Leita í fréttum mbl.is

Ekki heppileg fyrirmynd

Eitt kvöldið við matarborðið tók Sá Einhverfi upp á því að grípa með báðum höndum utan um hálsinn á sér, eins og kyrkingartaki og hrista sig. Það kurraði í honum og hann gaf frá sér eitthvað sem líktist köfnunarhljóði.

Okkur Bretanum stóð ekki á sama þó að uppátæki krakkans kæmu okkur til að hlæja eins og svo oft áður. Ég stoppaði hann af og hann hló hátt að eigin fyndni.

En næst þegar ég leit á hann, lá hann fram á matarborðið og hvíldi hægri vanginn á matardisknum.

Hvað ERTU að gera Ian?, sagði ég furðu lostin. Velti því fyrir mér hvort krakkinn væri svona þreyttur.

Hann leit upp og glotti. Hrúga af hrísgrjónum skreyttu á honum kinnina og hann var bara ánægður með það.

Eins og stráksi getur nú hagað sér furðulega þá erum við farin að sjá að allt sem hann gerir á sér fyrirmynd eða tilgang.

Eftir matinn sátu krakkarnir og horfðu á Simpson á DVD og þar sáum við á atriði Þess Einhverfa endurtekið. Homer grípur báðum höndum um háls Barts í æðiskasti. Það verður til þess  að hálsinn á Bart lengist og mjókkar þar til hann verður  eins  og gúmmíslanga. Þá heldur aumingja Bart ekki höfði lengur og skellur á andlitið ofan í matinn sinn.

Ég er viss um að fátt myndi gleðja Þann Einhverfa meira, en ef Bretinn fengist til að taka hann hálstaki og segja grimmdarlega: You little...... eins og Homer gerir. Þá þyrfti guttinn ekki að vera með solo atriði, heldur gæti leikið þetta almennilega.

Simpson fjölskyldan er ekki heppileg fyrirmynd.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: M

Þessir þættir eru uppáhald sonar míns hvort sem mér líkar betur eða verr. Endurtekur frasana eftir Homer daginn út og inn.  Lærir reyndar heilmikið í ensku, þótt blótsyrðin mættu vera minni   Simpsoníska.

M, 13.7.2008 kl. 11:38

2 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

M.  Simpsoníska! Góð!

Jóna Á. Gísladóttir, 13.7.2008 kl. 11:39

3 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Hahhahahahaha, frábært!

Guðríður Haraldsdóttir, 13.7.2008 kl. 11:45

4 identicon

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 13.7.2008 kl. 11:47

5 Smámynd: Elísabet Sóley Stefánsdóttir

híhí

Elísabet Sóley Stefánsdóttir, 13.7.2008 kl. 11:57

6 Smámynd: Elín Katrín Rúnarsdóttir.

Núna hló ég hátt og veistu afhverju, ég tengi okkar heimilislíf við söguna þína. Sú yngsta rétt rúmlega 3 ára gerir þetta líka.....Úpps!!! Núna var ég að viðurkenna fyrir bloggurum landsins hvað ég er óábyrg móðir að leyfa þeim að horfa á Simpson en þetta er bara svo kærkomin stund fyrir mig þar sem þetta eru einu sjónvarpsþættirnir sem allir horfa á án þess að tala, rífast eða slást en svo byrjar leikritið.......Það sem verra er, þegar örverpið segir við mig út á leikskóla eða út i búð eða á álíka óþægilegum stöðum ;Mamma,viltu kirkja mig???;

Ian er snillingur að klára leikritið með því að láta sig detta ofan í matinn..ha ha haÉg get eiginlega ekki hætt að hlægja að þessu,ég sé þetta svo fyrir mér

Elín Katrín Rúnarsdóttir. , 13.7.2008 kl. 12:00

7 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Elín. Nú hló ég líka. ''Mamma viltu kyrkja mig...'' hahahaha. Æi svo á maður ekki að hlæja að þessu. Þetta er samt fyndið. VEistu ég trúi því að með því að tala við börnin okkar og útskýra fyrir þeim muninn á bíómyndum / teiknimyndum og raunveruleikanum þá er þetta í góðu lagi (innan skynsamlegra marka). það er kannski annað mál með fötluð börn sem skilja ekki eins mikið og hin

Jóna Á. Gísladóttir, 13.7.2008 kl. 12:07

8 Smámynd: Sesselja  Fjóla Þorsteinsdóttir

Svona er lífsins litróf.  Gaman að lesa bloggið þitt Jóna...gefur lífinu lit.

Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 13.7.2008 kl. 12:40

9 identicon

Sorry en ....... GARGÚRHLÁTRI !!  Eg á 3 stráka 18 ára 11 ára og 8 ára og þeir eru allir fofallnir Simpson guttar.

Ég hef svosem heyrt orð og svoleiðis .. en þetta slær allt út.

Dásamleg færsla.

Guðrún B. (IP-tala skráð) 13.7.2008 kl. 13:03

10 identicon

Sæl Jóna.Mikið hef ég oft haft gaman af pistlunum þínum um hann Ian.Það er gaman að þú skulir taka á þessu öllu með svona smáskammti af húmor.Ég var fyrir mörgum árum að vinna með einhverfum,og var líka stuðningsmanneskja á leikskóla fyrir litla stúlku.Ég man eftir því hvað ég var stolt þegar við vorum úti með hópnum og einn strákurinn hreinlega læsti sig á lærið á mér,(og var aldrei kallaður annað en lærisveinninn eftir það)og vildi bara hafa mig fyrir sig.Þá kom sú einhverfa aftan að mér og snýtti sér.Hún var þannig að ég náði að nálgast hana með því að strjúka á henni bakið.Þegar hún sá mig þá var það fyrsta sem hún gerði að rífa upp um sig peysuna svo ég gæti snert hana.Hún sagði alltaf mamma þegar við vorum saman.Ég er nokkuð viss um að hún var að biðja mig um að ná í samskiptabókina, þar sem allar upplýsingar voru um ættingjana ég held að hún hafi haft einstaklega gaman af þessum stundum.En að öðru ég sé að margir hér eru hrifnir af Simpson.Svo er barnabarn mitt og ég pantaði frá USA rúmteppi með mynd af kappanum.Ég fékk tvö,svo annað er búið að vera inni í skáp síðan umbúðir aldrei opnaðar(.Það má lika bæta því að barnabarnið var alveg í skýjunum með teppið)Svo teppið er falt.

margret (IP-tala skráð) 13.7.2008 kl. 13:55

11 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Fjóla. Nákvæmlega. Lífsins litróf. Það er málið.

Guðrún. Simpson höfðar til krakkanna. Sem stundum er skrítið því margt af þessu er ætlað fullorðnum.

Margrét. Takk fyrir frásögnina. Börn gefa manni svo mikið og það gefur því einhvern veginn svo mikið vægi þegar um svona sérstaka persónuleika er að ræða.

Ég hef áhuga á teppinu. Hvað ætlarðu að selja það á?

Jóna Á. Gísladóttir, 13.7.2008 kl. 14:12

12 Smámynd: Ómar Ingi

Veit allt um það að Simpsons er ekki góð fyrirmynd , en mikið svakalega getum við feðgar hlegið af þessari vitleysu.

Við eigum líka smá svona senur úr simpsons , vegna þess að ef að hann er að gera eitthvað sem hann á ekki að gera segi ég "Why You Little "

Og hann byrjar þá að stynja AGGGGGG svona eins og sé verið að setja hendur um hálsinn hans.

Heilbrigt NEI

Hressandi og skondið AFAR

Ómar Ingi, 13.7.2008 kl. 14:17

13 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Ommi. hahaha jú mér finnst þetta heilbrigðara en allt sem heilbrigt er. Sameiginlegur húmor sem bondar feðga. Ekkert nema dásamlegt.

Jóna Á. Gísladóttir, 13.7.2008 kl. 14:25

14 Smámynd: María Guðmundsdóttir

Simpsonfans hérna megin líka  krakkagemsarnir alveg limdir vid skjáinn thegar Simpson mætir á skjáinn, allt rófid frá 3 ára og uppí 15! En sammála...ekki sú besta fyrirmynd...en hvad gerir madur ekki fyrir fridinn uss svo segir madur frá thvi lika..

María Guðmundsdóttir, 13.7.2008 kl. 14:35

15 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hér er Simpson í miklu uppáhaldi og hefur verið til margra ára.  Vissi strax við lestur greinarinnar, hvað hann væri að stæla. Hann er bara snilli.  Hljómar spennandi þetta með teppið, ef hann fær það verður þú eiginlega að taka mynd og sýna okkur  Knús á ykkur öll. 

simpson
Custom Smiley arghhhh

Ásdís Sigurðardóttir, 13.7.2008 kl. 14:44

16 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jenný Anna Baldursdóttir, 13.7.2008 kl. 15:34

17 Smámynd: Gunna-Polly

Gunna-Polly, 13.7.2008 kl. 17:18

18 identicon

Sæl Jóna.Teppið kostaði 12 þúsund hingað komið,með tollum og sendingargjöldum.

Þú lætur mig vita ef þú hefur enn áhuga.

Kveðja.

Margrét

margret (IP-tala skráð) 13.7.2008 kl. 18:40

19 Smámynd: Ása Hildur Guðjónsdóttir

dásamleg saga

Ása Hildur Guðjónsdóttir, 13.7.2008 kl. 20:20

20 identicon

Dásamlega skemmtileg alltaf skrifin þín, en það hlýtur greinilega að vanta eitthvað í mig því ég held að ekkert sé til leiðinlegra í sjónvarpinu en umræddur Simpson, tel mig hreint ekki húmorslausa ennnnn þetta er svo leiðinglegt.

Sigurlaug Gísladóttir (IP-tala skráð) 13.7.2008 kl. 21:31

21 Smámynd: Bergljót Hreinsdóttir

Tær snilld....

Hér á bæ er þessi þáttur elskaður og margar senur verið settar upp í gegnum tíðina...ha ha ha....

Bergljót Hreinsdóttir, 13.7.2008 kl. 22:37

22 Smámynd: Steingrímur Helgason

Simpsonarþættir eru snilld fyrir mína Simpansafamelíu.

Steingrímur Helgason, 13.7.2008 kl. 22:42

23 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Nú er orðið langt síðan ég hef kvittað. Geri það hér með. Takk fyrir mig og bestu kveðjur.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 13.7.2008 kl. 23:09

24 identicon

Ég verð að vera sammála þér Sigurlaug. Bara skil ekki hvað er fyndið við Simpson. En krökkunum mínum finnst þetta fyndið :)

Skemmtilegt blogg engu að síður.

Guðrún Jónsdóttir (IP-tala skráð) 13.7.2008 kl. 23:11

25 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

...

Gunnar Helgi Eysteinsson, 13.7.2008 kl. 23:23

26 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Fanst Simpson alltaf svo fyndinn fyrst þegar hann kom. - En ég hef ekki séð Simpson í mörg ár vegna vinnu minnar. - Og núna gleymi ég að horfa á sjónvarp. - Nema fréttir auðvitað.  - En mér finnst þetta alveg magnað hjá þeim stutta að leika þetta svona. -  OK. Þó að það sé dálítið óhugnanlegt þá er það samt alveg magnað að hann skuli túlka þetta, og bæta svo við túlkunina svo að þið skilduð  örugglega hvað hann væri að fara. - Þvílíkur dásemdar drengur. -

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 14.7.2008 kl. 00:23

27 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Þessi ormur er skemmtikraftur! Ég vil fá að sitja til borðs með þessari klikkuðu familíu :)

Heiða B. Heiðars, 14.7.2008 kl. 00:56

28 Smámynd: Heiða B. Heiðars

omg!! ég geng bara út frá því sem vísu að ég þurfi ekki að útskýra að "klikkuð" er í góðri merkingu hérna!!

Heiða B. Heiðars, 14.7.2008 kl. 00:57

29 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Custom Smiley

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 14.7.2008 kl. 01:07

30 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

sýna okkur  Knús á ykkur öll. 

simpson
Custom Smileyþetta áttiað vera svonaknús til þín elsku Jóna mín

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 14.7.2008 kl. 01:08

31 Smámynd: Einar Indriðason

Vertu fegin að hann er ekki farinn að herma eftir Itchy og Scratchy!

Einar Indriðason, 14.7.2008 kl. 10:07

32 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Simpson er argasta snilld og fyrir alla aldurshópa. Skítt með fyrirmyndina.

Helga Magnúsdóttir, 14.7.2008 kl. 12:43

33 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

Elska Simpsons... það er mikið quotað úr Simpsons í minni fjölskyldu... Flóki er sá eini sem ekkert hefur sagt ennþá,en þegar hann var smábarn,rétt nýbyrjaður að standa upp í rúminu sínu var hann ógeðlsega spenntur þegar Simpsons upphafslagið byrjaði.. hann sat kannski í róleg heitunum að leika sér í rúminu og svo kveikti ég á einum þætti.. þá var nánast flogið upp og starað á skjáinn með galopnum augunum og úffað og púffað

Guðríður Pétursdóttir, 14.7.2008 kl. 21:27

34 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Simpsons...er sko ekki góð fyrirmynd. Horfi sjaldan á hann. En sá innhverfi tekur greinilega vel eftir.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 14.7.2008 kl. 22:19

35 Smámynd: Svala Erlendsdóttir

Hann er algjör húmoristi hann sonur þinn

Svala Erlendsdóttir, 14.7.2008 kl. 22:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóna Á. Gísladóttir
Jóna Á. Gísladóttir

 

 

 Ég er nokkuð dæmigerð íslensk útivinnandi kona. Hef lokið grunnnámi í markþjálfun og gengur betur að hjálpa öðrum við markmiðasetningu en sjálfri mér. Mér lætur líka betur að stjórna öðrum en sjálfri mér. 

 netfangið mitt er jonaagisla@gmail.com

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband