

Ásgerður Jóna Flosadóttir, 22.7.2008 kl. 21:24

14 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Það er búið að reyta af mér skrautfjaðrirnar think you very much, mig langar ekki í meira.  Og ég skil vel áhyggjur þínar með unga krakka og allan pakkann.

En við tökum þetta einn dag í einu Jónsí mín og vonum það besta.

Annars var Anna hjá mér áðan.  Hringdu í mig þegar þú nenni eða bara núna strax.

Lalalalalala

Jenný Anna Baldursdóttir, 22.7.2008 kl. 21:32

15 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Rúna. Það er rétt. Erfitt að kenna gömlum hundi að sitja og allt það.

Helga. Algjört óréttlæti

Ásgerður Jóna. Auðvitað er það heilsan og fjölskyldan sem skiptir öllu. Og það er rétt að við tökum ekki peningana með okkur í gröfina. En ég er ekki að tala um ''meira fé en við getum eytt''. En því miður þá þarf fólk að hafa pening handanna á milli til að lifa sæmilega þægilegu lífi. Það er staðreynd sem ekki verður hoft framhjá. Fæstir eiga skuldlaust húsnæði t.d. Það er fallegt og rómantískt að halda því fram að ''svo lengi sem við höfum hvort annað, þá er allt fullkomið'', en raunveruleikinn er ekki þannig.

óstjórn á landinu.... you can say that again

Jóna Á. Gísladóttir, 22.7.2008 kl. 21:33

16 identicon

Þú verður bara að ákalla bláu forfeður þína kerli mín og biðja þá um að senda þér smá gull í kistu undir rúmið þitt

Vona að áhyggjurnar séu ekki að sliga þig og þína

alva (IP-tala skráð) 22.7.2008 kl. 21:49

17 Smámynd: Þorsteinn Gunnarsson

Engar áhyggjur stelpa... þú tekur bara "þjóðverjann" á þetta(svona omvent secret) þ.e: þú ákveður að kaupa aldrei neitt sem þig langar í...fyrr en eftir hálfan mánuð.

Eftir hálfan mánuð eru allar líkur á því að þig langi ekki í hlutinn... en ert kannski komin með löngun í eitthvað annað ... eitthvað sem gengur líka yfir á hállfum mánuði og svo koll af kolli. 

- Part 2 af "þjóðverjanum" er að segja upp öllum áskirfturm og þegar þér eru boðnar slíkar þá hugsar þú.... Ok 2000 á mánuði segirðu... það gera 24þ á ári... þ.e 240þ á 10 árum.... og ég þarf að hafa 400 í laun til að borga það. Nei takk. Er ekki sátt við að borga 400 þús í áskirft fyrir þetta dót.

Svona heleðst á þig slíkt fé að þú hefur ekki hugmynd um hvernig á að eyða því nema fara að kaupa áskriftir á áskriftir ofan... og fá þér einn frídag í viku til þess eins að fara og spenda í næsta mölli...

Kv. Steini

Þorsteinn Gunnarsson, 22.7.2008 kl. 22:33

18 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Allt í lagi, þetta var ekkert áríðandi svo sem.

Jenný Anna Baldursdóttir, 22.7.2008 kl. 22:47

19 Smámynd: Ásgerður Jóna Flosadóttir

Sæl nafna mín, ég vil bara taka það fram að ég þekki mjög vel fátækt á Íslandi.  Hef starfað í sjálfboðastarfi fyrir fátæka á Íslandi í 12 ár, alla miðvikudaga við að úthluta matvælum til heimila sem eru með ísskápinn tómann . Fjölskylduhjálp Íslands er með um 1400 fjölskyldur á skrá sem eiga í erfiðleikum með að ná endum saman.  Bara svo það sé alveg á hreinu.  Er ekki að tala um rómantík, hafa hvort annað og s.v.fr. af og frá. Þar þurfa peningar að koma til, það er alveg á hreinu. Þú lifir ekki á loftinu.

Ásgerður Jóna Flosadóttir, 22.7.2008 kl. 23:38

20 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Ástæðan fyrir því að það er ekkert krepputal á landsbyggðinni er að GÓÐÆRIÐ kom aldrei þangað

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 22.7.2008 kl. 23:44

21 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

 Jenný Anna Baldursdóttir. Þú drepur mig einhvern daginn addna tjélling

A.K.Æ. þakka þér fyrir. nei nei. Ekki enn allavega

Steini. Þetta er ofboðslega sniðug tækni. Ég er bara svo hvatvís að ég veit ekki hvort ég gæti hamið mig í hálfan mánuð, skiluru.

Ásgerður Jóna. Ég vona að ég hljómi ekki eins og ég sé gjörsamlega veruleikafirrt. Þær aðstæður sem þú lýsir eru hræðilegar og þó ég hafi upplifað þær, þá er ég svo heppin að muna ekki eftir því. Það má því vel segja að ég viti ekki hvað fátækt er og í rauninni varla blankheit heldur. Fólk eins og þú sem vinnur sjálfboðastarf á þennan hátt á heiður skilinn. Kannski að maður ætti að gefa kost á sér í eitthvað slíkt. Maður myndi örugglega læra að meta betur það sem maður hefur.

Hulda. Ég er alvarlega farin að íhuga að flytja út fyrir borgarmörk

Jóna Á. Gísladóttir, 23.7.2008 kl. 00:17

22 Smámynd: Sesselja  Fjóla Þorsteinsdóttir

Mér finnst vert að taka þetta krepputal alvarlega en er ekki umræðan að verða of svartsýn?

Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 23.7.2008 kl. 00:26

23 Smámynd: Elísabet  Sigurðardóttir

Hjartanlega sammála með þessar kreppuáhyggjur.  Við erum flest alls ekki í stakk búin til þess að takast á við alvöru kreppu held ég.

Íbúðarlánin eru að sliga ansi marga, verðtryggingin er auðvitað rán um hábjartan dag.  Svo er þessi fj... ríkisóstjórn úti að aka.

Elísabet Sigurðardóttir, 23.7.2008 kl. 00:56

24 Smámynd: Bergljót Hreinsdóttir

Ekki varð ég nú vör við neitt góðæri....næ aldrei endum saman þrátt fyrir góðan vilja og hundrað prósent vinnu hjá sjálfri mér og mínum maka....og ég get fullvissað þig um það að ég er ekki að kaupa neitt annað en matinn oní okkur og borga af lánum.....sem bankarnir hagnast duglega á....

Okkar saga er löng og ströng.....eins og saga margra...en...að kalla þetta kreppu?????....það er ekki raunhæft....

Á meðan fólk hefur vinnu...eitthvað handa á milli...er ekki kreppa...ekki fyrr en við þurfum skömmtunarmiða fyrir öllum nauðsynjum og kvíðum hverjum degi....þá fyrst getum við farið að tala um einhvers konar kreppu....

Ég held að Lára Hanna og fleiri hér hafi mikið til síns máls þegar rætt er um "kreppu" í fjölmiðlum....þar hljóma raddir þeirra sem græddu meira í gær en í dag...... ...hinir fátæku kvarta hins vegar aldrei.....

Það er ekki kreppa þó maður komist ekki í utanlandsferð...eigi fellihýsi eða sumarbústað í góðu veiðilandi.........það á hins vegar að vera sjálfsagt og eðlilegt í velmegunarríki að geta eignast þak yfir sig og sína.....


Góð pæling Jóna....

Bergljót Hreinsdóttir, 23.7.2008 kl. 02:11

25 Smámynd: Helga Björg

Kreppa ..... á Íslandi spurningin er held ég að finnaeithvað annað orð yfir þetta ekki kanski beint hægt að segja kreppa en ég veit um nokkra semeru að missa allt ,síðan fórvinkonamíní bankann um daginn vegna þess að húvar búin að finna sér hús sem hana langaði að kaupa semvar búið að vera í soltin tíma á sölu og hún hafði vel ráð á hún fór heim með þau ráð frá BANKANUM að bíða í svona 2 mánuði  því þá væri húsið orðið eign bankans og kaupa það þá ég veit eki alveg hvað er hægt að kalla svona ástand kanski kreppa ,mér er bara mikið búið að vera hugsað til greyið fólksins sem er um það bil að missa allt sitt svo kemur einhversem vill kaupa húsið þeirra og sennilega mundi það bjarga helling fyrir þau en þá ráðleggur bankinn kaupandanum að bíða þangað til fólkið er búið að missa allt ég veitiggi hvernig siðferði er í gangi eða eiginlega hvað er að gera mér finst þetta bara vægast sagt frekar skítt

Helga Björg, 23.7.2008 kl. 07:59

26 Smámynd: Helga Björg

heheh by the way ,liklaborðið mitt er bilað það virkar ekki alveg alltaf vona að það sé samt hægt að lesa þetta kveðja frá Austría

Helga Björg, 23.7.2008 kl. 08:01

27 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Jóna,  eina kreppan sem þarf að hugsa um er að kreppa magavöðvana  ..

Nei, nei ... kannski þarf aðeins að hugsa um efnahagsástandið líka, reddum því með að gera Ísland að allsherjar Latabæ og plötum fræga fólkið hingað til að eyða peningunum sínum í okkur.  ...

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 23.7.2008 kl. 10:25

28 identicon

Nei, það er langt í kreppuna á Íslandi.

Þökk sé neysluvenjum okkar Íslendinga getum við léttilega haldið kreppunni í skefjum, bara með því að veita okkur einungis það sem okkur er nauðsynlegt í smá tíma. Við erum búin að veita okkur meira eða minna allt sem okkur girnist í nokkur góð ár, þetta er bara spurning um að hægja aðeins á...

Eggert Ólafur Sigurðsson (IP-tala skráð) 23.7.2008 kl. 10:52

29 identicon

Mæli með trampólíni og grindabotnsæfingum í kreppunni. Það er eins og að halda í  sér í smá tíma. Frábær tími til að hugsa inn á við hver maður er og huga að heilsu og enn og aftur grindarbotnsvöðvunum. Hvað eru peningar án heilsu...

þurí (IP-tala skráð) 23.7.2008 kl. 11:35

30 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

ég held bara að öllum sé hollt ef það kæmi einhver kreppa, þá verða önnur lífsgildi mikilvægari en virðast vera í dag.

ég trúi því að einhver kreppa sé í nánd, sé það hérna í danmörku að fólk er að missa húsin sín meira en hefur verið áður og að matvörur eru dýrari.

annað sem ég hef takið eftir undanfarið er að íslendingar sem koma í heimsókn eru alveg miður sín yfir hversu íslenska krónan stendur illa, allt hérna í dk er svo hræðilega  dýrt fyrir þann pening sem þau koma með að heiman. einu sinni keypti fólk eins og "brjálæðingar" þegar þau voru í heimsókn, en núna er haldið mjög aftur að sér í þeim málum.

Kærleikur til þín

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 23.7.2008 kl. 11:39

31 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Heyriði mig... ég fer nú að taka þessu persónulega með magavöðvana og grindarbotninn 

Fjóla. Það er spurning. Hvort svartsýnisumræðan skili einhverju.

Elísabet. Hækkun íbúðarlána.... ekki minnast á það ógrátandi

Bergljót. Vel mælt.

Helga Björg. Takk fyrir innlegg. Vel læsilegt skal ég segja þér. Já þetta er skrítið siðferði. Og sorglegt að hugsa til þess að sumir hafi atvinnu af því að vera sem útséðastir í að koma öðrum á kné.

Eggert. Já, kannski er þetta bara spurning um að halda að sér höndum og bíða af sér storminn.

Jóna Á. Gísladóttir, 23.7.2008 kl. 11:42

32 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Steinunn. það er þó jákvætt.. að fólk slaki á brjálæðinu þegar það kemur til útlanda.

Jóna Á. Gísladóttir, 23.7.2008 kl. 11:42

33 Smámynd: Margrét Birna Auðunsdóttir

Hey, þetta gæti orðið alveg ný tegund ferðamennsku, í staðinn fyrir að hanga endalaust í H&M fer fólk að skoða söfn og slappa af á kaffihúsum

Hversu oft hefur maður ekki eytt alltof miklum tíma í mollinu og svo rétt svo haft tíma til að skoða sig um

Og svo gæti komið upp alveg ný staða, ef allt verður svona dýrt í útlöndum, verður þá ekki að sama skapi hagstætt að versla hér heima? Maður sleppur þó við að borga flug og hótel...

Margrét Birna Auðunsdóttir, 23.7.2008 kl. 13:49

34 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ég held að það ætti að greypa athugasemdirnar hér í stein - þær eru hver annarri athyglisverðari og betri. Lýsa svo mörgum hliðum og margs konar upplifun fólks á þessari "nútímakreppu" sem verið er að troða ofan í kokið á okkur auk þess sem hér eru ótalmörg gullkorn og góð ráð.

Vonandi koma fleiri slíkar - ég ætla að fylgjast með.  

Lára Hanna Einarsdóttir, 23.7.2008 kl. 14:02

35 identicon

Ef þú ert fædd fyrir 1980, þá hefur þú aðeins upplifað stanslaust góðæri síðan þú komst til vits og ára.

Þetta ástand nú er aðeins smá bakslag, og taktu nú eftir, hjá þeim sem höfðu það mjög gott í hinu svokallaða góðæri undan farin ár, t.d. bankafólk sem núna þarf að sætta sig við grunnlaunin sín sem eru ca. 500 þús. á mánuði - (svona heldur hærri laun en flest okkar höfum).

Ekki má gleyma bílasölunum, fasteignasölunum og byggingarmönnunum, hjá þessu fólki er samdráttur.  Allir aðrir sem hafa stabíla og sæmilega borgaða vinnu, halda sjó í þessu ástandi.

Það er raunveruleg kreppa hjá því fólki sem hefur verið að kaupa dýrar fasteignir sem það hefur endurinnréttað allt upp á nýtt og dýra bíla á allt 100% lánum undan farin ár.  Vonandi ert þú ekki ein af þeim, því þá ertu í verulega slæmum málum nema að þú sért mia.mæringur.

Höskuldur J. Ævarsson (IP-tala skráð) 23.7.2008 kl. 15:02

36 identicon

Ætlaði að segja; Ef þú ert fædd eftir 1980, þá hefur þú aðeins upplifað stanslaust góðæri síðan þú komst til vits og ára.

Þetta ástand nú er aðeins smá bakslag, og taktu nú eftir, hjá þeim sem höfðu það mjög gott í hinu svokallaða góðæri undan farin ár, t.d. bankafólk sem núna þarf að sætta sig við grunnlaunin sín sem eru ca. 500 þús. á mánuði - (svona heldur hærri laun en flest okkar höfum).

Ekki má gleyma bílasölunum, fasteignasölunum og byggingarmönnunum, hjá þessu fólki er samdráttur.  Allir aðrir sem hafa stabíla og sæmilega borgaða vinnu, halda sjó í þessu ástandi.

Það er raunveruleg kreppa hjá því fólki sem hefur verið að kaupa dýrar fasteignir sem það hefur endurinnréttað allt upp á nýtt og dýra bíla á allt 100% lánum undan farin ár.  Vonandi ert þú ekki ein af þeim, því þá ertu í verulega slæmum málum nema að þú sért mia.mæringur.

Höskuldur J. Ævarsson (IP-tala skráð) 23.7.2008 kl. 16:05

37 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Margrét Birna. Jú jú, kannast við að hanga of mikið í mollunum erlendir. Góður punktur með söfnin og kaffihúsin. En ég veit t.d. að Starbuck kaffihúsin í USA hafa þurft að loka hvert á fætur öðru vegna þess að fólk hefur minnkað þann munað við sig. Fer frekar að kaupa sér kaffi í 7/11 búðunum á 0,99 usd. Svo við erum ekki ein í þessum pakka.

Lára Hanna. Jú umræða á blogginu eins og hún gerist best. Allir voða kúl á því

Höskuldur. Ég skildi þig. Sem betur fer get ég sagt að ég sé ekki ein af þessum sem þú telur upp. Reyndar kannski óþarflega dýrt húsnæði en allt orginal í því ennþá

Jóna Á. Gísladóttir, 23.7.2008 kl. 16:56

38 Smámynd: Anna Þóra Jónsdóttir

Ég bara verð að deila með ykkur þessu skemmtilega "húsráði" sem ég rakst á á rápi mínu um netið. Passar svo vel inn í þessa skemmtilegu og málefnalegu umræðu.

Húsráð

Kreistu hálfa sítrónu í augun á þér og þú gleymir öllum fjárhagsáhyggjum, um stund.

Ef þið viljið lesa fleiri gullkorn er þetta slóðinhttp://www3.hi.is/~jja/

Anna Þóra Jónsdóttir, 23.7.2008 kl. 18:54

39 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Frábær síðasta athugasemdin!

Knús á þig Jóna mín og drifðu Jennsluna í kaffi til mín.

Edda Agnarsdóttir, 23.7.2008 kl. 23:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóna Á. Gísladóttir
Jóna Á. Gísladóttir

 

 

 Ég er nokkuð dæmigerð íslensk útivinnandi kona. Hef lokið grunnnámi í markþjálfun og gengur betur að hjálpa öðrum við markmiðasetningu en sjálfri mér. Mér lætur líka betur að stjórna öðrum en sjálfri mér. 

 netfangið mitt er jonaagisla@gmail.com

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband