Leita í fréttum mbl.is

Terrible mother

 

Gelgjan og Viðhengið ákváðu skyndilega að þær vildu fara í bíó.

Ég á í erfiðleikum með að segja nei við stúlkutetrið mitt. Ég veit ekki afhverju það er. Kannski vegna þess að hún biður afskaplega sjaldan um eitthvað óraunhæft. Og hún suðar aldrei. Það hefur hún ekki gert síðan ég skildi hana eftir í tvígang á gólunum þegar hún var um tveggja ára.

Í fyrra skiptið á pósthúsi þar sem hún vildi fá tyggjó úr sjálfsala og í hitt skiptið á milli rekka í Byggt & búið. Ekki man ég hvað freistaði prinsessunnar þar. Hvort það var hamar eða klósettseta.

Meira þurfti nú ekki til, svo að barnið skildi að þessi aðferð myndi aldrei skila henni neinu. 

En í kvöld vildi hún sem sagt fara í bíó með vinkonu sinni. Og hænumamman kom upp í mér. Í sannleika sagt er ég skíthrædd um prinsessuna mína í þessum ljóta heimi. Ég sé barnaníðinga á hverju götuhorni. Lái mér hver sem vill. Og þegar öllu er á botninn hvolft þá er hún bara 11 ára. Ég hugsaði málið og ég sagði nei.

Gelgjan sagði ókey og ekki orð meir.

Í fimmtán mínútur heyrðist ekki í henni og ég var óróleg. Fannst ég hálfleiðinleg mamma.

Anna Mae!

, svaraði hún

Ertu fúl út í mig?

Nei, svaraði hún

En svo fann ég handleggi utan um hálsinn á mér. Mamma, ég er að verða stór stelpa.

Meira þurfti nú ekki til.

Ég veit það elskan mín, svaraði ég, ég skal keyra ykkur

Svo hélt ég ræðu um þær mættu ekki fara í sitthvoru lagi á klósettið og bla bla bla. Ég þakka Guði fyrir gsm síma. Og þó... ég verð líklega að eigna Bell heiðurinn þar sem hann var upphafsmaðurinn af þessu öllu saman.

Ég lét undan, ég er að fara að keyra þær, kallaði ég upp til Bretans sem var í óða önn að baða Þann Einhverfa.

What a terrible mother you are, kallaði hann til baka

Ég veit, sagði ég um leið og ég skellti hurðinni á eftir mér.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þú ert yndisleg móður og kærleikur ykkar fjölskyldumeðlima og skilningur er einstakur.  Við lærum endalaust af þér elsku Jóna.  Bóthildur sendir knús á ykkur öll.Hún er sko bara best og sætust og endalaus uppspretta fyrir gleði og umtal, engin einn sem á hana. 

Ásdís Sigurðardóttir, 5.7.2008 kl. 20:59

2 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Jóna þú gerðir alveg hárrétt að keyra þær.  Það er nú ekki lengra síðan en í haust að ég heyrði frá minni dóttur að hún hefði farið á bak við mig þegar hún var sjö ára.  Fjölskyldan í næsta húsi ætlaði í bíó og hún kom og spurði hvort hún mætti fara með.  Ég sagði Nei!!!  Ástæðuna man ég ekki en getur örugglega ekki hafa verið neitt merkilegt, ég bara vildi ekki að hún færi með þeim í bíó.  Tek fram að þessi fjölsylda var henni eins góð og þau væri hennar eigin og er enn.

Mín fór yfir og sagði:  Já ég má fara. En mamma á ekki pening svo getið þið lánað henni fyrir miðanum.  Hehehhe.... snjöll... alltaf verið..

Hún fór í bíó og ég hélt að hún hefði bara ílengst hjá vinkonunni þar til ég heyrði söguna í haust.  Mín sagði að þetta hefði nagað sig alla tíð og nú vildi hún segja mér sannleikann eftir 24 ár.  Við eigum bara góðar stelpur og ég vildi að ég hefði ekki verið svona mikil hænumamma í þá daga. 

Ía Jóhannsdóttir, 5.7.2008 kl. 21:00

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hrönn Sigurðardóttir, 5.7.2008 kl. 21:47

4 identicon

Ég skil þig vel, þú ert ekkert hræðileg.

Guðrún B. (IP-tala skráð) 5.7.2008 kl. 22:14

5 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Kristín Katla Árnadóttir, 5.7.2008 kl. 22:38

6 Smámynd: Huld S. Ringsted

Skil þig svo vel

Huld S. Ringsted, 5.7.2008 kl. 22:41

7 Smámynd: Heiða  Þórðar

Yndisleg

Heiða Þórðar, 5.7.2008 kl. 22:54

8 Smámynd: Ómar Ingi

Awwww mikið er gelgjan heppinn að eiga þig sem móðir , er líka nokkuð viss um að hún viti að hún er heppinn.

Þú ert alger lóttovinningur Jóna mín

Ómar Ingi, 5.7.2008 kl. 23:25

9 identicon

Elsku Jóna.

Æ, hvað þetta var ljúft, Mynnir mig á þegar telpurnar mínar voru yngri.

SBG (IP-tala skráð) 5.7.2008 kl. 23:28

10 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Eins gott að fylgjast vel með ...

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 5.7.2008 kl. 23:49

11 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Sigrún Jónsdóttir, 5.7.2008 kl. 23:56

12 Smámynd: Bjarndís Helena Mitchell

Bjarndís Helena Mitchell, 6.7.2008 kl. 00:00

13 identicon

Ja hérna - ég fer að lesa um veðurfarið í dag og áður en varir er ég farin að kjökra yfir bloggfærslu   hvað er í gangi

Dódó (IP-tala skráð) 6.7.2008 kl. 00:01

14 identicon

Falleg færsla

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 6.7.2008 kl. 00:27

15 Smámynd: Elísabet Sóley Stefánsdóttir

 þú ert yndisleg

Elísabet Sóley Stefánsdóttir, 6.7.2008 kl. 00:35

16 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Rosalega ertu ömurleg mamma, þú hreinlega sökkar.

Bless.

Djók, þú sleppur addna

Jenný Anna Baldursdóttir, 6.7.2008 kl. 00:36

17 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Ekki þó sleppa takinu of snemma Jóna mín, svo er ég nú bara stolt af stelpunum, ég þori ekki í bíó í bænum...

Róslín A. Valdemarsdóttir, 6.7.2008 kl. 00:36

18 identicon

 aha, kannast við þetta, gott trix, þá bara vita þau þetta frá blautu barnsbeini að það þýðir ekkert að nota gól til að reyna að fá eitthvað...þessi yngsta mín á samt eitthvað voðalega erfitt með að læra þetta...hún á nefnilega eldri systkini sem spilla henni, láta undan gólinu...

Góða helgi, þú ert frábær, alltaf sjúklega gaman að lesa!!

alva (IP-tala skráð) 6.7.2008 kl. 00:38

19 Smámynd: Jens Guð

  Ég veit ekki alveg alltaf hvers vegna mér þykir svo rosalega gaman að lesa færslurnar þínar.  Það er eitthvað "touch" í þeim sem lætur manni líða vel eftir lesturinn.  Stundum veit ég alveg af hverju.  En stundum veit ég það ekki.

Jens Guð, 6.7.2008 kl. 00:56

20 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

 Þetta var skemmtileg lesning og fræðandi.  Svona á að ala börnin upp

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 6.7.2008 kl. 01:06

21 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Frábær lesning. Takk fyrir að vera til!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 6.7.2008 kl. 01:56

22 identicon

:) En sætt ég mun nota þessa aðferð þegar sonur minn verður stór :D Bara gaman að lesa bloggið þitt :)

Anna (IP-tala skráð) 6.7.2008 kl. 09:20

23 Smámynd: Hulla Dan

Þú ert dásemd

Hulla Dan, 6.7.2008 kl. 09:31

24 Smámynd: Hrafnhildur Björk Jónsdóttir

Þú ert bara frábær móðir

Hrafnhildur Björk Jónsdóttir, 6.7.2008 kl. 10:24

25 identicon

Aldrei hafa orðin "terrible mother" hljómað jafn rómantískt sé þessa senu algjörlega fyrir mér í einhverjum sjónvarpsþætti og þegar "terrible mother" hljómar, þá hlæja þeir sem horfa á eða segja "awww" og brosa.

Kærar kveðjur úr norðri!

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 6.7.2008 kl. 10:41

26 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Nú átti að bjóða gelgjunni upp á enn eina leiðindastundina.....þú ert versta mamma sem ég hef heyrt um

Knús á þig og þína og takk fyrir færslurnar

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 6.7.2008 kl. 11:00

27 Smámynd: Rebbý

alltaf jafn yndislegar færslurnar þínar og aldrei gæti ég tekið undir að þú sért hræðileg mamma miðað við lesturinn ....
sammála Dodda með hvernig þetta atriði væri í sjónvarpsþættinum

Rebbý, 6.7.2008 kl. 13:59

28 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Vitanlega hefur maður áhyggjur af börnunum sínum þegar þau eru bara 11 ára. En þegar þau eru keyrð og sótt og með gemsa minnkar það áhyggjurnar til muna. Þú ert frábær mamma.

Helga Magnúsdóttir, 6.7.2008 kl. 15:26

29 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Litla stelpan mín er að verða 27 ára!!!!  Enn þann dag í dag vefur hún mér um fingur sér svo öðrum þykir nóg um...  En hún er bara stelpan mín...  Hver getur verið að agnúast út af því hjá okkur mæðrum??!!

Rúna Guðfinnsdóttir, 6.7.2008 kl. 16:41

30 identicon

Maður verður alltaf pínulítið betri manneskja í hvert skipti sem maður les færslur eins og þessar á blogginu þínu - Takk mín kæra

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 6.7.2008 kl. 18:20

31 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Bestu kveðjur

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 6.7.2008 kl. 20:36

32 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Gunnar Helgi Eysteinsson, 6.7.2008 kl. 23:54

33 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Já, þú ert alveg frábær móðirBestu kveðjur til þín.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 7.7.2008 kl. 00:10

34 Smámynd: Steingrímur Helgason

Þú veist að ég ~ezzga~ þig & færslurnar, en mín jafnaldra þinnar býr við ýktan heraga í þessum málum, & ég framfylgi fazískt af minni föðurlegri grimmd.

Ein í bíó ?  Nei takk, gat í eyrun, ekki fyrir 18tján ára aldur, snyrtivörur, yfir mitt liðna lík.  Strákar á MSN, hmm, ef ég þekki foreldra þeirra & ekki eftir 22.00.  Dizkókvöld hjá Skíðafélaginu, pabbi sækir & horfir illilega á alla.

Að öðru leyti er ég tiltölulega frjálslyndur & líbó.

En styð Bretann.

Steingrímur Helgason, 7.7.2008 kl. 00:20

35 Smámynd: Dísa Dóra

haha þú ert yndi

Dísa Dóra, 7.7.2008 kl. 11:23

36 Smámynd: Elísabet  Sigurðardóttir

Þú ert bara yndisleg.

Takk fyrir fræðandi og góða færslu.

Elísabet Sigurðardóttir, 7.7.2008 kl. 12:42

37 Smámynd: María Guðmundsdóttir

aldrei of varlega farid bara i thessum bissness en thú er já..frábær bara

María Guðmundsdóttir, 7.7.2008 kl. 13:17

38 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Hvernig gengur í 40 ára afmælisátakinu annars ?

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 7.7.2008 kl. 21:18

39 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

Já einmitt,Jóna, þú sökkar

óþarfi að taka fram "not", þú fattar það alveg

Guðríður Pétursdóttir, 8.7.2008 kl. 23:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóna Á. Gísladóttir
Jóna Á. Gísladóttir

 

 

 Ég er nokkuð dæmigerð íslensk útivinnandi kona. Hef lokið grunnnámi í markþjálfun og gengur betur að hjálpa öðrum við markmiðasetningu en sjálfri mér. Mér lætur líka betur að stjórna öðrum en sjálfri mér. 

 netfangið mitt er jonaagisla@gmail.com

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 1640567

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband